Eftirmálarnir eru jafnvel skaðlegri en hrunið sjálft

Hrunið í október 2008 var slæmt, en það sem á eftir kom er einhver mesti skaðvaldur þjóðarinnar, og ef einhvers staðar hefur verið framinn glæpur þá er það í stjórnartíð norrænu velferðarstjórnarinnar, t.d. í málefnum heimilanna, þar átti að taka strax heildstætt og skynsamlega á þessum málum, það svaðalegasta við þetta er að Samfylkingin vildi að landinn fengi almennilega á kjaftinn svo þau gætu kennt krónunni um, til þess eins að koma okkur inn í ESB.

Ástæða er til að vekja athygli á skorinorðri grein Halldórs Úlfarssonar í Morgunblaðinu í morgun, en ofangreind tilvitnun er úr henni. 

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef fundið í spjalli við fólk víða um land. Öllum fannst hrunið slæmt en stjórnartíð hinnar norænu vinstristjórnar eins og þetta lið kennir sig við er óskiljanleg. Heimilunum blæðir út, atvinnuleysið er gríðarlegt, fólk flýr land, verðbólgan er á uppleið og atvinnulífinu hrakar með hverjum mánuðinum sem líður.

Þetta er auðvitað ekki bjóðandi á sama tíma og reynt er að troða landinu inn í brennandi rústir Evrusvæðisins. Halldór Úlfarsson og þúsundir annarra sem eru á sömu skoðun mega ekki láta nægja að skrifa eina grein, menn þurfa að standa upp, flykkjast út á Austurvöll og berja í búsáhöld og hringja dómkirkjuklukkunni. Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, allt er betra en hin norræna sýndarstjórn. 


Mistök stuðningsmanna Vaðlaheiðarganga

Vaðlaheiðargöng verða tvímælalaust mikil samgöngubót, hvenær sem þau koma. Hins vegar virðist öll framkvæmdin vera í málefnalegum hnút. Ástæðurnar eru margar en þó einkum þær að forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. hafa verið mislagðar hendur í kynningu á verkefninu.

Ein alvarlegustu mistökin eru þau að horfa til smáatriða en líta framhjá aðalatriðinum. Þannig segir Pétur Þór Jónasson formaður félagsins í grein í Morgunblaðinu í dag: 

Eðlilega spyrja væntanlegir notendur ganganna sig að því hvað fái menn til að berjast svo hart gegn samgöngubótum sem notendur ætla sjálfir að greiða fyrir. 

Þetta er beinlínis rangt eftir því sem ég best fæ séð. Flestir þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng gera það vegna kostnaðarins og mér sýnst margir þeirra hafi góð rök fyrir máli sínu. Í stað þess að ræða þetta málefnalega segir formaðurinn í áðurnefndri grein:

Fyrr má nú vera skekkjan í forsendum, jafnvel svo að enginn bíll fari um göngin. 

Talsverður munur er nú á því að enginn bíll muni aka um gönginn eða nægilega margir til að framkvæmdin borgi sig. Út á það gengur raunverulega deilan. Fjölmargir eru hræddir við að framkvæmdin verði dýrari, færri bílar aki göngin en ráð er fyrir gert og kostnaðurinn falli endanlega á ríkissjóð en ekki Vaðlaheiðargöng ehf. Þegar svo er komið sögu væri líklega best að koma hreint fram í upphafi og setja göngin á samgönguáætlun. Þar munu þau verða hin þriðju í röðinni nema eitthvað kraftaverk gerist, t.d. að ríkisstjórnin segði af sér. Þau verða seint sett á samgönguáætlun á vegum þessarar ríkisstjórnar.

Á meðan beðið er eftir því að endanlega fjari undan ríkisstjórninni er skynsamlegra fyrir forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. og annarra stuðningsmanna framkvæmdarinnar að efla kynningarstarf sitt og sýna málefnalega fram á að kostnaðaráætlun vegna gangnanna geti staðist. Rökræða í stað þess að gera þá sem ekki eru sammála að andstæðingum.

 


Ollu eldgos litlu ísöldinni?

Það sem við sýnum fram á er að ef þú færð fjögur mjög stór eldgos á 50 ára tímabili þá sýna öll loftslagslíkön að brennisteinsagnir í andrúmsloftinu geta viðhaldið sér og stuðlað að kólnun yfirborðs jarðar. Það veldur aukningu í hafísmyndun í norðurhöfum sem endurvarpar sólarljósi. Þá erum við komin með einhvers konar keðjuverkun.

Þetta segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild HÍ, í litlu viðtali við Morgunblaðið í morgun um upphaf litlu ísaldar sem talin er hafa hafist um miðja 13. öld og entist allt til loka þeirrar 19. 
 
Rannsóknir á setlögum í Hvítárvatni við Langjökul „hafa varpað nýju ljósi á orsakir kólnunar jarðar á hinni svokölluðu „litlu ísöld“ auk þess að greina með nákvæmari hætti hvenæri hún hófst“ eins og segir í greininni.
 
Rannsóknin byggðist annars vegar á aldursgreiningu á gróðri á Baffinslandi í Kanada og hins vegar á set-ögum í Hvítárvatni við Langjökul. Þær benda til þess að jöklar hafi byrjað að ganga hraðar fram í kringum 1270 til 1300 á báðum stöðum og enn frekar í kringum 1430 til 1455. Þetta eru einmitt þekkt tímabil mikilla eldgosa í hitabeltissvæðinu. „Á þessum tíma eru annálar um stór eldgos á Ís- landi svo það getur verið að íslensk gos hafi eitthvað hjálpað til þó að við höfum svo sem engin gögn um það,“ segir Áslaug.
 
Hins vegar vantar að finna út hvaða eldgos hafi hugsanlega valdið litlu ísöldinni enda engin gögn enn til um það, eins og Áslaug segir. Þetta er því líklega enn mjög áhugaverð kenning og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi rannsóknanna.

Hálmstráið er núna þetta frumkvæði

Sjálfur Landsdómur hefur í úrskurði sínum frá því í haust fullyrt að Alþingi geti dregið kæru til baka. Saksóknari í landsdómsmálinu er sammála því. Flestir lögskýrendur eru einnig á sama máli og þar með talinn Róbert Spanó, prófessson við HÍ.

Rök pólitískra andstæðinga Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þynnast því óðum. Nú fann einhver upp á því að ræða um frumkvæði. Þarf frumkvæði fyri niðurfellingu að koma frá saksóknara Alþingis eða hefur Alþingi rétt á að brúka sitt eigið frumkvæði og kalla kærun aftur.

Þarna er eiginlega verið að deila um keisarans skegg. Margir halda dauðahaldi í þessa skýringu rétt eins og Þorgeir Hávarsson um hvannarótina í Hornbjargi. Bíðið bara og fylgist með. Nú munu fjölmargir sjálfskipaðir lögskýrendur halda því fram að ugglaust megi Alþingi afturkalla kæruna en frumkvæðið verði að koma frá saksóknara Alþingis. Hann mun ekki gera það, því hann er í vinnunni og telur að frumkvæðið verði að koma frá Alþingi. Pólitískar andskotar Geirs verða himinlifandi að vita af þessu hálmstrái enda er hér skiptir persóna hins ákærða engu máli.


mbl.is Ekki einhuga um frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skortur á öryggismyndavélum er borginni til skammar.

Er það ekki alveg ótrúlegt að Reykjavíkurborg taki afstöðu með óþokkunum með því að leggja ekki til fjármagn til endurnýjunar á öryggismyndavélum í miðborg Reykjavíkur? Margir muna eftir uppsetningu myndavélanna og hvílík bylting þær voru sagðar. Fæstir átta sig á að vélarnar úreldast eða eyðileggjast enda ekki á sama hátt neitt um það sagt í fjölmiðlum. Ekki fyrr en í óefni er komið.

Auðvitað tekur ekki Reykjavíkurborg afstöðu með vonda liðinu. Skárri væri það nú. Hins vegar er það borginni til hrikalegrar skammar að standa ekki í lappirnar og útvega fjármagn. Annað eins og meira til fer nú áreiðanlega í minniháttar mál hjá hinum eitursnjalla borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Gnarrflokksins.

 


mbl.is Ónýtar öryggismyndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur kvikuhreyfing jarðskjálftum á 0,1 km dýpi?

Jarðfræðingar Jarðfræðistofnunar eru að venju þöglir sem gröfin og þá sjaldan sem þeir tjá sig eru þeir eins og véfréttin sjálf. Við liggur að sérhæfða túlka þurfi til að skýra út það sem þeir láta stundum frá sér.

Það sem bögglast fyrir mér eru við lestur fréttarinnar á mbl.is eru þessir jarðskjálftar sem mælast á 0,1 km dýpi. Er svona stutt í kvikuna eða mælast hreyfingar á jöklinum sem skjálftar? 

Stærð þessara skjálfta eru samkvæmt jarðskjálftatöflu vedur.is frá 0,2 og upp í 2,1 sem er nú ansi mikið. Best gæti ég trúað að ef kvika er undir þá hljóti nú að sullast af og til upp úr, kitli að minnsta kosti botninn á jöklinum. Þó verður að geta þess að sumir af þessum litlu skjálftum eru stundum í skriðjöklum eins og ofarlega í Tungnakvíslajökli. Þá dettur manni í hug að íshrun mælist á ofurviðkvæmum jarðskjálftamælum.

Væri nú ekki tilvalið fyrir mbl.is að afla upplýsinga um þetta? 

---

Eftir að hafa birt þennan pistil hér að ofan sendi Vigfús Eyjólfsson mér tövlupóst og link á athyglisverða grein sem svara að nokkru því sem ég ræddi um. Færi ég honum bestu þakkir fyrir.

Um er að ræða grein úr mbl.is þann 9. desember 2007 með og er efni hennar þessi:

Skjálftarnir ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlu 

Nýjar skýringar settar fram á jarðskjálftum í Goðabungu eftir víðtækar mælingar á vesturhluta Mýrdalsjökuls 

Skjálftarnir ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlu

FYRSTU niðurstöður af úrvinnslu gagna úr tímabundnu jarðskjálftamælineti, sem sett var upp við vesturhluta Mýrdalsjökuls í vor, benda til að skjálftarnir í Goðabungu tengist íshreyfingum, sér í lagi í Tungnakvíslarjökli, og séu ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlueldstöðinni eins og áður hefur verið talið.

Það er Kristín Jónsdóttir sem gerði mælingarnar í samvinnu við háskólann í Uppsölum og Veðurstofu Íslands en hún leggur stund á doktorsnám í jarðeðlisfræði við Uppsalaháskóla.

Virðast stafa af íshreyfingum

Kristín segir í samtali við Morgunblaðið að um bráðabirgðaniðurstöður sé að ræða og áfram verði unnið úr gögnunum. Kristín vann að mælingunum í apríl og maí sl. og er hún að vinna úr gögnunum um þessar mundir. „Ég fékk skjálftamæla lánaða frá Háskólanum í Uppsölum og í samvinnu við Veðurstofuna settum við út 10 stöðvar í vesturhluta jökulsins með það að markmiði að fá betri mælingar á Goðabunguskjálftunum,“ segir hún.

Kristín leggur áherslu á að þótt í ljós hafi komið að skjálftarnir í Goðabungu og vesturhluta jökulsins virðist stafa af íshreyfingum og séu ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlu, verði að hafa í huga að langt er um liðið síðan Katla gaus síðast og hún er því komin á tíma eins og jarðvísindamenn hafa oft bent á. Það sé því full ástæða til þess að vera á varðbergi.

Eldstöðin Katla er ein virkasta og stærsta eldstöð landsins og hefur á sögulegum tíma gosið að meðaltali tvisvar á öld. Síðast gaus Katla 1918.

Gosin eru oftast basísk en ísúr gos má einnig rekja til eldstöðvarinnar.

Hún er hulin Mýrdalsjökli, fjórða stærsta jökli landsins. Vegna hinna miklu jökulhlaupa sem fylgja gosum er Katla verulega hættuleg eldstöð.

Kristín segir að skipta megi jarðskjálftum á svæðinu í tvo flokka, annars vegar eru það skjálftar sem verða innan í öskjunni og hins vegar skjálftar sem eiga upptök í vesturhlutanum við Goðabungu. Þessir skjálftahópar haga sér mjög ólíkt, segir hún. Skjálftar innan öskjunnar eru hefðbundnari, dreifast á allt að 15 km dýpi, auk þess sem þeir falla vel að líkönum skjálftafræðinnar varðandi stærð og dreifingu í tíma. Öðru máli gegnir um skjálftana við Goðabungu.

Frá því mælingar á jarðskjálftum hófumst í nágrenni Mýrdalsjökuls hafa fræðimenn tekið eftir sérkennilegum skjálftum sem eiga það sameiginlegt að eiga upptök sín í vesturhluta Mýrdalsjökuls. Kristín segir skjálftavirknina þar óvenjulega að mörgu leyti og hún falli illa að hefðbundnum líkönum skjálftafræðinnar. „Hún hefur þá sérstöðu að hún eykst verulega á haustin og nær yfirleitt hámarki í október. Þá mælist daglega fjöldinn allur af skjálftum allt upp í stærðina 3,5 en aldrei stærri. Hefðbundin líkön skjálftafræðinnar spá einum skjálfta af stærðinni 4 fyrir hverja tíu af stærðinni 3, einum af stærðinni 5 fyrir hverja tíu af stærðinni 4 o.s.frv.

Einnig kemur í ljós þegar einstakir skjálftar eru skoðaðir að þeir eru óvenju langir og sveiflan óvenju hæg. Ógreinileg byrjun skjálftanna gerir það að verkum að erfitt er að staðsetja þá.“

Skjálftavirkni jókst í takt við hlýnandi loftslag

Að sögn Kristínar mælast skjálftar sem eiga við þessa lýsingu á bylgjuformi stundum í nágrenni súrra eldstöðva, gjarnan sem undanfarar goss. Einnig þekkist að slíkir skjálftar mælist í nágrenni skriðjökla. Nýlegar rannsóknir sýni að hraðskreiðir skriðjöklar á Grænlandi mynda stóra hæga skjálfta þegar þeir skríða fram og nuddast við undirlag sitt.

Kristín kveðst hafa notað tíu hátækni-jarðskjálftamæla þegar hún réðst í það verkefni sl. vor að mæla skjálftana við Goðabungu. Markmiðið var m.a. að fá betri skilning á eðli skjálftanna. Fyrstu niðurstöður benda eins og áður segir til að skjálftarnir séu enn grynnri en áður hefur verið talið. Auk þess eiga flestir þeirra upptök ofarlega í Tungnakvíslarjökli frekar en í Goðabungu.

Jöklaskriðskjálftarnir í Grænlandi sýna svipaða hegðun og skjálftarnir í vesturhluta Mýrdalsjökuls, þ.e. árstíðabundna virkni, auk þess sem fjöldi þeirra jókst til muna eftir árið 2000 í takt við hlýnandi loftslag.

Jöklarnir í vesturhluta Mýrdalsjökuls eru mjög brattir og ekki ósennilegt að þeir geti því hreyfst tiltölulega hratt, að sögn Kristínar. Ofarlega í Tungnakvíslarjökli fellur ísinn fram af brún. Þetta íshrun virðist nægilega orkumikið til að mynda skjálfta á stærð við þá sem mælast. 


mbl.is Smáskjálftar í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki náttúrulögmál að menn farist á sjó

aa sjóslysGreinin í Morgunblaðinu í morgun um banaslys á sjó eftir Helga Bjarnason, blaðamann, er sláandi. Sérstaklega vekur athygli súluritið sem ég birti hér (biðst velvirðingar á að hafa ekki beðið um leyfi).

Ég man eftir því sem barn og unglingur að oft var sagt frá slysförum á sjó. Svo algengar voru þessar fréttir að líklegast hafa fleiri en barnið talið það náttúrulögmál að sjómenn skilir sér ekki heim. Súluritið sýnir að þetta er rangt. Eflaust hefur margt komið breyst og átt þátt í því að gera starf sjómannsins öruggara. 

Á súluritinu er auðkennt hvenær Slysavarnarskóli sjómanna var stofnaður en það var árið 1985. Skólinn hefur breytt gríðarlega miklu í viðhorfi sjómanna til öryggismála. Að minnsta kosti segja sjómenn manni það, sérstaklega þá yngri menn. Lög um rannsóknir sjóslysa hafa án efa haft mikið að segja enda hefur á grundvelli þeirra verið skylt að rannsaka öll sjóslys og kanna eftir því sem hægt er hvað hafi farið úrskeiðis. Síðan má nefna að tækninni hefur fleygt fram. Skip eru orðin traustari og mikið lagt upp úr öryggismálum um borð. 

Sem betur fer voru og eru þeir til sem telja það ekkert náttúrulögmál að menn láti lífið við vinnu sína á sjó. Ekki frekar en á vegum landsins eða í flugi. 

Sextán og sautján ára var ég á togurum á sumrin sem var mér dýrmæt lífsreynsla. Minnir að ég hafi verið á þremur skipum í allt. Aldrei man ég nokkurn tímann eftir því að rætt hafi verið um öryggismál á þessum skipum hvað þá að haldin hafi verið æfing. Engu að síður var mikið rætt um hin og þessi skip, óhöpp, slys og mannskaða. Og sumir félaga minna höfðu lent í margvíslegum hrakningum á sjó. Þetta var á árunum 1972 og 1973 þegar samtals 121 maður fórst á sjó ...


Spánska veikin á Íslandi

Í frétt mbl.is segir að á Spáni, því ágæta ESB ríki, gangi tæplega fjórðungur þjóðarinnar um án atvinnu. Vissulega geta stjórnvöld hér á landi bent á Spán og sagt að á Íslandi sé aðeins tæplega 8% atvinnuleysi.

Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Íslands hefur fátt tekist til að minnka atvinnuleysi. Það sem kemur henni til „bjargar“ er flótti til annarra landa, einnig sú staðreynd að fjöldi fólks hefur hætt á atvinnuleysisskrá og farið á námslán og svo þeir sem eiga alls engan rétt til atvinnuleysisbóta en þetta eru þeir sem voru með eigin rekstur. Líklega má gera ráð fyrir að með öllu sé atvinnuleysi á Íslandi í raun og veru um 16%. Þá er ekki langt í spönsku veikina ...

Og á meðan allt er í kalda koli í atvinnumálum þjóðarinnar eyðir ríkisstjórnin mikilli vinnu og milljörðum króna í að koma þjóðinni úr öskunni í eldinn, í ESB. Og formaður annars stjórnarflokksins, sem nýlega hefur lýst yfir andstöðu við aðild að þessu ríkjasambandi, segir kokhraustur að nú séu „alvöruviðræður að hefjast við ESB“.

Skyldi maðurinn vita um atvinnuleysið á Spáni? 

 


mbl.is 22,85% atvinnuleysi á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi getur afturkallað kæruna skv. Landsdómi

Auðvitað hefur það einhverja þýðingu að saksóknari í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde fullyrði að Alþingi hafi vald til að afturkalla kæruna. Ekki þarf þó saksóknarann til vegna þess að Landsdómur sjálfur hefur tjáð sig nánast um málið.

Landsdómur segir á bls. 12 í úrskurði sínum frá því 3. október 2011 (leturbreytingar eru mínar):

Eins og fyrr greinir fer Alþingi samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar með ákæruvald í málum, sem það ákveður að höfða gegn ráðherrum fyrir Landsdómi. Ákvörðun Alþingis um málshöfðun er samkvæmt 13. gr. laga nr. 3/1963 gerð með samþykkt þingsályktunartillögu. Í þingsályktunartillögunni „skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin ... enda sé sókn málsins bundin við þau.“ Sá sem Alþingi kýs til að sækja málið af sinni hálfu, eftir að það hefur tekið ákvörðun um að ákæra, hefur ekki forræði á því hvers efni ákæran er, sem hann gefur út í málinu.

Með þessu tekur Landsdómur af allan vafa um það að Alþingi með ákæruvaldið en ekki saksóknari. 

Telji hann rétt að takmarka eða auka við ákæruatriðin, sem fram koma í þingsályktuninni verður hann að beina því til Alþingis að samþykkja nýja þingsályktun með þeim breytingum sem hann telur rétt að gera. Saksóknari Alþingis hefur því hvorki ákæruvald í málinu né hefur hann forræði á því hvers efnis ákæran er.

Og hér er alveg ljóst að saksóknara ber að fara eftir ályktun Alþingis í einu og öllu og þar með talið efni ákærunnar. Af þessum orðum hlýtur að mega draga þá ályktun að breyti Alþingi ákærunni eða jafnvel felli hana niður, ber saksóknara að virða það ... sem hann og gerir samkvæmt frétt mbl.is. Það er vel.


mbl.is Þingið getur afturkallað ákæruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli með netáskrift

Þó dreifing Moggans tefjist fá hinir forsjálu netáskrifendur blaðið hvenær sem þeir óska. Það er aldrei meira en í seilingarfjarlægð hvar á landinu eða á jarðarkringlunni sem maður er (svona víðast). Kostirnir við netáskriftina eru fleiri; blaðið er ódýrara, enginn prentsverta, pappírinn safnast aldrei upp, texti og myndir eru skýrari.

Ég er búinn að vera netáskrifandi í sex ár og sé ekki fyrir mér þær aðstæður að ég vilji skipta til baka í pappírinn. 


mbl.is Dreifing tefst vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi getur hætt við landsdómsmálið

Í heita pottinum og miklu víðar ræðir fólk um málarekstur Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Sitt sýnist líka hverjum um tilraun ríkisstjórnarflokkanna til að koma í veg fyrir að á Alþingi verði rætt um tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi falli frá ákærunni.

Af mikilli mælskuog áferðafallegum rökum halda margir því fram að er Alþingi hefur samþykkt ákæruna sé málið komið úr höndum þess og ómögulegt sé að draga hana til baka eins og Bjarni Benediktsson vill. Og svo heitir eru margir í umræðunni að þeir gleyma efni máls, kynna sér ekki staðreyndir heldur halda blákalt fram rökum sem þeir hafa fundið upp af sinni eigin rökhyggju. Allt er þetta gott og blessað, fínt að fólk hafi skoðanir enda geta skoðanir ekki í sjálfu sér verið rangar.

Svo einkennilega vill þó til að sjálfur Landsdómur hefur einfalda skoðun á málinu. Hann segir á bls. 12 í úrskurði sínum frá því 3. október 2011 (leturbreytingar eru mínar):

Eins og fyrr greinir fer Alþingi samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar með ákæruvald í málum, sem það ákveður að höfða gegn ráðherrum fyrir Landsdómi. Ákvörðun Alþingis um málshöfðun er samkvæmt 13. gr. laga nr. 3/1963 gerð með samþykkt þingsályktunartillögu. Í þingsályktunartillögunni „skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin ... enda sé sókn málsins bundin við þau.“ Sá sem Alþingi kýs til að sækja málið af sinni hálfu, eftir að það hefur tekið ákvörðun um að ákæra, hefur ekki forræði á því hvers efni ákæran er, sem hann gefur út í málinu.

Með þessu tekur Landsdómur af allan vafa um það að Alþingi með ákæruvaldið en ekki saksóknari. 

Telji hann rétt að takmarka eða auka við ákæruatriðin, sem fram koma í þingsályktuninni verður hann að beina því til Alþingis að samþykkja nýja þingsályktun með þeim breytingum sem hann telur rétt að gera. Saksóknari Alþingis hefur því hvorki ákæruvald í málinu né hefur hann forræði á því hvers efnis ákæran er.

Og hér er alveg ljóst að saksóknara ber að fara eftir ályktun Alþingis í einu og öllu og þar með talið efni ákærunnar. Af þessum orðum hlýtur að mega draga þá ályktun að breyti Alþingi ákærunni eða jafnvel felli hana niður, ber saksóknara að virða það ... sem og öðrum.

Þannig er nú áreiðanlega ekki eðli mála sem fara eigi fyrir dóm að þau séu eins og tundur sem í er kveikt og enginn mannlegur máttur geti eftir það slökkt. Sem betur fer. 


Tvö mikilvægustu málin í íslenskum stjórnmálum

Grundvallaratriðið er að leyst verði úr tveimur málum svo þjóðin getið haldið áfram að lifa í landinu. Annars vegar atvinnuleysið og hins vegar skuldastaða heimilanna. Allt annað bliknar í samanburðinum.

Það þýðir ekkert fyrir einhverja stjórnmálaflokka að bera atvinnuleysið á Íslandi saman við Evrópu og segja að hér séu „aðeins“ tæplega 8% íbúa án atvinnu. Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að úr svo mörgu rætist þegar atvinnuleysið minnkar. Velta þjóðfélagsins eykst, framleiðni, tekjur fyrirtækja aukast, skatttekjur ríkissjóðs verða meiri, útgjöld vegna atvinnuleysisbóta minnka og svo framvegis. Ótrúlegt er að það þurfi að stafa þetta ofan í ráðamenn. Samt er ekkert gert. Þvert á móti er atvinnuleysið látið bitna á þjóðinni með auknum skattaálögum.

Skuldastaða heimilanna er í rugli. Ég var á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna í gærkvöldi í stóra salnum í Háskólabíói. Nær fullt hús var þar. Þarna töluðu afskaplega vandað fólk, bar fram sláandi upplýsingar um stöðu mála.

Vitað lesendur hér að um 40% heimila í landinu geta ekki greitt af húsnæðislánum sínum eða eiga í erfiðleikum með það? Gerir fólk sér grein fyrir því að 60.000 fjölskyldur standa í þessu streði? Staðreyndin blasir við öllum sem vilja vita. Það eru eigendur húsnæðislána sem standa í vegi fyrir leiðréttingu þeirra. Þeir hafa makað krókinn vegna verðtryggingarinnar sem alla er lifandi að drepa. Margt bendir til þess að bankarnir reikni rangt út húsnæðislán sem þeir ráða yfir og láti fólk greiða meira en þeim ber. Og í þokkabót er fjármálastofnunum í sjálfsvald sett hvernig þeir taka á erfiðleikum fjölskyldna vegna húsnæðislána.

Atvinnuleysið og skuldastaða heimilanna eru svo alvarleg mál að þau réttlæta eiginlega aðför að stjórnendum ríkisins. Ljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa með öllu brugðist í þessum tveimur málum. Tölulegar staðreyndir sanna atvinnuleysið og landflóttann. Tölulegar staðreyndir einstaklinga sanna að eigið fé nær helmings þjóðarinnar hefur brunnið upp frá hruni. Og það eina sem ríkisstjórnin og bankarnir hafahaft fram að færa er aðferð þar sem þeir sem eiga minna en 110% af andvirði íbúðareignarinnar fá aðstoð. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Búið er að hirða stóran hluta af eignum fólks og síðan er því boðin aðstoð ef það er búið að tapa rúmlega öllu? Hver tók þessa pengina, spyrja ánauðugir fyrrverandi íbúðaeigendur.

Ríkisstjórn og stjórnmálaflokkar sem gera ekkert í því þegar náttúruhamfarir af mannavöldum eru að eyðileggja stóran hluta þjóðarinnar eiga auðvitað ekki tilverurétt. Má ekki nefna hamingju í stjórnmálum? Er hún ekki grundvöllur alls? Þegar fólk er með valdi svipt öllu því sem tryggt hefur þeim sómasamlegt líf þá er nú ansi lítið eftir og gef ég þá ekki mikið fyrir hysi sem kennir sig við norræna velferð - án efnda.


Ótrúleg heift vegna skoðanamunar

Þetta hefur þá allt verið tómur misskilningur að eftir hrun ættu menn að taka afstöðu samkvæmt eigin sannfæringu. Hið meinta foringja- og flokksræði ætti að heyra liðinni tíð til, stjórnmálin þyrftu að taka breytingum, „orðræðan“ að breytast.

Þeir sem hæst göptu um þessi mál rísa nú nær ósjálfrátt upp á afturfæturna, láta skína í tennugur og ráðast með offorsi á þá sem hafa aðra sannfæringu, skiptir engu þó um samherja sé að ræða, allir eru kolómögulegir og nær réttdræpir.

Heiftin er alveg ótrúleg, svo hrikaleg, að manni dettur í hug að næst verði barefli dregin upp rétt eins og sumum þótti viðeigandi í byltingu sem þó var einungis kennd við búsáhöld. 

Sú spurning vaknar hvort þeir sem kenna sig við alþýðu, jöfnuð og launþega þurfi nú að líta í eign barm og spyrja hvort aðferðafræðin samrýmist markmiðinum - ekki síst svona siðferðilega. 


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leita eða gera leit ...?

Þetta er ómöguleg fyrirsögn.

Jafnvel ég sé það að menn gera fjandakornið ekki leit, menn einfaldlega leita

Fyrir alla muni ekki gera lítið úr íslenskri tungu.

 


mbl.is Kafarar gera síðustu leitina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Séra Sigurður Árni sem biskup

Ég tel mig þekkja Sigurður Árna Þórðarson nógu vel til að geta mælt með honum í biskupskjöri. Hann er sómamaður, prestur góður en umfram allt hefur hann til að bera samúð og blíðu við annað fólk. Og svo er hann svo fj.... vel giftur að hann myndi sóma sér vel sem biskupinn yfir Íslandi. Verst að ég má víst ekki kjósa þó enn sé ég í þjóðkirkjunni.
mbl.is Sigurður Árni verður í kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot er ekkert annað en kistulagning

Afskaplega auðvelt er að setja saman gáfulegan texta og halda að hann geti verið leiðbeinandi um lífið. Í flestum tilvikum er ekki svo. Lífið er svo flókið og umfangsmikið að það sem einum á að farnast vel með kann að eyðileggja allt fyrir öðrum.

Þetta flaug svona um hugann þegar ég las ágæta samantekt í Morgunblaðinu í morgun um svokallaða greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Í greininni er viðtal við Sigurvin Ólafasson, lögmann hjá Bonafide lögmönnum, og er þetta m.a. haft eftir honum: 

Með því að bjóða upp á greiðsluaðlögun er komið úrræði sem hefur það markmiði að einstaklingar fari almennt ekki í gjaldþrot. Fyrirtæki fara í gjaldþrot og eru þar með dáin, en einstaklingar hætta ekki að anda þó þeir fari í fjárhagslega endurskipulagningu.

Þessi orð líta líklega ákaflega vel út og ugglaust er hugsunun falleg og vel meint. Ég þekki þó fjölmörg dæmi um að einstaklingar verði einfaldlega sem liðin lík eftir gjaldþrot. Eftir það eru þeir oft hundeltir af kröfuhöfunum. Bankar meina þeim að eignast nokkurn skapaðan hlut vegna þess að allt ekkert gleymist, allt er skráð. Viðkomandi er dæmdur núll og nix hjá bönkunum, gömlum og nýjum, hjá íbúðalánasjóði, lánasjóði námsmanna. Leigjendur hrökkva við þegar þeir frétta af nafni viðkomandi á vanskilaskrá.

Sá gjaldþrota má þakka fyrir að fá að nota debetkort, kreditkortið er tekið af honum og bankaliðið horfir með vanþóknun á manninn enda er hann líkþrár á nútímavísu. Ótrúlega margir skilnaðir verða vegna fjármála, ekki endilega vegna gjaldþrots heldur vegna afleiðinga þeirra.

Eftirfarandi veit Sigurvin þessi Ólafsson líklegast ekki þrátt fyrir sín fallegu orð að eftir gjaldþrot er það nánast formsatriði að hætta að anda.

Gjaldþrot er kistulagning einstaklingsins, eftir það er eiginlega ekkert líf nema að forðast hefndarþorsta banka og annarra stofnana. Auðvitað eru þeir til sem gjaldþrot hefur engin áhrif á. Aðrir hafa lent í óhöppum, tekið rangar ákvarðanir eins og gengur og bíta út nálinni með það, sumir með þeim hörmulegum afleiðingum sem hér að ofan er lýst. Til viðbótar má nefna sálræna kvilla sem oftast ágerast smám saman, t.d. þunglyndi, svefnleysi og annað miður geðfellt.

Miskunarleysi rukkunarfyrirtækja lögmanna sem send eru út til að eltast við þann gjaldþrota er svo hrikalegt að það hefur jafnvel gerst að menn hafa svipt sig lífi, stundum á skrifstofu lögmanns. Jafnvel þó nýi bankinn eigi enga kröfu á hendur einstaklingi lifir á einhvers konar minnistýru inni í lögnu týndu herbergi ofan í kjallara. Kennitala birtist á tölvuskjá og bankinn man samstundis eftir gamalli ávirðingu, einhverju löngu fyrir hrun, kröfu sem eru afskrifuð en engu að síður notuð til að vísa einum aumum einstaklingi á dyr ... Þó þykir bankanum ekkert verra að notast við veltuna á launareikningnum.

Og lögmannstofan á svo afskaplega auðvelt núorðið með að viðhalda kröfu út í það óendanlega. Gott tölvuforrit sér um að halda henni vakandi. Lögmanninum er nákvæmlega sama um allt og alla nema þóknunina sem gerir líf hans svo skemmtilegt. Jafnvel kröfueigandinn er fyrir löngu búinn að afskrifa aurana og snúið sér að meira uppbyggjandi málum en að gera einhverjum lífið enn verra.

Jú, að sjálfsögðu tapar einhver á gjaldþroti. Peningar fara forgörðum. Það er samt engin ástæða til þess að líf einstaklings sé eyðilagt? 


Jóhanna sem stundum treystir þjóðinni

Stundum er allt svo fyndið svo maður getur jafnvel hlegið af mistökum og misskilningi náungans. Til eru þeir sem hlægja hæst ef einhver dettur og meiðir sig. Það á þó ekki við í þessu tilviki. Ég rakst á skondna klausu á amx.is. Þar er þetta haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem lét eftirfarandi orð falla í gær í umræðunum um ESB:
 
Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB, þá er munurinn á mér og Vigdísi Hauksdóttur að ég treysti þjóðinni til að meta það hvort hún vilji þá samninga sem við komum með þegar samningsferlinu er lokið.

Og er ekki nema eðlilegt að á amx sé spurt:
 
Er þetta sama Jóhanna Sigurðardóttir og lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið? Er þetta sú sama og lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB? Eða sú sama og neitar að halda almennar kosningar?

Skrýtin fréttamennska

Er ég einn um að finnast þetta dálítið undarleg fréttamennska? Fréttamaður BBC í London hringir í fréttamann Ríkisútvarpsins í Reykjavík og býr til frétt á þeim grundvelli. „Ólygin sagði mér ...“ Með fullri virðingu fyrir íslenska fréttamanninum finnst mér þetta eins og svona „second hand news“.

Ekki hef ég grænan grun hvernig fréttamaður Ríkisútvarpsins blandast inn í þetta mál eða hvers vegna í ósköpunum hún á að tjá sig um það. Gerir hún það sem fréttamaður eða almennur borgari.

Þetta segir mér eitt að jafnvel fréttamenn BBC geta verið hroðvirknislegir og reyni að klára frétt á sem ódýrastan og fljótlegastan hátt.


mbl.is „Ekki á mína ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru dómstólar tilraunastofur?

Viðbrgöð margra þingmanna og fjölmargra annarra við fyrirhuguðum umræðum á þingi um tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákærunni gegn Geir H. Haarde, fyrrum forseætisráðherra, vekja undrun.

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar afar góða grein í Morgunblaðið í dag og fjallar um landsdómsmálið og ummæli einstakra þingmanna. Hann segir:

Þingmenn eins og aðrir geta haft misjafnar skoðanir á því hvort rétt sé að afturkalla ákæruna á hendur Geir H. Haarde. Að koma í veg fyrir að þingmenn taki málið aftur upp, meðal annast á grundvelli þess að landsdómur hefur þegar vísað veigamiklum ákæruliðum frá, á ekkert skylt við sanngirni. Hótanir sem byggðar eru á lögleysu eru ekki til marks um að þingmenn vilji tileinka sér ný vinnubrögð. Rangfærslur um að Alþingi hafi ekkert lengur með lögsóknina að gera eru til þess að blekkja almenning.

Auðvitað er þetta rétt hjá Óla Birni. Í orði kveðnu eiga réttarhöldin yfir Geir H. Haarde ekki að vera pólitísk en engu að síður hafa þau orðið það. Þar að auki virðast málin vera eitthvað blandin meðal þeirra sem tóku ákvörðun um ákæruna. Sumir halda því meðal annars fram að hún snúist um stjórnmálaskoðanir og stefnu. Jafnvel hafa þingmenn haldið því fram að ákæra sé tilraun til að ákvarða um sök eða sakleysi. Óli Björn segir í grein sinni:

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 16. desember sl. gekk Magnús Orri enn lengra og spurði hvort ekki væri farsælast fyrir Geir H. Haarde, væri hann saklaus, „að fá stimpil á það frá landsdómi um að svo sé“.

Er svona málflutningur sannfærandi? Nei, svo virðist sem að þingmaðurinn viti hreinilega ekkert um ákæruna eða um hvað verið er að fjalla með henni.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Óli Björn:

Björn Valur Gíslason skrifaði á heimasíðu sína 8. júní á liðnu ári: „Ég hef ekki hugmynd um hvort Geir H. Haarde er sekur eða saklaus.“

Hvernig ætli Birni Val myndi líða ef hann sætti ákæru og síðan kæmi yfirlýsing frá ákæruvaldinu um að engin sannfæring væri fyrir sekt – það hefði „ekki hugmynd“ um hvort Björn Valur væri sekur eða saklaus?

Björn Valur og Magnús Orri líta á dómstóla sem eins konar tilraunastofur.  


Ögmundur er ólíkindatól í samvinnu

Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins skrifar góðan pistil í opnu blaðisins í dag. Hann ræðir meðal annars um Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, sem sannarlega hefur ekki verið leiðitamur ríkisstjórnarflokkunum þrátt fyrir ráðherrastólinn. 

Mér finnst þó eins og Karl líti með aðdáun á Ögmund og telji hann á einhvern hátt frábrugðinn öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Að mörgu leyti er það rétt, hann er engu að síður vinstri maður, langt til vinstri. Raunar er hann gamaldags sósíalist, slíkur sem í gamla daga voru kallaðir kommar.

Hann er algjörlega á móti einkarekstri og telur íslenskt þjóðfélag slæmt vegna skorts á ríkisrekstri. Hins vegar er hann ráðherra í innanríkisráðuneytinu og verður að makka með því sem þar er gert. Annar fengi hann án efa fá yfir sig óvild hluta VG og Samfylkingar og yrði umsvifalaust sparkað.

Ögmundur er líka ólíkindatól sem slæmt er að hafa með í ríkisstjórn. Þrátt fyrir uppruna sinn rekst hann illa í þeim flokki. Samstarf tveggja flokka í ríkisstjórn krefst þess að menn vinni saman en stundi ekki einleik á stóra sviðinu í stöðugu egóflippi. Þetta er ástæðan fyrir því að Ögmundur er kolómögulegur samstarfsaðili. Hann er á það líka til að tala mikið og skiptir þá litlu máli hvort hann hafi eitthvað að segja, hann talar samt, kjaftar sig út úr öllu samstarfi áður en hann nær að hugsa.

Auðvitað má þakka Ögmundi fyrir að leggjast á sveif með þeim lýðræðissinnum sem vilja fella niður landsdómsákæruna gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Ég skil hins vegar ekkert í því hvers vegna hann setur ekki kíkinn fyrir blinda augað og sleppi þessum stuðningi. 

Þó Ögmundur sé án efa hinn besti maður má ekki gleyma því ekki að hann er últra vinstri maður og til hans er lítið að sækja fyrir frjálslynt fólk. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband