Bloggfćrslur mánađarins, júní 2008

10 reglur á ísbjarnaslóđum

Ísbirnir eru efstir í fćđukeđjunni, enginn hefur lyst á ţeim og enginn rćđur viđ ţá án hjálpartćkja. Eftirfarandi ráđ má hafa í huga á íslenskum ísbjarnarslóđum:

  1. Ísbirnir eru slakir langhlauparar en úrvals spretthlauparar
  2. Ísbjörnum finnst hrátt kjöt afar gott - jafnvel í jakkafötum međ bindi
  3. Hitti mađur ísbjörn á förnum vegi deyr annar hvor - líklegast sá tvífćtti
  4. Ísbjörn er enginn „bangsi“
  5. Best er ađ hlaupa inn í hús - og líta aldrei um öxl,
  6. Ganga skal alltaf undan vindi ţar sem ísbjarna er von
  7. Ef allt bregst er gott ađ vera međ einhverjum sem hleypur hćgar en mađur sjálfur
  8. Allra best er ađ skjóta björninn og hringja svo í lögguna
  9. Enginn skyldi hringja í fjölmiđla fyrr en ísbjörninn er andađur
  10. Náttúruverndarsamtök geta bjargađ lífi ísbjarna - ţau stofna lífi fólks í hćttu


Enginn réttur brotinn

Sé ekki hvernig iTunes geti veriđ ólöglegt nema fyrir ţá sök ađ notendur ţess greiđa ekki virđisaukaskatt af viđskiptunum. Rétthafar fá alltaf sinn hlut hvar sem kaupandinn er búsettur.

iTunes hefur einfaldlega samiđ viđ alla rétthafa tónlistar, bíómynda, sjónvarpsţátta, hljóđbóka og annars efnis sem selt er í gegnum ţessa ţjónustu.

Ég keypti fyrr á ţessu ári inneign hjá ituneshop.net og er afar ánćgđur međ ţetta fyrirtćki. Ţađ er stórkostlega einfalt í notkun fyrir almenning.

iTunes kemur Stef ekki nokkurn skapađan hlut viđ ţví sá réttur sem samtökin eru ađ gćta er ekki brotinn á neinum.

Auđvitađ verđur iTunes ađ koma til Íslands enda sjálfsagt ađ notendur búsettir á Íslandi greiđ virđisaukaskatt af viđskiptunum.

Hitt er tóm vitleysa ađ reyna ađ hindra Íslendinga ađ njóta ţjónustunnar. Ţađ er útilokađ nema ţví ađeins ađ loka fyrir netsamband viđ umheiminn. Ţá er orku manna betur í ţađ verkefni variđ ađ stofnsetja iTunes hér á landi.


mbl.is Íslendingar nota iTunes-verslunina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband