Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2021

Er markmiđiđ í stjórnmálum ađ ófrćgja andstćđinginn?

Sé ćtlunin ađ berja á andstćđingi í stjórnmálum, niđurlćgja hann eđa ófrćgja er ađferđafrćđin ţessi:

 1. Vitna í orđ andstćđinganna
 2. Fara rangt međ tilvitnunina
 3. Leggja út af hinni röngu tilvitnun
 4. Fá fleiri til ađ gera hiđ sama

Ţetta kann Helga Vala Helgadóttir, ţingmađur Samfylkingarinnar flestum betur og fer nákvćmlega eftir ţessum frćđum. Hún skrifar grein í Morgunblađiđ 30. janúar 2021, sjá hér.

Og svona gerir hún:

Vitnar í orđ andstćđinganna:

Ţađ kom líka ber­lega í ljós á Alţingi í vik­unni ţegar Logi Ein­ars­son, formađur Samfylking­ar­inn­ar, spurđi Bjarna Bene­dikts­son, formann Sjálf­stćđis­flokks, út í af­stöđu hans til sí­fellt verri stöđu Íslands í ţess­um mál­um. Ţví miđur báru svör for­manns Sjálf­stćđis­flokks­ins međ sér ađ hann tel­ur skýrsl­ur sem ţess­ar, sem og niđur­stöđur GRECO, sam­taka ríkja Evr­ópuráđsins gegn spill­ingu, ekk­ert til ađ hafa áhyggj­ur af.

Fer rangt međ tilvitnunina:

Svo virđist sem formađur Sjálf­stćđis­flokks­ins telji ţađ eng­in áhrif hafa á ís­lenskt at­vinnu­líf og efna­hag ţjóđar ađ hér auk­ist spill­ing jafnt og ţétt á valda­tíma hans, en ţá er rétt ađ benda hon­um á ađ viđ ákvörđun um fjár­fest­ing­ar er­lendra ađila hér á landi er ein­mitt horft til stöđu ríkja er varđar spill­ingu.

Leggur út af hinni röngu tilvitnun:

Allt sam­fé­lagiđ tap­ar trú­verđug­leika á alt­ari sér­hags­muna­gćslu Sjálf­stćđis­flokks­ins. Rann­sókn­ir sýna ađ spill­ing er ill­víg mein­semd sem ógn­ar lýđrćđinu, grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um og lífs­gćđum al­menn­ings.

Fá fleiri til ađ gera hiđ sama

Ţessu gleymdi ţingmađurinn en veit svo sem ađ upphlaupsliđ Samfylkingarinnar tekur undir orđ hennar í athugasemdadálkum fjölmiđla. Og auđvitađ gerist ţađ.

DV segir frá Moggagrein Helgu Völu Helgadóttur, alţingismanns. Og í athugasemdadálkinum vantar ekki skítlegar athugasemdir.

Jón Hreggviđur Helgason segir: 

Leggja ţennan Sjálfstćđis NASISTA FLOKK NIĐUR hann byggist á spillingu auđvaldsins

Jóna Ástríđur segir:

Djöfuls hroki og spilling í ţessu bláa liđi,nú er ţađ ekki bláa hendin,ţađ er bláar eiturtúngur.

Ćsingurinn er slíkur ađ fólk sem svona talar er til alls víst komi ţađ höndum yfir heykvíslar, hafnaboltakylfur, snćri og ... eitthvađ enn hćttulegra.

Ţetta er skrifađ á ţeim dögum sem flestir stjórnmálamenn og gott fólk hvetja til hófsemi í orđrćđu og fordćma skotárásir á stjórnmálaflokka, árás á bíl borgarstjóra og svo framvegis. Ţá segist Helga Vala Helgadóttir alţingismađur vera góđa fólkiđ. Lesendur taka eflaust undir ţađ eftir ađ hafa lesiđ ofangreint.

Orđ Bjarna

Og hvađ sagđi Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráđherra, í tveggja mínútna svari í óundirbúnum fyrirspurnum á Alţingi. Í frétt á mbl.is segir:

Mér finnst sjálfsagt ađ velta ţví upp hvađ viđ get­um gert til ţess ađ bregđast viđ ţeirri stöđu. Eitt af ţví sem er áber­andi í skýrslu sem ţess­ari, og ţađ sama á viđ um GRECO-út­tekt­ir, er ađ ţađ eru ekki endi­lega dćm­in um spill­ing­ar­mál sem menn hafa í hönd­un­um, held­ur til­finn­ing­in fyr­ir ţví ađ ein­hvers stađar grass­eri spill­ing, ein­hver svona óljós til­finn­ing. Oft ger­ist ţađ nú ţegar for­menn í stjórn­mála­flokk­um koma upp og tala ein­mitt inn í ţá til­finn­ingu, ađ hún versn­ar,“ sagđi Bjarni.

Helga Vala Helgadóttir, ţingmađur, skrökvar er hún fullyrđir ađ Bjarni segi ađ skýrslan sé ekkert til ađ hafa áhyggjur af.

Helga Vala Helgadóttir, ţingmađur, skrökvar og segir ađ Bjarni hafi engar áhyggjur af spillingu.

Helga Vala Helgadóttir, ţingmađur, leyfir sér ađ draga rangar ályktanir af upploginni tilvitnun sinni er hún talar um sérhagsmuni Sjálfstćđisflokksins.

Markmiđ Helgu Völu Helgadóttur, ţingmanns, virđist ekki vera ađ vinna fyrir samfélagiđ heldur ađ ófrćgja ađra. Hún gerir ţađ af mikilli list.

 

 

 

 

 


Basic kúbein, ennţá og tímapunktur

Sjá nánar á bloggsvćđinu Málfar.


Er ekki ţörf á ađ mála skrattann á vegginn?

200306 kortGóđur vinur minn heldur ţví fram ađ draga mun úr Covid-19 veirunni á nćstu sex mánuđum en ţá komi önnur bylgja sem kemur frá Afríku eđa Suđur Ameríku og orsökin er stökkbreyttur vírus.

Ţetta skrifađi ég í pistli sem birtist hér 6. mars 2020, fyrir tćpu ári. Ţá birti ég međfylgjandi kort frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Ekki hafđi ég neina trú á ađ vinur minn myndi reynast neitt sannspár en fannst ađ athyglisvert orđalagiđ „stökkbreyttur vírus“.

Svo hjađnađi faraldurinn í byrjun sumars, allt virtist ganga svo vel og fólk slakađi á vörninni. Í ágúst fór allt á fleygiferđ. Ţá kom franska afbrigđiđ, í haust ţađ breska og nú óttast sérfrćđingarnir brasilísku útgáfuna og jafnvel eitthvađ annađ. Dreg ţó í efa ađ ţetta séu stökkbreytt afbrigđi covid-19. 

Síđustu fréttir frá sóttvarnarlćkni herma ađ til sé breytt covid-19 veira sem nýju bóluefnin ráđa ekki ađ fullu viđ. Frést hefur um suđur-Afrískt afbrigđi covid-19 sem sé hćttulegra en öll önnur.

Ţó svo ađ ég sé nú yfirleitt frekar jákvćđur og bjartsýnn ber ég ugg í brjósti. Nú hafa komiđ ţrjá bylgjur farangursins og sú síđasta er langverst. Ástćđan kann ađ vera kćruleysi fólks um allan heim og veiran smitist hrađar og greiđar en áđur. Mannkyndiđ kann ađ vera varnarlaust vegna ţess ađ ţađ vill ekki verjast.

Hvađ gerđist veturinn 2020?

Athygli vakti ađ á kortinu frá 6. mars 2020 eru skráningar faraldursins ćriđ misjafnar. Ég hafđi og hef enn ţá trú ađ hér á landi hafi skráningar tilfella veriđ réttar, miklu betri en í flestum löndum. Sé ţađ rétt er forvitnilegt ađ skođa kóvítiđ annars stađar međ hliđsjón af hlutfallslegri útbreiđslu á Íslandi.

Andavaraleysi margra ríkja var greinilegt í mars. Ţegar viđ lítum núna til baka var ţetta hrópandi rugl, jafnvel glćpsamlegt. Svo virđist sem ađ ţá hafi ţađ međvituđ ákvörđun fjölmargra ríkja ađ gera sem minnst úr útbreiđslu covid-19? Margt bendir til ađ í upphafi hafi í mörgum löndum ekki veriđ rétt frá sagt um útbreiđsluna og ástandiđ. 

Á ţessum tíma höfđu ţrjátíu og sex Íslendingar veikst sem er 0,01% íbúafjöldans. Ég gekk út frá ţví ađ ţađ vćri „eđlileg“ stađa í dreifbýlu eyríki. Međ hliđsjón af hlutfallstölunni tók ég saman nokkrar stađreyndir. 

 • Ţýskaland; 545 veikir, ćttu ađ vera 8100
 • Pólland; einn veikur, ćttu ađ vera 3.800
 • Frakkland; 423 veikir, ćttu ađ vera 6.300
 • Bretland; 116 veikir, ćttu ađ vera 6.000
 • Bandaríkin; 233 veikir, ćttu ađ vera 35.000
 • Ítalía 3.858 veikir, ćttu ađ vera 6.000
 • Austurríki 43 veikir
 • Rússland; fjórir veikir
 • Ungverjaland, einn veikur
 • Tyrkland enginn veikur

Trúir ţví einhver ađ tölur um útbreiđsluna í ţessum löndum hafi veriđ réttar? Nei, auđvitađ ekki. Annađ hvort voru ţćr kolrangar eđa vanhćfnin var svona óskapleg ađ stjórnvöld í ţessum löndum vissu ekkert hvađ var ađ gerast.

Nokkru síđar kom í ljós í fjölmörgum löndum létust mun fleiri en í međalári. Heilbrigđisfólk og sérfrćđingar bentu á ađ ţó margir hafi látist úr covid-19 skýri ţađ ekki fjölda dauđsfalla umfram međaltaliđ. Ljóst er ađ fjöldi fólks hafi látist heima hjá sér vegna veirunnar en fullyrt ađ ţađ hafi dáiđ vegna „flensu“ vegna ţess ađ engar rannsóknir voru gerđar.

Afleiđingin af andvarleysi stjórnvalda varđ sú ađ faraldurinn magnađist svo ekkert var viđ ráđiđ. Ţrautalendingin var ađ takmarka frelsi borgaranna. Gripiđ var víđast til fjölmargra ráđa en ekkert gekk og ţví endađ á útgöngubanni. Róttćkustu ađgerđ sem hugsast getur gegn útbreiđslu sjúkdóms.

Hrćđileg stađa kom upp á Ítalíu og Spáni. Af hroka sínum virtust stjórnvöld norđar í álfunni halda ađ útbreiđslan í ţessum löndum vćri vegna vanhćfni heilbrigđiskerfisins og stjórnvalda og í ţessum löndum. Ţetta átti fljótt eftir ađ breytast.

Screenshot 2021-01-21 at 13.44.14Ţegar kom fram á haust var ljóst ađ stjórnvöld í norđur hluta Evrópu réđu ekki heldur viđ neitt og brugđu ţá á sama ráđ og Suđur-Evrópuríkin.

Útgöngubann var sett á. Fyrirtćkjum var fyrirskipađ ađ hćtta starfsemi, fólk varđ atvinnulaust og tekjulaust og lenti á framfćri hins opinbera. Og pestin breiddist út um allan heim eins og glögglega má sjá á nćsta korti sem fengiđ var af John Hopkins háskólanum 21. janúar 2021.

Á kortinu sést ađ bćđi Norđur- og Suđur-Ameríka eru undirlögđ faraldrinum. Afleiđingin er mannlegur harmleikur sem varla kemst í fréttirnar. Fólk hefur misst atvinnu sína, er rekiđ út úr húsnćđi sínu vegna vanskila og lifir á götunni. Sveltur. Ţannig er ţetta víđa í Suđur-Ameríku og einnig í Evrópu. Hvađ hefur til dćmis orđiđ um flóttamenn sem flust hafa til Evrópu?

CovidÁstandiđ í Afríku á ađeins eftir ađ versna. Margir velta ţví fyrir sér hvort smitin séu útbreiddari en tölurnar gefa til kynna. Sagt er ađ ţar geti veira stökkbreyst. „Ađeins“ 79.000 manns hafa hingađ til látist í Afríku sem er afar fátt miđađ viđ ađrar heimsálfur.

Samanburđur

Ţann 11. mars bar ég saman á einfaldan hátt upplýsingar frá John Hopkins háskólanum viđ tölur frá 21. janúar 2021.

Međfylgjandi tafla er ekki flókin. Hún sýnir hversu furđuleg stađan faraldursins var víđa um heim í mars. Takiđ eftir hlutfallstölunum.

Ekki hefur stađan mikiđ skánađ en ljóst má ţó vera ađ stjórnvöld í mörgum Evrópulöndum hafa nú skiliđ ađ faraldurinn er afar hćttulegur. Í Bandaríkjunum er loksins kominn forseti sem tekur stöđuna alvarlega.

Hlutfallslegur fjöldi smita miđađ viđ íbúafjölda er hér lykilatriđi. Svo virđist sem ađ í kringum 2% ţeirra sem smitast deyi. Sé talan lćgri (appelsínugult) má gera ráđ fyrir eftirfarandi:

 1. Heilbrigđiskerfiđ er gott og hefur getađ annađ ţeim sem veikjast.
 2. Íbúar fara eftir reglum og varast smit.
 3. Tölulegar upplýsingar eru vafasamar, hugsanlega rangar jafnvel falsađar.

Ofangreint á viđ Bahrein, Singapore, Malasíu, Ísrael og Sameinuđu arabísku furstadćmin (UA Em í töflunni).

Sé talan hćrri en 2% (gullitađ) má ćtla ađ eftirfarandi sé stađreynd:

 1. Heilbrigđiskerfiđ er ekki gott og getur illa sinnt ţeim sem veikjast.
 2. Íbúar fara ekki eftir reglum og trúa ţví ekki ađ ţeir geti smitast.
 3. Tölulega upplýsingar standast ekki, smit reiknast of fá og ţví er hlutfall látinna ekki rétt.

Ţetta á viđ Kína, Ítalíu, Íran, Bretland, Belgíu, Ástralíu, Grikkland og Egyptaland.

Heimskort covid-19Stađan

Vandmáliđ er tvíţćtt:

 • Fjölmörg ríki gefa upp rangar tölur um útbreiđslu veirunnar, viljandi eđa geta ekki betur.
 • Almenningur víđa afar kćrulaus og gefur covid-19 lítinn gaum.

Afleiđingin er einfaldlega sú ađ faraldurinn er enn í miklum uppgangi, fleiri eiga eftir ađ smitast og deyja.

Bóluefni

En hvađ međ bóluefniđ? Já, ţađ er einmitt ţetta međ bóluefniđ sem veldur mörgum hvađ mestum áhyggjum. Ţví má líkja viđ kjarnorkuvopnabúr stórveldanna í kalda stríđinu. Ţá var fullyrt; ţeim mun fleiri kjarnorkuvopn ţeim mun meira öryggi. Var eđa er eitthvađ öryggi í ţví fólgiđ ađ hćgt sé ađ sprengja jörđina upp margfalt?

Erum viđ eitthvađ betur sett međ bóluefni sem gefur falskt öryggi? Veiran kann ađ vera ađ breytast og alls óvíst er hvort nýju bóluefnin geta unniđ á öllum afbrigđum veirunnar hvađ ţá ef hún stökkbreytist. Er eitthvađ öryggi í ţví fólgiđ ađ bóluefniđ gagnist ađeins gegn covid-19 en ekki öđrum jafnhćttulegum eđa hćttulegri veirum?

Auđvitađ er ég ađ mála skrattann á vegginn. En ţurfum viđ ekki ađ skođa málin í stóru samhengi? Ţađ ţótti mikil fórn ađ 400.000 Bandaríkjamenn létust í seinni heimstyrjöldinni og nú hefur sami fjöldi dáiđ vegna veirunnar. Og fólk yppir bara öxlum.

Í Evrópu hafa 662.000 manns dáiđ vegna hennar. Í Asíu hafa helmingi fćrri látist, „ađeins“ 325.000 manns.

Takiđ eftir heimskortinu sem hér fylgir. Viđ skulum fylgjast međ flestum ţeirra landa sem lituđ eru međ gulu. Ţar mun faraldurinn grassera nćstu misseri og jafnvel mun veiran stökkbreytast ţar.

Ágćti lesandi, ţú mátt bóka ţađ ađ langt er í ađ lífiđ í heiminum falli aftur í ţćr skorđur sem ţađ var áriđ 2019 og fyrr. Ţó viđ getum vel viđ unađ hér á Íslandi er víst ađ enginn er eyland ţó á eylandi búi.

 

  

 

 

 

 

 


Hnífurinn keyrđur í bak Ágústar krata

Ég hef ekki alltaf veriđ sammála Ágústi Ólafi Ágústssyni, ţingmanni Samfylkingarinnar. En ég ber virđingu fyrir honum í pólitíkinni. Hann er dugandi ţingmađur, harđur í horn ađ taka og á stundum rökfastur. Dálítiđ „pópúlískur“ en ekki til mikils skađa. Sé engan hans líka í ţingliđi flokksins.

Nú er bara tími Ágústar liđinn. Hann hlaut ekki náđ fyrir augum uppstillingarnefndar sem er handhafi lýđrćđisins í Samfylkingunni.

Ég er alveg sammála nefndinni. Burtu međ Ágúst. Og viđ andstćđingar flokksins fögnum víginu.

Nei, ég held ađ handhöfum lýđrćđisins í Samfylkingunni sé ekki sjálfrátt ţegar ţeir vísa Ágústi út í ystu myrkur.

Líkast til heldur flokkseigendafélagiđ ađ nýkjörinn ţingmađur öđlist daginn eftir kosningar allan heimsins vísdóm og ţekkingu. Reynsla og ţekking skiptir varla neinu í ţeirra augum.

Ađferđafrćđin minnir á verklagiđ í ríkisstjórninni sem Samfylkingin og Vinstri grćnir kölluđu „skjaldborg heimilanna“. Ađ henni kom sautján manns. Sumir voru kallađir ráđherrar en voru bara í starfsţjálfun, fengu ađ máta ráđherrastólinn í skamman tíma.

Svo ör var skiptingin ađ enginn náđi ađ setja sig inn í verkefnin enda ekki til ţess ćtlast. Prófa og fara svo. Nú er fullt af fólki í ţessum flokkum sem kallar sig „fyrrverandi ráđherra“.

Ráđuneyti stjórna ţeim sem eru í starfsţjálfun sem ráđherra, ekki öfugt. Ţađ vantađi hins vegar ekki ađ daginn sem nýgrćđingur tók viđ ráđherrastöđu byrjađi hann ađ tala eins og valdsmađur, vissi allt, gat allt og kunni allt. 

Sama virđist eiga viđ núna hjá Samfylkingunni. Hún byggir á ţví ađ skipta út fólki. Sćkja liđ í starfsţjálfun, láta ţađ ađ máta rassförin í ţingstólnum í ţeirri von ađ ţeir endist ţangađ til ţeir verđa reknir.

Sagan segir kratar séu fljótir ađ draga upp hníf sjái ţeir óvariđ bak samherja. Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ ţeir ganga međ veggjum.

Lýđrćđiđ Samfylkingarinnar byggist á ţví ađ velja ţingmenn á lista í „reykfylltum bakherbergjum“ ţví almenningi er ekki treystandi fyrir ţví.

 


Komst í skiptimynt, Biden vígđur og Harris brýtur blađ um allan heim

Sjá nánar á bloggsvćđinu Málfar.


Svavar Gestsson

0J2B3075 (3)Hann er dáinn hann Svavar Gestsson. Ţingmađur, ráđherra og flokksformađur. Ótrúlegt. Einn harđasti byltingarsinninn í Alţýđubandalaginu og Vinstri grćnum.

Ég var lítilsháttar málkunnugur honum. Er ţađ enn í fersku minni er ég tók viđtal viđ hann í síma er ég var nýbyrjađur sem blađamađur á Vísi og gerđi hann mér mjög erfitt fyrir. Hann var ţaulvanur blađamađur og pólitíkus í ţokkabót og kannađist viđ mig. Átti ekki neitt í ţaulćfđan ţrćtubókarmann sem ţarna tugtađi mig til, líklega verđskuldađ.

Ég kunni ţó vel ađ meta hann, jafnvel ţó hann vćri pólitískur andstćđingur. Fór á kapprćđufundi ţar sem hann tvinnađi saman skammir um íhaldiđ, auđvaldiđ, kapítalistana og allt „vonda fólkiđ“ en fékk svo drjúga yfirhalningu sjálfur fyrir málflutning sinn, sósíalistinn, kommúnistinn og byltingarmađurinn.

780118 Ţjóđv KapprćđufundurKapprćđan

Ég man sérstaklega eftir miklum kapprćđufundinum sem, haldinn var í Sigtúni 17. janúar 1978. Húsiđ var trođfullt af Allaböllum og Heimdellingum. Viđ hinir síđarnefndu röđuđum okkur á fremstu bekki og létum óspart í okkur heyra. Svo pirrađir voru kommarnir á ţátttöku okkar og frammíköllum ađ í Ţjóđviljanum vorum viđ kallađir öskurkór Heimdallar. Viđ höfđum ekkert á móti ţví.

Rćđumenn ađ okkar hálfu voru Davíđ Oddsson, Friđrik Sophusson og Brynjólfur Bjarnason. Á móti voru Svavar Gestsson, Sigurđur Magnússon og Sigurđur G. Tómasson.

Ţess má geta ađ Ţjóđviljinn sagđi í fyrirsögn daginn eftir fundinn:

Málstađur sósíalismans er í sókn.

Og í Mogganum var fyrirsögnin:

Sósíalisminn er orđinn eins og gamalt nátttröll.

Hrunadans byltingarmanna

Fylgi Alţýđubandalagsins frá árinu 1974 var nokkuđ mikiđ međan fáir flokkar buđu fram en fór samt dvínandi eftir ţví sem leiđ á.

Í kosningunum 1999 var skipt um nafn og númer og flokkurinn kallađist eftir ţađ Vinstrihreyfingin grćnt frambođ. Ţá var fylgiđ ađeins tćp 10% og hafđi aldrei í sögu hinna byltingarsinnuđu baráttumanna veriđ lćgra. Eftir ţađ náđu ţeir vopnum sínum og komust í 21,7% fylgi áriđ 2009 og nutu ţess ađ vera gagnrýnendur hrunsins og handhafar allra lausna.

Fylgi AB og VGFjórum árum síđar var allt hruniđ, kjósendur refsuđu Vg sem fékk ţá ađeins rétt tćp 11% fylgi. Lausnirnar gengu ekki upp, reyndust vera tálsýn. Vinstri sinnuđu hugsjónamennirnir misstu alla tiltrú kjósenda sem höfnuđu bćđi Vg og Samfylkingunni.

Sósíaldemókratían

Međ nýjum og hófsömum formanni rétti Vg úr kútnum og fékk aftur traust kjósenda og ţá var mynduđ ríkisstjórn međ höfuđóvininum, Sjálfstćđisflokknum. „Sögulegar sćttir“ mćtti ţađ kallast međ tilvísun í pólitík fyrri ára. Ţróunin var sem sagt frá byltingu til sósíaldemókratíunnar. Öll helstu baráttumálin hurfu og urđu ađ einhvers konar jafnađarmennsku. Ísland er enn í Nató og tekur virkan ţátt í starfinu, herinn var ekki rekinn úr landi. Rauđa fánanum er flaggađ á hátíđisdögum og Nallinn ađeins sunginn til skemmtunar.

Ţannig tengist Svavar Gestsson ţróun stjórnmálanna frá ţví hann steig ţar á sviđ sem ritstjóri Ţjóđviljans og varđ svo ţingmađur og ráđherra. Hrunadansinn endađi međ ţví ađ hinir hófsömu tóku viđ af byltingarliđinu. Róttćku sósíalistarnir hurfu úr pólitíkinni og sósíaldemókratarnir tóku viđ. Ţetta hefđi aldrei getađ gerst međan naglar eins og Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Lúđvík Jósefsson og ... Svavar Gestsson voru viđ stýriđ. Greinilegt er ađ innan Vg er „sósíalisminn er orđinn eins og gamalt nátttröll“ svo vitnađ sé aftur í fyrirsögn Morgunblađsins frá ţví 1978.

Ég minnist Svavars Gestssonar sem mikils vinstrimanns, baráttumanns og byltingarmanns. Ţegar ég komst til vits og ára var hann orđinn ritstjóri Ţjóđviljans, síđar ţingmađur og svo ráđherra í nokkur ár. Hann var einn af ţeim sem okkur Heimdellingum ţótti vćnst um ađ gera at í. Og víst var ađ fáir voru jafningjar hans í rökrćđum.

Ró og friđur

Svavar Gestsson var í föđurćtt Dalmađur. Ţangađ á ég líka ćttir ađ rekja en viđ vorum ekki mikiđ skyldir, í sjöunda liđ samkvćmt Íslendingabók. Raunar báđir af svokallađri Ormsćtt (Ormur Sigurđsson 1748-1834).

Fađir Svavars, Gestur Zophanías Sveinsson (1920-1981) var fćddur í Stóra-Galtardal á Fellsströnd. Hann var skírđur nafni ömmubróđur míns sem hét Gestur Zophanías, sonur Magnúsar Friđrikssonar og Soffíu Gestsdóttur á Stađarfelli. Ţann 2. október 1920 drukknađi Gestur Zophanías Magnússon ásamt ţremur öđrum viđ Hjalleyjar á Fellsströnd. Daginn eftir fćddist fađir Svavars.

Móđir hans hét Guđrún Valdimarsdóttir og var frá Guđnabakka í Stafholtstungum í Borgarfirđi og ţar fćddist Svavar.

Stundum hittumst viđ á förnum vegi. „Nei, viđ erum ekki mikiđ skyldir,“ sagđi hann, og sagđi sögur úr Dölum.

Á efri árum flutti Svavar í Dalina, bjó á Króksfjarđarnesi. Ţađan sér vítt. Útsýniđ er fagurt, yfir Króksfjörđ til Háuborgar, yfir Berufjörđ til Reykhóla og Reykjanesfjalls. Og út um allar hinar fjölmörgu eyjar ţar fyrir utan og Dalina og ef til vill sést til Snćfellsjökuls í góđu skyggni. Hann skrifađi mikiđ, var ritstjóri Breiđfirđings og vildi veg Dalanna sem mestan. Ég sé dálítiđ eftir ađ hafa ekki kynnst frćđimanninum Svavari Gestsyni. Held ađ viđ hefđum átt ágćtt skap saman.

Myndina sem hér fylgir tók ég í um miđjan október 2017 skammt norđan Króksfjarđarness. Ţá var orđiđ kvöldsett, skýjafariđ drungalegt en geislar sólarinnar náđu í gegn af og til. Ţetta var fögur sjón.


Hún varđ hvelft viđ og gefa sig fram til lögreglu

Sjá nánar á bloggsvćđinu Málfar.

 


Er horfinn og missa vinnur

Sjá nánar á bloggsvćđinu Málfar.


Athugasemdir um málfar fluttar um set

Pistlarnir sem nefnast athugasemdir um málfar í fjöllmiđlum verđa framvegis á https://malfar.blog.is/blog/malfar/. Fyrsti pistillinn hefur ţegar birst ţar

Ástćđan er einfaldlega sú ađ ég vil gera greinarmun á umfjöllun um íslenskt mál og pistla um önnur efni, til dćmis pólitík og ýmis konar dćgurmál. 


Brenna fer fram, sólin fer niđur og hverfi 220

Orđlof

Fús

Eđlunarfús kýr er yxna, lćđa er breima, gylta gengur, er ađ ganga eđa er rćđa, tík er lóđa, kindur og geitur eru blćsma og hryssur ála, álćgja eđa í látum.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Fór niđur um vök í Hornafirđi.

Fyrirsögn á mbl.is.                                      

Athugasemd: Fréttin er ófullnćgjandi. Í orđabókinni minni segir ađ vök sé gat á íshellu á vatni. Ekki kemur fram hvort bílnum hafi veriđ ekiđ í vök eđa ísinn hreinlega brotnađ undan ţunga hans. Hvort heldur sem var ţurfti ađ draga bílinn upp úr vök.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

Árlegt ára­móta­brenna í Snć­fells­bć fór fram í dag venju sam­kvćmt …

Frétt á mbl.is.                                      

Athugasemd: Međ hvađa rökum er hćgt ađ segja „ađ brenna fari fram“? Ţetta er bara vitleysa. Brennur „fara ekki fram“, ţćr fara ekkert.

Fyrirsögn fréttarinnar er svona:

Kveiktu brennu á Snć­fellsnesi.

Frekar flatt, svona svipađ og segja ađ flugeldi hafi veriđ skotiđ upp á Suđurlandi. Menn hlađa brennu og kveikja í brennu. Og Snćfellsnes er stórt og mikiđ, hálent og skoriđ. Skárra er svona:

Kveiktu í brennu í Snćfellsbć.

Í fréttinni segir:

… og fengu gest­ir ţau til­mćli um ađ vera í bíl­um sín­um á međan brennu stóđ til ţess ađ gćta ađ sótt­vörn­um.

Skilur einhver ţetta hnođ. Auđvitađ gat blađamađurinn ekki geta skrifađ svona:

… vegna sóttvarna fengu gest­ir ţau til­mćli ađ horfa á brennuna úr bílum sínum.

Varla er heil brú í fréttinni allri.

Tillaga: Samkvćmt hefđ var kveikt í áramótabrennu í Sćfellsbć.

3.

„Ég hef séđ stjörnuhrap, sólina koma upp, sólina fara niđur.“

Frétt á visir.is.                                       

Athugasemd: Hvađ gerist ţegar dagur er ađ kvöldi kominn. Jú, sólin sest.

Tillaga: Ég hef séđ stjörnuhrap, sólina koma upp og setjast.

4.

„… árás­armađur hafđi veist ađ brotaţola međ hníf og valdiđ stungusári. Brotaţoli hafđi flúiđ vett­vangi …“

Frétt á mbl.is.                                       

Athugasemd:  Í afspyrnu illa skrifađri frétt er löggumáliđ, stofnanamáliđ, í hámarki gleđi sinnar. Sá sem ráđist er á er kallađur „brotaţoli“. Enginn talar svona nema löggan ţegar hún reynir af erfiđismunum ađ hefja sig upp yfir almenning. Og lögfrćđingar orđa ţetta ţannig í formlegri ákćru.

Ofangreint er tvćr málsgreinar. Sú fyrri er svona:

Til­kynnt var um stór­fellda lík­ams­árás í gćr­kvöldi ţar sem árásarmađur hafđi veist ađ brotaţola međ hníf og valdiđ stungusári. 

Ţetta er tómt bull, skrifarinn hefđi fengiđ falleinkunn í öllum skólum. Eftirfarandi hefđi veriđ skárra:

Mađur stunginn međ hnífi.

Hvađ er „stórfelld líkamsárás“? Má vera ađ löggan hafi skrifađ ţennan texta og blađamađurinn birt hann óbreyttan („kópí-peist“ eins og ţađ er kallađ í slangrinu). Slćm vinnubrögđ. Ţar fyrir utan á blađamanninum ađ vera fullkunnugt um ađ löggan er ekki skrifandi og ţví ber ađ lagfćra allt sem frá henni kemur.

Seinni málsgreinin er svona:

Brotaţoli hafđi flúiđ vett­vangi ţegar lög­regla kom á vett­vang, en árás­armađur var hand­tek­inn.  

Ţarna er nástađa sem ćtíđ er slćm. Skondiđ ađ árásarmađurinn hafi dvaliđ á vettvangi eftir sá slasađi „flúđi“. Hvort flúđi hann eđa fór? Yfirleitt er ţetta öfugt. Og hversu stórfelld var líkamsárásinn ţegar hann gat hlaupiđ í burtu. Flúđi hann „ vettvangi“ en ekki af vettvangi? Hver kćrđi, „brotabrotaţolinn“ eđa „gerandismađurinn“?

Málsgreinin hefđi veriđ skárri á ţessa leiđ:

Sá sćrđi var farinn ţegar lögreglan kom en árásarmađurinn var handtekinn.

Fleira bull er í fréttinni. Blađamađurinn leyfir sér ađ byrja setningu á tölustöfum. Ţađ er óvíđa gert nema á Mogganum. 

Í fréttinni eru nćstum allir lögbrjótar kallađir „ađilar“. Hverjir eru „ađilar“?

Í fréttinni segir:

Ţá varđ bif­reiđ á veg­um toll­gćsl­unn­ar ađ kalla eft­ir ađstođ lög­reglu, en ţeir veittu bif­reiđ eft­ir­för sem sinnti ekki stöđvun­ar­merkj­um toll­gćsl­unn­ar inni á svćđi toll­gćsl­unn­ar í hverfi 220.

Ýmislegt er viđ ţessa málsgrein ađ athuga. Varla telst ţađ alvarleg villa ađ segja ađ bifreiđin „kallađi“ á lögguna er „ţeir“ eltu bíl. Ekkert samhengi í ţessu. Hverjir eru „ţeir“.

Hvernig eru „stöđvunarmerki tollgćslunnar“ Spyr fyrir vin sem vill ekki lenda upp á kannt viđ embćttiđ. Líklegast veifa tollararnir flöggum í fánalitunum ţegar „ţeir“ vilja ađ bíll stoppi. Eđa senda „ţeir“ fax? Og ţvílíkt og annađ eins ađ stoppa ekki „inni á svćđi tollgćslunnar“. Stoppa ekki allir ţar?

Svo vćri fróđlegt ađ vita hvar hverfi 220 er og hvar „svćđi tollgćslunnar“ er. Líklega er hvort tveggja nýtt.

Nei. Ţetta eru óbođleg skrif. Löggunni, blađamanninum og Mogganum til skammar. Viđ lesendur eigum ekki skiliđ ađ ţurfa ađ lesa svona bjálfaleg skrif. Ţau standa ekki undir nafni sem fréttir.

Tillaga: Mađur stakk annan međ hnífi. Sá sćrđi var farinn ţegar lögreglan kom en árásarmađurinn var handtekinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband