Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Er Mogginn kominn á botninn?

Ţegar hreinlega allt er orđiđ ađ fréttum er nauđsynlegt ađ ritstjórnin hugsi nú sinn gang. Er veriđ ađ fylla pláss eđa flytja fréttir?
mbl.is Festi öngul í fingrinum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Landskemmdir aukast međ fleiri ferđamönnum

DSCN6675 copyAukinn fjöldi ferđamanna er ekki ađ öllu leyti fagnađarefni vegna ţess ađ hann hefur í för međ sér meiri átrođning á viđkvćmri náttúru landsins. Einna helst sjást skemmdir á göngustígum og er međ ólíkindum hversu hratt ţeir breytast. Ekki er ţó mannskepnunni einni um ađ kenna ţví vatn rennur ofan í trođna stíga og ţeir rofna hratt, verđa fljótt ófćrir fyrir göngufólk. Göngumenn flytja sig ţá um set, úr ófćrunni og nýr stígur myndast viđ hliđina og svo koll af kolli.

Ţađ er stórkostlegur árangur á ná 500 ţúsund ferđamönnum hingađ til lands, hér er ekki veriđ ađ amast viđ slíkum árangri. Eflaust á undirritađur einhvern ţátt í ţví sem og ađ vekja áhuga landsmanna um gönguferđir um Ísland og víst er ađ hann á nokkur spor hér og ţar um landiđ.

Hitt er orđiđ knýjandi verkefni ađ byggja upp gönguleiđir og koma ţannig í veg fyrir áframhaldandi skemmdir. Mađur horfir í hryllingi á Ţverfellshorn í Esju sem er algjörlega úttrođiđ og viđbúiđ ađ fleiri stađir víđa um land eiga eftir ađ lúta álíka örlögum. Fjölmargar gönguleiđir í nágrenni Reykjavíkur eru illa útlítandi, t.d. leiđin á Vífilsfell og gönguleiđir á Hengil.

DSC00062Skemmdir eru víđa á gönguleiđinni milli Landmannalauga og Ţórsmerkur, gönguleiđinni yfir Fimmvörđuháls, gönguleiđum í Ţórsmörk og Gođalandi og fleiri má nefna.

Ţađ er ótrúlegt ađ fleiri skuli ekki hafa tekiđ eftir ţessu. Vćri hér um ađ rćđa vegi vćru ótal ţrýstihópar komnir í fullt kröfustarf og allir fjölmiđlar titrandi í gúrkutíđinni.


mbl.is Stefnir í hálfa milljón erlendra ferđamanna til Íslands í ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarandstađa í sárum

Ekki er undarlegt ţó ríkisstjórnin njóti mikils stuđnings. Flokkarnir sem ađ henni standa eru gríđarlega stórir og miđađ viđ skođanakönnunina styđja mun fleiri ríkisstjórnina en flokkana. Ţađ bendir einfaldlega til ţess ađ stjórnarandstađan ţjáist enn af strengjum og harđsperrum eftir kosningarnar.

Ég hefđi nú haldiđ ađ fleiri en ég vćru svolítiđ tortryggnir yfir ríkisstjórn međ Samfylkingu í samstarfi viđ Sjálfstćđisflokk. Mađur óttađist ađ allt fćri nú í sama farveg og gerđist ţegar Alţýđuflokkurinn sálugi átti í stjórnarsamstarfi viđ Sjálfstćđisflokkinn og allur ágreiningur lak út, ráđherrar börmuđu sér og tjáđu sig um allt og ekkert viđ fjölmiđla. Međ međ nýju fólki koma ţó nýir siđir. Ríkisstjórn verđur ađeins sterk af gjörđum sínum ekki stćrđ meirihlutans.

Stjórnarandstađan er í sárum, grćtur ţađ eđlilega ađ hafa ekki komist í ríkisstjórn en kennir öllum öđrum um en sjálfri sér. Frá henni heyrist ekkert nema tuđ og barlómur en eflaust nćr hún fullum fjallagrasavexti um ţađ leyti er Alţingi kemur saman í haust. Hins vegar verđur fróđlegt ađ heyra hvort nýjir og vćntanlega ferskir ţingmenn hennar hafa annađ fram ađ fćra en ađ kvarta undan háum tekjum og miklum skattgreiđslum fólks í atvinnulífinu.

Mestu skiptir ađ ríkisstjórnin haldi áfram ađ skapa hér skilyrđi fyrir atvinnuvegina, ţeir geti blómstrađ út um allt land. Verđmćtasköpunin skiptir öllu. Sterkt atvinnulíf skapar grundvöll fyrir allt annađ, menntun, menningu og ţróttmikiđ mannlíf. 


mbl.is Fylgi Sjálfstćđisflokks eykst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband