Bloggfćrslur mánađarins, mars 2023

Glefs og gelt Helgu ţingmanns Samfylkingarinnar

Ritstjóri Morgunblađsins og fyrrverandi Seđlabankastjóri ryđst fram á ritvöllinn í leiđara blađsins og skýrir fyrir lesendum sínum hvađ ađ hans mati varđ Silicon Valley-bankanum ađ falli á dögunum.

Ţetta segir ţingmađur Samfylkingarinnar, Helga V. Helgadóttir. Henni er uppsigađ viđ ritstjóra Morgunblađsins og hnýtir í hann á ómálefnalegan hátt. 

Hvađ sagđi eiginlega ritstjórinn í leiđaranum sem ţingmađurinn vitnađi til? Um ţađ er ekki stafkrókur í greininni. Ţetta er engu líkara en ţegar hundur eltist viđ bíla, reynir ađ glefsa í dekkin og geltir um leiđ ákaft en veit ekkert hvers vegna. Hann gerir ţetta vegna ţess ađ hann er rćfilshundur. Hann glefsar og geltir ţví eđliđ býđur honum ađ gera svo.

Látum nú vera ađ ţingmađur fylgi eđli sínu en ţađ sćtir samt nokkurri furđu ađ hann, sem er lögfrćđingur, ásakar ritstjórann ekki, leggur ekki fram neina kćru. Einna nćst ţví kemst Helga ţingmađur međ ţessum orđum:

Einhver hefđi taliđ ađ fyrrverandi seđlabankastjóri, sem hefur góđa reynslu af ţví ađ fara illa ađ ráđi sínu viđ stjórn banka, hefđi lćrt sitt af hverju á löngum ferli sínum en nei, leita skyldi sökudólga ţar sem síst skyldi.

Trú eđli sínu lćtur hún duga ađ sveifla brandi ţó enginn viti hvert ákćruefniđ er. Hún lćtur í ţađ skína ađ aumingja ritstjórinn hafi gerst sekur um stóralvarlegan glćp auk ţess sem hann hafi veriđ seđlabankastjóri og stýrt honum illa. Ţađ snertir Silicon Valley bankann ekki hćtis hót.

Ađferđafrćđi margra sem sem vilja sverta meintan andstćđing sinn er ţessi:

  1. Segja frá glćpnum án ţess ađ hafa neitt orđrétt eftir andstćđingnum.
  2. Túlka glćpinn og draga ekki af sér í fordćmingunni.
  3. Draga sem flesta inn í máliđ, helst vinnustađ og ţá sem ţekkja sökudólginn.

Ţetta kann hún Helga ţingmađur Samfylkingarinnar enda hefur hún gert ţetta áđur, sjá hér. Hún virđist ekki fylgja sannleikanum ađ málum, miklu frekar er hún svokallađur „trumpisti“, segir ţađ sem ćtti ađ vera satt og rétt, býr til „hliđarsannleika“.

Ritstjórinn er óalandi og óferjandi, vinnustađur hans, Morgunblađiđ, „naut eitt sinn virđingar“ og:

Hér á landi hafa menn eins og ritstjórinn fengiđ stjórnlausa útrás fyrir andúđ sína á nútímanum, á síđum Morgunblađsins, sem eitt sinn ţótti sómakćr fjölmiđill.

Tökum eftir ţessu orđalagi „andúđ á nútímanum“ ţví ţingmađurinn leyfir sér ađ leita aftur í tímann til ađ koma höggi á ritstjórann. Ţađ er gerir hann á ţennan hátt:

Eitt sinn bjó fólk í felum árum saman fyrir ţađ eitt ađ fella hug til annarra en ţeirra sem samfélaginu ţótti viđ hćfi. Einu sinni var ţađ svo ađ konum sem áttu börn utan hjúskapar var drekkt á Ţingvöllum fyrir hórdóm. Einu sinni var ţađ svo ađ hinsegin fólk á Íslandi flúđi land vegna ofsókna ţeirra sem töldu ţađ á einhvern hátt skađlegt samfélaginu en ekki lengur.

Já, mikil er sök Davíđs Oddssonar, ritstjóra Morgunblađsins. Ţađ er honum ađ kenna ađ á öldum áđur var konum „drekkt á Ţingvöllum fyrir hórdóm“. Ţađ er honum ađ kenna ađ „hinsegin fólk á Íslandi flúđi land vegna ofsókna“.

Annađ eins sakarefni hefur ekki veriđ birt nokkrum nútímamanni og er ţví knýjandi nauđsyn ađ draga bófann fyrir dóm og til viđbótar nánustu ćttingja, vini og kunningja og jafnvel ţá sem greiddu honum atkvćđi í borgarstjórnar- og alţingiskosningum. Minna má ţađ ekki vera. 

Svona eru nú vinnubrögđ heiftarinnar, ađall Helgu ţingmanns.  

Röksemdafćrslan er engin. Framkoman minnir óneitanlega á rćfilshundinn sem glefsar og geltir en veit ekki hvers vegna.

 

 

 

 


Jóhannes Nordal, glćsilegasti fulltrúi veraldar sem var

Ekki fór framhjá áskrifendum og öđrum lesendum Morgunblađsins ađ útför Jóhannes Nordal fyrrum seđlabankastjóra er í dag.

Gaman hefđi veriđ ađ ţekkja Jóhannes Nordal, ţađ gerđi ég ţó ekki en hitti hann nokkrum sinnum á fundum. Samt fannst mér ég hafa ţekkt manninn eins og títt er um ţá sem oft eru í fjölmiđlum. Kallast ţađ ef til vill einhliđa kunningsskapur.

Nćr öll uppvaxtarár mín var nafn hans nefnt í fréttatímum útvarps. Heima var ţađ svo ađ ţögn átti ađ ríkja međan fréttir voru sagđar í útvarpinu og ţví lćrđi ungur drengur óhjákvćmilega ađ fylgjast međ međ ţví sem sagt var. Eftir ađ hafa lćrt ađ lesa tók var Morgunblađinu flett og smám saman óx skilningur og fyrr en varđi var blađiđ daglega upplesiđ og einnig Tíminn en hann fékk afi sendan heim.

Minnisstćtt er ţegar gengi íslensku krónunnar var margsinnis fellt á sjöunda áratugnum og einnig ţeim áttunda. Á eftir fylgdi í fjölmiđlum viđtal viđ seđlabankastjóra sem sagđi frá myrkum en nauđsynlegu tímamótum.

Á ćskuheimili mínu var mikiđ rćtt og spjallađ viđ matarborđiđ, ekki síst um stjórnmál. Ţannig var víđa og ekki síđur á heimili Jóhannesar. 

Tímas Már Sigurđsson tengdasonur hans segir í minningargrein sinni um samkomurnar viđ borđstofuborđiđ:

Tekist var á um nćstum öll mál undir sólinni. Aldrei skorti skođanir. Og ţá var eins gott ađ hafa sig ekki í frammi nema mađur hefđi kynnt sér málin og safnađ góđum rökum.

Ásgeir Jónsson seđlabankastjóri segir:

„Lifađ međ öldinni“ sem góđu heilli kom út fyrir síđustu jól. Áhrif hans stöfuđu ţó ekki nema ađ hluta frá stöđu hans sem seđlabankastjóri heldur mun frekar frá persónu hans og mikilli ţekkingu á efnahags- og ţjóđmálum.

„Vitsmunir“, „hófsemi“ og „góđvild“ eru orđ sem samferđarmenn hans hafa valiđ til ađ lýsa honum í mín eyru. „Lagni“, „lipurđ“ og „traust“ eru einnig orđ sem ég hef heyrt. Ţessir góđu eiginleikar gerđu Jóhannes ađ helsta ráđgjafa allra ríkisstjórna í vel á fjórđa áratug – sama hvađa flokkar voru viđ völd.

Hann var ávallt rödd skynseminnar – sem ţví miđur var ekki alltaf hlustađ á.

Ingimundur Friđriksson sem var einn af seđlabankastjórunum í hruninu segir:

Einlćg vinátta Jóhannesar var mér einnig mikils virđi. Vinahót sem hann sýndi mér og okkur hjónum eftir ađ ég lét af störfum í bankanum 2009 ţótti okkur sérstaklega vćnt um.

Tvennt má lesa út orđum Ingimundar sem alrćmd ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hrakti úr embćtti. Hiđ fyrra er ađ ekki bryddar á biturleika né óvild ţrátt fyrir ruddalega međferđ og segir ţetta ţekkilega sögu um hjartalag hans. Hiđ síđara er ađ Jóhannes Nordal kom honum til ađstođar og hjálpađi honum á erfiđri stundu og er ţađ til marks um hlýju mannsins.

Davíđ Oddsson, fyrrum forsćtisráđherra segir:

Ţekkingu hans, lagni og lipurđ var viđbrugđiđ og naut hann óskorađs traust, jafnt hinna íslensku yfirvalda sem viđsemjendanna.

Afköst hans ţóttu međ nokkrum ólíkindum, en ţó gaf allt hans fas og framganga til kynna ađ ekkert lćgi á og hann hefđi endalausan tíma til ađ rćđa mál í ţaula viđ alla ţá sem eftir ţví óskuđu. Og ţađ gerđu margir, ţví Jóhannesi var einkar lagiđ ađ setja flókin mál fram međ skýrum og skiljanlegum hćtti.

Hann ţurfti ekki, eins og verr gefnum mönnum hćttir til, ađ fela sig á bak viđ stagl eđa frođusnakk frćđisetninga.

Geir H. Haarde fyrrum forsćtisráđherra segir:

Eftir ađ ég hćtti í bankanum 1983 og fór inn á vettvang stjórnmála var gott ađ geta stöku sinnum leitađ ráđa hjá Jóhannesi um ýmis mál.

Síđast áttum viđ mikilvćgt samtal í október 2008 ţegar forystumenn ţjóđarinnar börđust fyrir efnahagslegu lífi hennar og sjálfstćđi. Ţá drukkum viđ saman te á Laugarásveginum eitt sunnudagssíđdegi fyrir milligöngu Ólafar dóttur hans. Gekk ég brattari af ţeim fundi en til hans.

Hrundiđ var án vafa mikiđ áfall fyrir Geir en Jóhannes var honum betri en enginn á erfiđum tímum og ekki síđur Ólöf Nordal sem síđar varđ varaformađur Sjálfstćđisflokksins og ráđherra.

Björn Bjarnason, fyrrum ráđherra segir:

Viđ ritun bókar sinnar hlýtur Jóhannes oft ađ hafa glađst yfir árangrinum af sannfćringu hans um gildi ţess ađ opna íslenska ţjóđarbúiđ fyrir erlendri samkeppni. Ţá varđi hann kröftum sínum ekki síđur til ađ styrkja menningarlega innviđi samfélagsins. Opiđ samfélag krefst sterkra menningarstođa.

Jón Sigurđsson fyrrum ráđherra:

Jóhannes var slyngur samningamađur. Hann var ţćgilegur í viđmóti, mađur kurteis, umtalsfrómur, fróđur og viđrćđugóđur. Lagni hans, lipurđ og ţekkingu á samningsefni hverju sinni var viđ brugđiđ.

Hann ávann sér ávallt fyllsta traust bćđi umbjóđenda sinna og viđsemjenda. Jóhannesi var einkar lagiđ ađ setja jafnvel hin flóknustu mál fram á einfaldan og skiljanlegan hátt ţví ađ hann var mađur orđvís. Hann var mikilvirkur án ţess ađ fara sér óđslega.

Ritsmíđar hans – oftast unnar viđ hliđ mikilla embćttisanna – eru miklar bćđi ađ vöxtum og gćđum.

Hann var mađur sem gott var ađ eiga ađ ţegar ađ kreppti, ţví hann hafđi rósemi hugans ţegar úr vöndu var ađ ráđa.

Hannes H. Gissurarson prófessor segir:

Var Jóhannes ţó mildastur í dómum. Ţegar háskólamađur einn, sem einnig hafđi haft nokkur afskipti af stjórnmálum, barst í tal, sagđi hann ađeins: „Já, hann hefur aldrei skrifađ djúpan texta.“

Jóhannes talađi aldrei illa um ađra, ţađ kemur greinilega fram í minningagreinunum. Eitthvađ verđur ţó ađ segja ţegar vatniđ er grunnt.

Pétur Hrafn Árnason sagnfrćđingur segir:

Fyrir rúmum áratug leitađi Salvör Nordal til mín um hvort ég vćri til í ađ liđsinna föđur sínum viđ ađ rita endurminningar. Hvort ég var! Fyrir frćđimann í íslenskri samtímasögu mćtti líkja ţví viđ ađ ţeim sem vćri ađ rannsaka Sturlungaöld byđist samstarf međ Snorra Sturlusyni.

Pétur ritađi endurminningarbók Jóhannesar Lifađ međ öldinni.

Hjörleifur Guttormsson fyrrum ráđherra segir:

Í samstarfi okkar Jóhannesar fólst m.a. ađ skođa landiđ og ađstćđur á framkvćmdaslóđum Landsvirkjunar syđra og síđar á Austurlandi. Í slíkum ferđum var hann hrókur alls fagnađar, hlýddi á ólík viđhorf og setti sig sem best inn í ađstćđur. Friđun Ţjórsárvera 1981, svo langt sem hún náđi, sýndi hann skilning og setti sig inn í flókinn undirbúning Blönduvirkjunar og sjónarmiđ náttúruverndarráđs og heimamanna.

Jafnvel vinstri menn eins og Hjörleifur mćra Jóhannes.

Ţorvarđur Elíasson fyrrum skólastjóri Verslunarskólans segir frá vandrćđum viđ ađ fjármagna nýbyggingu skólans og hann leitađi til Jóhannesar. Ţorvarđur segir:

Nordal tók á móti mér međ ţeim orđum ađ eiginlega mćtti hann ekki tala viđ mig en gerđi ţađ fyrst Ágústa hefđi bókađ mig. Seđlabankinn lánađi ekki fé eins og ég ćtti ađ vita. Ágústa hafđi gert grein fyrir erindinu svo ég spurđi beint hvernig hann gćti ađstođađ.

Ţá segir Nordal: Ţú ákvađst ađ fara í skólamálin. Ţau eru líka mikilvćg. Komdu á morgun og ţá fćrđu ađ vita, ekki hvađ, heldur hvort eitthvađ verđi fyrir ţig gert.

Daginn eftir kom niđurstađan: Ég á ekki og má ekki gera neitt fyrir ţig. Farđu á almenna markađinn.

Ţetta er eftirminnilegasta afgreiđsla sem ég hef fengiđ og Jóhannesi lík. Skýrt talađ og ein ráđlegging.

Skólinn gaf út skuldabréf og setti á markađ. Ég vissi ađ skólinn átti marga fjársterka velvildarmenn en kom ţó á óvart ađ einn ađili keypti öll bréfin og ađ ég komst upp međ ađ prútta vaxtamun niđur í nćstum ekki neitt. Ekki veit ég enn hver kaupandinn var.

Ţetta er skemmtilega skrifađ. Hver skyldi kaupandi skuldabréfsins hafa veriđ. Böndin berast ađ ákveđinni stofnun. 

Ólafur Ísleifsson fyrrum starfsmađur Seđlabankans og síđar ţingmađur segir:

Međal fyrstu verkefna á ţessu sviđi var samningur um bankalán. Jóhannes fylgdist vel međ samningaviđrćđum viđ hinn erlenda banka og lagđi línur.

Ţegar viđsemjendur reyndust á einu stigi erfiđir sagđi Jóhannes: „Nú vćri kannski rétt ađ taka kúnstpásu.“

Ţegar heppilegum samningi hafđi veriđ landađ eftir ađ kúnstpásan skilađi sínu ţótti mér sem ég hefđi lokiđ sveinsprófi í frćđunum undir handleiđslu Jóhannesar eftir undirbúning af hálfu Sigurgeirs [Jónssonar ađstođarbankastjóra]. 

Já, kúnstpása getur gert sitt gagn, ţađ ţekkja margir.

Hér hafa veriđ rakin eftirminnileg ummćli ţekktra manna úr ţjóđlífinu um Jóhannes Nordal.

Líklega fer vel á ţví ađ ljúka umfjölluninni međ orđum Björns Bjarnasonar sem sagđi í minningargrein sinni:

Jóhannes er í mínum huga einn glćsilegasti fulltrúi veraldar sem var.

 

 

 


Helga Vala Helgadóttir ţingmađur skrökvar í Moggagrein

Ég er ţess líka fullviss ađ ef drög ađ samningi verđa landi og ţjóđ ekki hagfelld ţá muni hinn sami almenningur einfaldlega hafna samningsdrögunum.

Ţetta segir ţingmađur Samfylkingarinnar í Morgunblađsgrein 11.3.23. Ţingmađurinn, Helga Vala Helgadóttir, fer annađ hvort vísvitandi međ rangt má eđa hún veit ekki betur. Hvort tveggja er afar slćmt.

Hún talar fjálglega um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og heldur ţví fram ađ hćgt sé ađ gera samning sem hćgt er ađ leggja í ţjóđaratkvćđi. Ţetta er svo rangt sem mest má vera.

Ríki sem sćkir um ađild vill ađild. Hvorki meira né minna. Evrópusambandiđ leyfir ekki bjölluat. Ekkert ríki fćr ađ máta sig viđ ađildina og annađ hvort ţiggja eđa hafna. Sá tími er löngu liđinn. Sá sem ekki veit ţetta á ekki ađ taka ţátt í umrćđum um ađild ađ ESB.

Stjórnarskrá Evrópusambandsins er Lissabonsáttmálinn. Hann ţurfa ríki ađ samţykkja, öll ákvćđi hans. Engar undanţágur eru veittar ekki frekar en ađ undanţágur séu veittar frá stjórnarskrá Íslands eđa annarra ţjóđa. Engir samningar eru gerđir, engin „drög ađ samningi“ munu liggja fyrir eins og ţingmađurinn Helga Vala Helgadóttir skrökvar í grein sinni.

Ţegar vinstri stjórnin undir forystu Samfylkingarinnar sótti áriđ 2009 um ađild ađ ESB var  Ísland bođiđ velkomiđ. Ţá hófust ađlögunarviđrćđur viđ ESB. Ţetta voru ekki neinar samningaviđrćđur. Ástćđan er einföld. Lög og reglur Ísland átti ađ breyta og ađlaga 100% ađ lögum og reglum Evrópusambandsins og stjórnskipun ţess ţađ er Lissabonsáttmálanum.

Engin „drög“ verđa til ađ samningi viđ ESB. Ţegar upp er stađiđ verđa Íslendingar ađ hafa breytt lögum og reglum.

Miđstjórnarvaldiđ verđur í Brussel. Ţar á brúsapalli munu Íslendingar ţurfa ađ sćkja fyrirskipanir rétt eins og ţeir ţurftu ađ gera undir stjórn Dana fyrr á öldum. Međaltal hagsmuna Evrópusambandsins mun aldrei henta eylandinu Íslandi ekki frekar en mörgum öđrum ríkjum sem ţó eru innan sambandins.

Helga Vala Helgadóttir ţingmađur ESB verđur međ grein sinni sér til skammar. Ekki ólíkt og Össur Skarphéđinsson ţáverandi utanríkisráđherra sem fór međ rangt má á blađamannafundi međ Stefan Füle ţáverandi stćkkunarstjóra sambandsins. Sá síđarnefndi ţurfti ađ leiđrétta rangfćrslur Össurar svo eftirminnilega ađ undan sveiđ. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8.

Í grein sinni í Mogganum segir ţingmađurinn:

Hvers vegna stjórnvöld ţora ekki ađ kanna hvađ fćst međ aukinni Evrópusamvinnu fćst ekki skýrt nema međ sérhagsmunatengslum stjórnarflokka sem ţurfa ekkert ađ óttast nema almenning sem veit sínu viti.

Takiđ eftir lúmskum áróđrinum í orđalaginu. Ţingmađurinn fullyrđir ýmislegt rangt um stjórnvöld sem hún hneykslast á og ţarf ađ leiđrétta.

Stjórnvöld „ţora ekki“. Nei, ţetta er rangt. Stjórnvöld vilja ekki ţví ţau vita hvađ felst í ađildinni.

Hún talar um „Evrópusamvinnu“ sem líklega er fallegra orđ en ađild ađ ESB. Ísland tekur ađ fullu ţátt í Evrópusamvinnu, ţađ vita allir.

Svo er skotiđ inn orđinu „sérhagsmunatengslum“ algjörlega út í bláinn en ţađ hefur andstyggilega merkingu, ţađ veit ţingmađurinn og ţess vegna er ţađ brúklegt. Hér er ţađ innihaldslaus áróđur.

Loks verđur ţingmađurinn vćminn og heldur ađ alţýđa manna verđi hrifin ađ orđalaginu  „óttist almenning sem veit sínu viti“. Vćmiđ orđalag, forréttindakonan viđrar sig upp viđ alţýđuna. Mćlir fallega en meinar flátt.

Auđvitađ veit almenningur sínu viti en Helga Vala Helgadóttir ţingmađur Samfylkingarinnar skrökvar ađ honum. Međ lćvísilegu orđalagi heldur hún ţví fram ađ allt sem miđur gangi hér á landi lagist ef Ísland gengur í ESB. Ţetta eru ekkert annađ er ósannindi. Fótboltamađur sem skiptir um félag verđur áfram sá sami ţótt peysan hans verđi rauđ eđa röndótt.

Um daginn var fjargviđrast yfir ósannindavađli sendiherra Rússa í Mogganum. Enginn segir neitt ţegar ţingmađur Samfylkingarinnar fer međ rakalaus ósannindi. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband