Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2007

"Hún gaf af skorti sínum ..."

Sjóđur Ţegar ég var lítill strákur var heilmikiđ lesiđ upp úr Biblíunni á sunnudögum í KFUM á Amtmannsstígnum. Ýmislegt er í bókinni lćrdómsríkt og ţurfa menn ekki mikla trú til ađ međtaka innihaldiđ. Enn er mér margt minnisstćtt. Á einhverjum stađ, í einhverjum kafla og merkt einhverjum tölusettum versum má lesa ţetta:
Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfđi á fólkiđ leggja peninga í hana. Margir auđmenn lögđu ţar mikiđ. Ţá kom ekkja ein fátćk og lét ţar tvo smápeninga, eins eyris virđi.
Og hann kallađi til sín lćrisveina sína og sagđi viđ ţá:
„Sannlega segi ég yđur, ţessi fátćka ekkja gaf meira en allir hinir, er lögđu í fjárhirsluna. Allir gáfu ţeir af allsnćgtum sínum, en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína."

Gott er ađ á Íslandi sé til ríkt fólk. Vonandi veit flest aura sinna tal og fer vel međ ţessar jarđnesku eignir sínar, ávaxti sitt pund og gefi jafnvel til líknarmála. Ríkidćmiđ eitt og sér hafa menn ekki međ sér yfir móđuna miklu. Sá sem er dauđur hrćrir vart í peningum sínum, fjármunum eđa öđrum eignum.

Allir ćttu ađ temja sér hóf í hvívetna, ef eitthvađ er mćtti frekar gapa yfir ţekkingu en eignum.

Einu sinni hitti gamall Íslendingur mann nokkurn á förnum vegi, kannski í flughöfn. Sá var frá Texas og yfir glasi tók hann ađ segja frá öllu ţví stórkostlega og markverđa sem finna mćtti í hinum mikla ríki. Ađ morgni dags kćmi hann til dćmis út á hlađ, liti til sólar, sprćndi, og settist síđan upp í Landróverinn sinn og ađ kvöldi hins sama dag vćri hann ekki hálfnađur yfir landareign sína.
Hrökk ţá upp úr ţeim gamla Íslendingi: Já ..., svona Landróver hef ég líka átt.

Fjöldinn allur er af dćmisögum í Biblíunni og flestar ţeirra segir söguhetjan, hann Jesús Jósefsson smiđur og farandprédikari. Margar ţeirra eru eiginlega tímalausar og gćtu međ lítilsháttar breytingum átt viđ um ţessar mundir. Áđurnefndur Jesús sagđi ţessa sögu:

Tveir menn fóru upp í helgidóminn ađ biđjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumađur.
Faríseinn sté fram og bađst ţannig fyrir međ sjálfum sér: „Guđ, ég ţakka ţér, ađ ég er ekki eins og ađrir menn, rćningjar, ranglátir, hórkarlar eđa ţá eins og ţessi tollheimtumađur. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast."
En tollheimtumađurinn stóđ langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barđi sér á brjóst og sagđi: "Guđ, vertu mér syndugum líknsamur!"
Ég segi yđur: Ţessi mađur fór réttlćttur heim til sín, en hinn ekki, ţví ađ hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auđmýktur verđa, en sá sem auđmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verđa.

Margir mala um ţá sem minna mega sín. Ţađ ţykir eflaust flott í stétt stjórnmálamanna. Einhvern tímann var ţađ kallađ ađ vera aumingjagóđur. Viđ sem teljumst til aumingjanna reynum fyrst og fremst ađ eiga eitthvađ ađ til ađ éta svona dags daglega, föt og húsnćđi svo manni verđi ekki kalt. Stundum kemur ţađ fyrir ađ mađur kaupir happdrćttismiđa af líknarsamtökum eđa styrktarsamtökum, styrkir Rauđa krossinn eđa SÁÁ. En aldrei hefur nokkur mađur haldiđ blađamannafund um tilefniđ enda framlagiđ frekar veitt af skorti viđkomandi en allsnćgtum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband