Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Enn vantar Reykjavíkurbréfiđ í sunnudagsmogggann

Stundum er Mogginn hundleiđinlegur. Sérstaklega ţegar hann Davíđ Oddsson gleymir ađ skila Reykjavíkurbréfinu í sunnudagsblađiđ, rétt eins og núna. Hvernig er hćgt ađ byrja nýja viku án Reykjavíkurbréfsins? Jafnvel ţó Davíđ sé ađ mćra Trump og atyrđa nýja forseta Bandaríkjanna sem ég man aldrei hvađ heitir.

Ţessi pistill er um slćmt minni, gleymsku.

Uppáhalds fyrrverandi sjónvarpsmađur ţjóđarinnar skrifar pistil í sunnudagsblađiđ, hann ţarna ... Logi eitthvađ. Hann skrifar stundum ansi vel, góđur stílisti. Gerir sig stundum vitlausari en ég held ađ hann sé. Nú skrifar hann um blađburđarbörn. Í gamla daga bar hann út blöđ og minningin um iđjuna er ljúf og fögur í huga hans. Hann segir frá ţví ađ hafa ţröngvađ dóttur sinni til ađ bera út blöđ og safna ţannig peningum til ađ kaupa hross. Logi ţessi er auđvitađ orđinn ađ afgömlu hrossi. Skil ekki í honum eđa öđrum sem lesa pappírsdagblöđ. Hef ábyggilega veriđ áskrifandi ađ Mogganum í fimmtán ár án ţess ađ fá pappírseintak. Les hann á netinu. Hreinlegra og einfaldara.

Í gamla daga bar ég út Vísi. Ţađ var ágćtt en hundleiđinlegt ađ rukka. Ég gekk í Hlíđaskóla eftir ađ hafa útskrifast međ láđi úr Ísaksskóla. Strákarnir í bekknum mínum voru stundum óţekkir. Ekki ég. Var gćđablóđ, hlýđinn og kurteis. Minnir mig. Einu sinni voru hinir strákarnir óţekkir í smíđatíma hjá honum Birni, ekki ég. Í refsingarskyni vorum viđ allir látnir sitja eftir, í marga klukkutíma. Minnir mig. Ţá komst ég ekki í ađ bera út Vísi á réttum tíma. Ţađ var í eina skiptiđ sem ég fékk kvartanir frá blađinu. Lesendur vildu fá blađiđ strax eftir hádegi. Eftir ţetta var ég alltaf fúll út í Björn smíđakennara, er ţađ jafnvel enn ţann dag í dag, og er hann samt löngu hćttur kennslu og farinn yfir móđuna miklu.

Óboj, sögđum viđ í gamla daga og var tónninn mćđulegur. Ţetta varđ mér ósjálfrátt ađ orđi er ég sá ađ ađalviđtal sunnudagsblađs Moggans var viđ Björgvin ţarna hvađ hann nú heitir Halldórsson, söngvara. Ţetta fjölmiđlaliđ er alltaf samt viđ sig. Ţúsund sinnum hafa veriđ tekin viđtöl viđ Bjögga og viđ lesendur vitum eiginlega allt um manninn. Miklu meira en hollt er. Hvađ er eiginlega ósagt um hann? Ekkert. Ég lét augun hvarfla yfir viđtaliđ. Ţau stađnćmdumst viđ ţetta og athyglin vaknađi:

Annars átti ţađ nám vel viđ mig; ég hef alltaf veriđ mikill grćju- og tölvukarl. Macintosh-mađur frá upphafi. Svo ţví sé til haga haldiđ. Ég hef alltaf fylgst vel međ í tćkninni og mönnum á borđ viđ Steve Jobs og Elon Musk sem gert hafa mikiđ fyrir okkur međ ţekkingu sinni, dirfsku og framsýni.

Sko, hann Bjöggi er bara helv... góđur söngvari. Ég er líka forfallinn Makka-kall, frá upphafi. Og núna gaf ég mér tíma til ađ lesa allt viđtaliđ viđ Bo. Sá ţá ađ einn ritfćrasti blađamađur landsins hafđi tekiđ ţađ. Man aldrei hvađ hann heitir, ţarf ekki ađ vita ţađ, ég ţekki stílinn. Nöfn skipta litlu en hann heitir Orri eitthvađ. Minnir mig (sérstaklega ţetta „eitthvađ“). Mađurinn skrifar nćstum ţví hálft sunnudagsblađiđ og heldur ţví eiginlega á floti ţó ýmislegur hégómi eins og stjörnuspár og grein um föt dragi ţađ niđur.

Sá ágćti blađamađur Andrés Magnússon heldur sínum vana og skrifar algjörlega óţarfan pistil um atburđi vikunnar. Skil ekki ţörfina á svona upprifjun, ekki frekar en „fréttaannál ársins“ og álíka. Ţó ég muni aldrei neitt finnst mér dálkurinn skrýtinn. Hér eru dćmi:

 • Mikill fjöldi afbókađi dvöl í orlofshúsum um páskana, án vafa vegna hertra sóttvarna. 
 • Fjórir hafa gefiđ kost á sér til ţess ađ gegna embćtti umbođsmanns Alţingis ...
 • Ţriđja ţyrla Landhelgisgćslunnar er nú á leiđ til landsins ...
 • Risastór landfylling er fyrirhuguđ í Elliđaárvogi undir stćkkun Bryggjuhverfis.

Ţetta er svo hrikalega óskemmtilegt ađ ţađ truflar mig. Er ţađ virkilega svo ađ ekki vćri hćgt ađ nota plássiđ til ađ tala viđ enn einn heimsfrćgan Íslendinginn, Ladda, Kristján stórsöngvara, landsliđsmann í fótbolta, snoppufrítt andlit úr sjónvarpi, álitsgjafa međ ofurţykkar bótox-varir og barm í stíl, og önnur undur í ţjóđfélaginu?

En ţetta er nú allt aukaatriđi. Sem áskrifandi spyr ég einfaldrar spurningar og vil frá svar: Hvar er Reykjavíkurbréfiđ? Mér finnst ég svikinn og krefst endurgreiđslu.


Hvađ er list og lćrdómsţvađur ef lćrirđu ekki ađ vera mađur.

Morgunblađiđ er góđur fjölmiđill og ég hef mikla ánćgju af honum. Les međ áhuga marga fasta pistla eins og Tungutak sem fjallar um um íslenskt mál sem margir íslenskufrćđingar skiptast á skrifa, Umrćđan sem Björn Bjarnason, fyrrum ráđherra og alţingismađur skrifar og Fróđleiksmola eftir Hannes H. Gissurarson. Allir ţessir pistlar birtast í laugardagsblađinu og eru á sömu blađsíđunni og ţar dvelst manni drjúga stund. 

Í sunnudagsblađinu birtist Reykjavíkurbréf og ţađ hefur veriđ fastur dálkur allt frá ţví ađ Bjarni Benediktsson var ritstjóri frá 1956 til 1959. Ekki hafđi ég aldur til ađ njóta skrifa hans en löngu síđar las ég bréfin frá ritstjórunum  Matthíasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni. Og nú skrifar Davíđ Oddsson, ritstjóri, Reykjavíkurbréf. Hann hefur leikandi léttan stíl, prýđilegt skopskyn og segir frá reynslu sinni og skýrir stjórnmálaviđhorfiđ. Oftast er ég sammála Davíđ, ţó ekki alltaf.

Einn er sá dálkur sem ég hef mikla ánćgju af og ţađ er Vísnahorniđ sem birtist daglega og er í umsjón Halldórs Blöndal, fyrrum ráđherra og alţingismanns. Ekki ţekki ég Halldór persónulega en hann hefur einstakan skilning á vísum og kann urmul af ţeim. Áhugaverđast er ţó ađ hann birtir vísur eftir marga og fer ekki í manngreinarálit.

Stundum skrifa ég hjá mér skemmtilegar og fróđlegar vísur sem ég les í Vísnahorninu. Hér eru nokkrar skondnar.

Ingveldur Einarsdóttir orti ţetta ţegar Kvćđakver Halldórs Laxness kom út og hrifningin leynir sér:

Ţitt hef ég lesiđ, Kiljan, kver; 
um kvćđin lítt ég hirđi,
en eyđurnar ég ţakka ţér; 
ţćr eru nokkurs virđi.

Hjálmar Jónsson sendi Halldóri Blöndal póst og segir:

Ţađ var á lokadögum ţingsins eitt voriđ ađ viđ sátum saman nokkrir ţingmenn í hádegismat. Svínakjöt var í matinn, en ţađ var ólseigt og óspennandi. Hafandi tuggiđ um hríđ ýtti Páll Pétursson frá sér diskinum og kvađst sjaldan hafa lagt sér til munns lakari málsverđ. Ţá varđ til vísa:

Međan lifa málin brýn
mćti ég ţingraun hverri.
Ég hef borđađ betra svín
og borđađ međ ţeim verri.

Í Vísnahorninu birtist ţessi vísa eftir Örn Arnarson og er úr bókinni Illgresi:

Dýrt er landiđ, drottinn minn,
dugi ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf ađ vinna.

Arnór Árnason frá Garđi orti:

Lítiđ mína léttúđ grćt,
lífinu er ţannig variđ.
Ennţá finnst mér syndin sćt,
sćkir í gamla fariđ.

Og núna í dag, skírdag 1. apríl 2021, birti Halldór ţetta eftir Matthías Jochumsson:

Hér verđa kaflaskil í kvćđinu og heldur áfram međ grískri tilvitnun sem útleggst „ţekktu sjálfan ţig“:

„Gnóţi sauton“ Grikkinn kvađ;
gott er ađ lćra og meira en ţađ;
en hvađ er list og lćrdómsţvađur
ef lćrirđu ekki ađ vera mađur.

Ţessi síđasta vísa er gull, sérstaklega síđustu tvö vísuorđin. Ćtla ađ reyna ađ muna ţau ţegar ég verđ stór.

Oft hef ég óskađ ţess ađ vera ljóđskáld. Í stađinn er ég frábćrt leirskáld. Og illa gengur mér ađ muna vísur en ţađ er list.

Móđir mín kunni ótal ljóđ og vísur, og ţurfti ađeins ađ heyra einu sinni til ađ muna. Hún var alin upp á ljóđelsku heimili ţar sem bókmenntir skiptu nćrri ţví meira máli en bústörfin. Ţví miđur lćrđi ég lítiđ í ljóđagerđ af henni eđa hún gleymdi ađ kenna mér. Hún gleymdi líka ađ kenna mér ađ drekka kaffi. Ţetta tvennt, kunnáttuleysi í ljóđum og getuleysi í kaffidrykkju, hefur háđ mér einna mest í lífinu. Og stendur ekki til bóta.

Annan hćfileikamann í ljóđum og vísum ţekki ég dálítiđ og ţađ er Ómar Ragnarsson. Hann man vísur og ljóđ í tonnatali ef svo má segja. Einu sinni fékk ég hann til ađ vera á vísnakvöldi í bćjarfélagi úti á landi. Mesta skemmtunin var áđur en dagskráin byrjađi er Ómar ţuldi upp vísur sem hann hafđi lćrt á langri ćfi. Ein vísa leiddi til annarrar og eiginlega máttum viđ varla vera ađ ţví ađ fara á vísnakvöldiđ.

 

 


Ríkislögreglustjóraleiđin, stikađur vitleysisgangur

Screenshot 2021-03-30 at 11.03.04Talsverđur munur er á tveimur gönguleiđum ađ gosstöđvunum í Geldingadal. Sú sem flestir fara er ríkislögreglustjóraleiđin, ómöguleg gönguleiđ, brött og torfarin ađ hluta. Svo er ţađ hin, um Nátthagadal, örlitlu vestar. Einkar ţćgileg leiđ, enginn kađall, ekki snarbrött brekka og sárafáir á ferđ.

Hćgra megin er mynd af visir.is. Hún sýnir glögglega hversu andstyggilega leiđinleg ríkislögreglustjóraleiđin er. 

Kađallinn í brattanum hefur veriđ tilefni til ótal frétta vegna smithćttu. Göngumenn geta boriđ smit í hann og nćsti mađur tekur á kađlinum og kóvit-19 veiran á greiđa leiđ í fólk. Vinstra megin á myndinni sést ofan í Nátthagadal.

Til samanburđar er hér mynd sem Helena Káradóttir tók í fyrradag.

NátthagadalurMyndin er tekin ofarlega í Nátthagadal sem breiđir úr sér fyrir neđan. Um hann er besta leiđin ađ gosstöđvunum, hvorki leiđinleg né erfiđ eins og ríkislögreglustjóraleiđin, og alls ekki brött. Svo er ţađ stór kostur ađ sárafáir hafa enn sem komiđ er uppgötvađ ţessa frábćru leiđ. Ţó geta ţúsundir fariđ ţarna um án vandrćđa.

Ţarna má auđvitađ ađ gera smávćgilegar breytingar á gildraginu sem er fremst á myndinni. Ţar mćtti auđveldalega útbúa tvo stíga, einn fyrir ţá sem eru á uppleiđ og ađra fyrir ţá sem eru ađ fara til baka. Líklegast mun ţetta gerast sjálfkrafa ef fleiri fara ţarna um.

Ţar ađ auki mćtti búa til mörg ţúsund bílastćđi í dalnum međ lítilsháttar lagfćringum á veginum ţangađ.

En, nei. Markmiđ Ríkislögreglustjóraembćttisins, almannavarna landsins, er ađ gera fólki erfitt fyrir. Tefja fólk, koma í veg fyrir ađ ţađ fái notiđ eldgossins nema međ ţví ađ fara stórhćttulega gönguleiđ. Slíkt kallast vitleysisgangur.

Hér er mynd af forsíđu Fréttablađsins í dag og segir hún alla söguna.

Screenshot 2021-03-30 at 12.31.04


Nátthagadalur, besta leiđin ađ gosstöđvunum og nóg af bílastćđum

210329 Gönguleiđ gos Athuganir á gervitunglagögnum benda til ţess ađ kvikugangurinn, sem myndađist vikurnar fyrir gosiđ, og opnađist í Geldingadölum, sé ekki ađ fara ađ mynda nýjar gosstöđvar annarstađar yfir ganginum.

Svo segir í yfirliti á vef Veđurstofu Íslands frá 26.3.21.

Í upphafi goss var ekki taliđ ráđlegt ađ búa til gönguleiđ ađ gosstöđvunum međ ţví ađ fara um dalinn sem kenndur er viđ Nátthaga, Nátthagadal. Ástćđan var sú ađ gangurinn er talinn vera undir dalnum og ţar gćti gosiđ. Ekki er lengur talin hćtta á ţessu.

Um Nátthagadal er langbesta ađgengiđ ađ gosstöđvunum. Engin hćtta á ferđum. Engin ţörf á ađ göngufólk sé međ brodda, ísöxi eđa annan álíka útbúnađ.

Nátthagadalur er rétt rúmlega einn km ađ lengd, ţví sem nćst rennisléttur. Hann ţrengist innst og endar í víđu gildragi sem er afar auđvelt yfirferđar, hvort heldur er upp eđa niđur. Fyrir ofan er dalverpi sem kalla má Geldingadal eystri. Úr honum er auđvelt ađ ganga á felliđ vestan ţess og af ţví norđanverđu er gott útsýni yfir Geldingadal, eldstöđvarnar og hrauniđ.

Besta gönguleiđin

Ţetta er besta gönguleiđin ađ gosstöđvunum og miklu minni hćtta á óhöppum og slysum í bröttum gönguleiđu sem nú hafa veriđ stikađar. Sagt er ađ um síđir muni hrauniđ renna ofan í Nátthagadal, ţađ er ađ segja dragist gosiđ á langinn eins og spáđ er.

IMGL4108 copy10.000 bílastćđi

Nátthagadalur er geysistór, líklega nćrri 250.000 fermetrar og er ţá ađeins sléttlendiđ taliđ. Hćglega mćtti koma ţar fyrir fjölda bílastćđa. Međ góđri skipulagningu nćrri tíu ţúsund og er ţó ćđi rúmt um alla.

Gjaldtaka

Landeigendur ćttu ađ taka sér ţađ fyrir hendur ađ útbúa bílastćđi og rukka um 500 krónur fyrir stćđiđ, jafnvel 1000 krónur. Tekjurnar ćttu ađ duga fyrir skipulagningu dalsins og gerđ gönguleiđ upp gildragiđ sem áđur var nefnt. Jafnvel tvo göngustíga, einn til uppferđar og annan niđur. Og hagnađur ćtti ađ vera nógur.

IMGL4148 copyLandspjöll

Einhver kann ađ spyrja hvort landspjöll fylgi ekki svona bílastćđum. Ţví er til ađ svara ađ dalurinn er algjörlega ógróinn. Renni hraun niđur í dalinn ţarf ekki ađ hafa neinar áhyggjur af raskinu.

Renni hraun ekki í dalinn er einfalt mál ađ slóđadraga hann og útmá ţannig öll merki um akandi umferđ. Ađ ţví loknu má einfaldlega sá og rćkta ţar gras eđa byrja á trjárćkt. Lúpínan er góđur grunnur fyrir annan gróđur.

Lögreglan

Hingađ til hefur lögreglan veriđ sofandi. Ekkert vitađ hvađ eigi ađ gera eđa hvernig og virđist ekki taka ábendingum. Ávirđingarnar eru fjölmargar:

 1. Almenningur er látinn leggja bílum sínum á annarri akrein ţjóđvegarins.
 2. Einstefna er tekin upp.
 3. Bílastćđi eru svo fágćt ađ fólk gengur jafnvel frá Grindavík sem er óbođlegt.
 4. Lokun ţjóđvegarins viđ Krýsuvíkurafleggjarann eru til mikils óhagrćđis fyrir fólk.
 5. Gerđ er gönguleiđ um illfćrt land.
 6. Ekkert er hugađ ađ gönguleiđ um Nátthagadal.
 7. Fólki er smalađ frá gosstöđvunum vegna ţess ađ björgunarsveitarmenn eru sagđi ţurfa ađ sofa.
 8. Landeigendur loka landi sínu og lögreglan tekur ađ sér ađ gćta ţess.
 9. Í stađ ţess ađ auđvelda fólki ađgengi ađ gosstöđvunum er ţađ torveldađ.
 10. Vegna gaseitrunar var sett upp varagönguleiđ enn fjarri Geldingadal en sú fyrri.

Fleira mćtti telja. Nú er eiginlega nóg komiđ.

Hingađ til hefur allt komiđ lögreglunni á óvart. Hún ţekkir ekki landiđ, hefur enga reynslu af gönguferđum í óbyggđum og tekur yfirleitt rangar ákvarđanir eins og glögglega má sjá af handarbaksvinnubrögđum hennar í upphafi goss.

Er ekki kominn tími til ađ velviljađ fólk taki lögregluyfirvöld tali og leiđi ţeim fyrir sjónir hagsmuni almennings?

Myndir

 1. Efsta myndin er kort af dalnum og gönguleiđinum upp ađ gosstöđvunum. Punktalínurnar eru gönguleiđirnar sem yfirvöld létu gera. Gulu línurnar eru annars vegar hugsanleg bílastćđi í Nátthagadal og svo gönguleiđin upp úr honum.
 2. Nátthagi eđa Nátthagadalur. Stór og mikil dalur. Innst má sjá gildragiđ sem auđvelt er ađ ganga upp ađ gosstöđvunum.
 3. Síđasta myndin er tekin í gildraginu. Ţá var fariđ ađ snjóa en greinilega má sjá ađ ţarna er tiltölulega ađvelt ađ ganga og brattinn lítill. Hentar öllu göngufólki.

 

 

 


Hálfur gígurinn í Geldingadal hrundi í nótt

GígurEinhvern tímann um miđja nótt hrundi gígurinn í Geldingadal. Ţetta má greinilega sjá á beinu vefstreymi Ríkisútvarpsins.

Enginn hefur enn tekiđ eftir ţessu enda snjóar núna ţegar ţetta er skrifađ. Kosturinn viđ streymiđ er sá ađ hćgt er ađ skođa síđustu klukkustundir en ég get samt ekki séđ hvenćr í nott hann hrundi.

Streymiđ hjá Mogganum liggur niđri en upplausnin ţar hefur veriđ mjög mikil ţar og gaman ađ horfa á gosiđ á stórum skjá og ekki síđur ađ heyra drunurnar.

Hér er mynd sem ég tók af gígnum í síđustu viku og sést nokkuđ vel hvađ gerst hefur.

IMGL4267 copy AurGígurinn er núna opin til norđurs eđa norđvesturs. Helmingur hans hrundi en gosiđ er óbreytt. Ţetta hafđi engin áhrif á ţađ. Líklega mun ţetta ţýđa ađ hrauniđ heldur nćstu daga áfram ađ renna í dalinn en ekki úr honum í Geldingadal eystri.

Nú er gígurinn ekki ósvipađur gígnum á Fimmvörđuhálsi. Sá er lokađur til suđvesturs, er hálfur eins og ţessi. Svo kann ýmislegt ađ breyst ţegar dagar líđa.


Alls ekkert útivistarveđur Ríkisútvarpsins

RúvEinhvern tímann kemur ađ ţví ađ fyrirsögnin á vef Ríkisútvarpsins verđur rétt. Undanfarna daga hefur hún ekki veriđ ţađ. Stofnunin kallar sig „útvarp í almannaţágu“ og álíka en stendur ekki alltaf undir nafni, ekki frekar en ađrir fjölmiđlar. Allir ţykjast vera í ţágu lesenda, hlustenda og áhorfenda en svo er ekki alltaf. Ţví miđur.

Gallinn er sá ađ Ríkisútvarpiđ er međ beint streymi frá gosstöđvunum í Geldingadal. Í útsendingunni má glögglega sjá ađ ágćtt útivistarveđur hefur veriđ flesta daga síđan gosiđ byrjađi.

En hvađ er gott veđur til útvistar? Sumir segja ađ veđriđ skipti engu máli, bara klćđnađur fólks og annar útbúnađur til göngu. 

Ađrir hafa fundiđ upp orđiđ „gluggaveđur“. Ţađ notar „of-fólkiđ“ og sparar ţađ ekki. Úti er of kalt, of hvasst (of mikill vindur á fjölmiđlamáli), of mikil rigning (eđa bara rigning), of lítil sól. Viđbárurnar eru margar og aumar.

Ríkisútvarpiđ hefur hins vegar tekiđ ađ sér ţađ verkefni ađ segja fólki til um útivist en hefur ţví miđur nćr alltaf rangt fyrir sér. Sífelldur áróđur gegn útvist er lítt hvetjandi. Byggir upp bölvađan aumingjaskap sem endar međ ţví ađ fólk leggur upp laupanna heima í stofu horfandi og étandi sykurvörur. Ţá vćri nú meiri mannsbragur á ţví ađ berjast á móti vindi á „Kaldadal“: 

Ég vildi óska, ţađ yrđi nú regn
eđa ţá bylur á Kaldadal,
og ćrlegur kaldsvali okkur í gegn
ofan úr háreistum jöklasal.

Ţurfum á stađ, ţar sem stormur hvín
og steypiregn gerir hörund vott.
Ţeir geta ţá skolfiđ og skammast sín,
sem skjálfa vilja. Ţeim er ţađ gott.

Undir Kaldadal heitir ţetta ljóđ eftir Hannes Hafstein, tvö erindi af fimm. 

Ég ţreytist ekki ađ vitna í bók Guđmundar Einarssonar listamanns frá Miđdal:

„Íslendingar eru skyldugir til ađ leggja stund á göngur og skíđaíţrótt, ţá vaxa ţeim ekki fjarlćgđir í augum. Sund, leikfimi og fleiri íţróttir eru ágćtur undirbúningur fyrir fjallgöngumann jafnframt ţví, ađ hann beri virđingu fyrir líkama sínum. Ég veit, ađ fyrstu tilraunum fylgir nokkur hćtta, ef ekki er reynt fólk međ í för. En ţađ aftrar mér ekki frá ađ hvetja fólk til ađ ganga á fjöll.

Fleiri og vođalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séđ kunningja minn hrapa til dauđa í Alpafjöllunum, en ţađ fékk mér ekki eins mikillar sorgar og ađ sjá fjölda fólks, sem ég ţekki, grotna niđur af fitu, leti og óreglu.“ (Fjallamenn, blađsíđa 161)

Í stađ ţess ađ letja fólk til útiveru eiga fjölmiđlar eđa hvetja. Ekki láta fréttirnar fjalla um örfáa göngumenn sem eru illa búnir á ferđ sinni ađ gosstöđvunum heldur lífsreynslu ţeirra sem fariđ hafa.

Alamannavarnardeild Ríkislögreglustjóra vildi í upphafi goss ađ fólk gengi í Geldingadal frá Bláa lóninu eđa Grindavík. Ég ţekki fólk sem ţađ gerđi og komst til baka nćr örmagna eftir nćr ófćra leiđ yfir hraun og hlíđar. Og ekki hefur Ríkislögreglustjóri beđist afsökunar á frumhlaupi sínu. Líklegast stunda engir starfsmenn ţar útivist. Ţekkingarleysi er alvarlegur galli hjá valdstjórninni.

En um síđir verđur fyrirsögnin á vef Ríkisútvarpsins rétt, einhvern tímann kann ađ vera ađ veđur til útivistar verđi vont og jafnvel kann sú stund ađ renna upp ađ einhver útivistarmađur taki ađ sér ritstjórn vefsins.

Ruv 2Eftirskrift

Pistillinn birtist klukkan 08:25 og ég tók eftir ţví um nú hádegiđ ađ fyrirsögninni hefur loks veriđ breytt. Ţađ er gott. Sjá međfylgjandi mynd. 

 


Firn ađ sjá og heyra í Geldingadal

IMGL4156 1 AurNáttúra landsins er blind og miskunnarlaus. Hún getur veriđ fögur og heillandi en vissara er ađ halda vöku sinni, vera vel klćddur og fylgjast međ umhverfinu. Viđ félaganir lentum í suđvestan útsynningi, hríđ, snjókomu og frosti ţegar viđ gengum upp ađ gosstöđvunum í Geldingadal. En á milli hryđja var ekki hćgt ađ kvarta yfir veđrinu. Sá sem er vel klćddur og veit hvert hann er ađ fara, ţekkir áttirnar, kemst ţó hćgt fari. 

Af međfćddri óhlýđni gat ég ómögulega fariđ stikađa gönguleiđ ađ gosstöđvunum. Sé enga ánćgju í ađ hanga í óslitinni fimm km halarófu, trođa drullu og renna til í flughálli brekku.

IMGL4195 AurorMeđ erfiđismunum gat ég taliđ ferđafélaga mína á ađ fylgja mér. Ţeir sáu ekki eftir ţví ţó hlýđnin viđ valdstjórnina vćri í fyrstu ađ drepa ţá. Nú mćla ţeir óspart međ ţessari leiđ og gefa lítiđ fyrir yfirvöld.

Eftir ađ hafa skođađ ađstćđur valdi ég dalinn ţar sem Nátthagi er, Nátthagadalur er réttnefni. Rennislétt er inn eftir dalnum og innst ţrengist hann í aflíđandi brekku eđa gilnefnu. Ţá er komiđ í Geldingadal eystri og ţađan er örskammt ađ gígnum og hvergi hćgt ađ komast nćr honum. Viđ gengum rólega og voru um einn og hálfan tíma á leiđinni.

IMGL4184 1 AuroGígurinn, sem óđum er ađ breytast í tvo gíga, er vart fagur, ekki frekar en byssuhlaup. Og ţó. Ađ sunnanverđu má segja ađ hann sé formfagur, eldborg í mótun sem hugsanlega verđur síđar eins og ađrar sem fyrirfinnast á Reykjanesskaganum. Nema ţví ađeins ađ ţarna verđi međ tímanum til dyngja sem kaffćri öll dalverpi; Fagradalsfjall og Grindavík ađ auki.

Eldborgin og hrauniđ setur svip á landslagiđ og ţađ gerđu björgunarsveitarmenn líka. Vćntanlega ţykir almenningi gott ađ geta treyst á ađstođ ef óhapp hendir. Viđ mćttum nokkrum harđsnúnum sem báru óheppinn göngumann í börum. Einn á undan, einn á eftir og fjórir báru. Austan viđ gíginn beiđ björgunarsveitarbíll á fjörutíu og fjögra tommu dekkjum, kemst allt nema yfir glóandi hraun.

IMGL4299 AurEldfjalliđ er ekki alveg hljóđlaust en lítiđ er um drunur. Af og til ţeytast kvikuslettur í öllum stćrđum í loft upp og sumar lenda aftur ofan í gígnum en ađrar í hlíđar hans. Ţá heyrist undarlegt hljóđ, rétt eins og gler brotni. Kvikan kólnar í loftinu og mynda ţunna glerkennda skán sem brotnar međ ţessum hljóđum.

Um kvöldiđ ţegar dimmt var orđiđ sáust drónar međ rauđum og hvítum ljósum ţeysa yfir hrauni og gígum. Ţeir gáfu frá sér sérkennilegt ýlfur. Í fyrstu var eins og ţađ kćmi frá fólki, manni datt fyrst í hug sálum fordćmdra í helvíti.

Langt niđri í svelgnum drundi fljótiđ dökkva
á djúpsins grunni, orgi trylltra hranna.
Ég skyggndist niđur, inn í móđu og mökkva.

En angist slegin, ógnir ţćr ađ kanna,
ég undan leit, — hver firn ađ sjá og heyra:
Helvítiseldur, grátur, gnístran tanna ... 

IMGL4345 1 AuroSegir Flóensskáldiđ Dante Alighieri (1265-1325) um hiđ dýpsta víti (í ţýđingu Guđmundar Böđvarssonar). Verkiđ heitir Hinn guđdómlegi gleđileikur og lýsir ferđ hans um  víti (inferno), hreinsunareldinn (purgatorio) og loks Paradís (Paradiso).

Fólk var kátt, leiddi vart hugann ađ víti eđa hreinsunareldi. Hér ríkti ţjóđhátíđarstemning. Mikil gleđi eftir gönguna og allir í adrennalínrúsi. IMGL4435 1 AurMikiđ hlegiđ og talađ hátt, skeggrćtt, handapat og bendingar. Sumir sungu, ađrir kveiktu á skotblysum og allir lýstu upp umhverfiđ međ höfuđljósum og myndavélum. Viđ hrifumst međ. Sáum konurnar sem sátu í mosanum, drukku kampavín og átu flatkökur međ hangikjöti en kveiktu sér í sígrettu á eftir ...

Og ljósadýrđin stafađi ekki ađeins frá eldgígunum og hrauninu heldur líka frá höfuđljósunum. Strollan gat veriđ bílaumferđ á Miklubraut.

Og auđvitađ gerđist ţađ sem síst skyldi ađ ég tapađi sjónar af ferđafélögum mínum í myrkrinu sem ţýđir ađ ţeir týndust. Aftur á móti halda ţeir ţví fram ađ ég hafi týnst en ţađ er bölvuđ vitleysa.

IMGL4498 AuroDrjúga stund beiđ ég eftir ţeim ţarna sunnan viđ gíginn. Ţar hugsađi ég, sem raunar gerist ekki oft, og fann ţađ út ađ besta sjónarhorniđ á gígana vćri ţví sem nćst undir mekkinum sem lagđi í norđaustur. Og ég arkađi upp á hćđirnar en viđurkenni ađ ég var doldiđ áhyggjufullur út af eiturgufunum og hélt ađ ég gćti hreinlega smitast ţar af kóvit-19 eđa drepist úr einhverju álíka. 

Uppi var hvorki meira né minna en björgunarsveitarbíll og nokkrir sveitarpiltar. Ţóttist ég nú öruggur um ađ ekkert yrđi mér ađ skađa og tók myndir.

IMGL4536Stuttu síđar heyrđi ég skerandi hljóđ frá piltunum rétt eins og glóandi kvika hefđi falliđ á ţá. Annar ţeirra blótađi og sagđi ađ nú vćri gasmćlirinn kominn í gang og vissara ađ setja á sig gasgrímurnar. Mér brá auđvitađ enda grímulaus. Ţótti skynsamlegast ađ hverfa undan mekkinum og hćtta kvöldröltinu, halda ađ bílnum. Eflaust myndi ég hitta félaga mína ţar sem reyndist rétt.

Ég gekk í myrkrinu um Geldingadal eystri og niđur í Nátthagadal og hugsađi međ mér hversu heppinn ég vćri ađ hafa valiđ ţessa leiđ. Ađ vísu var einn galli á henni. Hann var sá ađ ţarna undir hafđi berggangurinn mćlst og ef til vill gćti kvika komiđ upp í dalnum eđa Borgarfjalli vestan viđ hann. En ferđin gekk áfallalaust og ég get hiklaust mćlt međ Nátthagadalsleiđinni. Ţeir sem vilja forsjá valdstjórnarinnar, sem fátt veit, geta arkađ stikuđu leiđina.


Löggan, Vegagerđin, almannavarnir og fjölmiđlar bregđast almenningi

GönguleiđÁbyrgđ lögreglu og almannavarna var mikil ţegar hún ákvađ ađ loka Suđurstrandarvegi. Fyrir vikiđ ţarf göngufólk sem vill skođa eldgosiđ í Geldingadal ađ ganga um tíu km ađ gosstöđvunum í stađ rétt rúmlega fjögurra. Mörgum kann ađ ţykja ţađ nóg ađ ganga tólf km lengra en ţarf.

Lögreglan, almannavarnir, Vegagerđin og líklega björgunarsveitarmenn í Grindavík eru algjörlega međvitundarlausir um gönguleiđir ađ gosstöđvunum. Vegagerđin tók ţá heimskulegu ákvörđun ađ loka Suđurstrandarvegi vegna ţess vegkantur hafđi sigiđ skammt frá Grindavík. Engin skýring var gefin á ţví ađ loka ţyrfti veginum frá Krýsuvíkurafleggjaranum og til Grindavíkur, um tuttugu km leiđ. Vér einir vitum, virtist Vegagerđin segja.

Upplýsingafulltrúi Vegagerđarinnar sagđi í viđtali viđ vef Ríkisútvarpsins:

Ţetta er náttúrulega fariđ ađeins ađ síga og viđ vitum ekki nákvćmlega hvađ er ađ gerast ţarna ţví ţađ eru sprungur á svćđinu út um allt.

Sprungur út um allt. Var ţetta ekki dálítiđ orđum aukiđ? En enginn mćlti ţessu í mót, ekki lögreglan, almannavarnir eđa björgunarsveitin í Grindavík. Ţó vissu allir ađ ţúsundir manna vildu skođa eldgosiđ.

Nei, enginn hugsađi um almenning. Kerfiđ er stillt á ţađ sem hin opinbera stofnun Vegagerđin vill, ákvörđun hennar var óumdeilanleg, ekki áfrýjanleg. Vér einir vitum. Og kallarnir í löggunni, almannavörnum og björgunarsveitinni veita ţegjandi samţykki sitt. Enginn virđist hugsa sjálfstćtt. Hver apar upp eftir öđrum.

Sá eini sem hafđi sjálfstćđa skođun var jarđeđlisfrćđingurinn Magnús Tumi Guđmundsson, fjallamađur međ meiru. Hann sagđi í viđtali viđ Vísi:

Ţađ verđur ađ fara varlega ţarna og nálgast ţetta af virđingu. Ađ sama skapi er ţetta fallegt og ég skil vel, og fólk á ađ hafa möguleika á ađ komast ţarna. Ég held ţađ eigi frekar ađ auđvelda fólki ađ fara ţarna frekar en ađ ţađ sé ađ sprengja sig á löngum göngutúrum.

Ţetta er kjarni málsins. Ađ vísu kom ţetta tveimur dögum of seint fram enda allt komiđ í óefni. En samt var eins og löggan vaknađi af djúpsvefni sínum. Yfirlögregluţjónninn á Suđurnesjum sagđi í viđtali viđ mbl.is:

Međ ţví ađ hafa bíla­stćđiđ aust­ar viđ Festar­fjall, aust­an viđ háls­inn, stytt­ir ţađ til dćm­is göngu­leiđina og viđ erum međ jafn­vel í und­ir­bún­ingi ađ stika leiđina ţegar ţar ađ kem­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

Ţúsundir manna hafa skođađ eldstöđvarnar, flestir í leiđindaveđri. Allt í einu fćr löggan móral og nefnir ţađ ráđ sem hefđi átt ađ grípa til snemma á laugardeginum. Auđvitađ átti ekki ađ loka Suđurstrandarvegi öllum. Ţađ var heimskuleg ákvörđun og illa ígrunduđ og svo fór Vegagerđin í helgarfrí.

Ţessi ákvörđun sannar ađ löggan, Vegagerđin og almannavarnir eru ekki fyrir fólkiđ í landinu heldur stofnanir sem hafa ţađ markmiđ ađ viđhalda sjálfum sér frekar en ađ stuđla ađ velferđ almennings.

Besta gönguleiđin, sú greiđasta og ţćgilegasta er viđ vesturenda fjallsins Slögu. Rétt rúmlega fjögurra km löng, flestir ganga hana á um klukkustund eđa rúmlega ţađ. Frá ţjóđveginum liggur jeppavegur inn í Nátthagadal. Hann hafa jeppamenn og mótorhjólamenn ţjösnast á í langan tíma. Sáralítil hćkkun er á leiđinni, ađeins aflíđandi, og engar hindranir. Eftir ţađ er gengiđ inn dalinn og upp úr honum innst. Ţegar upp er komiđ er afar stutt í gosstöđvarnar og getur fólk ţá valiđ ađ fara upp á fjalliđ fyrir sunnan Geldingadal eđa upp á Fagradalsfjall. Veltur á vindátt hvađa leiđ er best ţví enginn vill lenda í mekkinum frá eldgosinu. 

Auđvitađ hefđi átt ađ stika ţessa leiđ á laugardeginum og nota til ţess björgunarsveitina í Grindavík. Félagar í henni hljóta ađ gjörţekkja svćđiđ og ţeir hefđu betur nýst í verkefniđ heldur en ađ tuđa viđ fjölmiđla um illa útbúiđ göngufólk.

Ţess má geta ađ verđi Suđurstrandarvegurinn ekki opnađur má alltaf aka ađ kirkjunni viđ Bćjarfell sem er sunnan viđ Krýsuvík og ţađan vestur eftir gamla ţjóđveginum. Ég veit ekki betur en ađ hann sé opinn. 

Nú er bara ađ vona ađ löggan og almannavarnir láti af fjandskap sínum viđ göngufólk og auđveldi ţeim för frekar en ađ tálma. Ţađ endar sjaldnast vel ţegar stofnanir ţjóđfélagsins vilja taka völdin af almenningi.

Hér hefur ekki veriđ nefndur hlutur fjölmiđla sem virđist hafa ţá einu ritstjórnarstefnu ađ hneykslast á göngufólki, útbúnađi ţess og hegđun. Enginn fjölmiđill hefur nefnt ţá stađreynd ađ gönguleiđin ađ gosstöđvunum er ómöguleg og raunar hćttuleg. Ţó hefur fólk bent á ofangreinda gönguleiđ á samfélagsmiđlum og víđar. Eiginlega má segja ađ fjölmiđlar séu engu skárri en ţćr stofnanir sem ég hef hér međ réttu atyrt fyrir verkleysi sitt.

Ríkislögreglustjóri

Viđbót sett inn kl. 11:45:

Hér er mynd af skjali frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra sem er ađ etja fólki út í fjögurra til sex stunda gönguferđir frá Bláa lóninu (af öllum stöđum) og Grindavík.

Afsakiđ orđbragđiđ: Hvers konar bjánaskapur er ađ segja fólki ađ ganga frá Blá lóninu. Af hverju ekki frá Ţorlákshöfn eđa Keflavík? Kann ţetta sófaliđ ekki á landakort og hefur ţađ aldrei stundađ gönguferđir á fjöllum?


Góđa ferđ á gosstöđvarnar

Gosstađur 100Eldgosiđ í Geldingadal er ekki merkilegt. Ţađ er miklu minna en gosiđ á Fimmvörđuhálsi og alls ekki eins tilkomumikiđ. Engu ađ síđur vćri gaman ađ skođa ţađ.

Ćsingurinn í fjölmiđlum í gćrkvöldi var mikill og ţá sérstaklega í Ríkisútvarpinu. Ţar voru allir reyndustu fréttamennirnir dregnir út og látnir vera í beinum útsendingum hér og ţar. Fátt af ţví var athyglisvert enda höfđu fćstir viđmćlendur neitt ađ segja. 

Einna merkilegast var ađ hlusta á viđtöl viđ jarđvísindamenn og upp úr stóđ ţegar einn ţeirra Magnús Tumi Guđmundsson ráđlagđi fólki ađ fara ađ sofa. Ekkert nýtt myndi sjást fyrr en birti. Ég fór ađ ráđum hans.

Eftir ađ birti kom í ljós ađ gosiđ var afar lítiđ. Fyrstu myndir sýna ţađ glögglega. 

Ćsingurinn í fjölmiđlunum var smitandi og ég var ţar engin undantekning. Birti hér á blogginu nákvćma stađsetningu á gosinu og tilgátu um hraunrennsli sem var glettilega nálćgt korti sem lögnu síđar birtist í fjölmiđlum.

Efst er ein af ţeim frábćru myndum sem í dag hafa birtist í fjölmiđlum og er af vef Jarđvísindastofnunar. Hún sýnir svo ekki verđur um villst hversu lítiđ gosiđ er. Einnig má af henni vera ljóst ađ ekki var ofmćlt sem vísindamenn fullyrtu ađ stađurinn er einn sá afskekktasti á Reykjanesi og mikil heppni ađ ţar gaus, fyrst einhvers stađa átti ađ gjósa.

220320 kortHer er kortiđ sem birtist um klukkan ţrjú á vef Jarđvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ţađ er glettilega líkt mínu korti sem ég dró upp eftir ađ hafa athugađ myndir sem teknar voru fyrir miđnćtti í nótt, í myrkrinu. Gossprungan var ađ minnsta kosti rétt stađsett í litla fellinu í Geldingadal ţó ég hefđi átt ađ snúa henni í norđaustur-suđvestur eins og allar gossprungur hafa veriđ á Reykjanesskaga síđustu árţúsundir. Slćm villa.

GossprunganHvađ sem öllu líđur veit ég ađ göngufólk hefur áhug á ţví ađ skođa eldstöđvarnar. Ekkert er ađ ţví. Ţegar gaus á Fimmvörđuhálsi gengu hundruđ manna upp á Hálsinn, um tuttugu km leiđ, til ađ skođa gosiđ og síđan sömu leiđ til baka. Samtals fjörutíu km. Líklega hafa ţúsundir manna ekiđ upp á Mýrdalsjökul og ţađan yfir á Fimmvörđuháls til ađ skođa gosiđ.

Ég trúi ţví ekki ađ lögregla ćtli ađ banna göngufólki ferđir á gosstöđvarnar.  Vera má ađ löggan verđi ađhlátursefni ef dreginn verđur upp guli plastborđinn eins og hún notađi á Fimmvörđuhálsi til ađ koma í veg fyrir ađ fólk „fari sér ađ vođa“. Slitrur af plastborđanum eru enn ađ finnast viđ hrauniđ á Hálsinum.

Fólk fer sér ekki ađ vođa ţví ţađ er skynsamt og úrrćđagott á fjöllum. Miklu betra er ađ líta til međ göngufólki viđ gosstöđvarnar, svona til vonar og vara. Verstu slysin verđa í umferđinni. Flestir deyja í rúminu heima.

Sjá neđsta kortiđ:

 1. Um tíu km eru frá hverasvćđinu viđ Krýsuvík i Geldingadal, lengsta leiđin
 2. Best er ađ ganga frá Suđurstrandarvegi vestan viđ Borgarfjall. Ţađan eru ađeins fjórir km í Geldingadal.
 3. Einnig er hćgt ađ gagna frá veginum í sunnanverđum Móhálsadal en vegurinn er ađeins fyrir fjórhjóladrifsbíla. Ţađan eru um sex km í Geldingadal.

Grundvallaratriđiđ er góđur fatnađur, traustir skór og nesti, drykkir og aukaföt í litlum dagpoka. Og muna eftir myndavél. Ţetta er bara „túristagos“, Eđa hvađ?

Góđa ferđ á gosstöđvarnar. Ekki láta lögguna stoppa góđa göngu á laugardegi eđa sunnudegi.

Gönguleiđir


Hér er gosstađurinn viđ Fagradalsfjall

GosstađurinnGosiđ viđ Fagradalsfjall er í Geldingadal. Hann er lokađur. Fell og hćđir eru allt í kring um dalinn og varla ađ hraun renni í bráđ út úr honum. Safnast bara saman ţarna. Nema ţví ađeins ađ sprungan sé í hlíđum.

Samkvćmt ţví sem jarđfrćđingar segja er ţetta afar lítiđ gos, smáskita.

Fjarlćgđin frá Grindavík er um níu km í beinni loftlínu.

Útilokađ er ađ sjá gosiđ nema af nálćgum fjöllum eđa úr lofti. Ţađ er ţví ótrúlega vanhugsađ af fólki ađ aka um Reykjanesbraut eđa ađra vegi til ţess eins ađ sjá bjarmann af gosinu.

Mjög ólíklegt er ađ gas berist í hćttulegu magni til nálćgra stađa vegna rigningar og hvassviđris.

Gosstađur 2Af hreyfimyndum í sjónvarpi ađ dćma rennur hraun í suđur niđur halla. Vestara hraunrennsliđ er mun hćgara og ţar safnast hrauniđ saman. Vonlítiđ ađ átta sig á nákvćmlega á hvar sprungan er í dalnum. En í fréttum kom fram ađ gossprungan kunni ađ vera allt ađ 500 m löng. Eftir ţví sem vísindamenn segja er sprungan austan megin í Geldingadal, hugsanlega í austurhlíđunum, nćrri Merardal sem líka er frekar lokađur.

Dalbotninn er í 180 m hćđ og Fagradalsfjall sem er vestan viđ dalinn er ţarna í kringum 300 m. Austan dalsins eru lćgri fell. 

Ţegar hreyfimyndin er skođuđ nánar sést ađ á sprungunni eru sjö til átta strókar, gosop. Ađ öllum líkindum mun smám saman draga úr kraftinum á öllum gosopunum nema einu. Ţetta er háttur sprungugosa víđa og ţannig hafa jarđvísindamenn spáđ um hegđun goss á Reykjanesskaga. Ţannig var ţetta á Fimmvörđuhálsi og í Holuhrauni. 

Neđstu myndina hef ég birt áđur. Hún er tekin af Keili. Á henni sést Fagradalsfjall og er eldgosiđ í Geldingadal sem ţó sést ekki á myndinni.

Best er ađ smella á myndirnar og ţá stćkka ţćr mjög og skiljast betur.

GossprunganKl. 00:47: Eins og áđur sagđi er erfitt er ađ gera sér grein fyrir ţví hvar gossprungan nákvćmlega er. Eftir ađ hafa skođađ nákvćmlega hreyfimyndir og ljósmyndir er hugsanlegt ađ međfylgjandi mynd sýni nokkurn veginn stađinn. Rauđa línan er gossprungan en gulu flekkirnir eru hraunin.

 

 

Hér verđur bćtt viđ einhverjum fróđleik eftir ţví sem umsjónarmađur hefur nennu til.

DSC_0080 Keilir, útsýni SV, flott copy


mbl.is Eldgos hafiđ viđ Fagradalsfjall
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband