Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2014

Gagnrýnislaus skýrsla um seđlabankastjórann

Eftir ađ Morgunblađiđ hafđi birt fréttir sínar og bankaráđ bankans hafđi sannreynt ađ ţćr voru réttar óskađi ţađ eftir áliti Ríkisendurskođunar á málinu. Endurskođun tók sér langan tíma til vinnslu ţess álits og ţví vakti ţađ mikla undrun hversu veikt og vandrćđalegt ţađ var, er ţađ loks barst. Skýrslan virđist leggja framburđ fyrrverandi formanns bankaráđsins til grundvallar gagnrýnislítiđ og án frambćrilegrar skođunar og ţar er dregin upp sú mynd ađ bankastjórinn
sjálfur hafi ekki haft neitt međ ţessar greiđslur til sjálfs sín ađ gera og varla haft vitneskju um ţćr! Ţessir örlćtisgerningar hafi allir veriđ gerđir ađ frumkvćđi og á ábyrgđ formanns bankaráđsins og hann hafi ekki rćtt ţćr viđ nokkurn mann. Seđlabankastjórinn vissi og veit fullvel ađ bankaráđsformađur hefur ekkert stöđulegt umbođ til slíkra verka frekar en einstaklingur úti í bć. Hafi ţessar miklu summur borist óvćnt inn á bankareikninga hans, eins og Íslenskar getraunir hefđu sent ţćr, hlaut hann ađ rannsaka máliđ.

Ţannig segir núna í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblađs Morgunblađsins um mál Seđlabankastjóra og varpar án efa óţćgilegu ljósti á málarekstur sem veriđ hefur til mikilla vandrćđa í stjórnsýslu og stjórnmálum undanfarin misseri.
 
Már Guđmundsson er án efa góđur hagfrćđingur og hefur eflaust stađiđ sig nokkuđ vel sem seđlabankastjóri. Launadeila hans viđ bankans og raunar fyrrverandi ríkisstjórn skyggir ţó dálítiđ á. Ljóst er ađ fyrrverandi forsćtisráđherra lofađi Má miklu hćrri launum en hann fékk, launum sem vćntanlega eru viđ hćfi hjá stórţjóđum en ekki hér á landi. Síđan gerist ţađ ađ ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna setur reglur um ađ laun á vegum hins opinbera megi ekki vera hćrri en nemur launum forsćtisráđherra. Má ţótti ţetta ekki gott og heimtađi ađ fá umsamin laun og rćddi lengi viđ fyrrum forsćtisráđherra en gekk ţar bónleiđur til búđar. Ţegar launin lćkkuđu svo međ reglugerđ varđ Már verulega ósáttur og fór í mál viđ launagreiđanda sinn, Seđlabankann sem hann veitir forstöđu. Hann tapađi málinu. Ţá gerast ţau ósköp ađ Seđlabankinn greiđir málskostnađ Más, og ađ sjálfsögđu sinn eigin. Bankinn greiđir ţví allan kostnađ vegna málareksturs Seđlabankastjóra viđ Seđlabankann.
 
Allt ţetta er hiđ furđulegasta dćmi. Víst má vera ađ stjórn einkafyrirtćkis myndi aldrei sćtta sig viđ ađ framkvćmdastjórinn fćri fram međ ţessum hćtti. Hann yrđi rekinn, bótalaust.
 
Mogginn fletti ofan af málinu og í kjölfariđ var embćtti ríkisendurskođanda látiđ rannsaka máliđ. Út kom skýrsla sem virđist hvorki fugl né fiskur. Rannsóknin er einungis til málamynda og gerđ til ađ koma ţeirri hugmynd inn ađ fyrrum formađur bankaráđsins hafi upp á sitt eindćmi látiđ bankann borga málskostnađinn og ţađ án vitundar bankastjórans. Um ţetta segir í Reykjavíkurbréfinu:
 
Ef um löglega greiđslu til bankastjórans er ađ rćđa hafa ţeir sem sjá um greiđslur fyrir bankann fulla heimild til ađ afgreiđa ţćr og/eđa gera athugasemdir og óska eftir skýringum. Annars vćri ekki hćgt ađ greiđa bankastjóranum laun eđa ađrar greiđslur um hver mánađamót. Embćttismennirnir hafa bćđi rétt og skyldu til ađ kanna, ţegar mál er óvenjulegt, hvort formskilyrđi, eins og samţykkt bankaráđsins, liggi fyrir. Fletta hefđi mátt stađfestum fundargerđum bankaráđsins, sem allmargir embćttismenn bankans hafa ađgang ađ. Eins hefđi mátt spyrja annan hvorn, bankastjórann eđa ađstođarbankastjórann, hvort greiđslan vćri lögmćt.
 
Auđvitađ er ţetta rétt hjá höfundi Reykjavíkurbréfsins enda benda líkur til ađ hann ţekki eitthvađ til innanstokks í Seđlabankanum og viti ţar af leiđandi fullvel hvađ hann er ađ tala um. En svo bćti hann um betur og segir ţetta:
 
Ţađ er ekki annađ ađ sjá en ađ ţau pólitísku skođanasystkin Már Guđmundsson og Lára Júlíusdóttir hafi veriđ mánuđum saman ađ bralla međ ţessar greiđslur til Más og fariđ vitandi vits framhjá bankaráđinu, eina ađilanum sem hugsanlega hefđi mátt taka slíka ákvörđun. Margir fundir eru haldnir í bankaráđinu, ţar sem ţau sitja bćđi, og hvorugt ţeirra upplýsir um máliđ. Bćđi hafa ţó augljósa upplýsingaskyldu. Brotaviljinn er ţví einarđur. Án Morgunblađsins vćri máliđ enn í ţagnargildi. Ćpandi ţögn.
 
Ekki nóg međ ađ höfundurinn dragi ţessa ályktun sem hlýtur ađ rökrétt, hann bendir til viđbótar, mjög kurteislega á eftirfarandi stađreyndir (greinaskil eru mín):
 
Ţađ sem vekur mesta athygli, en er ekki minnst á í skýrslu Ríkisendurskođunar, er ţađ ađ innri endurskođandi bankans kemur aldrei auga á hin augljósu misferli, ţótt ţau standi yfir svona lengi.
 
Ekki verđur séđ ađ bankastjórinn, ađstođarbankastjórinn, formađur bankaráđsins eđa rekstrarstjórinn, sem innir greiđslurnar af hendi án ţess ađ samţykkja ţćr, hafi nokkru sinni leitađ til innri endurskođandans um álit á málinu. Vafalítiđ hlýtur ađ vera ađ innri endurskođandi hefđi tekiđ í taumana hefđi hann vitađ hvađ var um ađ vera, og vćntanlega kallađ til lögreglu.
 
Ekki verđur séđ af skýrslu Ríkisendurskođunar ađ viđ yfirferđ málsins hafi nokkru sinni veriđ rćtt viđ innri endurskođandann um ţađ hvernig ţetta mál mćtti hafa fariđ framhjá ţví embćtti. Nú hefđi ţađ átt ađ vera hćgđarleikur, ţar sem innri endurskođandi bankans, sá ađili sem hefđi átt ađ setja puttann á ţá brotastarfsemi sem ţarna átti sér stađ, er systir ríkisendurskođanda.
 
Er ţađ međ miklum ólíkindum ađ ríkisendurskođun, sem túlkar vanhćfisreglur um starfsmenn Seđlabankans svo vítt, eins og gert er í álitinu, skuli ekki hafa séđ ađ Ríkisendurskođandi var vita vanhćfur til ađ fara međ mál af ţessu tagi og raunar ađallögfrćđingur og stađgengill hans einnig, ţegar af ţeirri ástćđu og vegna annarra tengsla sem eru ţýđingarmikil í málinu.
 
Enginn innan Seđlabankans sagđi eitt aukatekiđ orđ um greiđslur á málskostnađnum, áttu ţó fjölmargir hlut ađ máli, samkvćmt Reykjavíkurbréfinu. Gerđu embćttismenn ađeins ţađ sem fyrir ţá var lagt og hver stýrđi ţar málum, formađur bankaráđsins sem ekkert bođvald hefur, eđa var ţađ seđlabankastjóri sjálfur?
 
Ljóst má vera ađ sumir eru á ţeirri skođun ađ Már Guđmundsson sé góđur kostur sem Seđlabankastjóri. Hins vegar hefur hann gert alvarleg stjórnunarleg mistök sem benda til ţess ađ hugsanlega ţurfi ađ líta til annarra umsćkjenda.
 
Í upphafi var afar undarlega stađiđ ađ ráđningu Más og bendir flest til ţess ađ enn sé talsvert ósagt um ţau efni. Blandast ţar óhjákvćmilega inn í máliđ fyrrum forsćtisráđherra og formađur Samfylkingarinnar og fyrrum allsherjarmálaráđherra og formađur Vinstri grćnna.
 
Getur til dćmis veriđ ađ ţau Jóhanna og Steingrímur hafi lofa Má Guđmundssyni hćrri launum og hlunnindum sem ekki var unnt ađ standa viđ vegna pólitísks vandrćđagangs í stjórnsýslu síđustu ríkisstjórnar?
 
Í ţađ minnsta er ţarf ađ rannsaka máliđ mun ítarlegar og betur en embćtti Ríkisendurskođanda gerđi. Hins vegar verđur ađ segjast eins og er ađ Ríkisendurskođandi ollu verulegum vonbrigđum međ skýrslu sinni.

Arfur frá blýsetningu texta og ritvélum

Enn skal brýnt fyrir ţeim sem hlut eiga ađ máli ađ máliđ er samskiptatćki. Misskilningur er nógur ţótt menn finni ekki upp skammstafanir sér til hćgđarauka en öđrum til bölvunar. „Sökina eiga fjölmiđlar e.ö.h. Netiđ“: ţ.e. „eđa öllu heldur“.

Ţetta er einn stysti dálkur sem ég ţekki í prentuđum fjölmiđlum en hann nefnist Máliđ og birtist daglega í Morgunblađinu. Í einfaldleika sínum er Máliđ er góđur stuđningur ţeirra sem vilja framar öllu tala og rita rétt mál. Ţađ er ţó ekki öllum gefiđ og ţví betra ađ fylgjast međ, lćra.

Ég er sammála höfundi ofangreindrar tilvitnunar. Skammstafanir held ég ađ eigi rót sína ađ rekja til blýsetningar í prentiđnađi. Međan hún tíđkađist voru ţćr til ađ spara pláss. Á tölvuöld er nóg af plássi og ţví eru skammstafanir gjörsamlega óţarfar og eiginlega hundleiđinlegar svo ekki sé talađ um hversu óskiljanlegar ţćr geta veriđ. Ţćr virđast ţó vera ađ ryđja sér til rúms aftur í smáskilabođum í handsímum. Margir nenna ekki ađ tifa um smágerđ lyklaborđ ţeirra og niđurstađan verđur runa af skammstöfunum.

Arfur blýsetningar og ritvéla er mikill. Ofnotkun á hástöfum og undirstrikunum er eitt af ţví hvimleiđasta sem um getur. Međan ritvélar voru notađar var erfitt ađ leggja áherslu á orđ eđa setningar. Ţá var gripiđ til ţess ráđs ađ nota HÁSTAFI eđa undirstrika orđ, jafnvel hvort TVEGGJA í einu. Ţá var vissara ađ taka vel eftir. Ţetta ţarf ekki lengur ađ gera. Um marga og betri kosti er ađ velja, til dćmis feitletrun, skáletrun og jafnvel lit

Dćmi er um ađ ţessu sé öllu blandađ saman, texti allur feitletrađur í hástöfum og fjölmörgum litum eytt út um allt skjal og í ţokkabót fjölmargar leturtegundir notađar. Lesendur hafa ábyggilega séđ slíkt. 

Hóf er ţó best á öllu, einfaldleikinn farsćlastur. 


Er eitthvađ rotiđ hjá sérstökum saksóknara og FME?

Ţáverandi forstjóri FME taldi ţađ meginmarkmiđ sitt ađ kćra sem flest mál án tillits til gćđa rannsóknar. Ţessi einstaklingur var einnig tilbúinn ađ brjóta lög til ţess ađ koma höggi á ţingmann sem honum var í nöp viđ. Afleiđingin er sú ađ hátt í 400 manns hafa fengiđ réttarstöđu grunađs manns. Ađ minnsta kosti helmingur mála sem FME hefur kćrt til sérstaks saksóknara er tilefnislaus. Fyrir liggur dómur um ađ FME svipti saklausan mann starfi sínu og veittist ađ ćru hans á heimasíđu sinni. Umbođsmađur Alţingis og dómstólar hafa gert athugasemdir viđ fjölda mála hjá FME, s.s. nafnalista yfir óćskilegt fólk, ólögmćta gjaldtöku og ólögmćtar sektir.
 
Ţannig ritar Helgi Sigurđsson, hćstaréttarlögmađur, í grein í Morgunblađi dagsins. Hún er mjög beinskeytt gagnrýni á störf embćttis sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins og Helgi er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af ţróun mála. Ađrir lögmenn og einnig leikmenn hafa gagnrýnt framgöngu ţessara embćtta og sérstaklega fjölda mála sem reynst hafa tilefnislaus og litlu skipt í uppgjöri hrunsins.
 
Ađ sjálfsögđu ţurfa stjórnvöld ađ ganga hćgt en yfirvegađ fram. Ákćra er í sjálfu sér mikiđ áfall fyrir ţann sem fyrir verđur og ekki síst ef hún hefur ekki neina stođ í raunveruleikanum. Greinarhöfundur rekur mál gegn skjólstćđingi sínum. Til skýringar segir hann:
 
Ţetta er sambćrilegt viđ ađ líta svo á ađ einstaklingur sem framlengir eins milljón króna yfirdrátt mánađarlega hafi á einu ári fengiđ 12 milljóna króna lán. Ţessi einfalda skekkja fór framhjá Fjármálaeftirlitinu, sem er sérhćft stjórnvald á ţessu sviđi, sérstökum saksóknara, sem á ađ hafa sérstaka ţekkingu á efnahagsbrotum, og dómara viđ Hérađsdóm Reykjavíkur. Afleiđingarnar urđu umfangsmiklar lögregluađgerđir á hendur fjölda manns og atvinnumissir auk ýmissa annarra skerđinga á grundvallarmannréttindum. 
 
Mann rekur hreinlega í rogastans viđ lesturinn og veltir fyrir sér hvernig svona mistök geti átt sér stađ í ţeim stofnunum ţjóđarinnar sem hvađ mikilvćgastar eru.
 
Hitt er svo annađ ađ embćtti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitiđ eiga án efa eftir ađ gera athugasemdir viđ grein Helga Sigurđssonar. Ţađ er hins vegar góđ regla fyrir ţá sem fylgjast međ í stjórnmálum og atvinnulífi landsmanna ađ hlusta á sjónarmiđ sem fram eru lögđ, sérstaklega ţegar ţau eru rökstudd jafn vel og Helgi gerir. Ţetta ţarf embćtti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitiđ líka ađ gera ţví ţađ vćri ótćkt ef ţessar stofnanir vísa allri gagnrýni á bug eđa láta sem ekkert sé og halda áfram fyrri iđju.
 
Viđ, almenningur, ćtlumst til ađ réttlćti sé framfylgt en ekki sé gengiđ fram til ađ efna til ofsókna gegn hundruđum eđa ţúsundum í ţeirri von ađ einn og einn ţrćlsekur hljóti ađ vera í hópnum og fái ţannig sína refsingu.
 

Danskur prófessor skilur ekki Jón og Gunnu

„Dönsku húsnćđislánafélögin hafa aldrei í 200 ára sögu kerfisins fariđ í gjaldţrot. Hér á Íslandi lćkkuđu stjórnvöld nýveriđ skuldir heimila. Ţiđ verđiđ ađ sannfćra fjárfesta um ađ ţađ muni aldrei gerast aftur,“ sagđi Rangvid á morgunverđarfundi Dansk-íslenska viđskiptaráđsins á Grand Hótel í gćr.

Ţetta er úr frétt í Morgunblađi dagsins af fundi, sem ég hélt fyrirfram ađ yrđi afar merkilegur, en miđađ viđ ţessi orđ prófessors Jesper Rangvid, veit hann ekkert hvađ gerđist hér á landi í kjölfar hrunsins. Hann lćtur sem ađ lćkkun á skuldum heimilanna hafi veriđ einhver léttúđugur leikur stjórnvalda. Ţađ var nú langt í frá ţannig.

Vandinn viđ marga af innfluttum og jafnvel innlendum spekimönnum sem höndlađ hafa veraldarviskuna er sá ađ ţeir vita ekki um daglegt líf almennings, ađeins sýndarheim tilbúinna markađa og fá laun sín ómćlt úr ţeirri hít. Skiljanlega vita ţeir lítiđ um annađ.

Áriđ 2008 varđ mikiđ efnahagskreppa í heiminum međ alvarlegum afleiđingum. Hér á landi varđ bankahrun og viđ lá ţjóđargjaldţroti. Međ réttu hefđi prófessorinn á ađ segja ađ hiđ síđarnefnda mćtti aldrei gerast aftur og sannfćra ţyrfti fjárfesta um ţađ.

Flestum er ... tja, andskotans sama, ... ef ég má gerast svo djarfur ađ orđa ţađ ţannig, um markađi, fjárfestingu og annađ álíka ţegar skuldir ţeirra rjúka upp en eignir falla í verđi. Ţetta skildi ekki ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms en sögđust ţó ćtla ađ slá skjaldborg um almenning en studdu hins vegar bankanna međ ráđum og dáđ. Núverandi ríkisstjórn stóđ hins vegar í lappirnar og gerđi ţađ sem átti ađ gerast í upphafi stjórnartímabils áđurnefndra skötuhjúa.

Vandinn er hins vegar sá ađ fjármagniđ í stórum kippum er mun áhugaverđara og skemmtilegra viđfangsefni en hin ţunna budda Jón og Gunnu. Sem betur fer hafa ţau kosningarétt sem gerir vćgi ţeirra meira.

Vörum okkur hins vegar á ráđgjöfum sem bera ekki skynbragđ á efnahagslegar ţarfir Jóns og Gunnu. 


Fjölmiđlar magna upp veđurhrćđslu

Rétt fyrir klukkan átta lagđi ég af stađ í vinnuna, - á hjólinu eins og venjulega. Viđ morgunverđarborđiđ hlustađi ég á tuđiđ barna sem stjórna morgunútvarpi Ríkisútvarpsins og voru ţau á einu málum ađ ađ veđriđ vćri alveg hrćđilegt og spáin enn verri. Á fréttavefsíđunum var ađalfréttin ekki um gróandann í gúrkurćktun heldur veđriđ.

Manni bregđur óneitanlega viđ ţegar fjölmiđlar landsins sameinast um ađ vara mann viđ ţessum ósköpum ađ fara út undir bert loft. Veđurhrćđsla virđist vera ađ magnast hér á landi og virđist landinn vera orđinn ţannig ađ ekki megi hvessa ađeins og rigna örlítiđ ţá verđi fjölmiđlar landsins sem stjórnlaust rekald í tölvuheimi. Eitt ágćtt dćmi er svokallađ „gluggaveđur“ sem einhver gáfumađurinn fann upp sem hvatningu til ađ halda sig innandyra og horfa ţađan í „öryggi“ á „vont veđur“.

Jćja, ég ákvađ ađ láta ekki ađra en mig stjórna gjörđum mínum og hjólađi mína leiđ eins og ég geri á hverjum morgni. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ég komst klakklaust á leiđarenda og var bara frekar ţurr, ţó ég hafi svitnađ meir en endranćr vegna ţess ađ ég var í regnheldum fötum. Rigningin varđ mér ekki nein fyrirstađa og ekki ţessi gjóla. Mér sýndist líka ađ ţeir sem ég mćtti vćru svona frekar í góđu standi miđađ viđ veđurspár.

Auđvitađ var blautt á og pollar víđa. Ţađ minnir mann nú bara á manninn sem sagđi eftir vatnssopann: Alltaf er blessađ vatniđ gott ţó ţađ hafi nú orđiđ mörgum ađ fjörtjóni.

Ekki veit ég hvernig veđriđ verđur ađ loknum vinnudegi, ţađ kemur bara í ljós. Mikiđ má ţó ganga á áđur en ég fer á annan hátt heim heldur en á hjólinu. Svona kokhreysti minnir auđvitađ á hinn manninn sem sagđist mundi koma um kvöldiđ til ađ hita elskuna sína, jafnvel ţó heimsendir stćđi yfir, en bćtti svo viđ eftir andartaks umhugsun: „En ef rignir kem ég bara á morgun.“

Hér er ekki veriđ ađ gera lítiđ úr réttmćtum viđvörunum veđurfrćđinga. Stađreyndin er ţó sú ađ fjölmiđlar gelta oftar en ekki um úlfinn og afleiđingin er einfaldlega sú ađ ţegar hann loksins lćtur sjá sig eru ţeir fjölmargir sem ekki tóku mark á viđvörunum. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband