Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Askan byrgir fljótt alla sýn -myndir

dsc_0091.jpgAskan undanfarna daga hefur verið frekar fín og ekki þarf hvessa mikið til að hún þyrlist upp og kaffæri umhverfið.

Engin hætta er á skemmdum á bílum. Meiri hætta er á að ökumenn sjái hreinlega ekki merkingar á veginum og stundum er kófið svo þétt að ekki sést á milli stika.

 Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina við Skóga. Þó var skyggnið þar ekki nærri því eins slæmt og við Pétursey.

 

 

dsc_0114.jpg

 


mbl.is Varað við öskufoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskubylur og mynd af skrýtnum flekk

dsc_0104_995824.jpgÞegar hreyfir vind verður ástandið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru við Skóga á laugardaginn.

Það var þó smáræði miðað við það aðeins austar eða við Pétursey. Þar var svo þétt kóf, svo mikið að ökumenn máttu hafa sig alla við að halda sig réttu megin á veginum. Samt var ekkert tiltakanlega hvasst, rétt svona þéttur kaldi.

Askan var ákaflega fín. Það sem vakti undrun mína var að rignt hafði ofan í öskuna í síðustu viku. Þá myndaðist skel ofan á henni, svipað eins og þegar frystir ofan í blautan snjó. Þá verður til skari efst en oft er blautur snjór neðar.

dsc_0108.jpg

Þegar maður gengur í svona ösku virðist hún brotna, en þó án mikilla átaka.

Við lónstæðið við Gígjökul fann ég megna brennisteinslykt eftir að rignt hafði ofan í öskuna. Auk þess varð hún undarlega flekkótt. Svona grænleitir og hvítleitir flekkir mynduðst víða. 

Síðasta myndin er af svona flekk. Og einmitt þegar ég er að slá þessar línur inn á blaðið rennur upp fyrir mér sú staðreynd að þeir eru allir eða að minnsta kosti margir hringlaga. Hvers vegna hef ég ekki hugmynd um.

dsc_0008.jpg

Grænu flekkirnir eru hins vegar miklu stærri og geta verið fleiri tugir fermetra að stærð, jafnleg meira. 


mbl.is Mistur vegna öskufoks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hnitmiðaðar umræður tveggja leiðtoga

Dagur: Ég held það sé best í ljósi aðstæðna og með hliðsjón af hlutöm sem liggja í augum öppe og þannig að allir skilje að eitthvað hljótum við að gera til að gera eitthvað og borgin okkar verðe nú svo óskaplega góð en ekki slæm því það væri alveg hrikalega slæmt ef eitthvað gerðist sem við getum ekki sætt okkur við en auðvitað að Bestiflokkurinn sé nú með í ráðum ef eitthvað það er sem geti glatt okkur þá er það að við og sumsé þið séuð glöð í sinni og svö tökum við þetta bara alvarlega ...

Gnarr: Ja, já ... eða þannig. Jú, en ég verð aðal.

Dagur: Það er nebbnilega það að veð skipum ekki í sæti nema sætin séu á lausö og það gerum við ekki fyrr en öll stefnumál hafa verið frágengin og þið séöð sammála okkur nema því aðeins að við séum sammála ykkör en þar liggur hundurinn grafinn ef þið ætlið að flytja inn ísbjörn sem við erum fullkomlega sammála nema því aðeins að fjármál borgarinnar séu unnin þannig að tekjur séu ekki færð gjaldamegin og ekki heldur skuldir eða eignir ertö ekki með ...? 

Gnarr: Ja, já ... en aðalatriðið er að ég verði aðal og þetta með fjármálin ... mér líst vel á það.

Dagur: Ókei, ókei, nú erum við farnir að tala saman þó hvorki um hönd né ísbjörn en dagvistun barna og ekki síður gamla fólkið sem verður að fá að hafa það gott nema það eige mikinn pening þá get ég látið skattleggja hann og þá getum við grafið höndinn og keypt ísbjörninn - eh, þú skilur hvað ég meina enda er munum við bara taka lán til að allir hafi vinnu hér í borginni, geti fengið að vera í garðyrkjunni og gert hitt og þetta sem ekki er gert, er þaki ... ég meina þetta með jafnrétteð og stjórnlagaþeng?

Gnarr: Ja, já ... en aðalatriðið er að ég verði aðal og þetta með atvinnumálin þá vil ég leggja áhesslu á að enginn þurfi að slá gras, það er so leiðinlett og ekki heldur föndra með einærar plöntur.

Dagur: Þú ert nú bara farinn að tala eins og alvörustjórnmálamaður og það þeker mér veta á gott enda ljóst að ekki gengur hníförenn á mille okkar og viltu þá ekki vera heiðursborgarstjóri en ég framkvæmdaborgarstjóri, þá sé ég um bókhaldið en þú klipper á borða og soleiðes ...

Gnarr: Ja, já ... en aðalatriðið er að ég verði aðal og þetta með fjármálin þá er ég ekkert inni í þeim, getum við ekki fengið einhvern til að vera með heftið sem er sérfræðingur, bóhaldara eða eitthvað soleis? So þarf ég að tala við Hönnu Birnu ...

Dagur: Djö ... Hönnu hvað, ekki til að tala um, þú mátt ekki spella þessu góða sambande sem við höföm náð og allir fái djobb við hæfe og þú verðer aðal, var ég búinn að segja að þú verður aðal, aðal, aðal borgarstjórinn minn, besti borgarstjórinn, ekke spörning um annað, skilörö ... 

Gnarr: Ja, já .. en aðalatriðið er að ég verði aðal og svo þarf ég að fara á nokkra fundi, hitta mann og kannski fleiri en einn svo þarf ég að kynnast hinu fólkinu, þessu sem er í flokknum mínum ... nóg a gera, mar.


mbl.is Viðræður halda áfram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðfár í samstarf við málugan

Mikið óskaplega fer nú vel á því að Jón Gnarr og flokkur hans taki saman við Dag Eggertsson og Samfylkinguna. Þar fara saman tveir menn sem eiga svo margt sameiginlegt. Annar lætur ekkert uppi um fyrirætlanir sínar hinn heldur engu eftir, talar langt og óskipulega um einföld mál.

Þeir ættu að geta náð saman í einhvers konar samræðustjórnmálum hafi annar þolinmæði að hlusta á hinn eða með öðrum orðum, geti sá orðmargi fundið út hvað sá orðfái vill.

Besti flokkurinn er stjórnmálaflokkur. Það fer ekkert á milli mála. Hann er núna orðinn hluti af fjórflokknum, fjórflokki borgarinnar. Og þá verður gaman að sjá hvort kjörnir borgarfulltrúar flokksins eiga erindi upp á dekk og ekki síst hvort flokkurinn sé samstæður. Hugsanlega gengur flokknum betur en mannkynsfrelsurunum sem kenna sig við Hreyfingu á Alþingi.

Eini kosturinn við hugsanleg samstarf Besta og Samfylkingar er að nú fá stjórnmálafræðingar nóg að gera við túlkanir á orðum Dags og orðleysi Gnars.


mbl.is Ræddu við Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aska í lofti ekki minni en í eldgosinu

100527_gervitungl_modis.jpgEf fréttin fjalla um ösku sem sést á gervihnattamyndum er þá ekki sjálfsagt að birta slíkar?

Meðfylgjandi gervihnattamyndmynd er frá því í fyrradag og kemur af vef Jarðvísindastofnunar en þar má fá margar háloftamyndir af landinu.

Eiginlega má fullyrða að Eyjafjallajökull hafi gengið aftur. Askan er gríðarlega mikil og fýkur þarna á haf út. Þetta er litlu minna en kom upp úr gígnum sjálfum. 

Nú vantar bara Magnús Tuma til að fullyrða að á hverri sekúndu fari 40.000 tonn af ösku frá fjöru og yfir á sjó. Brátt verður flugvöllum í Evrópu lokað og svo kemur mökkurinn aftur til okkar eftir nokkra daga og þá leggst flug niður á klakanum. 


mbl.is Aska í lofti yfir Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamálastefna er gagnslítið plagg

Fólk ætti ekki að halda niðri í sér andanum og búast við að eitthvað stórkostlegt komi út úr endurskoðun á ferðamálastefnu.

Hvalaskoðun kom til dæmis ekki til vegna ferðamálastefnu, ekki heldur jeppaferðir, trússferðir, jöklaferðir, selaskoðun, fuglaskoðun, kajakferðir, lengri eða skemmri bakpokaferðir, skíðaferðir á jökla, gönguferðir á Hvannadalshnúk eða Esjuna, flúðasiglingar o.s.frv. o.sfrv. Ekki heldur gistiþjónusta, veitingastaði og ferðaskipuleggjendur.

Allt þetta varð til vegna hugarflugs og dugnaðar einstakling allt í kringum landið. Fæstir af þeim sem þar áttu hlut að máli fengu neinn stuðning fyrr en eftirá. Atvinnurekstur verður sjaldan til vegna einhvers skipulags ofanfrá.

Ferðamálastefna er svo sem ósköp sætt og áferðafallegt plagg. Það hefur hins vegar ekki haft í för með sér neinar sérstakar breytingar í ferðamálum hér á landi.

Iðnaðarráðherra vinnur að þessu af pólitískum forsendum og sækir til sín silkihúfur sem finna mikið til sín og skemmta sér á kostnað ríkissjóðs við þarflítinn starfa. Svo er haldin ráðstefna og niðurstöðurnar kynntar, skálað er í hvítvíni og svo fara allir heim og bíða þess að næsti ferðamálaráðherra finni hjá sér hvöt til að endurskoða stefnu þess fyrri. En að það verði titringur í þjóðfélaginu og fólk hlaupi upp til handa og fóta vegna ferðamála- „stefnu“. Nei fjarri því.


mbl.is Hvert skal stefnt í ferðamálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin falla meðan ríkisstjórnin borar í nefið

Á sama tíma og uppboð á heimilum fólks eru að hefjast sendir forsætisráðherra frá sér langan lista yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að frá upphafi.

Um leið ganga 16.000 manns atvinnulausir, verðbólgan er yfir 10%, fyrirtækin er tekin af eigendum sínum, fyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum, ríkisstjórnin hunsar uppbyggingu stóriðnaðar,  íbúðir teknar af eigendum sínum og svo framvegis. Flest allt sem skiptir máli er í tómu tjóni eftir hrunið.

Maður á víst ekki lengur að spyrja um gerðir ríkistjórnarinnar. Hún hefur gert nóg af því sem engu máli skiptir. Þjóðin vill halda heimilum sínum, hafa vinnu, greiða skuldir sínar, leggja til hliðar og njóta þess að stjórna eigin framtíð.  

Er ekki tími kominn til að þessi ríkisstjórn fari frá? Engin breyting hefur orðið á lykilatriðum eins og atvinnustigi, verðbólgu og gegngismálum og því ljóst að ríkisstjórnin stendur sig ekki. Hún er önnum kafin við að bora í nefið en það verður auðvitað að virða.


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattfé notað til launagreiðslna ...

Mikil ásókn í tímabundin störf gæti bent til þess að fjöldi fólks gæti fengið vinnu við en fái ekki vegna bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana.

Hitt getur einnig skipt máli að fyrirtæki og stofnanir ráði einfaldlega ekki starfsfólk NEMA það sé á atvinnuleysisskrá og greiðslur berist frá Vinnumálastofnun. Tvennt skiptir hér máli, lág laun sem eingöngu miðast við atvinnuleysisbætur, og ekki síður að stofnir, sveitarfélög og einkafyrirtæki geta á þennan hátt sparað eigið fé.

Þegar aðstæður í þjóðfélaginu eru þannig að nærri 16.000 manns ganga atvinnulausir þarf að hugsa út fyrir rammann. Ríkisvaldið getur ekki staðið undir launagreiðslum vegna átaksverkefni nema í skamman tíma. Slík verkefni eru góðra gjalda verð í skamman tíma. Byggja þarf upp atvinnulífið á annan hátt en með svona ríkisstyrkjum. 

Ríkisstjórnin getur ekki verið milliliður, heimtað sífellt meira skattfé af almenningi og fyrirtækjum til að greiða í atvinnuleysisbætur eða átaksverkefni. Skynsamlegra er að láta fólk og fyrirtæki halda sínu fé, stuðla að auknum verkefnum, bjóða þau út. Hvetja til verðmætasköpunar í þjóðfélaginu með áherslu á útflutningsatvinnuvegi. 


mbl.is Vildu ráða í á annað þúsund störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúðurinn og það sem hann er ekki

Og trúðurinn stendur upp og segir; Nú get ég. Þeir sem áður fögnuðu honum, hlógu með honum, grétu með honum og áttu sér góða daga flykkjast um hann. 

Fyrst trúðurinn hafði getað látið fólki líða vel í þykistunni hlýtur hann að geta látið því líða vel í alvörunni.

Ekkert þýðir fyrir hina flokkana að gera eins. Þeir komast ekki upp með að tala um aumingja, þeir komast ekki upp með að ætla að flytja inn íkorna, þeir komast ekki upp með stefnuskrá sem er tómt bull. Þeirra tími virðist einfaldlega liðinn. Trúðurinn fremur einfaldlega valdarán með trúðslátum.

Eru kjósendur einfaldir eða kannski vitlausir? Sjá þeir ekki að trúðurinn hefur ekkert til brunns að bera?Hann þekkir ekkert inn á rekstur fyrirtækja, hann hefur enga reynslu í stjórnun og þeir sem eru með honum á lista gæta þess að greina hvorki frá reynslu sinni né stefnu.

Ótrúlegt væri ef kjósendur í Reykjavík ætli að kjósa trúðinn og bjóða heim hættunni á efnahagskreppu í Reykjavík, gjaldþroti.

Hvað er þá að gerast?Kjósendur eru líklega að segja eina einfalda staðreynd. Stjórnmálaflokkar þjóðarinnar verða að endurnýja sig frá því fyrir hrun. Kjósendur treystum þeim ekki lengur. Í borgarstjórn er flokkunum refsað fyrir störf þeirra á Alþingi.

Í sannleika sagt fjalla kosningarnar í Reykjavík ekki um trúðinn heldur trú kjósenda á stjórnmálaflokkunum. Hún hefur fallið hrikalega svo jafnvel trúðurinn hefur meira traust. Ekki vegna þess að hann er trúður heldur fyrir það sem hann er ekki. 

 


mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SP-fjármögnun lélegt í kynningarmálum

Stjórnendur SP-fjármögnunar eru slappir í almannatengslum. Þeir slá fram nokkuð þokkalegu tilboði en láta hjá líða að segja frá því á eigin heimasíðu.

Hvað ætti fyrirtækið að gera? Jú, birta fréttatilkynninguna, segja enn nánar frá hugmyndum sínum. Best er að bjóða fram reiknivél sem tekur gamla lánið og breytir því í nýtt fyrir lántakandann. Þá sér skuldarinn svart á hvítu hversu mikið lánið lagast. 

Nei, þetta gerir SP ekki. Kannski hafa þeir haft eitthvað merkilegra að gera yfir hvítasunnuna en að undirbúa fyrstu viðræðuhæfu tillögu sem fjármögnunarfyrirtæki leggur á borðið fyrir almenning eftir hrunið.

Hlutfallstölur segja ekkert okkur almenning. 


mbl.is Lækka bílalán um 20-40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband