Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2021

Á sunnudagsmorgni er mbl.is ţunnur og án frétta

Screenshot 2021-08-29 at 10.14.00Vefútgáfa Moggans virđist vera orđin ađ einhvers konar kjaftaútgáfu, engar fréttir ţví alvörublađamennirnir fá ađ sofa út og krakkarnir fá ađ leika. Ađalfréttin er úr helgarblađinu. Og svona eru fyrirsagnirnar um klukkan tíu á sunnudagsmorgni:

 • Er hann ţá eins og Einstein
 • Slökkviliđiđ vill ađ fólk njóti dagsins í dag
 • Níu ára fékk ađ lita á sér háriđ
 • Tvífari Cardi B gerir allt vitlaust
 • Gođafoss falinn í strikamerki skyrs ...
 • Eldhústrixiđ sem ţig hefđi aldrei grunađ ađ virkađi
 • Útsaumađur risasófi ...
 • Veđur
 • Erfir fólk í sambúđ hvort annađ
 • Stórstjarna í París gegn vilja sínum
 • Löggufréttin
 • Ađ vera í búrleskhópi snýst ekki bara um ađ fara úr fötunum

Sem sagt ekkert í fréttum hjá Mogganum, allir sofandi.

Screenshot 2021-08-29 at 10.14.44Á Vísi virđist ýmislegt í frásögur fćrandi:

 • Ţúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt
 • Icelandair hćttir flugi til Vestmannaeyja
 • Telja miklar líkur á annarri hryđjuverkaárás
 • Delta tvöfaldađi líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Screenshot 2021-08-29 at 10.39.00Á vefsíđu Ríkisútvarpsins er einnig margt í fréttum:

 • Búist viđ versta fellibylnum frá miđri 19. öld
 • Vara viđ trúverđugri hótun í Kabúl
 • Hćtta flugi til Vestmannaeyja um mánađamót
 • Dćmd til ađ bćta syni fyrir ađ henda kláfsafni hans
 • Óafturkrćft óleyfilegt jarđrask segir Umhverfisstofnun
 • Lilja ćtlar ađ óska eftir skýringum frá KSÍ
 • Ađaláherslan var ekki á bringuna

Screenshot 2021-08-29 at 10.38.11Og jafnvel á vefsíđu Fréttablađsins er sagt frá fjölmörgu athyglisverđu:

 • Tćknideild lögreglunnar rannsakar vettvang á Egilsstöđum
 • Bretar hćtta ađ flytja fólk frá Kabúl
 • Leghálssýni flutt til Hvidovre vegna „alvarlegra gćđavandamála“ KÍ
 • Hrađpróf framkvćmd í nýrri skimunarmiđstöđ í Kringlunni
 • Alls 66 innanlandssmit ...
 • Opna áfallamiđstöđ eftir atburđinn á Egilsstöđum
 • Níu ára strákar grýttir og lamdir međ járnröri
 • Danir segja Covid ekki lengur ógn viđ samfélagiđ
 • átta hafa sótt um bćtur í kjölfar bólusetningar

Í DV er frétt sem hvergi hefur birst annars stađar og er fyrirsögnin: „Manndráp til rannsóknar.“ Stuttu síđar virđast allir blađamenn á vakt hafa lesiđ frétt DV og birt sömu fréttina nćrri ţví orđrétt.

Ýmislegt ađ frétta í dag ţó Mogginn standi sig illa og segi okkur ađ ekkert sé ađ gerast í heiminum nema ađ níu ára krakki hafi fengiđ ađ lita á sér háriđ, tvífari einhverrar útlendrar stelpu sé ađ gera allt vitlaust og nokkur heimilisráđ og sófafrétt. Ţetta er auđvitađ engin blađamennska.

Svona hversdags finnst manni Mogginn vera ábyrgur og góđur fréttamiđill. Um helgar breytist hann hins vegar í „Alt for damene“. Ekki misskilja, ţetta er ekki sagt konum til lasts.


Nú má kjósa međ blýöntum

Kosningar til Alţings fara fram 25. september 2021 og getur kosning utan kjörfundar hafist föstudaginn 13. ágúst 2021.

pencilsŢannig tilkynnir Dómsmálaráđuneytiđ um merkisatburđ í lífi ţjóđar. Á einhverjum fjölmiđlinum var viđtal viđ sýslumann sem sagđi hann ađ nú vćru notađir blýantar en ekki stimplar til ađ merkja viđ ţann stjórnmálaflokk sem kjósandi vill greiđa atkvćđi.

Ţvílík tćkniţróun. Mann svimar. Hvađ skyldi nú gerast nćst?

Ég er nú enginn spámađur en gćti sem best trúađ ţví ađ á nćstu árum tćkju yfirvöld í notkun sjálfblekunga eđa jafnvel kúlupenna.

Sko, í Bandaríkjunum eru víđa notađar vélar sem gata kjörseđilinn í stađ ţess ađ mađur ţurfi ađ brúka blýant. Vel má vera ađ slíkar vélar verđi einhvern tímann í framtíđinni fluttar hingađ til lands. Ţađ vćri nú aldeilis munur ađ ţurfa ekki ađ nota blýant. 

Vel má vera ađ einhvern tímann í fjarlćgri framtíđ myndu bókstafir verđa felldir niđur sem tákn stjórnmálaflokka. Hugsiđ ykkur tćknina ţegar mađur getur notađ bírópenna á kjörseđil og exađ viđ nafn flokksins, ekki bókstafinn, sem ţó er ekki fyrsti stafurinn í nafni hans.

Já, tćknin ţróast og breytist hrađar en snigillinn ferđast.

Svo er ţađ hitt ađ ég er eiginlega hćttur ađ fara í banka. Međ sömu tölvunni og ég skrifa ţennan pistil get ég greitt reikninga, millifćrt peninga til Jóns og Gunnu, keypt vörur frá útlöndum, tekiđ viđ greiđslum héđan og ţađan. Ţó getur Skatturinn skođađ bankareikninga fólks gruni hann ţađ um eitthvađ misjafnt. En, og takiđ eftir, starfsmennirnir ţurfa ekki einu sinni ađ standa upp úr hćgindastólum sínum. Fólk er rannsakađ, ákćrt, dćmt og fangelsađ af fólki sem situr hreyfingarlaust á rassinum.

Sú hugmynd hefur komiđ upp ađ banna peningaseđla og myntir og láta fólk nota debet- eđa kreditkort í stađinn. Ţá vćri nú veruleg ţrengt ađ glćpahópum.

Á međan tekur sýslumađurinn í notkun blýanta viđ utankjörstađakosningu og kemur stimplunum fyrir í geymslunni ofan í kjallaranum. Og hann hćlir sér af tćkniţróuninni.

Bankarnir sjá til ţess ađ enginn steli af bankareikningum fólks.

En ćtli ég ađ kjósa ţarf ég ađ fara í eitthvert hús viđ tiltekna götu. Bíđ í röđ. Sýna persónuskilríki. Fá í stađinn áprentađ pappírsblađ og blýant. Fara í felur međ hvort tveggja. Skrifa ex viđ staf sem táknar stjórnmálaflokk. Koma úr felum. Horfa í augun á fimm manns sem stara á mig grunsemdaraugum. Fá ađ stinga blađinu í rauf á brúnum krossviđskassa. Hundskast út. Úff ...

Löggan flytur kassann á milli húsa. Ţar er innsigliđ rofiđ, hvolft úr honum og fullt af fólki tekur blöđin, atkvćđaseđlanna, og telur ţá. Ađrir rađa ţeim eftir ţví hvar exin standa og ţá eru ţau aftur talin. Niđurstađan er borin saman viđ fjölda ţeirra sem kosiđ hafa og allt verđur ađ stemma. Um miđja nótt eđa snemma morguns er sagt frá ţví hvernig atkvćđi féllu. „Nýjustu tölur frá Austurbćjarskóla ...“

Á međan er mikiđ stuđ í heimahúsum og á veitingastöđum. Einhverjir drekka munngát og skemmta sér. Ađrir leggjast til svefns í ţeirri fullvissu ađ úrslitin verđi kunn daginn eftir.

Vćri hćgt vćri ađ greiđa atkvćđi í tölvu gćtu úrslitin veriđ ljós klukkan 22 er kosningu lýkur. En ţađ má ekki ţví ţađ er svo gaman ađ bíđa eftir úrslitum, halda partí og drekka. Ţetta kallast félagsleg réttlćting á partíum og skemmtunum í kosningum. Og er sagđur jafn lýđrćđislegur réttur og ađ exa međ blýanti.

Svo er sagt ađ ekki sé hćgt ađ tryggja ađ tölvugreidda atkvćđiđ sé frá mér komiđ en ekki einhverjum öđrum. Og svo geta rússneskir glćpahópar eyđilagt kosninguna. Og hvađ međ endurtalningu? Hver eru frumritin? Ó, ţetta er allt svo flókiđ.

Sem sagt. Peningar eru öruggir á bankareikningum en atkvćđagreiđsla til ţings, sveitarstjórnar eđa forseta getur endađ í tómu rugli sé tölva notuđ. Ja, hérna.


Ég get svo sem svarađ í stađ Bjarna Benediktssonar

Forystumenn í stjórnmálum bera enga ábyrgđ á ţví sem flokksmenn ţeirra segja og skiptir engu hvađa stöđu ţeir kunna ađ gegna. Sumir eru nefndir „leiđandi menn“ innan stjórnmálaflokks“ en ţannig nafngiftir eru afar villandi og jafnvel heimskulegar.

Langar ađsendar greinar eru til mikils ama fyrir lesendur Morgunblađsins. Ţví miđur nenna fáir ađ lesa ţćr ekki síst ef millifyrirsagnir vantar. Einn af ţeim sem reyna ţannig á ţolinmćđi okkar, lesenda Moggans, er mađur sem heitir Ole Anton Bieltvedt, mikill ESB sinni sem á ţá ósk heitasta ađ Ísland gangi ţangađ inn. Meirihluti ţjóđarinnar er á móti ţví.

Ole skrifar mikiđ um ESB og hann skrifar grein í Moggann í dag sem er ekkert annađ en endurunnin grein úr Fréttablađinu frá 4. ágúst 2021. Í dag krefst hann ţess ađ formađur Sjálfstćđisflokksins svari fyrir fullyrđingar sem ađrir flokksmenn hafa látiđ frá sér fara um um ESB. Ekki ber ég neina ábyrgđ á formanni Sjálfstćđisflokksins en greinin er nógu barnaleg til ađ ég ráđi viđ hana og get svo sem svarađ í stađ Bjarna.

Í grein sinni segir hann:

Leiđandi menn inn­an Sjálf­stćđis­flokks­ins hafa viđhaft ţess­ar full­yrđing­ar um ESB og mögu­lega ađild ađ ţví hér í blađinu:

  1. Ađ ađild Íslands ađ ESB „vćri full­veld­is­framsal til yfirţjóđlegs emb­ćtt­is­manna­valds og stofn­ana­veld­is í fjar­lćg­um borg­um“
  2. ađ ESB sé „martrađar­kennt möppu­dýra­veldi“
  3. ađ ESB sé „ólýđrćđis­leg valda­samţjöpp­un“
  4. ađ ESB sé „kjöt­katla­klúbb­ur afdankađra 3. flokks stjórn­mála­manna“
  5. ađ ESB sé „vígi vernd­ar­stefnu og pils­faldakapítal­isma“
  6. ađ „stćrstu rík­in, sem leggja fram mest fjár­magn, verđa ráđandi í öll­um meg­in­at­riđum“.

Ja, hérna. Ţetta er nú illa sagt um ESB. Mađur hneykslast og finnur ţörf hjá sér til ađ klaga.

Ţeir „leiđandi menn“ sem Ole talar um eru bara tveir, ekki sex. Fyrsta atriđiđ er úr grein eftir Arnar Ţór Jónsson, frambjóđanda Sjálfstćđisflokksins í Suđvesturkjördćmi sem birtist í Morgunblađinu 10., júlí 2021. Í henni rökrćđir hann viđ Ţorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstćđisflokksins og ESB sinna. Hann segir:

Ţađ jákvćđa viđ grein Ţorsteins er ađ ţar kristallast sú stađreynd ađ nú í haust gefst kjósendum í reynd fćri á ađ tjá afstöđu sína til ţessara álitaefna ţar sem menn hafa ţá skýran valkost milli ţeirra sjónarmiđa sem ég hef fćrt fram, annars vegar, og svo ţeirrar tegundar valdasamruna, valdbođs, stjórnlyndis, einstefnu og undirlćgjuháttar sem Ţorsteinn Pálsson og fleiri bođa undir merkjum annarra flokka.

Í ţví samhengi mun mér gefast tćkifćri til ađ draga fram veikleika og misskilning, ef ekki afbökun, í málflutningi Ţorsteins og annarra sem horfiđ hafa frá sjálfstćđisstefnunni og telja nú „augljóst“ ađ fríverslun útheimti fullveldisframsal til yfirţjóđlegs embćttismannavalds og stofnanaveldis í fjarlćgum borgum. Ţennan draug hafa Bretar kveđiđ niđur eftir útgöngu sína úr ESB međ tvíhliđa samningum viđ önnur ríki. 

Ţetta er afar vel skrifađ hjá Arnari Ţór og ađ mínu mati ekkert viđ skođun hans ađ athuga ţó Ole vilji klaga í formann Sjálfstćđisflokksins eins og krakki sem fengiđ hefur sand í augun á róluvellinum.

Stađreyndin er ţessi: Sjálfstćđisflokkurinn er á móti ađild ađ Evrópusambandinu. Í raun er ekkert meira um ţađ ađ segja nema rökin. Ţau eru á vefnum xd.is. og ţar segir skýrt ađ Ísland standi utan viđ ESB. Mér finnst ţetta góđ stefna. Síđan er ţađ smekkatriđi hvernig hver og einn flokksmađur rökstyđur andstöđu sína viđ ESB og eru allir frjálsir ađ ţví ađ velja ţau orđ sem ţeir telja viđ hćfi.

Í forystugrein Morgunblađsins ţann 5. febrúar 2021 segir:

Bóluefnahneyksli ESB koma efasemdarmönnum um Evrópusamrunann ekki á óvart.
Ţeir hafa um árabil varađ viđ ţví ađ Evrópusambandiđ sé martrađarkennt möppudýraveldi, vígi verndarstefnu og pilsfaldakapítalisma, ţar sem sóun og stöđnun haldist í hendur, kjötkatlaklúbbur afdankađra 3. flokks stjórnmálamanna, án lýđrćđislegrar tilsjónar almennings álfunnar sem fćr ađ gjalda fyrir dýru verđi. Ţađ er ekki nýtt, en á síđustu vikum hafa afhjúpast sönnunargögn fyrir öllu ţessu.

Fimm af ofangreindum umkvörtunarefnum Ole koma úr leiđaranum og vegna ţeirra skćlir Ole og klagar. Ekki get ég fullyrt hver skrifađi leiđarann og vera kann ađ ţađ sé Davíđ Oddsson sem ólíkt Ole Anton Bieltvedt er afar vel ritfćr. Ţar ađ auki hefur hann innsýn í ESB, nokkuđ sem Ole hefur aldrei haft. Davíđ ţekkir pólitísku inniviđi sambandsins af eigin reynslu sem forsćtisráđherra, utanríkisráđherra og alţingismađur og var persónulega kunnugur mörgum ţjóđarleiđtogum sem skylmdust innan ESB. Ekkert í ofangreindu er rangt ţó virđist Ole bara uppsigađ viđ stílinn, ekki efniđ.

Betra hefđi veriđ ađ Ole Anton Bieltvedt hefđi lesiđ og gaumgćft allan leiđarann ţví hann er vel skrifađur. Í honum stendur međal annars:

Ţađ hefur nefnilega veriđ reglan undanfarin ár, ađ hin stóru kjölfesturíki ESB fara sínu fram gagnvart hinum minni á jađrinum ţegar ţađ hentar. Ţetta mátti sjá á Írlandi í fjármálakreppunni, enn frekar ţó á Grikklandi ţar sem lýđrćđiđ mátti líka víkja fyrir Brusselvaldinu, rétt eins og á Ítalíu ţar sem ţessa dagana er einmitt veriđ ađ dubba upp enn einn landstjóra ESB sem forsćtisráđherra og búiđ ađ fresta kosningum. Í Austur-Evrópu mega svo nýfrjálsu ríkin ţar beygja sig undir hagsmuni Ţjóđverja međ lagningu Nord Stream-gasleiđslunnar og eins ţurftu Danir, Pólverjar, Tékkar og fleiri evrulausar ţjóđir ađ ábyrgjast stórfenglega lántöku til ţess ađ bjarga evrunni enn eina ferđina.

Auđvitađ hefur Ole Anton Bieltvedt enga hugmynd um annađ en ţađ sem á prenti stendur og ţví tengir hann vitlaust, dregur rangar ályktanir. Hann ţekkir ekki innviđina, pólitíska leikinn, baráttuna, ţvinganir og greiđasemi fyrir atkvćđi innan ESB. Hann sér bara hina ljósrauđu og fögru mynd sem grunnhugmyndin ađ ESB var stofnuđ um, en hún hefur, eins og leiđarahöfundur Morgunblađsins segir svo réttilega snúist upp í andhverfu sína. Og fyrir andhverfuna vill hann selja Ísland. Eins gott ađ ég verđi ekki klagađur fyrir ađ segja svona, en ţess ber ţó ađ geta ađ ég er fjarri ţví ađ vera „leiđandi“ mađur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband