Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Víđa stórskemmdir á landinu

DSC00068Eđli máls samkvćmt myndast átrođningur á vinsćlum gönguleiđum. Ţannig er ţađ víđa á Laugaveginum, Fimmvöruhálsi, Hornströndum og á mörgum vinsćlum fjöllum eins og Esju, Vífilsfelli, Hengli, svo einhver dćmi séu nefnd.

Vandinn liggur sérsklega ţar sem gönguleiđir liggja í halla, ţar  grefst stígurinn niđur og verđur farvegur vatns sem heldur áfram ađ dýpka hann og breikka. Ţar međ er hann ófćr og göngufólk fćrir sig eđlilega til hliđar og ţar endurtekur sagan sig. Innan skamms verđur til breitt forađ sem engum er til góđs.

Göngustígar eru bráđnauđsynlegir en hins vegar er ţeim oft mislagđar hendur sem standa ađ gerđ ţeirra. Alvarlegast er ţegar göngustígar eru lagđir ţar sem fólk vill ekki ganga. Ţá verđa til slóđar út frá göngustígum enda leitast ferđamađurinn viđ ađ komast sem stystu leiđ á milli stađa. Skiptir ţá engu ţó einhverjir spekúlantar vilji ţröngva honum til ađ fara í ađra átt.

Átrođningur ferđamanna mun eđlilega aukast eftir ţví sem ferđamönnum fjölgar. Ţess vegna ţarf ađ taka víđa til hendinni og laga göngustíga, koma í veg fyrir ađ ţeir grafist niđur og verđi ađ lćkjarfarvegum.

DSCN6675Ţađ er rangt sem framkvćmdastjóri Ferđafélagsins segir í viđtalinu ađ „5.000 manns hreinlega „hverfa inn í gönguleiđirnar“ viđ Landmannalaugar án nokkurra vandkvćđa“.

Ummerki um ţetta fólk er greinileg sem og ţá sem eftir koma. Átrođningur ár eftir ár verđur til ţess ađ gönguleiđir slitna og nýjar myndast. Ţađ er ótrúlegt ađ framkvćmdstjórinn geri sér ekki grein fyrir ţessu.

Vandinn viđ ferđamennskuna á hálendinu er einfaldlega sú stađreynd ađ nokkrir ferđamannastađir hafa náđ miklum vinsćldum og ţađ má rekja til ţess ađ í áratugi var ekkert talađ um annađ en Landmannalaugar og Ţórsmörk. Ekki var reynt ađ byggja upp ferđaţjónustu annars stađar eđa kynna ađra stađi. Ţađ hefur sem betur fer breyst á síđustu árum.


mbl.is Ţarf ađ takmarka ađgang ađ hálendinu?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband