Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Arfaslakur með eða án nikótíns

Ástæða er til að kanna og gera skýrslu um nikotín notkun annarra stjórnmálamanna en Jóns borgarstjóra. Gæti verið að pirringur þeirra í garð Sjálfstæðisflokksins, stærð hans og mikilvægi í íslenskum stjórnmálum, fari í taugarnar á fólki sem er að reyna að hætta að reykja?

Grínlaust sagt, þurfa stjórnmálamenn að þekkja sjálfa sig. Pirringur og geðvonskuköst ber ekki vott um getu til málefnalegrar umræðu og rökræðna og skiptir engu hvort menn eru í fráhvarfi frá einhverjum efnum. Það ber ekki heldur vott um glöggskyggni ef stjórnmálamaður heldur alla sína viðhlæjendur vini. 

Ég reyni yfirleitt að skoða málefni og stjórnmálastefnu fólks áður en ég tek afstöðu með eða á móti. Læt til dæmis ekki rugla mig í ríminu þó einhverjir séu leikarar eða uppistandarar sem taka þátt í pólitík. Mér þykir til dæmis Jón borgarstjóri góður grínari og leikari en arfaslakur sem stjórnmálamaður með eða án nikótíns. Þetta byggi ég á því að ekkert hefur komið frá honum í stjórnmálum hingað til nema tyllidagaupptroðslur.


mbl.is Pirringur vegna nikóktínfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með svona samherja þarf ekki andstæðinga

Líklega er það misskilningur að stofnanir þjóðfélagsins séu fyrir það en ekki öfugt. Í einfeldni minni hélt ég að reynt væri allt hvað tekur að laga þá hluti sem úrskeiðis hafa farið eftir hrunið og þá sé Seðlabankinn ekki undanskilinn. 

Hvað er að því að Seðlabankinn reyni það sem hægt er að laga stöðu þeirra sveitarfélaga sem eiga undir högg að sækja vegna stöðu krónunnar? Á nákvæmlega sama hátt og einstaklingar og fyrirtæki sem eiga í vandræðum vegna gengistryggingar lána þá á Seðlabankinn að gera sitt til að laga stöðuna.

En, NEI. Seðlabanki Íslands tekur stöðu gegn skuldurum og með gþeim kröfuhöfum sem hafa verið dæmdir fyrir brot á lögum.

Já, Seðlabankinn er í liði andstæðingana. Hann krefst þess sem dómstólar hafa fellt niður, hann hafnar því að koma til aðstoðar þegar illa gengur, hann hélt því fram ásamt Fjármálaeftirlitinu að skuldarar ættu að greiða meira en þeim ber samkvæmt dómi Hæstaréttar, hann hefur fullyrt að allt fari í kaldakol ef reynt verði að semja á öðrum nótum en ríkisstjórnin vildi.

Með svona samherja þurfum við ekki andstæðinga. Flestum er nákvæmlega sama þótt lög um Seðlabankann banni honum að koma til aðstoðar í gengismálum. Breyta þarf þá lögunum og ganga þannig frá að hérlendis vinni öll stjórnvöld að sama marki.


mbl.is Seðlabanki lánar ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt ef Hæstiréttur réttir af hlut sökudólgs

Skil ekkert í því hvers vegna blogg Sigurðar G. Guðjónssonar telst til fréttar. Í því er ekkert sem ekki hefur komið fram áður nema ef vera skyldi að þetta sé í fyrsta sinn sem maðurinn tjái sig um verðtryggingu lána og dóm Hæstaréttar.

Hæstiréttur hefur þegar dæmt gengistryggingu lána, samkvæmt því sem viðgengist hefur hér á landi, ólöglega. Í þeim dómi var ekki farið fram á neina varakröfu kröfueigenda og því féll gengistryggingin einfaldlega út. Því hefur verið haldið fram að nú muni Hæstiréttur taka afstöðu til annarrar verðtryggingar í stað gengistryggingarinnar. Ótrúlegt er að svo verði. Varla mun koma til tals að rétta af hlut þess aðila sem hingað til hefur farið fram með rangindum. Slíkt gerist aldrei.

Því spái ég að dómur Hæstaréttar verði í beinu samræmi við dóminn réttarins um gengistrygginguna.


mbl.is Telja væntanlega 21% vexti sanngjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar ala af sér fordóma, stríð veldur stríði

Fátt ef ekkert hefur byggt um meiri fordóma gagnvart Islam og Arabaþjóðum eins og hryðjuverkasamtökikin al-Qaeda. Með aðgerðum síjum út um allan heim hafa þau sannað svo ekki er um að villast að ófriður getur aldrei byggt brú milli ólíkra þjóða og trúarbragða. Aðgerðir þeirra hafa orðið til þess að jafnvel margt vammlaust og gott fólk flokkar alla Araba sem stríðsmenn al-Qaeda og álíkra samtaka.

Að sjálfsögðu er þetta afar slæmt og á eflaust eftir að versna af þeirri einföldu ástæðu að þetta er allt gagnkvæmt. Fordómar ala af sér fordóma og hvað getur upplýst fólk eiginlega gert þegar allt umhverfið er orðið gegnsýrt af samsæriskenningum kristinna eða íslamskra gegn hverjum öðrum. Fólki er eiginlegt að taka afstöðu með sínum, það er mannlegt. Fyrir vikið kunna þjóðir eða gríðarstórir hópar að standa þétt saman gegn meintum óvinum sínum.

Þannig hefur þetta verið í Írak og Afganistan. Ófriður veldur yfirleitt ófriði. Vopnaður friður er ekki friður heldur tímabundið ástand. Ekki geng ég þess dulur að vita hvað eigi að gera. Hitt veit ég þó að efnahagslegur ávinningur fólks vegur upp á móti ófriði, uppbygging er betri en ófriður og menntun skiptir langmestu máli.

Það vekur enga undrun þótt til séu dauðalistar al-Qaeda enda eiga öll hernaðarsamtök slíka lista en misjafnt er hversu þau flagga þeim. Muna allir eftir spilum Bandaríkjahers í Írak. 


mbl.is Þrír Danir á dauðalista al-Qaeda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinhissa ráðherra

Vissi ráðherra af vilja meirihluta stjórnar? Af hverju kemur þetta ekki á óvart? Þetta segir ýmislegt um stjórnsýslu ráðherrans og viðhorf mannsins sem talið svo fjálglega um mannaráðningar ráðherra Sjálfstæðisflokksins en gat ekki komið með nein rök.

Er hann kominn á bólakaf í pólitíska spillingu? Hann reyndi að ráða flokksgæðing í embætti umboðsmanns skuldara en var borinn ofurliði í því máli og þykist nú ekkert hafa ætlað að gera nema ráða þá konu sem í raun var hæfust til starfans. Og núna er hann líka steinhissa.


mbl.is Vissi af vilja stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju In Defence og Brynjar Nielson

Samtökin In Defence hafa af mikilli fagmennsku unnið gegn Icesave samningunum sem ríkisstjórnin hefur reynt að þröngva inn á þjóðina. Sigur samtakanna lýsti sér í því að í þjóðaratkvæðagreiðslu var síðassti samningurinn kolfelldur. Ríkissjórn með vott af skynsemi hefði sagt af sér við þessi úrslit. Þess í stað hefur hún allt á hornum sér og þykist sjálf hafa unnið sigur.

Brynjar Nielson lögmaður er duglegur maður og greindur. Hann hefur sýnt mikla skynsemi í störfum sínum og lætur sér fátt um finnast þótt margir séu á móti sér. Enda hefur hann yfirleitt rétt fyrir sér.

Báðir þessir aðilar eru vel að frelsisverðlaununum komnir. Og Samband ungra sjálfstæðismanna á þakkir skyldar fyrir framtakið. 


mbl.is Brynjar og InDefence fá frelsisverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birtingarmynd þekkingarleysis og uppgjafar

Borgarstjóri Besta og Samfylkingarinnar hefur ekki einkarétt á sannleikanum. Maðurinn misskilur tilgang sinn í stjórnmálum. Fólk hefur andstæðar skoðanir og hefur fullt leyfi til að halda þeim fram. Sé hann hins vegar í einhverjum vinsældaleik þá misskilur maðurinn enn frekar. Honum er ætlað að reka borgina á þann hátt að það sé öllum til hagsbóta. Gangi það ekki upp hafa aðrir fullt leyfi til að gangrýna hann og brúka til þess þau svipbrigði sem þeim sýnist.

Vandinn er sá að auðmýkt og bros borgarstjórans getur verið birtingarmynd þekkingarleysis og uppgjafar sem kemur manninum greinilega mikið á óvart.

Vest er þó ef borgarstjórinn heldur að lunderni sitt hafi þau áhrif að skuldastaða borgarinnar lækki eða útgjöld hennar minnki. Það hefur hins vegar ekki gerst og vandséð hvort eitthvað hafi verið gert í þá átt.

Hins vegar kostar kurteisi ekkert, eigi maðurinn við það, þá hefur hann rétt fyrir sér. Framar öllu er kominn tími til að hann láti hendur standa fram úr ermum, svokallaðir „hveitibrauðsdagar“ lýkur innan skamms. Fólk hefur þá tilfinningu að síðustu þrjá mánuði hafi meirihluti borgarstjórnar látið reka á reiðanum og frekar verið í hanastélsboðum en vinna að fjármálum borgarinnar.


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennar kosningar um ESB hefðu sparað mikið

Sjálfstæðisflokkurinn lagði til tvennar kosningar um ESB. Leitað yrði til þjóðarinnar og hún ákveddi hvort farið yrði í viðræður. Yrði niðurstaðan sú að meirihlutinn myndi ekki vilja viðræður yrði látið þar við sitja. Vildi hún viðræður yrði farið í þær. Síðan væri niðurstaða aðildarviðræðnana að sjálfsögðu lögð undir dóm þjóðarinnar.

Samfylkingin mátti ekki vita af þessum tillögum og fann þeim allt til foráttu. Og hver er staðan núna? Hefði ekki verið betra að fara að góðum ráðum og kalla þjóðina til ákvörðunar frekar en að ráðast eins og rugludallar fram, þvinga samþykki fyrir aðildarviðræðum í gegnum þingið og gjörsamlega á móti stefnu annars stjórnarflokksins? Nú bíta þeir úr nálinni með arfaslaka stefnu og enn verri ákvarðanir.

Skoðanakannanir sýna að þjóðin er gjörsamlega á móti aðild að ESB og reyndar vill hún hætta aðildarviðræðunum.

VG er klofinn í herðar niður og mótstaðan innan ríkisstjórnarinnar er svo áberandi að vafamál er hvort hún sé starfhæf, að minnsta kosti hefur þetta orðið ríkisstjórn Íslands til mikillar minnkunar, bæði innanlands sem og utan. Engu að síður þráast forkólfar ríkisstjórnarinnar við með þetta undarlega mál sem þeir þorðu ekki fyrir sitt litla pólitíska líf að bera undir þjóðina. Líkur benda hins vegar til að það líf verði ekki miklu lengra en fram að næstu kosningum.

 


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grjótkastið á Geir

Geir Waage kemur svo sem ekkert á óvart. Eftir að hafa lesið grein hans í Morgunblaðinu, og lesið málflutning mætra manna sem lagt hafa honum til stuðning sést berlega að hann er sjálfum sér samkvæmur og fráleitt að nokkurt lögbrot hafi fylgt orðum hans. Hann hefur alla tíð verið prinsípmaður og breytir því vart héðanaf.

Sá sem heldur öðru fram verður að benda á eitthvað annað en það sem presturinn hefur látið frá sér fara. Hins vegar á hann rétt á að tjá sig og það gerði hann um trúnaðarskyldu prests. Af um ræðunum má skilja að fleiri stéttir þurfa fortakslaust að gæta trúnaðar. Það á ekki síst við samband lögmanns og skjólstæðings hans.

Á bloggsíðum og umræðusíðum hafa fjölmargir talið sig þess umkomna að ásaka Geir Waage, jafnvel kollegar hans hafa verið í þeim hópi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, sagði kunnur maður einhvern tímann í fyrndinni. Ekki fæ ég séð að nokkur maður hafi vaxi með grjótkasti sínu að Geir Waage en hann stendur keikur sem fyrr.


mbl.is Mun hér eftir sem hingað til hlýða tilkynningaskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er „einhver ölvun í gangi“ hjá VG?

Þingflokkur Vinstri grænna er eins og ökumaður bílsins sem ók inn í andyri Íslandsbanka í nótt og sagt er frá á mbl.is. Ástæðan var sú að hann hafði eitthvað að athuga við starfsemi bankans og svo kom fram i fréttinni að „einhver ölvun“ hafi verið í gangi ... hvað svo sem það nú þýðir.

Gegn vilja sínum hefur nú þingflokkur VG ekið með Samfylkingunni inn í biðsal ESB og tekur nú þátt í einhvers konar aðildarferli. Ekki er vitað hverju veldur en ljóst er að sé ekki „einhver ölvun í gangi“ þá ráða annarleg sjónarmið þeirri ákvörðun að taka sér stöðu í biðsal ESB.

Þannig er nú staðan að þvert á vilja þjóðarinnar, þvert á vilja þingflokksins, gegn öllum hagsmunum er Ísland komið inn í aðlögunarferli sem hefur aðeins eina útkomu. En vandinn er ekki þessu heldur sá álitshnekkir sem þjóðin verður fyrir vegna þess að misvitrir stjórnmálamenn leggja upp í vegferð með enga sýn á útkomuna.

Þó ekki sé ölvun í gangi er það þó alveg óskapleg víma fyrir VG að eiga aðild að ríkisstjórn og skiptir stefna og hugsjónir engu máli, allt er til sölu og innanflokks er allt í uppnámi.

Það er sosum ekkert nýtt að hver höndin sé upp á móti annarri í þingflokki VG, segir svo þingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson. 

Hver kýs svona stjórnmálaflokk? 


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband