Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016

Annar hlaupaársdagur eftir 5.000 ár?

Í fréttum Ríkissjónvarpsins sagđi ađ eftir um 5.000 ár gćti ţurft ađ bćta viđ öđrum hlaupaársdegi til ađ samrćma klukkuna viđ snúning jarđar og ferđalag hennar í kringum sólina.

Mér skilst ađ ţingmenn Bjartrar framtíđar séu ađ leggja lokahönd á frumvarp til laga ţess efnis ađ sá hlaupaársdagur verđi annađ hvort föstudagur eđa mánudagur. Miklu skipti fyrir launafólk ađ helgin verđi lengri en nú er.

Mér skilst ađ Píratar styđji frumvarpiđ en ađrir flokkar ćtla ađ gefa sér góđan tíma til umhugsunar.


Hennar var hugurinn frammi á Melum ...

Stjórnmálamenn leita sér ađ málum til ađ vekja athygli á sér. Ţeir eru ekki allir sem ţeir eru séđir, ađ minnsta kosti hvađ umhyggjuna varđar. Athyglin mađur, athyglin, hún er eins og krónur og aurar fyrir marga, stjórnmálamennirnir ţrífast á athyglinni. 

Í einhverjum fjölmiđlinum um daginn var gert lítiđ úr ţeim ţingmönnum sem minnst tala á Alţingi. Ţeir voru taldir upp og getiđ um ţćr mínútur og sekúndur sem ţeir stóđu í rćđustól. Ekki virtist ţetta gert til ađ upphefja ţingmennina.

Ađrir fjölmiđlar hneykslast á ţeim alţingismönnum sem mest tala. Ţeir eru líka taldir upp og getiđ um „málćđi“ í klukkustundum, mínútum og jafnvel sekúndum.

Eins og alltaf er međalhófiđ vandfundiđ og sjaldnast verđa menn á eitt sáttir um frammistöđu stjórnmálamanna.

Einn ţeirra, formađur Vinstri grćnna, fann sér mál til ađ vekja á sér athygli. Hún fann „holu íslenskra frćđa“. Átt er viđ húsgrunninn sem á ađ vera fyrir byggingu undir Hús íslenskra frćđa. Mikill og sár vandlćtingartónn var í rödd Katrínar Jakobsdóttur, alţingismanns, ţegar hún krafđi forsćtisráđherra um efndir á ţví verkefni sem hún hóf en gat ekki stađiđ viđ. Katrín hefđi ábyggilega komiđ til greina sem leikkona í ađalhlutverki en Óskarsverđlaunaafhendingunni er ţví miđur lokiđ. 

Látum nú ţetta vćl um Melaholuna vera, margir hafa meiri áhyggjur af verkleysi vina Katrínar í borgarstjórn Reykjavíkur. Götur borgarinnar er ţannig ađ ţađ kostar ábyggilega andvirđi margra húsa íslenskra frćđa ađ fylla upp í ţćr. Enginn ekur ofan í húsgrunninn úti á Melum en margir skemma og eyđileggja dekk ökutćkja sinna ţegar ţeir lenda ofan í ţessum andsk... holum í götum borgarinnar.

Hugur formanns Vinstri grćnna var frammi á Melum međan götur borgarinnar drabbast niđur vegna getuleysis borgarstjórnarmeirihlutans. Í hinum gjaldţrota borgarstjórnarmeirihlutanum er líka allt gert í felum eins og segir í kvćđi Davíđs Stefánssonar um Brúđarskóna.

Katrín formađur myndi ábyggilega afla sér nokkurra atkvćđa ef hún vekti athygli á holunum í götunum međ sömu leikrćnu tjáningunni og hún brúkađi viđ Melaholuna.


Veđurspár Veđurstofunnar og Belgings ekki samhljóđa

VerđurstofanRegniđ barđi rúđurnar í stofugluggunum um ţađ bil er ég var ađ leggja af stađ gangandi ţessa rétt tćpu fimm km í vinnuna.

Mér kom ţetta á óvart ţví kvöldiđ áđur hafđi ég fariđ inn á vef Veđurstofunnar og ţar var bókstaflega engin rigning í kortunum. Er ég kom út dró úr rigningunni og alla leiđina rigndi lítiđ. „Úrkoma mćldist ekki ...“ svo notađ sé algengt orđalag í veđurlýsingum frá Veđurstofunni.

Fjörtíu og fimm mínútum síđar opnađi ég tölvuna í vinnunni og kíkti á kortiđ og enn var „spáđ“ ţurru um morguninn ţegar hafđi hellirignt. Ađ vísu sást „úrkoma í nánd“ eins og frćg ummćli herma í áđurnefndum veđurlýsingum.

Veđurstofan hefur engan einkarétt á ađ „búa til“ veđur og ţess vegna kíkti ég á belging.is sem er afar góđ veđurspásíđa. Einn stjórnendum hennar er Haraldur Ólafsson, veđurfrćđingur, sem margir muna úr veđurfréttum sjónvarps. „Hins geđţekka veđurfrćđings ...“, eins og blađamenn međ skođun myndu orđa ţađ.

BelgingurÉg bar saman veđurspá ţessara tveggja vefsíđna fyrir klukkan tólf í dag.

Til ađ gera langa sögu stutta virđist spá Belgings miklu ítarlegri og úrkoma svo nálćg höfuđborginni klukkan tólf ađ hún er í „ítarnánd“ ef svo má ađ orđi komast.

Veđurstofan er ekki á ţessum buxunum og spáir ţurru eins og sést á efra kortinu. Ţar er úrkoman ađeins í „hefđbundinni nánd“. Gult ţýđir rigning en á Belgingskortinu er úrkoman grćn.

Eflaust eru góđar og gildar skýringar á ţessum mismun og engin ástćđa til ađ fara í einhverja samkeppni um réttar og réttari veđurspár.

Grćni liturinn hjá Belgingi gćti merkt skýjafar međ rigningu jafnvel ţó ekki fylgi úrkoma. Hugsanlega gerir Veđurstofan ekki ráđ fyrir slíku.

Samt er leikmađurinn fullur forvitni og skilur fátt.

Merkilegt er ţó ađ Veđurstofan fullyrti í gćr og í dag ađ vera ćtti ţurrt ţegar regniđ barđi rúđurnar í stofugluggunum hjá mér um átta leytiđ í morgun. Jafnvel núna segir hún ađ ţađ hafi veriđ ţurrt.

Misskilningurinn er ţá líklega minn enda er mér nokk sama ţó rigni. Veđriđ er nefnilega spurning um hugarfar ekki óáran eins og sumir halda.

Samt fylgist ég međ veđurfréttum eins og ţćr séu hinn stóri sannleikur lífsins.


Gengur 60 km yfir hálendiđ ... geri ađrir betur

He will walk up to 10 hours a day, and then pitch his own tent at night. Iceland's volatile volcanoes can erupt without notice, and Robbie group could have to run for their lives in an emergency. The 26 strong group will wade through mountain rivers and weave through vast steaming lava fields, trek across icy trails surrounded by jaw dropping sheer drops and scalding thermal springs.

Margir vilja láta gott af sér leiđa og auđvitađ ber ađ fagna ţví. Hitt er svo annađ mál hvernig ađ málum er stađiđ. Í frétt mbl.is segir frá manni nokkrum af Englandi, Robbie, sem ćtlar ađ ganga um 60 kílómetra yfir íslenskt hálendi og safna áheitum til góđra mála. Ekki er vitađ hvar hann muni hefja göngu sína né hvar hann muni enda.

Sumsé, hann ćtlar ađ ganga 60 kílómetra og ganga í allt ađ 10 klukkustundir á dag. Setjum ţetta í kunnuglegt samhengi.

Oft er miđađ viđ ađ hćgt sé ađ ganga allt ađ 5 km á klukkustund. Miđađ viđ ţađ er hćgt ađ ganga ţrjátíu og fimm km á dag, ţađ er međ matarstoppum og hléum. Í ţokkalegu formi getur áhugasamur göngumađur gengiđ 60 km á tveimur dögum og ţađ ţekkja flestir göngumenn.

 

Á milli Landmannalauga og Ţórsmerkur eru 54 km. Göngumenn fara ţessa leiđ sumir hverjir á einum til tveimur dögum, flestir á ţremur til fjórum. Á leiđinni ţarf ađ vađa ár og lćki. Sumir hlaupa ţessa leiđ, flestir svona á milli 6 og 8 klst.

Frá Hveravöllum og ađ skála Ferđafélags Íslands í Ţverbrekknamúla eru 26 km, um tíu klukkustunda gangur og er ţó ekki hratt fariđ yfir. Miđađ er viđ stopp í Ţjófadölum og svo skrölt áfram eftir hentugleikum

Um 30 km eru frá Hólaskjóli ađ Strútsskála Útivistar rétt norđan viđ Mćlifellssand. Á leiđinni er vađiđ yfir ár en kostur er ađ geta fariđ í heitt fótabađ í Strútslaug nokkru áđur en komiđ er í skála.

Ţegar vel liggur á mér geng ég 4,7 km í vinnuna á 45 mínútum og svo til baka aftur. Ađ vísu á malbikuđum göngustígum eđa steyptum gangstéttum og ég er ekki međ 15-20 kg byrđi á bakinu eins og í hálendisferđum.

Međ fullri virđingu fyrir honum Robbí ćtlar hann sér síst af öllu um of. Á móti kemur sú hćtta sem segir frá í upphafi ađ eldfjöll kunni ađ gjósa án nokkurs fyrirvara og Robbí gćti ţá átt fótum sínum fjör sitt ađ launa. Ţetta er ţví mikil hetjuför og aflar hann vonandi mikils fjár fyrir verđug góđgerđamál.


mbl.is Gengur 60 km yfir hálendi Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég ligg undir feldi og íhuga ...

Vegna fjölmargra áskorana hef ég ákveđiđ ađ leggjast undir feld og íhuga mín mál. Í lífi hvers manns kemur sú stund ađ hann ţarf ađ taka ákvarđanir um framtíđ sína.

Ég er afar ţakklátur ţeim fjölda fólks sem tekiđ hefur eftir ţví ađ mikilvćgi mitt í jarđlífinu byggist ekki ađeins á einkahagsmunum mínum heldur heldur ţurfi ég ađ hugsa til samfélagsins alls og hvađ ţví er fyrir bestu.

Ţetta er nú ástćđan fyrir ţví ađ ég hef nú lagst undir feld og mun ekki birtast aftur fyrr en helv... flensan hefur rjátlast af mér.

Ţakka ţeim sem hafa bent mér á einkenni flensunnar. Sérstaklega ţeim sem fullyrđa ađ ekki sé hćgt ađ hafa mig á vappi um borg og bý, smitandi annađ og merkilegra fólk sem leggur jafnvel sumt hvert mun dýpri merkingu í undirfeldarskriđiđ en viđ hin grunnhyggnu.


Ađeins örlítill angi af risastórum byggđavanda

Hversu auđvelt er ekki ađ loka einhverjum hluta reksturs úti á landi og fćra hann til Reykjavíkur? Háskóli Íslands er dćmi um stofnun sem međvitađ leggst gegn byggđinni í landinu en felur hana undir einhverjum rekstrarlegum forsendum. Sama gerir Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki, Fréttablađiđ og Íslandspóstur svo dćmi séu tekin.

Markađssvćđin

Ţessi fyrirtćki miđa starfsemi sína viđ ţađ sem kalla má hagkvćmni stóra markađarins eđa međ öđrum orđum „eigin hagsmunir gegn annarra“. Međ ţví ađ skipta landinu upp í ákveđin svćđi eftir rekstrarlegir hagkvćmni er ekki hćgt ađ taka tillit til lítilla markađssvćđa hvađ á örsvćđa eins og Laugarvatns. Ţar hefur Háskólinn nú veriđ ákveđiđ ađ hćtta međ íţrótta- og heilsufrćđinám.

Hér áđur fyrr var rekstri yfirleitt ţannig háttađ ţannig ađ kostnađur var miđađ viđ allt landiđ. Í mörgum tilvikum er ţađ enn svo. nefna má sem dćmi vöruverđ sem yfirleitt er hiđ sama víđast hvar um landiđ. Spurningin er bara sú hversu lengi ţađ heldur.

Excel spekingarnir

Svo komu einhverjir spekingar úr hundrađ og einum Reykjavík sem ţekkja ekkert til landafrćđi utan Elliđaár, hafa líklega aldrei fariđ út á land nema ef til vill í sumarhús međ heitum potti í Grímsnesi. Ţessir spekingar skilja ekki hvers vegna fólk býr annars stađar en á suđvesturhorni landsins en ţeir eru aftur á mót afar fćrir í Excel-kúnstum.

Stađreyndin er ţó sú ţrátt fyrir allt er ansi lífvćnlegt út um allt land og fćr má fyrir ţví rök ađ víđast sé betra ađ búa en í á höfuđborgarsvćđinu. Ég ţekki ţađ af eigin raun og er ţó ekkert ađ draga út ágćti ţéttbýlisins hérna í króki Faxaflóa. Hins vegar er ekkert um ţetta í ţeim Excel-formúlum sem ég ţekki.

Sleppa landsbyggđinni

Reyndar má finna út ađ rekstrarkostnađur er miklu minni miđađ viđ einstakling ţar sem markađurinn er stćrri. Líklegast er hćgt ađ reikna sig til ţess ađ hann sé hagkvćmastur ţar sem flestir búa međ hćstar tekjur. Ţar af leiđandi er eflaust rétt hjá útgefanda Fréttablađsins ađ dreifa blađinu ađeins á höfuđborgarsvćđinu en sendi ţađ í bunkum á bensínstöđvar annars stađar á landinu bnog ţangađ geti áhugasamir lesendur druslast til ađ sćkja sér eintak.

Sama er međ Íslandspóst, ţeir sem ţar stjórna málum geta svo sem sent póst út á land međ bréfdúfum eđa ţá gert ţađ sama og útgefandi Fréttablađsins gerir. Og kallađ ađferđina ţjónustu.

Ţađ er nefnilega svo miklu einfaldara ađ reikna rekstrarkostnađinn bara á fjölmennu markađssvćđunum en ekki víđast um landiđ. Öll önnur svćđi verđa ţar međ óhagkvćmari og dýrari. 

Reiknađur hagnađur

Ekki tíđkast lengur ađ gera eins og áđur ađ líta á allt landiđ allt sem eitt markađssvćđi og reikna kostnađinn ţannig pr haus. Nei, ţá kann hagnađurinn ađ vera minni. Betra ađ gera eins og bankarnir, loka bara útibúum á landsbyggđinni, benda fólki á ađ nota einkabankann í tölvunni. Fyrir vikiđ skilar bankarnir tugum milljarđa króna í hagnađ - hver og einn.

Nú er svo komiđ ađ ástandiđ fer ađ verđa afar slćmt víđa um land. Ţegar bankinn og pósturinn er farinn kemst óhjákvćmilega los á íbúa samfélagsins. Víđast er atvinnuástandiđ í jafnvćgi ţađ er ađ segja allir sem vilja eru međ atvinnu. Hinir, sem ekki fá atvinnu viđ hćfi, jú ţeir flytjast á brott. Jafnvćgiđ í atvinnulífinu er ţar međ óbreytt.

Ađalvíkurvandinn

Vandinn er hins vegar sá ađ ţegar Gunna missir vinnuna verđur til efnahagsvandamál á heimilinu. Jón hugsar ţá sína stöđu og saman velta ţau fyrir sér hvort ekki sé betra ađ ţau flytjist suđur, ţar sem auđveldara er ađ fá vinnu. Dóttirin er hvort eđ ţar í menntaskóla, yngri sonurinn ađ klára tíunda bekk. Flestir sjá hvert ţetta leiđir.

Fyrir miđja síđustu öld gerđist ţađ ađ fólki tók ađ fćkka í Ađalvík á Hornströndum. Vandinn jókst ţegar lćknirinn fluttist í burtu og ekki síđur er presturinn fór skömmu síđar. Eftir ţađ hnignađi byggđinni uns enginn var eftir. Ţetta er nokkuđ einfölduđ mynd en breytir engu í ţessu sambandi sem hér um rćđir.

Landsbyggđin eldist

Litlu markađssvćđinu á landsbyggđinni eru verulega viđkvćm en ţađ er ekki allt. Stóru svćđin eiga líka talsvert undir högg ađ sćkja. Síđast ţegar ég kannađi hvernig samfélagiđ á Akureyri var saman sett kom í ljós ađ fátt hafđi breyst. Fjölgun íbúa á Akureyri var fyrst og fremst međal fólks sem var eldra en fjörtíu og fimm ára, ţađ er fólk sem yfirleitt er hćtt barneignum. Víđast hvar á landsbyggđinni er ţetta einkenniđ á íbúasamsetningu sveitarfélaga. Jafnvel framtíđ Akureyrar er ekki tryggđ.

Hvort sem ţađ er orsök eđa afleiđing er ţađ stađreynd ađ međvituđ fćkkun starfa á landsbyggđinni hefur ţćr afleiđingar ađ fólki fćkkar, ungu fólki snarfćkkar og allt bendir til ađ mörg byggđalög muni innan skamms tíma leggjast í eyđi.

Pólitísk spurning

Ţjóđin stendur ţá frammi fyrir ţeirri spurningu hvort ţetta sé sú framtíđ sem hún sé sátt viđ.

Sé svo ekki verđur til sú pólitíska spurning hvernig ţjóđin ćtli ađ koma í veg fyrir ţađ sem óhjákvćmilega stefnir sé haldiđ áfram á vegferđ sem međal annars Háskóli Íslands hefur markađ međ ákvörđun sinni um íţrótta- og heilsufrćđinám á Laugarvatni.

Í hnotskurn má líka vandamálinu viđ stöđu íslenskunnar, tungumálsins okkar. Ţví meir sem gefiđ er eftir ţeim mun alvarlegri verđa afleiđingarnar.

 


Klofna Píratar í afstöđu til manna og málefna?

Ef Píratar eru mátađir viđ fyrirferđamikil deilumál í samfélaginu, s.s. ESB-umrćđuna, verđtryggingu, byggđastefnu, fiskveiđistjórnun, heilbrigđismál og fleiri slík er lítiđ um píratískar áherslur sem skapa flokknum sérstöđu.

Ţetta er án efa rétt hjá Páli Vilhjálmssyni sem hann ritar á blogg sitt, „Tilfallandi athugasemdir“. 

Til viđbótar viđ ţađ sem Páll nefnir má geta um ţađ sem kalla má hiđ mannlega viđhorf. Hér er átt viđ ađ fólk hefur mismunandi skođanir hvert á öđru og deilur eru eđlilegar, ekki síst innan stjórnmálaflokks. Píratar eru annars stjórnmálaflokkur hvort sem ţeim líkar ţađ vel eđa ekki. 

Fólk í stjórnmálaflokki sem hefur ákveđiđ skipulag lćrir félagsstörf. Tekur mark á lýđrćđislegum ákvörđunum, sćttir sig viđ ađ hafa ekki náđ meirihluta eđa ţeim frama sem á var stefnt. Ella verđur ástandiđ eins og hjá Pírötum ţar sem hver gáfumađurinn á fćtur öđrum ţykist geta meir og betur en ţeir sem eru í forsvari.

Og ţingmenn Pírata eru vissulega ekki steyptir í sama mót. Einn grćtur af ţví ađ fólk hefur skođanir á henni og ţví sem hún stendur fyrir. Annar hikar ekki viđ ađ minna meintan „kaptein“ á ţví hvernig hún komst til valda og sú ađferđ er ekki lagleg.

Allt er ţetta svo yfirmáta mannlegt en um leiđ afar vanţroskađ.

Kjósendur standa svo hjá og horfa međ undrunaraugum ađ flokkinn sem virđist einhverra hluta vegna hafa náđ mestum hćđum í skođanakönnunum.

Er ţá ekki kominn tími til ađ spyrja hver stefna flokksins er í verđtryggingunni, ESB málinu, byggđastefnu, fiskveiđistjórnun, heilbrigđismálum og öđrum mikilvćgum málaflokkum? Eđa er flokkurinn klofinn bćđi um menn og málefni?

 


Nes listamiđstöđ á Skagaströnd

NesÁstćđa er til ađ óska Verksmiđjunni á Hjalteyri til hamingju međ Eyrarrósina. Engu ađ síđur er um leiđ tilefni til ađ nefna annađ og alls ekki síđra menningarverkefni á landsbyggđinni.

Á Skagaströnd hefur í átta ár veriđ starfrćkt Nes listamiđstöđ. Ţessi látlausa en stórmerkilega starfsemi hófst voriđ 2008 og er í gömlu frystihús sem stendur viđ sjóinn á afar fallegum stađ.

Líklega hafa yfir eitt ţúsund manns komiđ í Nes listamiđstöđ frá ţví hún tók til starfa og langflestir listmannanna eru útlendir. Fyrir lítiđ bćjarfélag skiptir talsverđu ađ fá um tvöhundruđ gesti á hverju ári og allir dvelja ţar ađ lágmarki í einn mánuđ.

Listamennirnir gista hingađ og ţangađ um bćinn, í húsnćđi sem Listamiđstöđin leigir af einstaklingum og sveitarfélaginu.

Mestu máli skiptir ađ listamennirnir og bćjarbúar blanda geđi saman. Listamiđstöđin stendur mánađarlega fyrir sýningum á starfi listamannanna og bođiđ er upp á námskeiđ í margvíslegri listsköpun.

Á ţessum átta árum hefur Skagaströnd komist víđa í umrćđuna. Ţegar heim er komiđ segja listamennirnir frá dvöl sinni í litla listabćnum nyrst á Íslandi. Spurnir hafa borist af ţeim í fjölmiđlaviđtölum, ţeir hafa skrifađ um dvöl sína í bćkur, haldiđ sýningar á verkum sínum og fengiđ birtar myndir í bókum og blöđum. Ţetta hefur međal annars gerst í fjarlćgum löndum eins og Ástralíu, Singapore, Suđur-Kóreu, Kína, Argentínu og einnig um alla Evrópu og Norđur-Ameríku.

Margir koma grunlausir um ţađ sem bíđur ţeirra, setjast bara upp í rútu í Reykjavík og eftir fjögurra tíma akstur eru ţeir komnir í allt annađ umhverfi, gjörólíku ţví sem ţeir eru vanir.

Listamađur nokkur kom frá New York. Hann kvartađi óskaplega undan ţessari ţögn sem ríkti á Skagaströnd, hann gat hreinlega ekki sofiđ. Rúmum mánuđi síđar var hann kominn til síns heima og sendi bréf til vina sinna á Skagastrand og kvartađi undan helv... hávađanum í New York, honum kom varla blundur á brá.

Áströlsk kona skapađi list sína á Skagaströnd í nokkra mánuđi ađ vetralagi. Ţar sá hún snjó í fyrsta sinn á ćvinni. Snjórinn var stórmerkilegur ađ hennar mati en ţađ var sérstaklega eitt sem vakti athygli hennar og gleđi. Engum tókst ađ giska á ţađ og ţú munt ekki heldur geta ţađ, lesandi góđur. Máliđ er ađ henni ţótti mikil undur og stórmerki ađ heyra hvernig brakađi í snjónum á gönguferđum sínum. Fćstir leiđa hugann ađ hljóđinu í snjónum.

Svo voru ţađ listamennirnir sem dásömuđu langar, bjartar nćtur, en gátu illa sofiđ nema gluggar vćru vel byrgđir. Og ţeir sem gátu aldrei haldiđ aftur af tárunum ţegar ţeir sáu sólarlagiđ, sólarupprisuna, skýjafariđ og norđurljósin. Og ekki síđur ţeir sem sáu ekkert fegurra en íslenska hestinn eđa kindurnar svo ekki sé talađ um litlu lömbin.

Ef einhver á skiliđ ađ fá Eyrarrósina á nćsta ári ţá er ţađ Nes listamiđstöđin á Skagaströnd.


mbl.is Verksmiđjan hlýtur Eyrarrósina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fréttablađiđ í herferđ gegn Bjarna Benediktssyni?

Á talsmáta Svandísar Svavarsdóttur, alţingismanns og fyrrum ráđherra Vinstri grćnna, heitir ţađ „klúđur“ ađ Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráđherra, skuli ekki hafa hlutast til um „eitthvađ“ ţegar Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun.

Engu ađ síđur hafđi Svandís stađiđ ađ ţví ásamt félögum sínum og öđrum ţingmönnum ađ stofna og setja lög um Bankasýslu ríkisins. Stofnunin er međ sérstaka stjórn, framkvćmdastjóra og starfsmenn sem hafa ţann starfa ađ sinna eignarhaldi ríkisins á fjármálastofnunum, ţar međ taliđ Landsbankanum. Markmiđiđ var ađ fćra bankamálin í burtu frá stjórnmálunum. Ţađ veit Svandís en skiptir hana engu máli.

Enginn efast um ađ ćđsta takmark Svandísar Svavarsdóttur er ađ koma upp um „spillingu“ Bjarna Benediktsson, formanns Sjálfstćđisflokksins, og ţví talar hún um „klúđur“ Bjarna vegna ţess ađ hann ađhafđist „ekkert“ í ţessu Borgunarmáli. Svo óforskömmuđ er ţessi stjórnmálamađur ađ hún svífst einskis í pólitík sinni, lćtur ađ ţví liggja ađ ţar sé spilling sem engin er. 

Verri og leiđari virđist Fréttablađiđ vera í sínum leik. Á forsíđu blađsins í dag forsíđan lög undir frétt međ ţessari fyrirsögn, sem er á stćrđ viđ ţađ ţegar hamfarir verđa eđa stríđ brjótast út:

Einar rćddi Borgunarmáliđ ekki viđ Bjarna frćnda sinn.

Sem sagt, einn ţeirra sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun rćddi ekki viđ bróđurson sinn um máliđ. Hver er ţá fréttin? Jú, hún er á sama meiđi og talsmáti Svandísar Svavarsdóttur, alţingismanns Vinstri grćnna, ađ láta ađ einhverju liggja, ekki segja ţađ beinum orđum heldur eftirláta öđrum túlkunina.

Og ţannig segir međal annars í forsíđufréttinni í Fréttablađinu og síđan endurtekiđ međ smávćgilegum orđalagsbreytingum í innfrétt:

Ţađ hefur vakiđ tortryggni í tengslum viđ umrćdd viđskipti ađ Einar og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráđherra, eru frćndur. En Einar segist ekki hafa látiđ frćnda sinn vita af ţví ađ hann hygđist taka ţátt í ţessum viđskiptum. „Nei, ég hef aldrei rćtt ţetta mál viđ hann,“ segir Einar.

Ađspurđur segist Einar ekki hafa haft áhyggjur af ţví ađ skyldleiki sinn viđ Bjarna Benediktsson yrđi til ţess ađ gera máliđ tortryggilegt. „Nei, ţađ hvarflađi ekki ađ mér.“ Einar segist hafa fengiđ fyrstu upplýsingar um viđskiptin í nóvember 2014, í sama mánuđi og viđskiptunum lauk.

Flestir sjá ađ „fréttin er dauđ“, ekkert nýtt er í henni. Hvers vegna er búin til frétt um ţetta? Jú, ábyggilega vegna ţess ađ „lesendur okkar ţurfa ađ vita hvađ er ađ gerast“ verđa ábyggilega viđbrögđ ritstjóra blađsins. Ţá dugar ekki bara forsíđan heldur ţarf ađ endurtaka sömu „frétt“ inni í blađinu. Hver er tilgangurinn ef ekki ađ gera Bjarna Benediktsson tortryggilegan?

Ţetta sjá allir og skilja enda framsetningin nokkuđ umbúđalaus. 


mbl.is Landsbankinn ber ábyrgđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sumir sakna Katrínar miklu mest ... eđa ţannig

GráturDeilur innan Samfylkingarinnar taka á sig margvíslegar myndir. Varaformađur flokksins hefur ákveđiđ ađ hćtta sem ţingmađur og nú upphefst grátkór og keppni um mestan söknuđ.

Ţannig var ţađ líka um áriđ er „alţýđa“ manna í Norđur-Kóreu grét, hágrét og stórgrét í ţjóđlegri grátkeppni vegna dauđa Kim Jong Il eđa hvađ réttborinn kóngurinn í ţvísa landi hét nú.

Sem betur fer er Katrín Júlíusdóttir, varaformađur flokksins, enn í fullu fjöri og kát eins og vera ber međ skynsamlega ákvörđun.

Ađrir eru ekki líkt ţví eins kátir. Ólína Ţorvarđardóttir, ţingmađur Samfylkingarinnar er „mjög slegin yfir ţessu“. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar (!) er ekki sammála Ólínu og toppar hana međ ţessu: „Ég sakna hennar nánast nú ţegar.“ Viđbúiđ er ađ einhver skjótist nú fram á sviđiđ og segist „sakna Katrínar miklu meira en allir ađir til samans og hvađ svo sem ţiđ segiđ ...“. Sá nćsti mun ábyggilega segjast sakna hennar „tíuţúsund milljóntrilljón sinnum meira“ en einhver annar.

Í fjölmiđlum má búast viđ fjölda viđtala viđ samfylkingarfólk sem hefur svo margt ađ segja um ţingmanninn og varaformanni, fréttatímar Ríkisútvarpsins munu fyllast af tárakveđjum og líklega verđur leikin sorgartónlist eftir Tomaso Albinoni daginn út og inn.

Og ađ lokum mun allt fara í háaloft innan Samfylkingarinnar vegna ţess ađ sumir sakna ekki Katrínar eins og ađrir sem sakna hennar miklu mest.

Til ađ fyrirbyggja misskilning er myndin hér fyrir ofan tekin í Norđur-Kóreu er „alţýđan“ sannarlega grét látinn leiđtoga.


mbl.is „Sakna hennar nánast nú ţegar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband