Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Hvađa embćtti á eiginkona forsćtisráđherra ađ segja af sér?

En ţrátt fyrir allt sem ađ ofan er sagt, má augljóst vera ađ svona flókiđ eignarhalds- og fjárfestingadćmi hjá gjaldkera Samfylkingarinnar – jafnađarmannaflokks Íslands er lítt til ţess falliđ ađ fókusera umrćđuna sem nú stendur yfir um aflandsfélög og skattaskjól á ţađ sem máli skiptir: ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann í landinu.

Ég hef ţví ákveđiđ ađ segja af mér embćtti gjaldkera Samfylkingarinnar, og styđ stjórnarandstöđuna eindregiđ í ţví ađ kalla fram ábyrgđ ríkisstjórnarflokkanna á sínu fólki.

Ţetta segir gjaldkeri Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Ţorsteinsson, í niđurlagi pistils á bloggsíđu sinni. Vilhjálmur er skarpgreindur mađur, ágćtur penni og rökfastur. Ég á ekkert erfitt međ ađ viđurkenna ţessa stađreynd ţó svo ađ ég byggi hana á öllu öđru en persónulegum kynnum.

Engu ađ síđur er nauđsynlegt ađ gera athugasemdir viđ ýmislegt sem hann segir.

Margir hafa lofađ Vilhjálm fyrir ađ segja af sér sem gjaldkeri, ađrir hafa bent á ađ hann sé ekki gott dćmi um „spillingu“ ţar sem hann er ekki stjórnmálamađur. Ađrir segja ađ í sjálfu sér geti til dćmis forsćtisráđherra notađ sömu rök og Vilhjálmur og setiđ sem fastast.

Sem sagt, orđrćđan er afar misvísandi enda rammpólitísk. Stjórnarandstćđingar nota arfsmál eiginkonu forsćtisráđherra til ađ koma höggi á ríkisstjórnina. Margir sjá ađeins fyrirsagnirnar og heyra eftir ţađ einungis sem ţeir vilja heyra. Hins vegar eru málin oftast einfaldari og skýrari ţegar ţau eru krufin. Orđrćđan er um spillingu, siđferđisbrest og annađ álíka.

Mér finnst ástćđa til ađ fara varlega og gćta ađ efni máls. Ţađ gera ekki allir, síst af öllu stjórnarandstćđingar og ţeir sem eiga ţá ósk heitasta ađ ríkisstjórnin segi af sér, til dćmis heiftrćknir vefmiđlar sem gera engan greinarmun á blađamennsku eđa persónulegum skođunum.

Víkum aftur ađ máli Vilhjálms og skođum ţađ međ hliđsjón af ţví sem varđar eiginkonu forsćtisráđherra. 

Athygli vekur ađ sameiginlegt eiga ţau ţetta:

 • Vilhjálmi grćddist fé viđ sölu fyrirtćkis hér á landi, eiginkonu forsćtisráđherra tćmist arfur.
 • Hvorugt geymir fé sitt í íslenskum bönkum. Eiginkonu forsćtisráđherra hefur veriđ hallmćlt fyrir ţađ.
 • Bćđi hafa alla tíđ taliđ fram á íslenskri skattskýrslu erlendan bankareikning sinn og borga skatta hér á landi. Honum finnst ţetta ađalatriđi en ţegar hún heldur ţví sama fram er ekki hlustađ
 • Vilhjálmur segir eftirfarandi og eiginkona forsćtisráđherra hefur sagt svipađ: „Persónulegar skattgreiđslur mínar eru nákvćmlega ţćr sömu og ef eignarhaldsfélagiđ hefđi veriđ íslenskt.
 • Vilhjálmur segir hiđ sama og eiginkona forsćtisráđherra: „Félagiđ er ekki í Lúxemborg vegna skattahagrćđis.“ 

Ţetta er nú hluti af ţví sem Vilhjálmur segir sér til réttlćtingar og allt er ţađ sama og eiginkona forsćtisráđherra segir. Á móti kemur eftirfarandi sem Vilhjálmur og frúin eiga ekki sameiginlegt:

 • Hann gefur ekki upp fjárhćđina sem hann geymir erlendis, hún gerir ţađ.
 • Hann stundar atvinnurekstur hér á landi, niđurgreiđir međal annars pólitískan vefmiđil. Hún hreyfir ekki viđ fé sínu.

Ég veit ekki hvađ öđrum finnst en mér ţykir ofangreint ansi athyglisvert. Ekki síst sú stađreynd ađ sem fram kemur í tilvitnuninni í upphafi, ađ Vilhjálmur styđji pólitískt upphlaup stjórnarandstöđunnar, sem Vilhjálmur orđar svona: „...ađ kalla fram ábyrgđ ríkisstjórnarflokkanna á sínu fólki“. Vćntanlega mun hann halda áfram ađ fjármagna hinn pólitíska vefmiđil í ţessum tilgangi.

Er stađan eitthvađ einfaldari eftir ađ Vilhjálmur er hćttur sem gjaldkeri í Samfylkingunni, samanber tilvitnunina í upphafi pistilsins?

Nei, fókusinn á umrćđuna er kristalskýr. Hann sýnir einfaldlega ađ hún er pólitísk, rammpólitískt upphlaup stjórnarandstöđunnar, ekki fólksins í landinu. Tilgangurinn er auđvitađ sá ađ hafa áhrif á almenning og helst afvegaleiđa hann í umrćđunni.

Vilhjálmur hefur nú skrifađ syndaaflausn sjálfum sér til handa, sagt af sér embćtti og vonast standa svo hvítţveginn á eftir, ađ hann geti haldiđ áfram pólitískri baráttu gegn ríkisstjórninni. Ţađ sem hann telur ávirđingu á ađra á ekki viđ í eigin tilviki.

Hafi Vilhjálmur ekki gert neitt rangt međ sínum aflandsreikningum hefur eiginkona forsćtisráđherrans ekki heldur gert ţađ. Eđa hvađa embćtti á hún ađ segja af sér til ađ fá sömu syndaaflausn? 


Eftirspurn eftir svikum og prettum er meiri en frambođiđ

Hér áđur fyrr sá ég um bókhald fyrir ýmsa ađila og gerđi skattskýrslur fyrir ţá sem slíkt ţurftu. Í dag hjálpa ég örfáum vinum og kunningjum sem ekki nenna ađ setja sig í ţađ einfalda verk ađ telja fram.

Rétt eins og hjá mér kemur ţađ fyrir um áramót ađ fólk er međ nćr tóma reikninga í bönkum. Í sjálfu sér hefđi engu máli skipt hvort reikningarnir vćru í Landsbankanum viđ Austurstrćti, Luxemborg, Jómfrúareyjum eđa einhverjum öđrum stađ í víđri veröld. Ţeir hefđu veriđ jafn tómir fyrir ţví.

Sammerkt eiga allir ţessir sem ég taldi fram fyrir ađ hafa gert skattayfirvöldum grein fyrir eigum sínum í bönkum sem yfirleitt voru íslenskir, en í undantekningartilvikum útlendir.

Ţetta ţýđir ađ eignir í bönkum voru skattlagđir samkvćmt fjárhćđ ţeirra, skattstofninum eins ţađ heir víst. Í dag er ţađ svo ađ allar eignir í íslenskum bönkum koma sjálfkrafa fram á skattframtölum. Um fjárhćđir og skatta vegna ţeirra er ţví útilokađ ađ deila. Jafnvel er ţađ svo ađ alţjóđlegur samningur er í gildi um sjálfvirka upplýsingaskyldu um bankareikninga Íslendinga erlendis.

Nú hef ég aldrei taliđ fram fyrir neinn sem hefur geymt peninga á ţeim stöđum sem kallast skattaskjól, ađ minnsta kosti ekki vitandi vits.

Hitt vita allir ađ hafi einhver taliđ fram á íslenskum framtali peningaeign sem geymd er í banka á Tortóla eđa öđru landi ţá er ekki um neitt skattaskjól ađ rćđa. Ađ minnsta kosti ekki fyrir ţann sem telur fram. Hann greiđir skatt af fjárhćđinni á Íslandi. Punktur og máliđ er dautt. 

Tómur bankareikningur á Tortóla eđa öđrum skálaskjólum í veröldinni hefur sömu skattalegu áhrif og tómur bankareikningur í Landsbankanum viđ Austurstrćti, ţađ er ađ segja sé hann talinn fram. Framtaldir peningar í banka í skattaskjóli hafa ţau áhrif ađ ţeir eru skattađir, rétt eins og peningar í íslenskum banka.

Nú kann ţađ ađ vera ađ einhver dragi í efa sannleiksgildi orđa ţeirra sem eiga tóma bankareikninga í útlöndum eđa peninga sem hafa veriđ taldir fram og beinlínis. Ţá er fullyrt ađ sannleikanum sé hagrćtt ... logiđ til um stađreyndir. Ţá er ákveđinn vandi á höndum enda ljóst ađ eftirspurn eftir svikum og prettum er greinilega meiri en frambođiđ og ţađ getur aldrei veriđ gott.

Í ţví sambandi má nefna manninn sem handtekinn var á bannárunum. Hjá honum fundust bruggtćki og var honum ţví gefiđ ađ sök ađ hafa bruggađ áfengi og selt sér til fjárhagslega ávinnings.

Sá handtekni neitađi sök og sagđi yfirvöld allt eins geta kćrt sig fyrir nauđgun.

Nú, spurđi sýslumađur međ ţjósti. Eruđ ţér ađ segja ađ ţér hafiđ gerst sekir um nauđgun?

Nei, svarađi aumingjans mađurinn, en ég er međ tćkin til ţess.

Sama er međ Tortóla reikninginn. Auđvitađ bendir hann til ţess ađ eigandi hafi gerst sekur um svindl og svínarí međ ţví ađ eiga hann ... Er ţađ ekki?


Nú vill Katrín rjúfa ţing en ekki ţegar Icesave var undir

Viđ teljum í raun og veru ađ ţađ sé mjög rík krafa uppi í samfélaginu um viđbrögđ af hálfu ţingsins. Ég held ađ réttu viđbrögđ séu ţau ađ rjúfa ţing og bođa til kosninga.

Svo mćlir núverandi formađur Vinstri grćnna í viđtali viđ mbl.is Nú er aldeilis uppi á henni typpiđ, eins og sagt er.

Viđhorf hennar var allt annađ ţegar ţjóđin hafđi marghafnađ Icesave samningum sem hún og hennar liđ hafđi búiđ til og ćtlast til ađ ríkissjóđur greiddi. Nei, hún og hennar hyski sat sem fastast jafnvel ţó ţjóđin hafi tekiđ undir orđ Davíđs Oddssonar, ađ ríkissjóđur ćtti ekki ađ ábyrgjast skuldir óreiđumanna.

Berum nú saman meintar ávirđingar á ţrjá ráđherra ríkisstjórnarinnar og skuldaklafa Icesave.

Ef eitthvađ er ţá er ţađ ţjóđaratkvćđagreiđslan um Icesave skuldirnar sem átti hafa ţađ í för međ sér ađ ríkistjórn Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. Sigfússonar segđi af sér. Hún gerđi ţađ ekki, sat lengi á eftir ađ hún var steindauđ.

Nú rćđur stjórnarandstađan sér ekki fyrir kćti. Heimtar ţingrof og kosningar vegna ţess ađ ţrír ráđherrar eiga meintar eignir í skattaskjólum. Enginn spyr hvort ađ ţessum eignum hafi veriđ haldiđ leyndum vegna skattaundanskota. Nei, svokölluđ skattaskjól virđast hafa sömu áhrif á sumt fólk eins og umrćđan um flensu. Margir kenna samstundis einkenna og leggjast í rúmiđ fárveikir án nokkurs smits.

Loksins, loksins er hćgt ađ rćđa um eitthvađ annađ en árangur ríkisstjórnarinnar:

 • Í efnahagsmálum. Stjórnarandstađan hefur ekki haft neinn árangur í ţeim umrćđum.
 • Ekki heldur í frumvarpi til fjárlaga. Var ţó málţóf sett af stađ af miklum rembingi.
 • Síst af öllu náđi stjórnarandstađan árangri í skuldamálum heimilanna.
 • Allra síst gat stjórnarandstađan uppgjör slitabúa bankanna tortryggilegar og reyndi hún ţó mikiđ. Niđurstađan var ţá sú ađ ţetta var allt síđustu ríkisstjórn ađ ţakka. Hún er sögđ hafa gert ţetta allt mögulegt á ţeim tíma er hún hafđi ţegar geispađ golunni.

Ţar af leiđandi eru nú tvö atriđi sem almenningur ţarf ađ íhuga. 

Hversu miklu máli skipta ávirđingar á ţrjá ráđherra í núverandi ríkisstjórn miđađ viđ árangur ţeirra og ríkisstjórnarinnar?

Ađ mínu mati er ţetta stormur í vatnsglasi miđađ viđ ţađ sem gerđist ţegar síđasta ríkisstjórn var og hét. Ţá datt Katrínu Jakobsdóttur og öđrum ráđherrum ríkisstjórnarinnar ekki til hugar ađ segja af sér. Hafđi hún ţó gjörtapađ ţjóđaratkvćđagreiđslu um Icesave og átti í kjölfariđ eftir ađ gjörtapa í ţingkosningum. Icesave var spurning um á ţriđja hundrađ milljarđa króna greiđslu út ríkissjóđi.

Er hćgt ađ taka eitthvađ mark á skođunum Katrínar um ţjóđarvilja?

 


mbl.is „Tökum ţá bara á orđinu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hin glađlega og kurteisa Svandís Svavarsdóttir gefur ráđ

Svandís Svavarsdóttir, ţingmađur Vinstri grćnna og fyrrum ráđherra, veit ósköp vel hvenćr ríkisstjórn er sćtt og hvenćr ekki. Hún sat í ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu sem náđi ađ starfa hálft kjörtímabil en var svo fallin. Gallinn var bara sá ađ ríkisstjórnin vissi ekki af ţví fyrr en eftir á.

Siđferđilegur stjórnmálaţroski Svandísar er slíkur ađ hún kemur hlaupandi međ ráđ sín og beindir núverandi ríkisstjórn á, kurteislega eins og hennar er von og vísa, ađ ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar sé ekki sćtt lengur. „... og viđ vonum náttúrlega ađ hún átti sig á ţví sjálf“, bćtir hún viđ, glađleg í bragđi, eins og hún á lund til.

Minni Svandísar er líklega orđiđ dálítiđ gloppótt. Ekki er ţví úr vegi ađ rifja upp nokkur mál sem urđu síđustu ríkisstjórn ađ fótakefli ţú hún hafi náttúrulega ekki áttađ sig á ţví sjálf ađ segja af sér. Ţá var engin glađleg og kurteis Svandís til ađ benda á ţađ sem miđur fór, vegna ţess ađ hún sat sjálf í forađinu miđju. 

Tökum nokkur dćmi um ávirđingar á síđustu ríkisstjórn: 

 1. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráđherra: Hćstiréttur dćmdi 2011 ađ umhverfisráđherra hafi ekki haft heimild til ađ hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um ađalskipulag sem gerđi ráđ fyrir virkjun viđ Urriđafoss.
 2. Ögmundur Jónasson, innanríkisráđherra: Kćrunefnd jafnréttismála úrskurđađi í ágúst 2012 ađ innanríkisráđherra hefđi brotiđ lög er hann skipađi karl en ekki konu í embćtti sýslumanns á Húsavík.
 3. Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra: Kćrunefnd jafnréttismála úrskurđađi 2012 ađ forsćtisráđherra hefđi brotiđ lög er hún skipađi karl en ekki konu í sem skrifstofustjóra í forsćtisráđuneytinu. Ráđherra var dćmd í fjársekt.
 4. Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra í ţćtti á mbl.is fyrir kosningar 2009: „Viđ höfum hérna nýja skýrslu, Evrópuskýrsluna, og ţađ hafa veriđ samtöl viđ forsvarsmenn Evrópusambandsins og ţeir segja ađ innan árs, kannski 18 mánađa, mundum viđ geta orđiđ fullgildir ađilar ađ Evrópusambandinu …“.
 5. Velferđarráđherra: Veitti forstjóra Landspítalans launahćkkun upp á 450.000 krónur á mánuđi sem er meira en flestir starfsmanna spítalans hafa í mánađarlaun.
 6. Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra: Sagđist á blađamannafundi í Stokkhólmi 27. júní 2009 vonast til ađ Ísland yrđi formlega gegniđ í ESB innan ţriggja ára.
 7. Steingrímur J. Sigfússon, formađur VG: Fullyrti sem stjórnarandstöđuţingmađur ađ ekki kćmi til mála ađ semja um Icesave. Sveik ţađ. - Var harđur andstćđingur Alţjóđagjaldeyrissjóđsins sem stjórnarandstćđingur en dyggasti stuđningsmađur hann sem fjármálaráđherra.
 8. Vinstri hreyfingin grćnt frambođ: Forysta flokksins sveik stefnu hans um ESB
 9. Ríkisstjórnin: Ţjóđin hafnađi áriđ 2010 Icesave samningi ţeim er ríkisstjórnin hafđi fengiđ samţykktan á Alţingi. Kosningaţátttaka var 63% og 98% kjósenda hafnađi samningnum.
 10. Ríkisstjórnin: Ţjóđin hafnađi 2011 Icesave samningi er ríkisstjórnin hafđi fengiđ samţykktan á Alţingi. Kosningaţátttaka var 75% og 60% kjósenda hafnađi samningnum.
 11. Ríkisstjórnin: Kosningar um stjórnlagaţing vakti litla athygli, kjörsókn var ađeins 36%. Ţann 25. janúar 2011 dćmdi Hćstiréttur kosningarnar ógildar.
 12. Ríkisstjórnin: Landsdómsmáliđ gegn Geir H. Haarde fyrrum forsćtisráđherra kostađi ríkissjóđ 187 milljónir króna.
 13. Ríkisstjórnin: Sótti um ađild ađ ESB án ţess ađ gefa kjósendum kost á ađ segja hug sinn áđur.
 14. Ríkisstjórnin: Kostnađur vegna ESB umsóknarinnar hefur veriđ tćplega tveir milljarđar króna á kjörtímabilinu.
 15. Ríkisstjórnin: Loforđ um orkuskatt svikin, átti ađ vera tímabundinn skattur
 16. Ríkisstjórnin: Gerđi ekkert vegna skuldastöđu heimilanna
 17. Ríkisstjórnin: Setti ÁrnaPáls-lögin til höfuđs skuldurum en til hagsbóta fyrir skuldareigendur.
 18. Ríkisstjórnin: Gerđi ekkert vegna verđtryggingarinnar sem var ađ drepa stóra hluta skuldara í kjölfar hrunsins.
 19. Ríkisstjórnin: Hćkkađi skatta á almenning sem átti um sárt ađ binda vegna hrunsins.
 20. Ríkisstjórnin: Réđst gegn sjávarútveginum međ offorsi og ofurskattheimtu.
 21. Ríkisstjórnin: Breytti lögum, reglum og stjórnsýslunni í landinu til ađ ţóknast ESB í ađlögunarviđrćđunum.

Fleira má eflaust til taka en ég bara man ekki meira í augnablikinu. Eflaust verđa einhverjir skynugir lesendur og minnisbetri til ađ bćta hér í. Tek ţađ fram ađ ég hef birt ţennan lista áđur og mun halda ţví áfram um ókomin ár.


mbl.is Ríkisstjórninni ekki sćtt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veit Svanur Kristjánsson eitthvađ eđa skrökvar hann vísvitandi?

Í ljósi síđustu upplýsinga um framferđi ríka 1% fólksins er óhćtt ađ fullyrđa ađ hver einasti ţingmađur Sjálfstćđisflokksins mun greiđa atkvćđi gegn vantrausti á forsćtisráđherra. 

Hyldjúp gjá hefur myndast á milli ţorra ţjóđarinnar og ţingmeirihluta/ríkistjórnar. Forseti Íslands má ekki -ađ mínu mati - sitja hjá ađgerđarlaus. 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands handvaldi Sigmund Davíđ Gunnlaugsson sem forsćtisráđherra. 

Hann situr svo lengi sem forsetanum ţóknast. Í valdi forsetans er ađ skipa nýja ríkisstjórn -síđan yrđi rofiđ ţing og bođa til nýrra ţingkosninga.

Ţetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafrćđiprófessor viđ Háskóla Íslands á Facebook síđu sinni (greinskil eru mín).

Hann er ţekktur fyrir ađ hafa sjaldan fariđ međ rétt mál og undir yfirskini „stjórnmálafrćđa“ iđulega rekiđ erinda ţeirra flokka sem hann styđur á hverjum tíma og raunar sjálfur tekiđ ţátt í stjórnmálum. Hann hefur sjaldnast veriđ marktćkur en ţó iđulega hampađ af Ríkisútvarpinu.

Í ofangreindri tilvitnun, sem er raunar allt ţađ sem hann sagđi á Facebook, eru sex atriđi sem flokkast sem rangfćrslur og tilbúningur. Svanur má eiga ţađ ađ ţetta er ótrúlegur árangur í ekki lengri texta. Hins vegar er viljinn til ósannsögli greinilegur.

 1. Svanur veit ekkert hvernig ţingmenn sjálfstćđisflokksins muni greiđa atkvćđi komi fram vantraust á forsćtisráđherra. Frćđingurinn giskar ţarna eins og svo oft áđur.
 2. Svanur giskar á ađ gjá hafi myndast milli ţings og ţjóđar. Gamalkunnugur talsmáti ţeirra sem ekkert vita.
 3. Svanur vill ađ forsetinn skipi reki núverandi ríkisstjórn og myndi ađra. Annađ hvort er Svanur ţarna ađ skrökva eđa hann veit ekki betur. Forsetinn hefur ekkert leyfi til ađ segja ríkisstjórn upp. Ţar ađ auki myndar forseti ekki ríkisstjórn upp á sitt eindćmi.
 4. Forseti Íslands „handvaldi“ ekki Sigmund Davíđ Gunnlaugsson sem forsćtisráđherra. Forseti rökstuddi ţađ međ ţeirri stađreynd ađ Framsóknarflokkurinn hafi unniđ stćrri sigur í síđustu alţingiskosningum en ađrir.
 5. Svanur heldur ţví fram ađ forsćtisráđherra sitji svo lengi sem forseta ţóknist. Ţetta er einn eitt stórsvig Svans framhjá sannleikanum
 6. Forseti getur ekki rofiđ ţing međan starfhćfur meirihluti er á Alţingi. Ótrúlegt ađ Svanur skuli halda ţessu öđru fram, ţvert gegn ţví sem rétt er.

Svanur Kristjánsson og sannleikurinn eiga greinilega ekki samleiđ. Sá er ekki merkilegur pappír sem hallar réttu máli, jafnvel ţó hann skreyti sig međ međ prófessorstitli og menntun í stjórnmálafrćđi.

Eiginlega er aumasta viđ Facebook fćrslu Svans ađ vefmiđillinn pressan.is skuli lúta svo lágt ađ segja frá henni. Pressan hćkkar ekki í áliti viđ tiltćkiđ.

 


Fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV er stórbrotin ekkifrétt

Hvađ réttlćtir ađ fyrsta frétt í Ríkisútvarpinu á föstudeginum langa séu vangaveltur ţingmanns stjórnarandastöđunnar um svokallađ Wintris mál, ţađ er fjármál eiginkonu forsćtisráđherrans?

Hvađ er fréttnćmt í ţví ađ Svandís Svavarsdóttir, ţingmađur og fyrrum ráđherra, vilji halda áfram ađ berja á forsćtisráđherra? Ríkisútvarpiđ hefur ţađ engu ađ síđur eftir henni ađ ţingmenn geti sett á stofn rannsóknarnefnd.

Er fréttastofan svo skyni skroppin ađ svo rammpólitískar pćlingar Svandísar um stofnun rannsóknarnefnd eđa siđaráđ hafi einhverja ađra fótfestu en í hausnum á henni sjálfri? Sé svo má opna fyrir alls kyns dellufréttir í Ríkisútvarpinu.

Til greina kemur ađ stofna rannsóknarnefnd eđa setja á stofn siđaráđ segir ţingmađur.“ 

Áfram er haldiđ síbyljunni um fjármál eiginkonu forsćtisráđherra en ţó hefur allt veriđ sagt sem um máliđ er ađ segja. Ríkisútvarpiđ vill ţó ekki bregđast okkur áskrifendum sínum.

Nú er Svandís Svavarsdóttir dregin upp á dekk. Hún sem seldi pólitíska sannfćringu sína í ESB málinu fyrir ráđherrasćti, konan sem vildi ekki leyfa ţjóđinni ađ segja álit sitt á ađildarumsókninni, hún sem ćtlađi ađ setja drápsklyfjar Icesave á ríkissjóđ en ţjóđin hafnađi ţví og síđar ríkisstjórninni sem hún sat í. Nú er hún orđin álitsgjafi í siđferđilegum efnum.

Nćst má búast viđ ţví ađ fyrsta frétt í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins verđi ţessi: „Til greina kemur ađ leggja niđur Vinstri grćna, segir ţingmađur.“ Og svo sé til dćmis vitnađ í Brynjar Níelsson, ţingmann Sjálfstćđisflokksins sem ábyggilega hefur velt ţessu fyrir sér og er síđur en svo á móti ţví.

Ţarnćst má búast viđ ţví ađ fyrsta fréttin verđi ţessi: „Óttar Proppé, ţingmađur [afsakiđ, en ég get ómögulega munađ hvađ flokkurinn hans heitir] var hugsi en er ţađ ekki lengur. Um ţađ eindćma hugsanastopp mćtti vitna í einhvern ţingmann Framsóknarflokksins sem veltir fyrir sér hvers vegna Óttar hafi yfirleitt ţóst vera ađ hugsa.

Grínlaust sagt, fyrsta frétt Ríkisútvarpsins klukkan nítján eru bara pćlingar sem Svandís dettur af og til í og hringir svo í Ríkisútvarpiđ til ađ fá viđtal viđ sig. Og fréttamađurinn lćtur freistast í gúrku dagsins.

Varla var ţađ fréttamađurinn sem hringdi í Svandísi til ađ búa til enn eina fréttina um fjármál eiginkonu forsćtisráđherrans? Nei, ţađ er frekar ótrúlegt ...


Snillingur fallinn frá

Ţeir finnast ekki margir „strćkerarnir“ eins og Johan Cryuff. Nú er virđist allt bundiđ í kerfi, ekkert má. Leikmenn eiga ađ halda sig á ákveđnum reitum á vellinum og einstaklingsframtakiđ tekiđ úr međ hnitmiđađri skurđađgerđ.

Minning um Cruyff mun lifa sem og annarra sem fengu ađ leika fótbolta međ hjartanu.


mbl.is Snilli Johans Cruyffs - myndskeiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylkingin nálgast óđum kjörfylgi Alţýđuflokksins

Er ţessum ţingmönnum, gömlum og nýgömlum, fyrirmunađ ađ sjá eigin ţátt í ţví ađ Samfylkingin er nú ađ niđurlotum komin - og ţeirra hlutur gćti varla orđiđ annar úr ţessu en ađ veita henni nábjargirnar? Varaformađur flokksins virđist einn ţingmanna hans fćr um ađ komast ađ hinni einu rökréttu niđurstöđu: ađ hćtta í pólitík.

Ţannig er jafnađarmönnum óskađ til hamingju međ 100 ára afmćli Alţýđuflokksins.Sá sem skrifar er Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri. Hann ţekkir nokkuđ til jafnađarstefnunnar, sonur Magnúsar H. Magnússonar, eđalkrata eins og sagt er, bćjarstjóra í Vestmannaeyjum, ţingmanns og ráđherra.

Pál skrifar greinina í Morgunblađ dagsins og fer í henni á kostum en jafnađarmenn fá háđulega útreiđ og eiga sér varla viđreisnar von ... í bókstaflegri merkingu rétt eins og yfirfćrđri.Og viđ, andstćđingar jafnađarmanna skemmtum okkur yfir sannverđugum lýsingum.

Páll segir:

Fyrir nokkrum vikum rakti formađur hans samviskusamlega, en ţremur árum of seint, öll ţau mistök sem flokkurinn hafđi gert í síđustu ríkisstjórn. Sú yfirferđ ćtlađi engan enda ađ taka og var ţó ekki allt taliđ. Samfylkingin klúđrađi meira ađ segja sínu helsta hjartans máli; umsókninni um ađild ađ Evrópusambandinu, sem sumir kölluđu einu eftirlifandi hugsjón hennar af 100 ára sögu.

Ţetta er alveg rétt hjá Páli. Ađildarumsóknin var eins og lygasaga međ núverandi feldarforsetaframbjóđanda í ađalhlutverki sem endasentist á milli Brussel og Reykjavíkur í erindum Jóhönnu Sigurđardóttur, forsćtisráđherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjölráđherra. Sá síđarnefndi seldi stefnu flokks síns í utanríkismálum fyrir ráđherrasćti. Ţegar litiđ er til baka sést hversu skopleg seta ţessara flokka varđ í ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur tileinkuđu sér aukinheldur áhrifaríkan fýlusvip í fjölmiđlum, töluđu í véfréttarstíl og smíđuđu slagorđ eins og „skjaldborg“ og „norrćn velferđ“ sem voru bókstaflega orđin tóm.

Allt leiddi til annars hruns, hrikalegs fylgistaps Samfylkingar og Vinstri grćnna í síđustu kosningum. Og enn hrynur fylgiđ.

Páll segir í grein sinni:

Ţađ er svo talandi tákn um séríslenskan húmor ađ ţessi fararstjóri til Brüssel, og einn ţeirra sem hafa dregiđ Samfylkinguna út í mýrina miđja, er nú sagđur telja sig best til ţess fallinn af öllum mönnum ađ verđa forseti Íslands! Skilst nú betur af hverju ţessi fyrrverandi mesti orđhákur íslenskra stjórnmála hefur ekki talađ um annađ á opinberum vettvangi misserum saman en konu sína, kött og krakka. Hann veit af klókindum sínum ađ ţessi ţrenning er miklu fremur, og maklega, til vinsćlda fallin en annađ sem hann hefur stađiđ fyrir í áranna rás.

Já, til hamingju međ 100 ára afmćli Alţýđuflokksins, kćru jafnađarmenn.

Óđum nálgast Samfylkingin kjörfylgi hins aldna flokks, sem ţó hefur ekki bođiđ fram í um tuttugu ár. Segir ţađ ekki ýmislegt um ţá báđa?


Sala Grímsstađa á Fjöllum getur varđađ öryggi landsins

VarđaEin landmesta jörđ landsins, Grímsstađir á Fjöllum, var gerđ ađ tilraun Kínverja til ađ fá ađstöđu hér á landi. Núna er ćtlunin ađ falbjóđa 0,3 prósent af Íslandi í Evrópu.

Á međan einstaklingar eiga jafn stórar hlut af landinu og raun ber vitni er ávallt hćtta á ađ ţeir hagi sér eins og óvitar međ eldspýtur á flugeldasölu.

Nćrtćkt er ađ ríkiđ kaupi Grímsstađi á Fjöllum og taki ţar međ fyrir jarđasölu sem auđveldlega getur sett öryggismál Íslands í uppnám.

Ţetta skrifar Páll Vilhjálmsson á bloggi sínu „Tilfallandi athugasemdir“. Hann mćlir oftast gagnlegt og ég er hér hjartanlega sammála honum. Best fer á ţví ađ hálendi Íslands sé ţjóđareign, hlutar af ţví gangi ekki kaupum og sölum né heldur ađ takmarkanir séu lagđar á ferđafrelsi almennings.

Hins vegar er mér ţađ hulin ráđgáta hvernig stórir hlutar af hálendinu hafi getađ komist undir ákveđnar jarđir. Ég tel mig ţekkja ágćtlega til víđast hvar á landinu, ekki síst á hálendinu. Ţađ er auđvitađ stórkostlegt og fagurt en stóran hluta ársins er ţađ heldur fráhrindandi og lítt til dvalar falliđ. Á ferđum mínum, sumar og vetur, hefur oft veriđ bjart og fagurt og gaman ađ ganga, jafnvel á skíđum ađ vetrarlagi. Hins vegar breytast ađstćđur ansi fljótt ef mađur er ekki á hreyfingu. Ţá kólnar manni ansi hratt.

Oft hef ég leitt hugann ađ forfeđrunum á ferđ um landiđ og jafnvel til Fjalla-Eyvindar og Höllu. Ansi hreint er ég viss um ađ ţeim hefur liđiđ bölvanlega í útilegu sinni. Ţeim hefur oftar en ekki veriđ kalt og rakinn veriđ versti óvinurinn. Ég er ţess fullviss ađ fagurt sólarlag hefur aldrei yljađ neinum sem var blautur í fćtur.

Á ferđum mínum hefur mađur getađ skotiđ upp góđu tjaldi, eldađ mat og skriđiđ ofan í vandađan svefnpoka og jafnvel ţurrkađ blaut plögg. Fátt verđur vel útbúnum nútímamanninum ađ meini.

En ţetta var nú útidúr en tengist ţó. Hvernig urđu Grímsstađir á Fjöllum svo stórir eins og ţeir virđist vera í dag? Var ţađ međ einfaldri yfirlýsingu landeiganda einhvern tímann í fyrndinni og er löngu gleymd en ţjóđsagan lifir?

Páll Vilhjálmsson hefur rétt fyrir sér. Sala á gríđarlega stóru á land getur haft alvarlegar afleiđingar fyrir öryggismál Íslands, sérstaklega ef eignarhaldiđ verđur útlent.

Myndin er af vörđu, tekin í slydduhríđ á meintu landi Grímstađa á Fjöllum.


Bílstjórinn sem dreifđi rusli úr ruslagámnum

ruslĆtli ţađ sé ekki best ađ ég biđji rauđskeggjađa bílstjórann á bíl Gámaţjónustu Norđurlands ehf. afsökunar á framhleypni minni. 

Hann var nýbúinn ađ hala inn gám en svo óheppilega vildi til ađ úr gámnum tók ađ fjúka pappír af ýmsu tagi ţegar hann ók af stađ. Viđ nćstu umferđaljós vinkađi ég í hann og ţegar ég náđi athygli hans rúllađi hann treglega niđur rúđunni. Ţá sagđi ég honum hvađ hafđi gerst.

„Hvađ kemur mér ţađ viđ,“ sagđi bílstjórinn dálítiđ hranalega.

„Tja, ţađ fýkur rusl úr gámnum á bílnum ţínum,“ sagđi ég dálítiđ hissa.

„Og hvađ á ég ađ gera? Tína upp rusliđ? Ég hef engan tíma til ţess. Ţarf ađ halda áćtlun,“ sagđi ţessi ágćti mađur, örlítiđ pirrađur yfir mér og framhleypni minni. 

„Ţú gćtir ţá hringt í einhvern og beđiđ ađra um ađ hreinsa upp rusliđ,“ datt mér í hug ađ segja.

„Ţađ er ekki í mínum verkahring,“ hreytti mađurin út úr sér. „Ég get svo sem látiđ borgina vita,“ bćtti hann viđ. Svo rúllađi hann rúđunni aftur upp og ók af stađ enda var komiđ grćnt ljós.

rusl2Ég ók af stađ og fram úr en sá í baksýnisspeglinum ađ enn fauk upp úr gámnum. Framundan var útskot á götunni og ég ók ţar inn og beiđ eftir ađ gámabíllinn ók framhjá. Ţá tók ég mynd af honum. Ef smellt er á myndina verđur hún stćrri og ţá má ef til villi sjá rusliđ fjúka.

Auđvitađ á venjulegur borgari ekkert međ ađ skipta sér af starfi borgarstarfsmanna eđa verktaka á vegum borgarinnar.

Viđ eigum ađ ţegja og vita ađ ţeir ţurfa ađ halda tímaáćtlun sinni. Skiptir engu ţó rusliđ úr gámnum dreifist um akstursleiđ bílsins.

Auđvitađ kemur ţetta mér ekkert viđ.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband