Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Uppáhald, klúður og persónulegt
31.12.2010 | 17:50
Þegar snögglega er litið yfir árið sem er að líða hrasar maður um eftirfarandi þúfur:
- Dómur Hæstaréttar um gengistryggingar lána telst af hinu góða.
- Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ein góð og búsit var við. Í henni er margvísleg steypa og hún er að hluta til hlutdræg. Skrifa um hana á nýju ári.
- Synjun forsetans á lögunum um Icesave var af hinu góða
- Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var löðrungur framan í ríkisstjórnina
- Wikileaks var stórmerkilegt framtak sem sýnir að leyndarmál Bandaríkjamanna voru engin leyndarmál heldur höfðu hundruð þúsunda aðgang að þeim.
- Ríkisstjórnin og verk hennar
- Lögin um stjórnlagaþingið, kosningabaráttan og úrslitin
- Borgarstjórinn í Reykjavík sem skilur ekki, veit ekki, þekkir ekki og kann ekkert nema að vera trúður. Hann er í þægilegri innivinnu.
- Að vera með flensu meðan á gosinu á Fimmvörðuhálsi stóð
- Ruglið í lögreglunni um staðhætti á Fimmvörðuhálsi og á Eyjafjallajökli
- Að hafa stolist inn að Lóni meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð
- Að hafa stolist með Reyni vini mínum yfir Fimmvörðuháls meðan valdsstjórnin var með lokað á Fimmvörðuhálsi.
- Að hafa með fleirum skipulagt gönguleið yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í júní.
- Að hafa gengið um Hornstrandir í einstaklega skemmtilegum félagsskap.
- Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
- Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
- Að hafa ekki gengið á Eyjafjallajökul meðan á gosinu stóð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rúv velur sjálft sig í innanfélagsmótinu
31.12.2010 | 17:10
Eftir nákvæma skoðun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að maður ársins sé einfaldlega ÉG. Rökstuðningurinn er skýr, ég get ekki án mín verið og við vinnum vel saman.
Ríkisstjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steingrímur og Jóhanna séu ráðherrar ársins. VG hefur kostið Steingrím sem mann ársins og Samfylkingin hefur kosið Jóhönnu mann ársins.
Hver er sjálfum sér næstur. Ríkisútvarpið er með innanfélagsmót og kýs einhvern úr sínum röðum sem fréttamann ársins. Ekki hefur verið gert uppiskátt hver er hljóðmaður ársins hjá RÚV, dagskrárgerðarmaður ársins, skrifstofumaður ársins, auglýsingasölumaður ársins eða útvarpsstjóri ársins. Það hlýtur þó að verða gert heyrum kunnugt innan skamms.
Svo má gera ráð fyrir að viðtöl verði tekin við þessa fræknu einstaklinga. Svavar þakkar kollegum sínum á RÚV fyrir valið og heitir því að skila aðdrei auðu heldur kjósa næst þann sem er fremstur í stafrófinu.
-Og hverju þakkar þú þennan árangur? Svabbi minn.
- Jú, mamma hefur alltaf staðið við hliðina á mér, stjórnað handahreyfingum mínum, rétt mér pelann þegar þorstinn hefur sótt á mig.
- En þú ert svo duglegur að afla frétta, hvernig gerirðu það?
- Ég er bara í vinnunni minni og geri eins vel og mér er sagt. Annars á ég ekki þetta skilið alveg einn. Fréttastofan vinnur sem ein heild og hún er öll fréttamaður ársins nema Óðinn, hann hefur einn atkvæðisréttinn. Vona bara að hann hafi gaman af golfsettinum sem ég gaf honum.
- Og hvað viltu svo segja við þjóðina á þessum tímamótum?
- Ég vona að alltaf verði til vondir kallar til að fletta ofan af. Annars á ég þá ósk dýrmætasta að á Íslandi þrífist aldrei spilling sem ekki verður hægt að fletta ofan af og heimildarmenn mínir ausi úr allsnægtarbrunni sínum og enginn fatti að ég er skáld gott.
- Einhver skilaboð í lokin?
- Þetta er hrikalega lélegt blogg. Fjandans maðurinn getur bara ekki látið mig segja svona. Við óðinn verðum að finna eitthvað á hann.
RÚV útnefnir Svavar fréttamann ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tómt bull í Lilju Móses ...
29.12.2010 | 12:46
Hvaða dómsdags vitleysa er þetta í Lilju Móses (eins og forsætisráðherra kallar hana, líklega í niðurlægingarskyni). Skilur hún ekki að stjórnmálamenn eru ekki bundnir af þeim orðum sem þeir láta falla í stjórnarandstöðu. Þegar komið er í stjórn er allt annað uppi á tengingnum.
Steingrímur Sigfússon er í þeirri lítt öfundsverðu aðstöðuað þurfa að takast á við nær ómögulegt verkefni sem er að rétta þjóðarskútuna við. Það kostar ESB aðild, heilmiklar skattahækkanir, hækkanir á þjónustugjöldum, uppsagnir á starfsmönnum hins opinbera og ekki síst að draga úr þjónustu við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu.
Og Lilja Móses (eins og forsætisráðherra kallar hana, líklega í niðurlægingarskyni) vogar sér að vitna í gömul ummæli fjármálaráðherra eins og hann hefði eitthvað meint með þeim. Hvernig yrði nú staðan í þjóðfélaginu ef stjórnmálamenn meintu eitthvað sem þeir segðu?
Lilja rifjar upp orð Steingríms um AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allir frambjóðendur hljóta að vera málsaðilar
29.12.2010 | 12:36
Þetta er einhver misskilningur. Kjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi eru ekki þeir einu sem eiga rétt á að skoða greinargerðir dómsmála- og mannréttindaráðuneytis. Aðrir frambjóðendur frambjóðendur hljóta að eiga rétt á að kynna sér greinargerðirnar og gefa umsagnir.
Kærurnar lúta að framkvæmd kosninganna og þar af leiðandi geta verið áhöld um að þeir sem hafa fengið kjörbréf séu einfaldlega ekki rétt kjörnir. Þess vegna eiga allir frambjóðendur aðild að málinu.
Fulltrúar fá að tjá sig um kærur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekkert eðlilegt við mistök ríkisstjórnarinnar
28.12.2010 | 17:52
Ríkisstjórninni hefur mistekist herfilega. Þau mál sem mestu skipta hefur henni mistekist að færa til betri vegar. Það sem meira er, ríkisstjórnin verður ekki betri með því að Framsóknarflokkurinn gangi inn í hana. Sá flokkur hefur verið iðinn í málefnalegri gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Það getur því ekki gerst að ríkisstjórnin breyti um stefnu með tilkomu Framsóknar og viðurkenni þar með að hafa haft rangt fyrir sér.
Besti kosturinn og sá eðlilegasti er nýjar kosningar. Þjóðin vill ekki hafa þessa ríkisstjórn lengur og því er kominn tími til að kjósa upp á nýtt, halda áfram endurnýjun á Alþingi, hvetja til þess að þaulsetnir þingmenn hverfi á braut og eftirláti nýju og fersku fólki stjórn landsins.
Þetta er sá kostur sem Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar setur ekki í forgang af því að hann óttast dóm þjóðarinnar. Hann og kollegar hans vilja sitja sem lengst í þeirri von að eitthvað lagist af sjálfu sér því þeir hafa reynst ófærir um að breyta til betri vegar. Hins vegar kunna þeir einstaklega að klúðra málum.
Ríkisstjórn er hætt að hafa áhyggjur af atvinnuleysinu, hún ætlar sér ekkert að gera frekar í skuldastöðu heimilanna, gengið er fryst, Seðlabankinn orðið deild undir fjármálaráðherra, þar er líka eini ríkisbankinn, fyrirtæki á hausnum eru rekin á kostnað bankanna og eru í þann mund að setja þau fyrirtæki sem ekki er fjarstýrt úr bankakerfinu lóðbeint á hausinn. Og allt þetta á almenningur að borga með hærri sköttum og þjónustugjöldum.
Þetta kallar Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eðlilegt.
Framsókn eðlilegur kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á jólum kætast kaupmenn og prestar
27.12.2010 | 12:59
Auðvitað eru eru kaupmenn ánægðir með jólaverslunina í ár. Hvernig gæti annað verið? Eru prestar ánægðir með kirkjusóknina um jólin? Jú, svo sannarlega. Hvernig mætti annað vera? Og jólasveinarnir eru líka ósköp glaðir.
Allar þessar stéttir sem byggja afkomu sína á jólunum eru yfirmáta hamingjusamar með jólin. Hvernig væri verslunin ef ekki væri fyrir kristna trú og hvernig liði nú biskupnum og prestunum ef almenningur nyti ekki verslunarinnar?
Þá væru jólin eins og í fyrndinni. Fólk léti nægja einfaldar heimagerðar gjafir, talaði saman, snæddi íburðarlausan mat og kannski ein og ein fjölskylda tæki lagið, jólalagið.
Nei, guð forði okkur frá einfaldri, skuldlausri, kreditkortalausri jólahátíð.
Útsölur hefjast 3. janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hnignun kirkjunnar og viðreisn Mammons
25.12.2010 | 12:31
Hvað eru jólin? Gæti svarið verið hningnun kristilegrar kirkju og ótrúlega hröð viðreisn mammons og sókn í veraldleg gæði.
Æ, því miður er það bara svo. Lítum í kringum okkur. Hverjir eru það sem halda öflugast upp á jólin? Það eru verslanir, bókaútgáfur, skemmtikrafta og listamenn af ýmsu tagi.
Frá því í október höfum við verið minnt á komandi jóla. Nei, það eru ekki prestar landsins sem kynda undir væntingarnar heldur þeir sem bjóða varninginn til sölu. Ekkert er ókeypis en öll gleði og hamingja fæst með því að versla í Kringlunni, Smáranum, rölta Laugaveginn eða drekka kakó á Skólavörðustígnum. Og eru þá aðeins örfáir af hinum sönnu boðendum jólanna nefndir til sögunnar. Allt undir því yfirskini að betra sé að gefa en þiggja sem útleggst í dag hjá orðaútúrsnúningatextagerðarmanninum: Gott að gefa, himneskt að þiggja.
Hvað með það þó þetta sé svona, er það svo sem ekki allt í lagi? Jú, jú, en ... Þeetta stendur allt svolítið þversum í mér þó ekki hafi ég reynst trúrækinn. Ég veit það eitt að hinn kristni jólaboðskapur er allur annar.
Ég ólst upp við falleg jólalög sem enn lifa, þökk sé boðendum nútímajóla. Ekkert er heilagt. Hagleiksmenn í textagerð snúa út úr gömlu, klassísku jólalögunum og heimfæra þá upp á einstaka verlsanir eða gotteríisframleiðendur. Jólasálmar og jólalög eru orðin kennimerki fyrirtækja í sjónvarpi og útvarpi. Sánkti Kláus gengur erinda sykurvatnsframleiðanda, íslensku jólasveinarnir eru komnir á launaskrá miðborgar Reykjavíkur og einstaka verslanna, framleiðenda og innflytjenda. Jafnvel texti úr jólaguðspjallinu hefur ratað í auglýsingar.
Hvað væru jólin ef ekki væri fyrir jólaljósin marglitu frá rúmfatabíkósmiðjunni? Hversu mikið ómenni er ekki sá sem vanrækir að skrauta húsið sitt að utan og innan? Þvílíkur föðurlandssvikari er sá sem ekki kaupir íslenskt tré, standsetur það ekki í öndvegi í stofunni, hleður á það ljósum og glingri?
Og svo tek ég þátt í öllu tilstandinu. Læt Ríkisútvarpið ljúga því að mér að mikil umferð sé á Laugaveginum og þar þurfi allir að vera, hlusta á viðtölin við kaupmenn sem dásama viðreisnina eftir hrunið, að jólaverslunin sé þetta og þetta góð. Bækur Arnaldar, Yrsu, Árna og Ævars seljast í bílförum.
Jólabarómetrið er sjóður kaupmannsins. Því hærra sem er í honum því gleðilegri jól fyrir mig.
Svo erum við öll búin að gleyma atvinnuleysinu, skortinum hjá meðborgurum okkar, skattheimtu ríkisstjórnarinnar, fjárlögunum sem drepa allt í dróma, framhjáhaldi fjármálaráðherra með ESB aðildarviðræðunum, fjarveru forsætisráðherra frá raunveruleikanum ...
Ungum var mér sagt að barn hefði fæðst í fjárhúsi skammt frá bænum Betlehem. Þar virðist hafa ríkt einföld gleði og nægjusemi. Samtök verslunarinnar komu hvergi nærri og stjarnan sem vísaði vitringunum veginn var ekki lógó Kringlunnar og vitringarnir gáfu en seldu ekki. Og jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði voru hvergi nærri.
Og þetta eru nú jólin Karl minn sigurbjörnsson. Þannig er nú það, þrátt fyrir kirkjuna.
Hvað eru jólin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofmetið útvarp og vanmetin þögn
23.12.2010 | 15:06
Ríkisútvarpið er líklega skrýtnasta fyrirtæki á landinu. Eða ætti ég að segja stofnun? Afar sjálfhverft apparat.
Tökum sem dæmi jólakveðjurnar sem nú er farið að lesa á rás eitt. Eflaust finnst mörgum afar jólalegt að hlusta á síbyljuna en að Nonni og fjölskylda nái að heyra kveðjuna frá Gunnu og fjölskyldu er líklega jafn vonlaust og að fá lofstein í gegnum þakið hjá sér. Jólakveðjurnar eiga rætur sínar í einokunartímabili Ríkisútvarpsins sem illu heilli varði í um fimmtíu ár. Maður ólst upp við að vera knúinn til að hlusta á menningarofvitanna sem tróðu upp á landsmenn ýmiskonar dagskrá sem átti að vera einhvers konar meðaltal þess sem allir vildu hlusta á. Fannst þessum ofvitum í minni æsku aldeilis ótrúlegt að við vildu frekar hlusta á kanann en íslenska nútímatónlist eftir Atla Heimi, sem að vísu er hinn ljúfasti maður.
Annað dæmi er dagskrá rásar eitt fyrir stjórnlagaþingskosningarnar. Þá datt ofvitum ríkisútvarpsins í hug að demba viðtölum við meira enn fimmhundruð frambjóðendur og dugði ekki minna en heil vika. Engum datt í hug að eitthvað væri athugunarvert við framtakið. Hvernig í ósköpunum áttu hlustendur að geta myndað sér skoðun á öllum þessum fjölda frambjóðenda? Það var í raun útilokað að gera öllum frambjóðendum skil og hefði útvarpið betur sleppt þessum hroða.
Einhvern veginn verður það allaf svo að engin gagnrýnin rödd má heyrast á dagskrá útvarpsins. Þar á bæ eru allir svo afskaplega meðvirkir í að gera öllum að meðaltali gott í stað þess að sérhæfa sig á einhvern hátt. Svo er gripið til hinna skrýtnu varna sem byggast á frasanum um öryggishlutverk RÚV, menningarhlutverk þess og svo framvegis.
Þegar upp er staðið er RÚV eifnaldlega útvarp og sjónvarp. Hversu flókin þarf slík starfsemi að vera?
Svo er það allt annað mál og álíka alvarlegt hversu einhæfni nútíma útvarpsstöðva er orðin mikil og hversu þögnin er vanmetin.
Einlægar og hjartahlýjar kveðjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spennitreyjupólitík vinstri stjórnarinnar
23.12.2010 | 11:24
Las Moggann í morgun. Staldraði við forystugreinina og fannst hún vel skrifuð og af góðum skilningi. Í henni stendur:
Verðbólga er vond ef hún fer úr böndum. En það skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lækkar því miður ekki vegna ákvarðana um vexti um þessar mundir. Ákvarðanir SÍ [Seðlabanka Íslands] síðasta árið hafa ekkert haft með hana að gera. Vonandi vita menn það á þeim bæ, ella gæti illa farið. Verðbólgumæling nú er einkum mæling um samdrátt á flestum sviðum, hún er táknmynd um að enginn fæst til fjárfestinga í landinu sem neinu nemur vegna fjandsamlegs umhverfis, niðurdrepandi afstöðu stjórnvaldanna í landinu, sívaxandi skattahækkana og stjórnmálalegrar upplausnar. Og þær atvinnugreinar sem fyrir eru í landinu búa við samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skattahækkun eftir skattahækkun.
Betur er varla hægt að orða það vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Og ríkisstjórnin hreykir sér af efnahagslegum árangri sem byggir á spennitreyjupólitík. Sjúklingurinn nær auðvitað engum bata ef hann er lokaður inni í bólstruðum klefa og er þar að auki í spennitreyju.
Gagnslítil afsökun eftir alvarlegar ávirðingar
22.12.2010 | 11:37
Björn Valur Gíslason fer oft mikinn. Margir kalla hann strigakjaft. Held að það sé ofmælt en hann er fylginn sér.
Margir eru hraðskrifandi á heimasíður sínar og blogg, skrifa stundum eins og þeir tala. Það er ekki skynsamlegt. Björn ætti að venja sig á að salta sum skrif sín og geyma til dæmis yfir nótt og lesa síðan yfir. Það er góð regla. Það er hins vegar ekki gott að láta allan andskotann flakka og láta síðan nægja að biðjast afsökunar. Með því er sú gjörð gengisfelld og missir marks.
Ávirðingar Björns á Kristján eru afar alvarlegar, raunar er varla hægt að segja neitt verra um Alþingismann en að hann gangi erinda annarra og fái laun fyrir. Afsökunarbeiðni dugar þar lítt þegar óhróðurinn er kominn út um allar jarðir.
Biður Kristján Þór afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |