Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010

Uppáhald, klúđur og persónulegt

Ţegar snögglega er litiđ yfir áriđ sem er ađ líđa hrasar mađur um eftirfarandi ţúfur:

 1. Dómur Hćstaréttar um gengistryggingar lána telst af hinu góđa.
 2. Skýrsla rannsóknarnefndar Alţingis var ekki ein góđ og búsit var viđ. Í henni er margvísleg steypa og hún er ađ hluta til hlutdrćg. Skrifa um hana á nýju ári.
 3. Synjun forsetans á lögunum um Icesave var af hinu góđa
 4. Ţjóđaratkvćđagreiđslan um Icesave var löđrungur framan í ríkisstjórnina
 5. Wikileaks var stórmerkilegt framtak sem sýnir ađ leyndarmál Bandaríkjamanna voru engin leyndarmál heldur höfđu hundruđ ţúsunda ađgang ađ ţeim.
Klúđur ársins finnst mér ţessi vera:
 1. Ríkisstjórnin og verk hennar
 2. Lögin um stjórnlagaţingiđ, „kosningabaráttan“ og úrslitin
 3. Borgarstjórinn í Reykjavík sem skilur ekki, veit ekki, ţekkir ekki og kann ekkert nema ađ vera trúđur. Hann er í ţćgilegri innivinnu.
 Persónulega finnst mér eftirfarandi standa uppúr:
 1. Ađ vera međ flensu međan á gosinu á Fimmvörđuhálsi stóđ
 2. Rugliđ í lögreglunni um stađhćtti á Fimmvörđuhálsi og á Eyjafjallajökli
 3. Ađ hafa stolist inn ađ Lóni međan á gosinu í Eyjafjallajökli stóđ
 4. Ađ hafa stolist međ Reyni vini mínum yfir Fimmvörđuháls međan valdsstjórnin var međ lokađ á Fimmvörđuhálsi.
 5. Ađ hafa međ fleirum skipulagt gönguleiđ yfir gosstöđvarnar á Fimmvörđuhálsi í júní.
 6. Ađ hafa gengiđ um Hornstrandir í einstaklega skemmtilegum félagsskap.
Persónulegt klúđur ársins var ţetta:
 1. Ađ hafa ekki gengiđ á Eyjafjallajökul međan á gosinu stóđ
 2. Ađ hafa ekki gengiđ á Eyjafjallajökul međan á gosinu stóđ
 3. Ađ hafa ekki gengiđ á Eyjafjallajökul međan á gosinu stóđ
Ađ ţessu rituđu óska ég lesanda ţessa bloggs alls hins besta í framtíđinni og vona ađ stafsetningavillur valdi honum ekki sálfrćđilegum vanda.
 
Gleđileg ... ţaddna ... jól/afmćli/nýtt ár ... eđa ţannig. 

 

 


Rúv velur sjálft sig í innanfélagsmótinu

Eftir nákvćma skođun hef ég komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ mađur ársins sé einfaldlega ÉG. Rökstuđningurinn er skýr, ég get ekki án mín veriđ og viđ vinnum vel saman.

Ríkisstjórnin hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ Steingrímur og Jóhanna séu ráđherrar ársins. VG hefur kostiđ Steingrím sem mann ársins og Samfylkingin hefur kosiđ Jóhönnu mann ársins.

Hver er sjálfum sér nćstur. Ríkisútvarpiđ er međ innanfélagsmót og kýs einhvern úr sínum röđum sem fréttamann ársins. Ekki hefur veriđ gert uppiskátt hver er hljóđmađur ársins hjá RÚV, dagskrárgerđarmađur ársins, skrifstofumađur ársins, auglýsingasölumađur ársins eđa útvarpsstjóri ársins. Ţađ hlýtur ţó ađ verđa gert heyrum kunnugt innan skamms.

Svo má gera ráđ fyrir ađ viđtöl verđi tekin viđ ţessa frćknu einstaklinga. Svavar ţakkar kollegum sínum á RÚV fyrir valiđ og heitir ţví ađ skila ađdrei auđu heldur kjósa nćst ţann sem er fremstur í stafrófinu.

-Og hverju ţakkar ţú ţennan árangur? Svabbi minn. 

- Jú, mamma hefur alltaf stađiđ viđ hliđina á mér, stjórnađ handahreyfingum mínum, rétt mér pelann ţegar ţorstinn hefur sótt á mig. 

- En ţú ert svo duglegur ađ afla frétta, hvernig gerirđu ţađ?

- Ég er bara í vinnunni minni og geri eins vel og mér er sagt. Annars á ég ekki ţetta skiliđ alveg einn. Fréttastofan vinnur sem ein heild og hún er öll fréttamađur ársins nema Óđinn, hann hefur einn atkvćđisréttinn. Vona bara ađ hann hafi gaman af golfsettinum sem ég gaf honum.

- Og hvađ viltu svo segja viđ ţjóđina á ţessum tímamótum?

- Ég vona ađ alltaf verđi til vondir kallar til ađ fletta ofan af. Annars á ég ţá ósk dýrmćtasta ađ á Íslandi ţrífist aldrei spilling sem ekki verđur hćgt ađ fletta ofan af og heimildarmenn mínir ausi úr allsnćgtarbrunni sínum og enginn fatti ađ ég er skáld gott.

- Einhver skilabođ í lokin?

- Ţetta er hrikalega lélegt blogg. Fjandans mađurinn getur bara ekki látiđ mig segja svona. Viđ óđinn verđum ađ finna eitthvađ á hann.


mbl.is RÚV útnefnir Svavar fréttamann ársins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tómt bull í Lilju Móses ...

Hvađa dómsdags vitleysa er ţetta í Lilju Móses (eins og forsćtisráđherra kallar hana, líklega í niđurlćgingarskyni). Skilur hún ekki ađ stjórnmálamenn eru ekki bundnir af ţeim orđum sem ţeir láta falla í stjórnarandstöđu. Ţegar komiđ er í stjórn er allt annađ uppi á tengingnum.

Steingrímur Sigfússon er í ţeirri „lítt öfundsverđu ađstöđu“ađ ţurfa ađ takast á viđ nćr ómögulegt verkefni sem er ađ rétta ţjóđarskútuna viđ. Ţađ kostar ESB ađild, heilmiklar skattahćkkanir, hćkkanir á ţjónustugjöldum, uppsagnir á starfsmönnum hins opinbera og ekki síst ađ draga úr ţjónustu viđ ţá sem minna mega sín í ţjóđfélaginu.

Og Lilja Móses (eins og forsćtisráđherra kallar hana, líklega í niđurlćgingarskyni) vogar sér ađ vitna í gömul ummćli fjármálaráđherra eins og hann hefđi eitthvađ meint međ ţeim. Hvernig yrđi nú stađan í ţjóđfélaginu ef stjórnmálamenn meintu eitthvađ sem ţeir segđu?


mbl.is Lilja rifjar upp orđ Steingríms um AGS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Allir frambjóđendur hljóta ađ vera málsađilar

Ţetta er einhver misskilningur. „Kjörnir“ fulltrúar á stjórnlagaţingi eru ekki ţeir einu sem eiga rétt á ađ skođa greinargerđir dómsmála- og mannréttindaráđuneytis. Ađrir frambjóđendur frambjóđendur hljóta ađ eiga rétt á ađ kynna sér greinargerđirnar og gefa umsagnir.

Kćrurnar lúta ađ framkvćmd kosninganna og ţar af leiđandi geta veriđ áhöld um ađ ţeir sem hafa fengiđ kjörbréf séu einfaldlega ekki rétt kjörnir. Ţess vegna eiga allir frambjóđendur ađild ađ málinu. 


mbl.is Fulltrúar fá ađ tjá sig um kćrur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert eđlilegt viđ mistök ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórninni hefur mistekist herfilega. Ţau mál sem mestu skipta hefur henni mistekist ađ fćra til betri vegar. Ţađ sem meira er, ríkisstjórnin verđur ekki betri međ ţví ađ Framsóknarflokkurinn gangi inn í hana. Sá flokkur hefur veriđ iđinn í málefnalegri gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Ţađ getur ţví ekki gerst ađ ríkisstjórnin breyti um stefnu međ tilkomu Framsóknar og  viđurkenni ţar međ ađ hafa haft rangt fyrir sér.

Besti kosturinn og sá eđlilegasti er nýjar kosningar. Ţjóđin vill ekki hafa ţessa ríkisstjórn lengur og ţví er kominn tími til ađ kjósa upp á nýtt, halda áfram endurnýjun á Alţingi, hvetja til ţess ađ ţaulsetnir ţingmenn hverfi á braut og eftirláti nýju og fersku fólki stjórn landsins. 

Ţetta er sá kostur sem Sigmundur Ernir Rúnarsson ţingmađur Samfylkingarinnar setur ekki í forgang af ţví ađ hann óttast dóm ţjóđarinnar. Hann og kollegar hans vilja sitja sem lengst í ţeirri von ađ eitthvađ lagist af sjálfu sér ţví ţeir hafa reynst ófćrir um ađ breyta til betri vegar. Hins vegar kunna ţeir einstaklega ađ klúđra málum. 

Ríkisstjórn er hćtt ađ hafa áhyggjur af atvinnuleysinu, hún ćtlar sér ekkert ađ gera frekar í skuldastöđu heimilanna, gengiđ er fryst, Seđlabankinn orđiđ deild undir fjármálaráđherra, ţar er líka eini ríkisbankinn, fyrirtćki á hausnum eru rekin á kostnađ bankanna og eru í ţann mund ađ setja ţau fyrirtćki sem ekki er fjarstýrt úr bankakerfinu lóđbeint á hausinn. Og allt ţetta á almenningur ađ borga međ hćrri sköttum og ţjónustugjöldum.

Ţetta kallar Sigmundur Ernir Rúnarsson, ţingmađur Samfylkingarinnar, „eđlilegt“.  


mbl.is Framsókn eđlilegur kostur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á jólum kćtast kaupmenn og prestar

Auđvitađ eru eru kaupmenn ánćgđir međ jólaverslunina í ár. Hvernig gćti annađ veriđ? Eru prestar ánćgđir međ kirkjusóknina um jólin? Jú, svo sannarlega. Hvernig mćtti annađ vera? Og jólasveinarnir eru líka ósköp glađir.

Allar ţessar stéttir sem byggja afkomu sína á jólunum eru yfirmáta hamingjusamar međ jólin. Hvernig vćri verslunin ef ekki vćri fyrir kristna trú og hvernig liđi nú biskupnum og prestunum ef almenningur nyti ekki verslunarinnar?

Ţá vćru jólin eins og í fyrndinni. Fólk léti nćgja einfaldar heimagerđar gjafir, talađi saman, snćddi íburđarlausan mat og kannski ein og ein fjölskylda tćki lagiđ, jólalagiđ.

Nei, guđ forđi okkur frá einfaldri, skuldlausri, kreditkortalausri jólahátíđ. 


mbl.is Útsölur hefjast 3. janúar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hnignun kirkjunnar og viđreisn Mammons

Hvađ eru jólin? Gćti svariđ veriđ hningnun kristilegrar kirkju og ótrúlega hröđ viđreisn mammons og sókn í veraldleg gćđi.

Ć, ţví miđur er ţađ bara svo. Lítum í kringum okkur. Hverjir eru ţađ sem halda öflugast upp á jólin? Ţađ eru verslanir, bókaútgáfur, skemmtikrafta og listamenn af ýmsu tagi.

Frá ţví í október höfum viđ veriđ minnt á komandi jóla. Nei, ţađ eru ekki prestar landsins sem kynda undir vćntingarnar heldur ţeir sem bjóđa varninginn til sölu. Ekkert er ókeypis en öll gleđi og hamingja fćst međ ţví ađ versla í Kringlunni, Smáranum, rölta Laugaveginn eđa drekka kakó á Skólavörđustígnum. Og eru ţá ađeins örfáir af hinum sönnu bođendum jólanna nefndir til sögunnar. Allt undir ţví yfirskini ađ betra sé ađ gefa en ţiggja sem útleggst í dag hjá orđaútúrsnúningatextagerđarmanninum: „Gott ađ gefa, himneskt ađ ţiggja“. 

Hvađ međ ţađ ţó ţetta sé svona, er ţađ svo sem ekki allt í lagi? Jú, jú, en ... Ţeetta stendur allt svolítiđ ţversum í mér ţó ekki hafi ég reynst trúrćkinn. Ég veit ţađ eitt ađ hinn kristni jólabođskapur er allur annar.

Ég ólst upp viđ falleg jólalög sem enn lifa, ţökk sé bođendum nútímajóla. Ekkert er heilagt. Hagleiksmenn í textagerđ snúa út úr gömlu, klassísku jólalögunum og heimfćra ţá upp á einstaka verlsanir eđa gotteríisframleiđendur. Jólasálmar og jólalög eru orđin kennimerki fyrirtćkja í sjónvarpi og útvarpi. Sánkti Kláus gengur erinda sykurvatnsframleiđanda, íslensku jólasveinarnir eru komnir á launaskrá miđborgar Reykjavíkur og einstaka verslanna, framleiđenda og innflytjenda. Jafnvel texti úr jólaguđspjallinu hefur ratađ í auglýsingar.

Hvađ vćru jólin ef ekki vćri fyrir jólaljósin marglitu frá rúmfatabíkósmiđjunni? Hversu mikiđ ómenni er ekki sá sem vanrćkir ađ skrauta húsiđ sitt ađ utan og innan? Ţvílíkur föđurlandssvikari er sá sem ekki kaupir íslenskt tré, standsetur ţađ ekki í öndvegi í stofunni, hleđur á ţađ ljósum og glingri? 

Og svo tek ég ţátt í öllu tilstandinu. Lćt Ríkisútvarpiđ ljúga ţví ađ mér ađ mikil umferđ sé á Laugaveginum og ţar ţurfi allir ađ vera, hlusta á viđtölin viđ kaupmenn sem dásama viđreisnina eftir hruniđ, ađ jólaverslunin sé ţetta og ţetta góđ. Bćkur Arnaldar, Yrsu, Árna og Ćvars seljast í bílförum.

Jólabarómetriđ er sjóđur kaupmannsins. Ţví hćrra sem er í honum ţví gleđilegri jól fyrir mig.

Svo erum viđ öll búin ađ gleyma atvinnuleysinu, skortinum hjá međborgurum okkar, skattheimtu ríkisstjórnarinnar, fjárlögunum sem drepa allt í dróma, framhjáhaldi fjármálaráđherra međ ESB ađildarviđrćđunum, fjarveru forsćtisráđherra frá raunveruleikanum ...

Ungum var mér sagt ađ barn hefđi fćđst í fjárhúsi skammt frá bćnum Betlehem. Ţar virđist hafa ríkt einföld gleđi og nćgjusemi. Samtök verslunarinnar komu hvergi nćrri og stjarnan sem vísađi vitringunum veginn var ekki lógó Kringlunnar og vitringarnir gáfu en seldu ekki. Og jólasveinarnir, Grýla og Leppalúđi voru hvergi nćrri.

Og ţetta eru nú jólin Karl minn sigurbjörnsson. Ţannig er nú ţađ, ţrátt fyrir kirkjuna.

 


mbl.is Hvađ eru jólin?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofmetiđ útvarp og vanmetin ţögn

Ríkisútvarpiđ er líklega skrýtnasta fyrirtćki á landinu. Eđa ćtti ég ađ segja stofnun? Afar sjálfhverft apparat.

Tökum sem dćmi jólakveđjurnar sem nú er fariđ ađ lesa á rás eitt. Eflaust finnst mörgum afar jólalegt ađ hlusta á síbyljuna en ađ Nonni og fjölskylda nái ađ heyra kveđjuna frá Gunnu og fjölskyldu er líklega jafn vonlaust og ađ fá lofstein í gegnum ţakiđ hjá sér. Jólakveđjurnar eiga rćtur sínar í einokunartímabili Ríkisútvarpsins sem illu heilli varđi í um fimmtíu ár. Mađur ólst upp viđ ađ vera knúinn til ađ hlusta á menningarofvitanna sem tróđu upp á landsmenn ýmiskonar dagskrá sem átti ađ vera einhvers konar međaltal ţess sem allir vildu hlusta á. Fannst ţessum ofvitum í minni ćsku aldeilis ótrúlegt ađ viđ vildu frekar hlusta á kanann en íslenska nútímatónlist eftir Atla Heimi, sem ađ vísu er hinn ljúfasti mađur. 

Annađ dćmi er dagskrá rásar eitt fyrir stjórnlagaţingskosningarnar. Ţá datt ofvitum ríkisútvarpsins í hug ađ demba viđtölum viđ meira enn fimmhundruđ frambjóđendur og dugđi ekki minna en heil vika. Engum datt í hug ađ eitthvađ vćri athugunarvert viđ framtakiđ. Hvernig í ósköpunum áttu hlustendur ađ geta myndađ sér skođun á öllum ţessum fjölda frambjóđenda? Ţađ var í raun útilokađ ađ gera öllum frambjóđendum skil og hefđi útvarpiđ betur sleppt ţessum hrođa.

Einhvern veginn verđur ţađ allaf svo ađ engin gagnrýnin rödd má heyrast á dagskrá útvarpsins. Ţar á bć eru allir svo afskaplega međvirkir í ađ gera öllum ađ međaltali gott í stađ ţess ađ sérhćfa sig á einhvern hátt. Svo er gripiđ til hinna skrýtnu varna sem byggast á frasanum um öryggishlutverk RÚV, menningarhlutverk ţess og svo framvegis. 

Ţegar upp er stađiđ er RÚV eifnaldlega útvarp og sjónvarp. Hversu flókin ţarf slík starfsemi ađ vera? 

Svo er ţađ allt annađ mál og álíka alvarlegt hversu einhćfni nútíma útvarpsstöđva er orđin mikil og hversu ţögnin er vanmetin. 


mbl.is Einlćgar og hjartahlýjar kveđjur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Spennitreyjupólitík vinstri stjórnarinnar

Las Moggann í morgun. Staldrađi viđ forystugreinina og fannst hún vel skrifuđ og af góđum skilningi. Í henni stendur:

Verđbólga er vond ef hún fer úr böndum. En ţađ skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lćkkar ţví miđur ekki vegna ákvarđana um vexti um ţessar mundir. Ákvarđanir SÍ [Seđlabanka Íslands] síđasta áriđ hafa ekkert haft međ hana ađ gera. Vonandi vita menn ţađ á ţeim bć, ella gćti illa fariđ. Verđbólgumćling nú er einkum mćling um samdrátt á flestum sviđum, hún er táknmynd um ađ enginn fćst til fjárfestinga í landinu sem neinu nemur vegna fjandsamlegs umhverfis, niđurdrepandi afstöđu stjórnvaldanna í landinu, sívaxandi skattahćkkana og stjórnmálalegrar upplausnar. Og ţćr atvinnugreinar sem fyrir eru í landinu búa viđ samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skattahćkkun eftir skattahćkkun.

Betur er varla hćgt ađ orđa ţađ vandamál sem ţjóđin stendur frammi fyrir. Og ríkisstjórnin hreykir sér af efnahagslegum árangri sem byggir á spennitreyjupólitík. Sjúklingurinn nćr auđvitađ engum bata ef hann er lokađur inni í bólstruđum klefa og er ţar ađ auki í spennitreyju.

 


Gagnslítil afsökun eftir alvarlegar ávirđingar

Björn Valur Gíslason fer oft mikinn. Margir kalla hann strigakjaft. Held ađ ţađ sé ofmćlt en hann er fylginn sér. 

Margir eru hrađskrifandi á heimasíđur sínar og blogg, skrifa stundum eins og ţeir tala. Ţađ er ekki skynsamlegt. Björn ćtti ađ venja sig á ađ „salta“ sum skrif sín og geyma til dćmis yfir nótt og lesa síđan yfir. Ţađ er góđ regla. Ţađ er hins vegar ekki gott ađ láta allan andskotann flakka og láta síđan nćgja ađ biđjast afsökunar. Međ ţví er sú gjörđ gengisfelld og missir marks.

Ávirđingar Björns á Kristján eru afar alvarlegar, raunar er varla hćgt ađ segja neitt verra um Alţingismann en ađ hann gangi erinda annarra og fái laun fyrir. Afsökunarbeiđni dugar ţar lítt ţegar óhróđurinn er kominn út um allar jarđir.

 


mbl.is Biđur Kristján Ţór afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband