Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Stolt Reykjavíkur og stórveldi sem tapar

Rétt eins og tappi sem er tekinn úr vaski ţá varđ seinna mark Víkinga til ađ stúkan í Frostaskjóli nćr tćmdist af KR-ingum.

Hinn frábćri karlakór KR söng um „stolt Reykjavíkur“ og ţeir áttu ekki viđ Víkinga. Ţegar tilkynnt var um leikmannaskipti hjá Víkingum söng kórinn „... okkur kemur ţađ ekkert viđ, okkur kemur ţađ ekki rassgat viđ“. Ţeir söngluđu uppnefndu einn leikmann Víkinga  og kölluđu hann „afa“. Áhorfendur brostu út í annađ og hlógu jafnvel. Fyndnir ţessir strákar í kórnum.

KR er vissulega stórveldi í fótboltanum. Umgerđin vallarins er glćsileg, stuđningsmennirnir flottir, kórinn meinhćđinn, ţjálfarinn einn sá besti norđan Alpafjalla og ekki vantar ađ leikmennirnir virđast hverjum öđrum betri, í liđinu er nćstum ţví rjómi íslenskra knattspyrnumanna. En ţetta dugar ekki alltaf til árangurs einfaldlega vegna ţess ađ  liđsheildin, leikgleđin og samvinna leikmanna skiptir svo óskaplega miklu máli. Ţađ sönnuđu Víkingar sem samkvćmt öllum sparkspekingum áttu ađ hafa veriđ búnir ađ tapa leiknum áđur en ţeir gengu inn á völlinn.

Og svo lauk leiknum, „stoltiđ“ tapađi, „stórveldiđ“ laut í lćgra haldi. Viđ sem styđjum Víkinga grétum ekki ekki í leikslok, okkur er kemur ţađ eiginlega ekkert viđ ţó KR standi sig illa, okkur er bara rassgats sama ţó stórveldiđ verđi sér til skammar og stuđningsmennirnir verđi ć oftar fyrir vonbrigđum međ sína menn.

Svona er nú stutt í hrokan hjá manni og ţađ er ekki gott, hvorki fyrir Víking né sjálfa íţróttina. Nei, snúum viđ blađinu, sýnum drengskap, styđjum ţá sem gera sitt besta. Fögnum ţví sem vel er gert en niđurlćgjum ekki andstćđinginn. Áfram KR, vonandi gengur betur nćst!


Síđasti musterisriddarinn er léleg bók

Tryllingslega ćsandi spennusaga sem felur í sér óvćntar flćkjur og krassandi uppákomur.“

„Spennusaga ársins“.

„Lesandinn bókstaflega negldur niđur.“

Kynningar á spennubókmenntum eru ađ verđa eins og á bíómyndum í myndbandaleigum, engu er trúandi. Ég glaptist til ađ kaupa mér bókina „Síđasti musterisriddarinn“ eftir Raymond Khoury og dauđsé eftir ţví. Bókin er almennt illa skrifuđ, svona formúlubók. Spennandi upphaf, góđa löggan sem hefur aldrei getađ veriđ í neinu sambandi, vondi kallinn sem var góđur en klikkađist ţegar hann missti konu og barn, fornleifafrćđingurinn sem er svo fallega og klár og svo er allt krydda pínulitlu kynlífi og skorthríđ, eltingarleik og óveđri. Inn í allt blandast svo frásögnin af síđasta musterisriddaranum frá miđöldum, líklega skársti hluti bókarinnar. Spennukúrfan hríđfellur eftir ţví sem lesiđ er lengra og ţví miđur er ég einn af ţeim sem endilega ţarf ađ ljúka viđ bćkur hversu vitlausar sem ţćr eru.

Ţađ er óskemmtileg stund ţegar mađur uppgötvar ađ mađur hefur veriđ hafđur ađ fífli. Ţannig leiđ mér ţegar ég hafđi lesi hálfa bókina. Ţá fékk ég ţađ á tilfinninguna ađ jafnvel ţýđandi bókarinnar vćri orđinn dauđleiđur á skrifunum enda fátt um andagift eđa tilfinningu í bókinni. Og kynningarnar á bókinni standa alls ekki undir vćntingum.

Ađ vísu er ţađ rétt ađ sagan felur í sér óvćntar flćkjur og krassandi uppákomur en ţví miđur er ţetta allt svo óskaplega máttlaust. Hins vegar eru nokkrar sagnfrćđilegar tilvísanir í bókinni sem mér ţóttu doldiđ áhugaverđar, en höfundur fór nú alveg međ eigin söguţráđ ţegar upp komst ađ sjálfur Jesú frá Nasaret hefđi haldiđ dagbók og í henni kom ţađ fram ađ hann hefđi einfaldlega veriđ mađur. ... og svo hentu fornleifafrćđingurinn og góđa löggan dagbókinni  í sjóinn af umhyggju fyrir kirkjunni og ţeim trúuđu ... Út af fyrir sig merkilegt viđhorf.

Ég ţekki ekkert til höfundarins en hann minnir mig ađ nokkru leyti á Dan Brown međ sín ósennilegu og slöppu plott. 


Ég er ekki ađ kvarta en breytist Reykjavík ekki helst til hratt?

Reykjavík ćsku minnar tekur hröđum breytingum, hún breytist og stökkbreytist frá ári til árs. Ekki ţađ ađ mikil eftirsjá sé í borginni eins og hún var á sjöunda áratugnum enda er ţađ líklega ekki kjarni málsins. Hitt má ábyggilega virđa til einhvers ađ kynslóđirnar geti fundiđ sér sameiginlegan vettvang í umhverfi sínu og notiđ ţess sem er gamalt og gott. Hiđ nýja er ekki alltaf best.

Ţegar húsin á horni Austurstrćti og Lćkjargötu brunnu um daginn flögrađi ađ mér hvort nú yrđu einhver háhýsi byggđ í stađinn. Og ég litađist um í miđborginni. Litlu bryggjurnar í höfninni týna nú tölunni, Ţar er núna veriđ er ađ byggja upp einhvers konar tónlistarkassa. Bárujárnsklćddu timburhúsunum viđ Laugaveg fćkkar en í stađinn spretta upp sviplaus, steinsteypt hús án nokkurra einkenna annarra en ađ vera hlutlaus og leiđigjörn til lengdar.

Brimiđ svarrar ekki lengur utan í Skúlagötu og flest húsin sem áđur setu svip sinn á norđurströnd Reykjavíkur eru horfin en í stađ hafa vaxiđ upp undarleg flóra af skýjaklúfum.

Sama er ađ segja viđ Borgartún, ţar er saman komiđ safn sálarlausra húsa ađ ţví best verđur séđ, kassar í undarlegum formum og stćrđum.

Reykjavík er ađ alţjóđavćđast, ţađ gerist á ţann veg ađ gömlu húsin eru rifin eđa send upp í Árbć og í stađin eru önnur byggđ sem eiga uppruna sinn í magn á grunnfermtra og ţar af leiđandi verđa ţau sífellt hćrri svo hagnađurinn verđi nú sem mestur.

Ég er svo sem ekkert ađ kvarta en finnst ekki fleirum en mér ađ Reykjavík breytist helst til hratt? Mér finnst bara sárt ađ enginn byggir hús eins og Nćpuna eđa viđ fáum aldrei aftur hús međ bárujárni í miđbćinn, hús sem eru klćdd íslensku grágrýti eins og gamli Útvegsbankinn var eđa Alţingishúsiđ. Mér finnst líka leiđinlegt ef ég get ekki eftir tuttugu ár gengiđ um höfnina og bent barnabörnunum á hvar ég veiddi ufsa og kola, hvar ég datt í sjóinn, eđa gengiđ um Laugaveg og Austurstrćti og rifjađ upp gamlar minningar sem tengjast húsunum úr ćsku minni.

Kannski Villi og félagar hafi ţetta í huga ţegar skipulagiđ ber á góma.

Aldrei áđur hefur fyrsti ţingmađur allra kjördćma veriđ Sjálfstćđismađur!

Kosningaúrslitin voru fyrirsjáanleg. Fáir hafa ţó tekiđ eftir ţví ađ í öllum kjördćmum er fyrsti ţingmađurinn úr Sjálfstćđisflokknum. Ég held ađ ţađ sé í fyrsta sinn sem ţađ hefur gerst. Yfirleitt hefur Framsóknarflokkurinn átt tvo eđa ţrjá nú eru nýjir og betri tímar, ... allt annađ líf, eins og Vinstri grćnir orđuđu ţađ í kosningabaráttunni.

Hvađ tekur nú viđ? Davíđ Oddssyni taldi ađ ríkisstjórn međ eins manns meirihluta á ţingi vćri vart starfhćf. Er ćtlunin ađ semja áfram viđ Framsókn? Ţađ vekur upp efasemdir. Hvađ gerist ţegar Siv Friđleifsdóttir fer nćst öfugu megin framúr eins og ţegar hún vildi fá auđlindaákvćđi í stjórnarskránna? Hvađ gerist ţegar Bjarni Harđarson fer ađ vađa í vinstri villu og svíma? Hvar er mannval Framsóknarflokksins?

Okkur Sjálfstćđismönnum huggnast nú ekkert sérstaklega vel ađ ganga til ríkisstjórnarsamstarfs viđ Samfylkinguna, nógu ósvífin og rćtin reyndist hún gegn Davíđ Oddssyni, ţađ gleymist seint.

Ađrir kostir eru vart í stöđunni nema samstarf viđ „stopp flokkinn“, Vinstri grćna sem frá upphafi hefur veriđ á móti öllu ţví sem til framfara hefur horft í íslensku ţjóđfélagi.

Ţessi vika á eflaust eftir ađ verđa nokkuđ áhugaverđ ákveđi Geir Haarde ađ láta hendur standa fram úr ermum. Eftir hverju ćttum viđ svo sem ađ bíđa?


Nýjir ráđherrar Sjálfstćđisflokksins

Miklar líkur benda til ţess ađ breytingar verđi gerđar á ráđherraliđi Sjálfstćđisflokksins vilji svo til ađ flokkurinn verđi í nćstu ríkisstjórn. Horft er til ţess ađ Björn Bjarnason og Sturla Böđvarsson séu búnir ađ vera mjög lengi í ráđherraembćttum og kominn tími á breytingar hjá ţeim ekki síst til ađ undirstrika ađ ţrátt fyrir langa setu Sjálfstćđisflokksins í ríkisstjórn ţá endurnýjar hann sig reglulega, nýjar kynslóđir koma inn međ önnur viđhorf og áherslur. 

Međal Sjálfstćđismanna er einkum rćtt um ţessir verđi ráđherrar:

  • Geir H Haarde
  • Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir
  • Árni M. Mathiesen 
  • Einar K. Guđfinnsson
  • Ásta Möller
  • Guđlaugur Ţór Ţórđarson

Einnig er rćtt um menn eins og Kristján Júlíusson, Ragnheiđi E. Árnadóttur og Guđfinnu Bjarnadóttur.

Í formannstíđ Davíđs Oddssonar var viđ val á ráđherrum einkum litiđ til forystumanna í kjördćmum og árangurs ţeirra í kosningum. Ţó ţessi gildi séu enn virt ţá er einnig haft í huga sérfrćđiţekking ţingmanna, t.d. eins og Ástu Möller en sem heilbrigđisráđherra fćst varla betri kandídat, hún er hjúkrunarfrćđingur, međ próf í opinberri stjórnsýslu, međ gríđarlega stjórnunarreynslu og hefur reynst vera harđur stjórnmálamađur.

Guđlaugur Ţór leiđir lista Sjálfstćđismanna í norđurkjördćmi Reykjavíkur. Hann hefur getiđ sér góđs orđs sem borgarfulltrúi og alţingismađur, hefur reynst vera harđur nagli í stjórnmálum en hefur engu ađ síđur lagt mikla áherslu á fjölskyldugildi og hin „mjúku“ mál.

Fyrir utan Geir er Árni sá sem hefur lengstan starfsaldur af ofangreindum fjórum ráđherrum. Mjög ólíklegt verđur ađ telja ađ hann hćtti sem ráđherra enda nýtur hann óskorađs trausts Sjálfstćđismanna fyrir störf sín. Sama má segja um Einar Kr. sem ţykir hófsamur og góđur stjórnmálamađur og nýtur virđingar fólks í öllum flokkum.

Komist Sjálfstćđisflokkurinn vel út úr kosningunum og eigi ađild ađ nćstu ríkisstjórn eiga formađur og varaformađur erfitt verkefni fyrir höndum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ mannvaliđ hafi sjaldan veriđ meira međal ţingmanna flokksins en líklega er farsćlast ađ bíđa kosninga áđur en lengra er haldiđ í svona spekúlasjónum.

 


Seinheppinn Össur

Hann er seinheppinn hann Össur Skarphéđinsson alţingismađur. Vart var hann búinn ađ rita glađhlakkanlega grein á heimsíđu sína ţar sem hann hélt ţví fram ađ ríkisstjórninn sigli hrađbyri í kosningaósigur er ný skođanakönnun frá Gallup leit dagsins ljós.

Líklega er hann ekki eins kátur međ hana enda fćr Sjálfstćđisflokkurinn ţar 40,2% atkvćđa á landinu öllu og 27 ţingmenn. Ţađ sem meira er, flokkurinn fćr 48,5 atkvćđa í Reykjavík suđur, kjördćmi formanns Samfylkingarinnar.

Meira ađ segja Framsóknarflokkurinn virđist vera á uppleiđ, er kominn međ 10% fylgi á landinu öllu og 6 ţingmenn. Ríkisstjórnin heldur ţví velli, einkum vegna góđs árangurs Sjálfstćđisflokksins.

Ţađ er ţó huggun harmi Össurar gegn ađ hann virđist ćtla ađ ná mun betri árangri í Reykjavík norđur en formađurinn í Reykjavík suđur. Eflaust mun ţađ draga úr flokkadráttum í Samfylkingunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband