Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Gert er ráđ fyrir ađ flensan stökkbreytist

Heilbrigđisyfirvöld telja greinilega gríđarlega mikla ógn stafa af svínaflensunni nái hún ađ stökkbreytast, sem verđur ađ telja afar líklegt.

Viđbúnađurinn er slíkur ađ hann getur ekki talist nein ćfing. Af öllu má ráđa ađ mikiđ mannfall veriđ í haust, vetur og fram á nćsta ár vegna stökkbreyttrar svínaflensu. Örvćntingin er svo mikil ađ framleidd eru í gríđarlegum mćli bóluefni sem ţó eru afar litlar líkur á ađ gagnist gegn vćntanlegum faraldri.

Svo er ţađ stóra spurningin, hvenćr verđur flensa ađ stórhćttulegum faraldri. Ađ öllum líkindum sést ţađ ekki fyrr en allt of seint. Ţá er ekkert eftir af viđbragđsáćtlunum nema halda uppi lög og reglu og gera ţađ besta í ástandinu fyrir sjúklinga og ađstandendur. Svo máttlaust er nú mannkyniđ ţrátt fyrir alla ţekkingu á mannslíkamanum.

 

 

 


mbl.is Heimsbyggđin öll í hćttu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„... leita ađ öđrum hópiđ ţjóđa til ađ tilheyra“?

Viđ stóđum alltaf í ţeirri trú ađ Bandaríkjamenn myndu vernda okkur en ţegar ţeir fóru héđan áriđ 2006 ţurftum viđ virkilega ađ leita ađ öđrum hópi ţjóđa til ađ tilheyra.

Ţetta er algjör viđsnúningur á stađreyndum. Íslendingar  áttu langt og farsćlt samstarf viđ Bandaríkjamenn í öryggsmálum og raunar ađrar Nató ţjóđir. Viđ erum enn međlimir í Nató og verđur svo um ókomin ár.

Ísland „tilheyrđi“ aldrei Bandaríkjunum, samstarfiđ var á milli tveggja sjálfstćđra ţjóđa. Samstarfiđ var rofiđ einhliđa af ríkisstjórn Georg Bush og er alveg ljóst ađ nú sjá margir Bandaríkjamenn eftir ţví eins og svo mörgu öđru sem ţessi alrćmda ríkisstjórn Bush lét hafa sig út í.

Hins vegar lifum viđ ţađ af ţó ekki verđi af inngöngu Íslands í ESB. 


mbl.is „Getum lifađ án Evrópu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gera ráđ fyrir mannskćđum faraldri

Ţađ eru nokkur atriđi um svínapestina sem ekki er haldiđ á lofti eđa ekki nefnt. Hér eru nokkur:

 

 • Sagt er ađ pestin sé ađ breytast í venjulega en skađlausa flensu
 • Sagt er ađ hin skađlausa flensa geti stökkbreyst og enginn veit hversu illvíg hún kann ţá ađ vera
 • Ţjóđir heims hafa keypt bóluefni fyrir flensu
 • Ekkert bóluefni er til fyrir stökkbreyttri flensu
 • Margar ţjóđir hafa útbúiđ neyđaráćtlun ef ske kynni ađ „flensan“ verđi illvíg
 • Ítrustu áćtlanir gera ráđ fyrir mjög mannskćđum faraldri
 • Mannskćđur faraldur mun hafa mjög slćm áhrif á efnahagskerfi heimsins

 

Yfir alţjóđlegu samfélagi vofa ýmsar pestir sem fćrustu sérfrćđingar telja ţjóđir heims algjörlega varnarlausar. Í ţeim flokki eru bćđi svínaflensan frá Mexico og fuglaflensan sem ćttuđ er frá Kína.

Já, ţađ er ekki bjart framundan. 


mbl.is 29 greinst međ A(H1N1) hérlendis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er ţörf á lćkkun hámarksmagns áfengis í blóđi?

Líklega er ţađ ekkert til vinsćlda falliđ ađ draga í efa ţörf á lćkkun á áfengismagni áfengis í blóđi. Freistandi er ađ draga ţá ályktun af lagafrumvarpinu ađ um sé ađ rćđa einföldun á verklagsreglum fyrir lögregluna. Ef áfengislykt finnst af ökumanni ţá er engin ástćđa til annars en láta hann blása. Yfirgnćfandi líkur eru ţá á ţví ađ hann sé yfir mörkunum.

Síđan gerist ţađ í kjölfariđ ađ ţessi skrýtna stofnun Umferđaráđ básúnar ţađ út um allar jarđir ađ ölvun viđ akstur hafi aukist milli ára og ţví sé enn meiri ţörf en áđur ađ leggja fé til ráđsins og lögreglunnar.

Allt hljómar ţetta eins og tilraun til ađ sćkja sér hnefa úr ríkissjóđi. Eđa er ţetta einhvers konar tilraun til ađ auka viđ verkefni löggćslunnar og Umferđaráđs, löggilding á atvinnubótavinnu? Ţetta er hins vegar vel falliđ til ađ efla almannatengsl Umferđaráđs og lögreglunnar, enginn getur veriđ á móti ţví ađ ná stútum undir stýri.

Ég hef ekki nokkra trú á ţví ađ vandamáliđ í umferđinni sé ökumenn međ milli 0,2 til 0,5 prómill áfengis í blóđi. Eđa hversu stórt hlutfall ţeirra sem valda eignatjóni eđa slysum eru međ ţetta áfengishlutfall í blóđinu? Hversu stórt vandamál er ţetta eiginlega? Eđa er ţetta vandamál?

Af hverju segi ég ađ Umferđaráđ sé skrýtin stofnun? Jú, ađallega heyrir mađur af henni í fjölmiđlum og ţá er veriđ ađ vara viđ ţví ađ veriđ sé ađ malbika Hlíđarhjalla eđa kafla á Brúnavegi. Ţetta eru afar gangslitlar upplýsingar hvernig sem á ţćr er litiđ og lítil von til ţess ađ ţćr gagnist einhverjum jafnvel ţó hćgt sé ađ gera ađ ţví skóna ađ umrćddar götur séu í Kópavogi eđa Reykjavík.


mbl.is Blátt bann viđ akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Atli búinn ađ afla upplýsinga hjá Steingrími?

Af hverju er Atli Gíslason međ ţessa eilífu sýndarmennsku. Honum ćttu ađ vera hćg heimatökin. Flokksbróđir hans, sjálfur formađur Vinstri grćnna og fjármálaráđherra Íslands ćtti ađ geta lagt á borđ fyrir Atla. Ţeim manni hljóta ađ vera allir skilmálarnir ljósir, sé á annađ borđ um einhverja skilmála ađ rćđa.

Ţađ dugar ekki Atla ađ vera međ einhverjar sjónhverfingar og reyna ađ beina athygli fólks ađ Alţjóđa gjaldeyrissjóđnum.

Athyglin og raunar spjót almennings eiga ađ beinast ađ ríkisstjórninni, fjármálaráđherranum ekki síđur en forsćtisráđherranum.

Atli, varstu búinn ađ tala viđ Steingrím um „alla skilmála og öll skilyrđi fyrir ţví ađ Ísland fái lán frá sjóđnum“?


mbl.is Vill ađ AGS leggi spilin á borđiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sól á Skagaströnd

Á sama tíma og hagléliđ gekk yfir Víđidal skein sól á golfvellinum á Skagaströnd, hálfskýjađ, norđvestanátt á ađ giska 6 m/sek og líklega um 12 gráđu hiti.

Ţrátt fyrir prýđilegt veđur var árangurinn á golfvellinum slakur. Veldur sá er á heldur.  

Skammt er öfganna á milli í íslensku veđurfari. Inn til dala hefur veriđ frekar ţungbúiđ og ţegar sést hefur til fjalla ţá skarta ţau hvítri kollhúfu. Spákonufelli ofan viđ Skagaströnd er ţó snjólaust og sama á viđ önnur Skagafjöll. 

Yfirleitt er nú frekar svalara og vindasamara hérna úti á Skaga en í húnvetnsku dölunum en vonandi fáum viđ ekki haglél fyrr en í fyrsta lagi í haust.

 


mbl.is Háloftakuldar og haglél
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Féţúfa án skilyrđa

Ţröngsýnum embćttismönnum og stjórnmálamönnum dettur ekkert í hug annađ en gjaldtaka, rukka ferđamanninn.

Verđi hafin gjaldtaka á svokölluđum ţjónustugjöldum íţjóđgörđum landins má gera ráđ fyrir ţví ađ einkaađilar taki víđa upp svipuđgjöld á vinsćlum ferđamannastöđum. Vandinn sem slíkur fylgir getur veriđgríđarlegur, jafnvel svo ađ ágangur rukkara verđi meira og alvarlegra vandamálheldur en ferđir göngufólks. Og í ţokkabót aldeilis óséđ hvort nokkuđ af ţessum fjármunum fari í endurbćtur eđa auknungu á ţjónustu fyrir ferđamenn. 

Hvers vegna fullyrđi ég ţetta? Jú, af ţremur einföldum ástćđum.

 1. Kostnađur vegna gjaldtökunnar er alltaf forgangsatriđi. Hann er ekki endilega hlutfallslegur af hverjum ađgangseyri heldur rćđst af ţeim sem rukkar og hversu mikiđ hann leggi í rukkunina.
 2. Möguleikar á svindli verđa mjög miklir. Kostnađur einkaađila jafnt sem opinbers ađila gćti veriđ 99% af verđi ađgöngumiđans, ţađ er innheimtan er orđin ađ atvinnubótavinnu eđa tekjum sem renna jafnvel skattfrjálst í vasann.
 3. Útilokađ er ađ ganga úr skugga um ađ rétt sé fariđ međ tekjur af ađgangseyrinum og meiri líkur ein minni ađ hann verđi einfaldlega notađur sem féţúfa.
Viđ fyrstu sýn kann gjaldtaka ađ vera fýsilegur kostur ekki síst fyrir ţá sökţjóđgarđarnir og vinsćlir ferđamannastađir hafa yfirleitt veriđ afgangsstćrđ og hvorki Alţingi néframkvćmdavaldiđ skipt sér mikiđ af ţeim. Ágangur ferđamanna hefur víđa valdiđ ţví ađ ţeir hafa glatađhluta af ađdráttaraflinu sem í upphafi var áhugi ađ byggja upp.

Lítiđ fjármagn í umhverfismál 

Fjármagn hefur víđa sárlegavantađ i til ađ byggja upp og viđhalda göngustígakerfiog ýmiskonar annari ţjónustu. Ţess ber ţó ađ geta ađ nú ţegar er tekiđ hóflegtgjald af gestum í ţjóđgörđunum, ţ.e. gistigjald og jafnvel viđdvalargjald endaeru ţađ slíkir gestir sem ferđast mest. Ţetta fé er notađ til ađ veita ţjónust sem kalla má beina ţjónustu, tjaldsvćđi, snyrtiađstöđu og upplýsingamiđlun. Hin óbeina ţjónusta hefur víđast setiđ á hakanum.

Gönguleiđir geta stórskemmt landiđ 

Eftir ţví sem ferđamönnum hefur fjölgađ hér á landi,íslenskum sem erlendum, hafa gönguleiđir látiđ stórlega á sjá. Ţeim mun fleirisem nýta sér merktar gönguleiđir ţeim mun meira slitna gönguleiđirnar. Ţćrgrafast niđur og í rigningartíđ sćkir í ţćr vatn og viđ ţađ grafast ţćr ennmeira niđur og verđa göngumönnum erfiđar. Ţeir fćra sig ţá til og annargöngustígur myndast viđ hliđ ţess gamla og sagan endurtekur sig.

Nú er svo komiđ ađ alvarlegar skemmdir hafa orđiđ á ýmsumnáttúruperlum víđa um land vegna ágangs ferđamanna og viđhaldsleysi ágöngustígum. Nefna má fjölmarga stađi utan ţjóđgarđa: Gönguleiđir í Gođalandiog Ţórsmörk, gönguleiđina yfir Fimmvörđuháls, göngustígana upp á Ţverfellshorni í Esju, göngustíginná Vífilsfell, gönguleiđir í Lakagígum, nokkrir gönguleggir á Hornströndum,gönguleiđir í kringum Landmannalaugar, gönguleiđir viđ Veiđivötn og leggir áhinni vinsćlu gönguleiđ milli Landmannalauga og Ţórsmerkur liggja undirstórskemmdum. Fleiri svćđi mćtti nefna.

Upp međ veskiđ 

Ólíklegt er ferđamennhagnist á gjaldtöku inn í Dimmuborgir. Verđur ţá vart stigiđ niđur fćti fyrir rukkurum afýmsu tagi. Hugmyndaríkir landeigendur eđa umsjónarmenn landa geta ţá séđ auđsinn vaxa af almennum viđdvalargjöldum, myndatökugjaldi, akvegagjaldi og ýmsumfleiri gjöldum. Ótal dćmi eru um einhliđa gjöld ţar sem ekkert kemur í stađinn.  

Ríkissjóđur heimtar virđisaukaskatt af viđskiptum fólks. Stór hluti hans verđur til af ferđum fólks um landiđ. Ríkisvaldinu er ţví engin vorkun ađ leggja hluta af ţessum fjármunum í lagfćringu á vinsćlum ferđamannastöđum eins og Dimmuborgum.     


mbl.is Íhuga gjaldtöku í Dimmuborgum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tollstjórinn sér ekki fólkiđ á bak viđ kennitölurnar

Tollstjórinn í Reykjavík er eitt ógeđfelldasta embćtti ríkisins. Vinnureglurnar virđast vera ţćr ađ valda almenningi sem mestu vandamálum. Einfalt verklag virđist ekki fyrirfinnast ţarna innan dyra. „Viđskiptavinirnir“ virđast álitnir glćpamenn.

Hvers vegna ađ gera hlutina einfalda ţegar hćgt er ađ gera ţá flókna og valda almenningi vandamálum og leiđindum? Ţannig hlýtur Snorri Olsen tollstjóri ađ leggja línurnar.

Greiđsluađlögun er ađferđ til ađ brjóta skuldara niđur og geirnegla hagsmuni ríkissjóđs. Hún er ađferđ sem mafían gćti veriđ fullsćmd af. 

 • Dćmi: Mađur skuldar skatta vegna áćtlunar eđa endurálagningar. Í átta mánuđi hefur hann greitt af láninu, sömu fjárhćđina og sér fram á ađ klára skuldina innan árs.
Skyndilega er skuldin sett í fjárnám. Ekkert tillit er tekiđ til forsögu málsins. Hinn illrćmda lögfrćđideild embćttisins hefur enn og aftur í heiđri stefnuyfirlýsingu Snorra Ólsen, tollstjóra. 
 • Skuldarinn fćr tvo kosti: Annađ hvort greiđir hann skuldina eđa mćtir í fjárnámiđ!

 Er ţetta nú sú ađgerđ sem ríkisstjórnin á viđ ţegar hún gaf í vor út ţá yfirlýsingu ađ innheimtumenn ríkissjóđs ćttu ađ starfa eftir? 

 • Annađ dćmi: Mađur skuldar skatta vegna áćtlunar eđa endurálagningar. Hann greiđir ekkert af láninu og skiptir sér ekkert af ţví.

Af alkunnri vinnugleđi rekur lögfrćđideild tollstjórans augun í máliđ og gerir ráđstafanir.

 • Skuldarinn fćr tvo kosti: Annađ hvort greiđir hann skuldina eđa mćtir í fjárnámiđ!

Af ţessum tveimur dćmum er ljóst ađ skuldarar eru allir skíthćlar og ţá ber ađ međhöndla sem slíka. Ţannig vinnur Snorri Olsen og undirsátar hans hjá hinu undarlega embćtti Tollstjórans. Ţeir sjá ekki fólkiđ á bak viđ kennitölurnar en skýlir sér t.d. á bak viđ orđ eins og „greiđsluáćtlun“ sem er afar ţungbćr og íţyngjandi gjörningur fyrir ţá sem ekki eiga annars úrkosta. 

Ég gćti komiđ međ fjölda dćma um međhöndlun Tollstjórans á skuldurum, fyrirtćkjum sem og einstaklingum. Flestir ţekkja ţessi dćmi. 

Eitt annađ. Hefur fólk séđ bréf frá embćttinu? Ţar er kerfiskallinn Parkinson sko aldeilis í essinu sínu. Í flestum tilvikum eru ţetta illskiljanlegar yfirlýsingar á tölvumáli og uppsett á ţann hátt sem hentar tölvuforriti fyrirtćkisins. Ekki er gerđ tilraun til ađ hanna útlitiđ bréfa á ţann hátt ađ tilkynningarnar séu upplýsandi og hvetjandi. Og ekki dettur Snorra Parkinson ađ fara ađ dćmi kollega síns Ríkisskattstjórans. Laga til og hreinsa og gera embćttiđ neytendavćnt.

Ég er ađ hugsa um ađ stofna stjórnmálaflokk, komast á Alţingi, verđa fjármálaráđherra og reka Snorra og breyta embćtti Tollstjórans, helst leggja ţađ niđur.

Skilurđu ţađ sem hér er sagt, Snorri Olsen? Nei, auđvitađ er ţetta allt öđru vísi frá ţínum sjónarhóli. Tómur misskilningur af minni hálfu og hvernig má ţađ vera ađ almenningur hafi rétt fyrir sér? 

 


mbl.is 350 í greiđsluáćtlun á síđasta ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin notar tímann til ađ aga ţingmenn sína

Ţađ er ekki eins mikill bógur í ríkisstjórninni og ég hélt. Hún er ađ gugna. Röksemdir Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokksins virđast hafa náđ eyrum nokkurra stjórnarţingmanna og ţví er ţađ mat Jóhönnu og Steingríms ađ Icesave samningurinn njóti ekki öruggs meirihluta.

Auđvitađ semur ríkisstjórnin viđ stjórnarandstöđuna um ađ fresta hefđbundnu. Ţar međ gefst  tćkifćri til ađ herđa ţumalskrúfurnar á ţingmönnum ríkisstjórnarflokkanna.

Um leiđ og Jóhanna og Steingrímur taka á agavandamálum innan ţingflokka sinna koma á skrýtnari fletir upp á borđiđ.

Undarlegast er ađ Íslendingum er gert ađ greiđa lögfrćđiskostnađ Breta vegna Iceave. Ţađ er svipađ eins og viđ hefđum ţurft ađ greiđa fyrir rekstur herskipanna sem send voru á Íslandsmiđ í ţorskastríđunum.

Toppar ţetta ekki allt?

Stađreyndin er hins vegar ţessi: Ţví lakar sem ţjóđinni gengur ađ koma lífi í efnahaginn ţví ver eru ríkiđ í stakk búiđ til ađ efna skuldbindingar sínar um bankaábyrgđ.

Gallinn er sá ađ hér er ekki um ađ rćđa hugsanlega hringrás heldur spítal sem liggur niđur á viđ međ vaxandi hrađa, knúinn af Icesave. 


mbl.is Hlé gert á störfum ţingsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Herkćnska skötuhjúanna

Hárrétt herkćnska hjá ţeim skötuhjúum, Jóhönnu og Steingrími, ađ hafna allri málamiđlun og fyrirvörum. Ţannig tala ţeir ađeins sem valdiđ hafa og valdiđ er vissulega ţeirra.

Ríkisstjórnin hefur veđjađ á ţennan Icesave samningnum. Ţađ vćri pólitískt glaprćđi ađ viđurkenna nokkurn vankanta á honum. Og nákvćmlega eins og međ ţingsályktunartillöguna um ađildarumsókn í ESB ţá verđur Icesave samningurinn samţykktur. Ríkisstjórn sem ekki hefur stjórn á ţingmönnum sínum er gagnslaus og vilji svo ólíklega til ađ samningurinn verđi felldur ţá er stjórnin sprungin.

Ţađ vekur ţó athygli hve fjölmiđlar rćđa lítiđ um einstaka stjórnarţingmenn og hálfstjrónarţingmenn, ţá sem mest göspruđu fyrir kosningar og náđu kosningu í prófkjörum fyrir andstöđu sína og málflutning. Nú ţegja ţessir ţingmenn ţunnu hljóđi eđa snúa sig niđur úr snörunni međ klćkjum. Jafnvel ráđherra viđskiptamála er orđinn mesti kerfiskarlinn af ţeim öllum.

Ég spái stjórnarslitum og ţjóđstjórn. Oft er ţörf nú er nauđsyn. Ţetta gengur ekki svona miklu lengur. 


mbl.is Hvorki fyrirvarar né frestun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband