Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2023

Löggukylfa eđa rafbyssa

Screenshot 2023-01-25 at 20.28.11Á tveimur námsárum mínum starfađi ég sem lögregluţjónn í Reykjavík. Í upphafi var mér afhentur einkennisbúningur, lítil minnisbók, blýantur og svo handjárn og kylfa. Mikil og gerđarleg kylfa. Hvađ átti ađ gera viđ hiđ hana? Jú, berja á ógćfufólki sem var til vandrćđa. Ég notađi hana aldrei en skođađi oft og rćddi viđ samstarfsmenn mína sem sögđu mér sögur um notkun hennar viđ ákveđnar ađstćđur. Fćstir sögđust nota hana og sögđu ađ fortölur höfđu miklu betri áhrif á fólk en barsmíđar. Ţví átti ég eftir ađ kynnast.

Kylfan var samt flott, svona skínandi og nćstum falleg. Féll vel í hendi, var međ áfastri leđuról sem smeygt var upp á úlnliđinn svo hún myndi ekki tapast rynni hún úr greipinni. Dálítiđ „töff“ leikfang. Innan á einkennisbuxurnar var saumađur vasi eđa hólf fyrir kylfuna. Ţađ var nú meiri óskapnađurinn ţví afskaplega óţćgilegt var ađ hafa hana ţar svo ég sleppti ţví, ţóttist hafa gleymt henni vćri ég spurđur.

Lögreglumenn eru ekkert öđru vísi en annađ fólk og eflaust hafa margir notađ kylfu sína í vörn gegn drukknu og árásargjörnu fólki og jafnvel meitt einhverja. Aldrei heyrđi ég samt af misnotkun eđa lögga hefđi slasađ fólk međ kylfu. Man eftir ţví ađ viđ nýliđarnir fengum lítilsháttar kennslu í notkun bareflisins. Aldrei slá í höfuđ, var sagt, ađeins í síđu fólks, handleggi eđa fótleggi. Ég sá ţađ fyrir mér ađ nokkuđ erfitt vćri í hamagangi og látum ađ miđa og hitta á rétta líkamsparta. Mađur yrđi líklega laminn í kćfu áđur en mađur gćti beitt kylfunni.

Í eina skiptiđ sem ég taldi mig hafa ţurft kylfu var ţegar viđ handtókum ţýska bankarćningjann. Eftir stutt hlaup náđum viđ manninum, handjárnuđum hann og settum aftan í lögreglubílinn. Mér, nýliđanum, var skipađ ađ fara inn međ honum og hafa á honum gćtur. Hinir ţrír félagar mínir settust frammí. Ég hlýddi, settist á bekkinn á móti glćponinum, til alls búinn. Ímyndađi mér ađ hann gćti tekiđ upp á alls kyns óskunda eins og ađ fara úr handjárnunum og yfirgefa bílinn á fljúgandi ferđ niđur á Hverfisgötu. Međ kylfu hefđi ég ábyggilega geta bariđ úr honum alla óţekkt en hana var ég bara ekki međ frekar en fyrr daginn. Mađurinn var hins vegar ljúfur og góđur alla leiđ inn í fangaklefa, „fangageymslu“ eins og ţađ heitir víst núna.

Nú er mikiđ talađ um rafbyssur. Ţćr ţekktust ekki ţessi tvö sumir mín í lögreglunni. Ekki heldur piparúđi eđa annar búnađur sem nota má til ađ ráđa niđurlögum ćsingamanna. Nokkuđ hef ég lesiđ mér til um rafbyssur og er ţess fullviss ađ ekki sé hćgt ađ bera ţćr saman viđ kylfur sem eru stórhćttulegar, geta valdiđ slćmum meiđslum, jafnvel varanlegum skađa. Notkun rafbyssu hefur ekki sömu afleiđingar.

Ćtti ég ađ velja myndi ég veđja á rafbyssuna. Hún veldur ađeins stundaróţćgindum, ekki marblettum, beinbroti eđa kúlu á höfđi.


Náunginn sem gekk 3126 km á einu ári og hitti ekki páfann

Rómargangan 2022Mađur nokkur sem fćstir ţekkja gekk árla út á tröppurnar á fyrst degi ársins, sprćndi, og hugsađi um leiđ hvađ hann gćti gert sér til gamans á árinu 2022. Hann íhugađi ađ hćtta ađ berja börnin sín, vera kurteis viđ nágranna sína, fara á myndlistarsýningar ... og ţá hćtti hvort tveggja, bunan og hugmyndirnar.

Ţess í stađ klćddi hann sig í gönguskóna og lagđi land undir fót. Bókstaflega. Hann hélt til Skotlands. Ţar nyrst á meginlandi er ţorp sem heitir Ţjórsá (Thorso) og frá kirkjutröppunum hóf hann göngu sína. Gekk suđur til Dofra (Dover) og hafđi ţá gengiđ 1205 km. Ţar datt honum í hug ađ ermssynda yfir til Norđmandí en lét ţađ vera enda sjór úfinn og kaldur. Ţegar til Bikars (Calais) kom ţótti honum ráđ ađ skipta hann um sokka og snúa nćrbuxunum viđ. Svo keypti hann nýjar reimar í skóna og fékk sér rúnstykki međ smjöri og skinku í bakaríi bćjarins og lagđi í’ann. Alla ţessa 1901 km til Róms. 

Áriđ 1013 var Flosi Ţórđarson staddur í borg nokkurri á Englandi, líklega Lundúnum eđa einhvers stađar í Bretlandi hinu forna. Varđ hann ţá sjúkur á sinni ţví áriđ áđur hafđi hann lagt eld ađ Bergţórshvoli svo inni brunnu hjónin Njáll og Bergţóra, ţrír synir ţeirra og fleira heimafólk. Hann sigldi ţá yfir til Norđmandí og gekk ţađan til Róms, hafđi mikla sćmd af göngu sinni, tók lausn af sjálfum páfanum, fór síđan léttur og kátur til Norvegs og ţađan heim ađ Svínafelli. Ekki áttum viđ átti mađurinn lítt ţekkti samleiđ međ Flosa enda var hann á ferđ nokkrum árum síđar. 

Kári Sölmundarson hafđi fćkkađ ótćpilega í brennuliđi Flosa, gert nokkra höfđinu styttri sem mörgum ţótti slćmt en „brotaţolum“ afleitt. Ţessi fjandvinur Flosa gekk líka til Róms enda sá hann eftir öllum drápunum og páfinn seldi honum fúslega fyrirgefningu. Ţá hélt Kári léttur í spori til Íslands. Ţar lét hann af öllum fjandskap viđ Flosa sem gifti honum bróđurdóttur sína, ekkju Hvítanesgođans. Hann hafđi Kári óvart drepiđ í samvinnu viđ ţá Njálssyni en ţađ er nú sko algjört aukaatriđi og vandist Hildigunnur Kára smám saman.

Mađurinn fćstir ţekkja kom á gamlársdegi til Róms og reyndi ađ ná tali af páfanum. Sá var vant viđ látinn, sat á rúmstokk fyrrverandi páfa sem var doldiđ lasinn og gat ţví ekki ađstođađ ferđalanginn frá Íslandi. Ţess í stađ sendi hann bílstjóra sinn međ krossađ vatn og lítiđ altarisbrauđ sem heimamenn kalla „obbládu“ eđa eitthvađ svoleiđis. Lét’ann, bílstjórinn, svo ummćlt ađ ţetta vćri nćstum ţví eins gott og páfinn sjálfur hefđi selt honum veitingarnar og fyrirgefningu syndanna í eftirrétt. Manninum lítt ţekkta fannst ţetta ekki mikil sćmd miđađ viđ upphefđ ţeirra Flosa og Kára á árum áđur. Bílstjórinn benti honum ţá undurrólega á ađ ţetta vćri hiđ eina sem í bođi vćri. Vildi hann ekki trakteringarnar gćti hann fariđ međ allar sínar syndir aftur heim til Íslands. „Prendere o lasciare“, bćtti hann viđ á máli heimamanna. 

Vatn og altarisbrauđ er lítil nćring fyrir vegmóđan mann og ţví keypti hann sér utan veggja Vatíkansins pizzu međ nautahakki, beikoni, osti og ananas. 

Mađurinn lítt ţekkti lagfćrđi nú skótau sitt, setti plástur á hćlsćrin ţví ekki vildi hann enda eins og Gellir Ţorkelsson sem áriđ 1073 lést eftir göngu suđur Róms og norđur til Danmörks, líklega af fótameinum og ekki bćtti úr flensuskratti sem hann fékk á bakaleiđinni.

Náunginn sem fćstir ţekkja hafđi nú gengiđ 3126 km á einu ári og ţóttist góđur međ sig, rétt eins og sá sem áriđ áđur hafđi lagt ađ baki 2591 km og var ekki síđur kátur.

Svona er nú sýndarveruleikinn á kalda Fróni. Eđa eins og Jónas orti forđum daga:

Eg er kominn upp á ţađ,
allra ţakka verđast,
ađ sitja kyrr í sama stađ,
og samt ađ vera ađ ferđast. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband