Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Landafrćđinni ábótavant

Ţorljótsstađafjall er lengst uppi í Vesturdal í Skagafirđi. Hann er afar langur og nćr ađ hálendisbrún. Um hann rennur Jökulsá vestari. Annar dalur er austar og nefnist einfaldlega Austurdalur. Um hann rennur Jökulsá austari. Eftir ađ ţessar tvćr jökulsár sameinast heitir vatnsfalliđ eftir ţađ Hérađsvötn.

Ţađ er ţví rangt ađ segja ađ mađur sé týndur vestan Hérađsvatna hafi hann fariđ til rjúpna á Ţorljótsstađafjalli. Nćr er ađ segja ađ hann sé einhvers stađar á ţeim slóđum, jafnvel á milli Eystri- og Vestari-Jökulsáa. Líklega eru um fimmtíu kílómetrar frá Varmahlíđ ađ Ţorljótsstöđum.

Mikilvćgt er ađ stađhćttir séu réttir í fréttum og engin ástćđa til ađ taka fréttina upp orđrétt frá Landsbjörgu. Oft er landafrćđiţekkingunni ábótavant á ţeim bćnum.


mbl.is Fjöldi er í viđbragđsstöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enn svíkur VG stefnu sína ...

Stjórnmálin á Íslandi taka á sig ć skemmtilegri mynd eftir ţví sem á kjörtímabil norrćnu velferđarstjórnarinnar líđur. Eiginlega er ţađ fyndnasta hvernig Vinstri grćnir láta tuska sig til í stjórnarsamstarfinu.

Fyrr voru ţeir búnir ađ svíkja stefnuna í ESB málinu. VG er á kafi í ađlögunarviđrćđum og Steingrímur bugtar sig og beygir fyrir kommisörunum í Brussel.

Vinstri grćnir, ţessi friđarsamtök, samţykktu loftárásir NATÓ á Líbýu. Og Steingrímur kyngir ţví eins og ekkert sé.

Jú, Vinstri grćnir eru á móti Nató, en fyrst málin snúa svona ađ Vinstri grćnum ţá er ekkert annađ en ađ samţykkja svokallađ loftrýmiseftirlit Finna og Svía hér viđ land. Og Steingrímur bćtir ţví viđ ađ máliđ sé alls ekki óumdeilt á Íslandi, hann blikkađi norrćnu utanríkisráđherrana svo ţeir skildu nú ábyggilega tvírćđnina í orđunum.

Og dettur einhverjum í hug ađ Össur hafi veriđ lasinn. Nei, hann bjó til gildru og Steingrímur féll umsvifalaust í hana. 


mbl.is Ţörf á loftrýmiseftirliti umdeild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Styđjum áfram starf Landsbjargar

Landsbjörg stendur fyrir afar mikilvćgri starfsemi hér á landi. Innan vébanda hennar eru ţúsundir sjálfbođaliđa sem hafa byggt upp björgunarsveitirnar í tugi ára og gert ţćr ađ ţví afli sem ţćr eru. Ţetta starf er heildin, miklu mikilvćgara en einn einstaklingur.

Ţjóđsfélagiđ hagnast af starfi Landsbjargar og björgunarsveitanna. Án ţeirra vćri tilveran afar óöruggur, ekki fyrir okkur sem njótum ţess ađ ferđast um landiđ, heldur allan almenning. 

Viđ eigum ađ styđja Landsbjörg. Hún er miklu stćrri og mikilvćgari en einn mađur. Látum ţađ ekki bitna á henni ţó eitt einstakt mál varpi örlitlum skugga á hana eitt augnablik. 


mbl.is Ábyrg afstađa ađ slíta á milli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég styđ Óla Björn í suđvesturkjördćmi

Nú ţegar innan viđ eitt ár er í alţingiskosningar verđur Sjálfstćđisflokkurinn ađ taka upp hanskann fyrir atvinnulífiđ - ekki fyrir stóru öflugu fyrirtćkin - heldur fyrir ţau litlu og međalstóru. Ćtli Sjálfstćđisflokkurinn ađ ná árangri í komandi kosningum og fá umbođ til ađ leiđa nćstu ríkisstjórn, verđur flokkurinn ađ endurnýja trúnađarsambandiđ viđ ţá sem eiga ţađ sameiginlegt ađ veita ţúsundum atvinnu međ ţví ađ leggja allt sitt undir og hafa rekiđ fyrirtćki sín af skynsemi. Allt annađ gengur gegn hugsjónum Sjálfstćđisflokksins.  
 
Ţannig skrifađi Óli Björn Kárason, varaţingmađur Sjálfstćđisflokksins í sumar og ritstjóri t24.is. Undir ţetta hljóta allir ađ taka, ekki síst ţeir sem eru í frambođi í pófkjöri Sjálfstćđisflokksins vegna Alţingiskosninganna nćsta vor. Óli Björn er í frambođi í prófkjörinu í suđvesturkjördćmi en ţađ verđur laugardaginn 10. nóvember.
 
Nú er komin úr bókin Manifesto hćgri manns eftir Óla Björn. Ég er ekki búinn ađ kaupa mér hana, mun gera ţađ, en man eftir grein međ sama nafni sem Óli Björn birti í Mogganum og á heimasíđu sinni fyrr á ţessu ári. Afskaplega vel skrifuđ og hvetjandi.
 
Ég styđ Óla Björn rétt eins og ég studdi hann í prófkjörinu 2009 ţó svo ađ ég sé ekki búsettur í kjördćminu og ţví hvet ég alla sem ţar hafa kosningarétt ađ tryggja honum brautargengi.
 
Ţá benti ég á hiđ augljósa og geri enn. Munurinn á Óla Birni og mörgum öđrum góđum mönnum er ađ hann hefur hugmyndir og tillögur til úrbóta. Hann er frumkvöđull en ekki sporgöngumađur, međ fullri virđingu fyrir ţeim síđarnefndu.

Sjálfstćđisflokkurinn ţarf núna á ţví ađ halda ađ almennir flokksmenn standi upp og taki yfir. Nauđsynlegt er ađ nýtt fólk taki sćti á ţingi fyrir flokkinn, fólkiđ sem hingađ til hefur setiđ tiltölulega hljótt hjá. Tími ţess er kominn ef svo má segja. 
 

Rafmagn til heimabrúks eđa útflutnings

Fyrir Steingrím J. Sigfússon, formann VG og atvinnuvegaráđherra, er ţađ algjörlega hćttulaust ađ skrifa undir einhvern greiđviknissamning viđ Fćreyinga um rafmangsstreng milli landanna. Hann veit sem er ađ verđi af ţví ađ Íslendingar geti séđ af raforku ţá verđur hann fyrir löngu kominn úr ríkisstjórn. Og ţá getur hann međ kjafti og klóm gagnrýna virkjanir og rafmagnssölu út úr landinu enda allir búnir ađ gleyma ţessari undirskrift.

Hins vegar má eflaust skođa ţau rök sem eru gegn svona sćstreng og rafmagnssölu til Fćreyja. Framar öllu eru orkulindir landsins ekki ótćmandi. Ţó nú sé ađeins lítill hluti ţeirrar orku virkjađur sem möguleikar eru á ţá er ljóst ađ ţjóđin mun aldrei samţykkja fulla nýtingu vegna náttúru- og umhverfisverndarsjónarmiđa.

Ţó tekjur af rafmagnssölu til Fćreyja eđa annarra Evrópulanda kunni ađ vera einhverjar verđur ađ skođa hvort nýting raforkunnar hér innanlands skapi ekki meiri atvinnu og sé í heildina ábatasamari. Raforkuframleiđsla sem slík er ekki mannaflsfrekur iđnađur og ekki heldur sú ţjónusta ađ selja raforku í gegnum sćstreng. 

Ţjóđin ţarf hins vegar ađ gera ţađ upp viđ sig hvort raforkan eigi ađ vera atvinnuskapandi á sama hátt og ađrar auđlindir. Svo geta menn endalaust rökrćtt hvort sé gáfulegra ađ nýta tekur af strengnum til atvinnuuppbyggingar eđa lćkkunar skatta eđa hvort tekjur af rafmagnssölu innanlands geri sama gagn.

Eftir stendur ađ miđađ viđ núverandi stefnu í orkumálum er vafasamt ađ nćg orka sé til úrflutnings miđađ viđ óbreyttar ađstćđur. En ţađ skiptir Steingrím engu máli, hann verđur löngu hćttur á ţingi ţegar sćstrengsmáliđ kemur til álita.


mbl.is Mikill áhugi á sćstreng milli Íslands og Fćreyja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einstök óheilindi skýra fylgishrun ríkisstjórnarinnar

Ţađ eru hin einstöku óheilindi, frá fyrsta degi, sem skýra hiđ mikla fall.
 
Í leiđara Morgunblađsins í morgun er fjallađ um fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna. Óhćtt er ađ flestir geta tekiđ undir ţađ sem segir í leiđaranum, ekki ađeins andstćđingar ríkisstjórnarinnar heldur líka fjöldi fyrrum stuđningsmanna hennar. Eftir hruniđ hlaut ţađ ađ vera markmiđ nýrrar ríkisstjórnar ađ byggja upp og sćtta ţjóđina. Ţađ gerđist hins vegar ekki eins og leiđarahöfundur segir svo skýrlega:
 
Öllu, stóru sem smáu, var stefnt í átök. Stćrsta sameiginlega mál ţessarar ríkisstjórnar var, frá fyrsta degi, ađild ađ Evrópusambandinu. Á ţví bera ţau tvö jafna ábyrgđ, ţótt ábyrgđ Steingríms sé sýnu ógeđfelldari. Ţađ mál er í eđli sínu átakamál. Ţađ hefur veriđ meira rćtt en flest öll önnur í rúma tvo áratugi. Ţađ má og á ađ vera í umrćđu og á dagskrá ţjóđmála. Ţađ fer hvergi. En ađ setja ţađ sem heitasta mál á oddinn í formi ađildarumsóknar án ţess ađ spyrja ţjóđina, ţegar allt annađ er í uppnámi, er ekki ađeins pólitísk glćframennska, ţađ er ótrúleg heimska. 
 
Ţegar litiđ er yfir farinn veg blöskrar líklega flestum. Ţađ er ekki eins og ađ stjórn landsins krefjist einhvers annars en almennrar skynsemi, viđ erum ađeins rétt rúmlega ţrjúhundruđ ţúsund. Nei, látiđ er eins og ţetta séu geimvísindi sem einungis séu á fćri örfárra ađ skilja, annarra ađ međtaka í lotningu. Ţađ er nú öđru nćr. Kunnáttuleysi, ţekkingarleysi og ţröngsýni eru einkunnarorđ ríkisstjórnarinnar. Í leiđararanum segir um ţetta:
 
Ţađ dylst fáum lengur ađ Jóhanna Sigurđardóttir rís ekki undir ţví ađ gegna embćtti forsćtisráđherra í landi. Ekki einu sinni á venjulegum tímum. Og ţótt töluvert sé til í ţví hjá Birni Vali ađ Steingrímur J. hafi veriđ hinn raunverulegi forsćtisráđherra á tímabilinu bćtti ţađ lítiđ úr skák. Hann hefur vissulega meiri burđi en Jóhanna og nokkurt inngrip í allra helstu málaflokka sem ríkisstjórn vélar um, öfugt viđ Jóhönnu. En hann á ţađ sameiginlegt međ Jóhönnu ađ gangast upp í illindum og gera lítt međ ţau orđ sem hann hefur haft uppi, jafnvel beinhörđ loforđ og samninga.
 
Og ţegar á allt er litiđ eru ţađ óheilindin sem standa uppúr. Látum vera illindi og yfirdrepskap meirihluta ţingsins gagnvart minnihlutunum. Öllu verra er hvernig ţessi meirihluti hefur fariđ međ ţjóđina. Hún man vonandi eftir skjaldborginni, norrćnu velferđinni, störfunum sem voru alveg ađ koma, öllu ţví sem lofađ var ađ vćri „í pípunum“. Ţetta voru bara orđ, innantóm og merkingarlaus og hjálpuđu ekkert. Um ţađ getur hver og einn Íslendingur boriđ.

Prentun dagblađa er á undanhaldi

Pappír er á undanhaldi og verđur innan nokkurra ára úreltur fyrir dagblöđ og tímarit. Netáskrfitir eru ţađ sem koma skal og ţví fyrr sem útgefendur taka til viđ ađ undirbúa lesendur sína undir pappírsleysiđ ţeim mun betra.

Ég er lengi búinn ađ vera áskrifandi ađ Morgunblađinu en hefur í nćr tíu ár lesiđ ţađ eingöngu á netinu. Gćti ekki hugsađ mér annađ. Fyrir vikiđ get ég alltaf nálgast blađiđ, afhending ţess tefst aldrei vegna veđurs og ćtti varla ađ tefjast vegna bilunar í prentsmiđju eđa pappírsleysis.

Mér finnst stórkostlegt ađ lesa um New York Times í frétt Morgunblađsins, ađ fleiri áskrifendur séu ađ netútgáfunni en ţeirri prentuđu. Ég veit ađ ţetta er međ vilja gert hjá NYT, ţađ er stórblađ sem býđur upp á vandađar fréttir. USA Today er hins vegar skyndibiti, fólk kaupir ţađ á hrađferđ, les á leiđinni og hendir svo á áfangastađ. Ţar af leiđandi er ekki markađur fyrir netútgáfuna.

Ég spáđi ţví fyrir nokkrum árum ađ Morgunblađiđ myndi feta sig inn á braut netútgáfuna. Spáin hefur gengiđ eftir. Nú býđur blađiđ áskrifendum sínum upp á kjarakaup í iPad og eftir nokkur ár verđur meirihluti áskrifendanna kominn á netiđ nema ţví ađeins ađ Mogginn vilji hrađa ţróuninni og leggja hreinlega niđur prentútgáfuna. 

Held ađ innan tíu ára verđi prentun á dagblöđum orđin úrelt og tćknin til aflestrar á netúgáfum gjörbreytt frá ţví sem nú er - auđvitađ til hins betra. 


mbl.is Sífellt fleiri lesa blöđ á netinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fimmtíu ţúsund Sjálfstćđismenn

Ég er einn af fimmtíu ţúsund Íslendingum sem skráđir eru í Sjálfstćđisflokkinn og í dag fékk ég bréf frá formanni flokksins. Bjarna Benediktssyni, alţingismanni, mćlist vel í bréfi sínu og ég er honum fyllilega sammála. Sérstaklega vil ég benda lesendum mínu á eftirfarandi orđ. Ţau skýra sig sjálf (feitletranir eru mínar):

Viđ erum ekki nema rúmlega ţrjúhundruđ ţúsund sem búum í ţessu landi og ţess vegna eigum viđ sennilega meira sameiginlegt en flestar ţjóđir heims. Hvernig leiđtogar vinstrimanna og sum fylgitungl ţeirra hafa fengiđ ţađ út ađ sjálfstćđismenn séu öđruvísi en ađrir landsmenn, eigi annarra hagsmuna ađ gćta og séu best geymdir sem fjćrst öllum stjórnunar- og ábyrgđarstöđum er undarlegt, ekki síst í ljósi ţess ađ skráđir flokksmenn eru um fimmtíu ţúsund og skođanakannanir sýna ađ enn fleiri styđja Sjálfstćđisflokkinn.

Ţessir tugir ţúsunda sjálfstćđismanna eru tilbúnir ađ vinna ađ framfaramálum fyrir íslenskt samfélag. Málum sem treysta lífskjör okkar á ný og tryggja ađ Ísland sé sá stađur ţar sem viđ viljum helst búa börnum okkar heimili. Viđ fögnum öllum ţeim sem vilja vinna ađ ţví verkefni međ okkur. 


Nauđsynleg uppbygging viđ Skógafoss

Vel er stađiđ ađ uppbygginu viđ Skógafoss. Tröppurnar upp međ fossinum eru til fyrirmyndar og hafa breytt leiđinlegum moldar stígum í góđar og öruggar gönguleiđir. Raskiđ viđ uppsetningu á tröppunum var svo til ekkert.

Útsýnispallurinn uppi viđ fossberann mun koma til međ ađ leysa úr brýnni ţörf. Engin ţörf verđur fyrir flesta ferđamenn ađ fara lengra. Ţessar framkvćmdir eru sveitarfélaginu til mikil sóma.

Hins vegar versnar í málinu ţegar ferđamenn ćtla ađ ganga upp á Fimmvörđuháls. Fossaleiđin er stórkostlegt náttúruundur. Ţar eru göngustígarnir hins vegar eins og ţeir hafa orđiđ til frá fyrstu tíđ, trađkađir niđur í viđkvćman svörđin. Nauđsynlegt er ađ byggja ţá upp víđa rétt eins og gert hefur veriđ upp međ Skógafossi. Ţar er viđbúiđ ađ skemmdir haldi áfram, af ferđamönnum og síđan náttúruöflunum.

Ég er harđur andstćđingur glápgjaldsins. Innlendir sem erlendir ferđamenn leggja til  gríđarlegt fé í ríkissjóđ. Nefnum bara eldsneytisgjald og virđisaukaskatts af vöru og ţjónustu. Eflaust eru einhvers stađar til tölur yfir framlegđ 560 ţúsund erlenda ferđamanna í formi virđisaukaskatts og hiđ sama vegna ferđa innlendra ferđamanna um landiđ. Ţetta skiptir tugum milljađra.

Ţađ á ţví ekki ađ vera neitt tiltökumál fyrir ríkiđ ađ leggja til fé úr ríkissjóđi til uppbyggingu ferđamannastađa. Stjórnvöld hafa hins vegar aldrei litiđ á ferđaţjónustuna réttum augum, ađeins einhvers konar hobbíatvinnugrein og um leiđ litiđ framhjá skemmdum á landi.

Ég vil vara eindregiđ viđ gjaldtöku á ferđamannastöđum. Ţađ mun einfaldlega leiđa til ţess ađ ekki verđur mögulegt ađ ferđast um landiđ, gjösamlega eyđileggja ferđaţjónustu landsmanna. Gjaldtakan verđur einfaldlega tekjulind einstakra „landeigenda“ og hćtta er á ţví ađ uppbygging verđi lítil auk ţess sem fjölmargir ţekktir stađir ţurfa einfaldlega ekki á neinni.


mbl.is Útsýnispallur rís viđ Skógafoss
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sakramenti ríkisstjórnar og bannfćringin

Ég held ađ ţađ sé sjónarsviptir af Ástu Ragnheiđi Jóhannesdóttur, alţingismanni Samfylkingarinnar og forseta Alţingis, sem hefur ákveđiđ ađ bjóđa sig ekki aftur fram til ţings. Hún hefur vaxiđ mikiđ sem forseti ţingsins. Virđist vera réttsýn og umhugađ um ađ halda virđingu Alţingis gagnvart frekju ríkisstjórnarinnar. 

Einhvern veginn hef ég ţađ á tilfinningunni ađ flokkseigendafélag Samfylkingarinnar, vinstra liđiđ sem ţar hefur ráđiđ ríkjum frá síđustu kosningum, sé algjörlega á móti Ástu Ragnheiđi af ţví ađ hún hefur ekki makkađ međ. Framar öllu er hún forseti ţingsins og ţađ fer gríđarlega í taugarnar á ţeim telja sig eiga ađ ráđa hvort tveggja, framkvćmdavaldinu og löggjafarvaldinu.

Ţetta sást berlega ţegar Ólafur Ragnar Gímsson hćtti ađ vera vinstri mađur og hóf ađ vera forseti ţjóđarinnar allrar. Um leiđ og hann tók undir áskoranir um ţjóđaratkvćđagreiđslur um Icesave var hann settur út af sakramenti ríkisstjórnarinnar. Ásta Ragnheiđur hefur ekki fariđ ađ vilja ríkisstjóranarinn og ţess vegna er hún líka komin út af sakramentinu ţó enn sé hún ekki bannfćrđ eins og forsetinn.

Hún hefur eflaust fengiđ tilbođ sem hún gat ekki hafnađ. „Hćttu annars verđur ţú felld.“


mbl.is Ásta ekki í prófkjör í Reykjavík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband