Ögmundur er ólíkindatól í samvinnu

Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins skrifar góðan pistil í opnu blaðisins í dag. Hann ræðir meðal annars um Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, sem sannarlega hefur ekki verið leiðitamur ríkisstjórnarflokkunum þrátt fyrir ráðherrastólinn. 

Mér finnst þó eins og Karl líti með aðdáun á Ögmund og telji hann á einhvern hátt frábrugðinn öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Að mörgu leyti er það rétt, hann er engu að síður vinstri maður, langt til vinstri. Raunar er hann gamaldags sósíalist, slíkur sem í gamla daga voru kallaðir kommar.

Hann er algjörlega á móti einkarekstri og telur íslenskt þjóðfélag slæmt vegna skorts á ríkisrekstri. Hins vegar er hann ráðherra í innanríkisráðuneytinu og verður að makka með því sem þar er gert. Annar fengi hann án efa fá yfir sig óvild hluta VG og Samfylkingar og yrði umsvifalaust sparkað.

Ögmundur er líka ólíkindatól sem slæmt er að hafa með í ríkisstjórn. Þrátt fyrir uppruna sinn rekst hann illa í þeim flokki. Samstarf tveggja flokka í ríkisstjórn krefst þess að menn vinni saman en stundi ekki einleik á stóra sviðinu í stöðugu egóflippi. Þetta er ástæðan fyrir því að Ögmundur er kolómögulegur samstarfsaðili. Hann er á það líka til að tala mikið og skiptir þá litlu máli hvort hann hafi eitthvað að segja, hann talar samt, kjaftar sig út úr öllu samstarfi áður en hann nær að hugsa.

Auðvitað má þakka Ögmundi fyrir að leggjast á sveif með þeim lýðræðissinnum sem vilja fella niður landsdómsákæruna gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Ég skil hins vegar ekkert í því hvers vegna hann setur ekki kíkinn fyrir blinda augað og sleppi þessum stuðningi. 

Þó Ögmundur sé án efa hinn besti maður má ekki gleyma því ekki að hann er últra vinstri maður og til hans er lítið að sækja fyrir frjálslynt fólk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband