Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2021

Enn vantar Reykjavíkurbréfiđ í sunnudagsmogggann

Stundum er Mogginn hundleiđinlegur. Sérstaklega ţegar hann Davíđ Oddsson gleymir ađ skila Reykjavíkurbréfinu í sunnudagsblađiđ, rétt eins og núna. Hvernig er hćgt ađ byrja nýja viku án Reykjavíkurbréfsins? Jafnvel ţó Davíđ sé ađ mćra Trump og atyrđa nýja forseta Bandaríkjanna sem ég man aldrei hvađ heitir.

Ţessi pistill er um slćmt minni, gleymsku.

Uppáhalds fyrrverandi sjónvarpsmađur ţjóđarinnar skrifar pistil í sunnudagsblađiđ, hann ţarna ... Logi eitthvađ. Hann skrifar stundum ansi vel, góđur stílisti. Gerir sig stundum vitlausari en ég held ađ hann sé. Nú skrifar hann um blađburđarbörn. Í gamla daga bar hann út blöđ og minningin um iđjuna er ljúf og fögur í huga hans. Hann segir frá ţví ađ hafa ţröngvađ dóttur sinni til ađ bera út blöđ og safna ţannig peningum til ađ kaupa hross. Logi ţessi er auđvitađ orđinn ađ afgömlu hrossi. Skil ekki í honum eđa öđrum sem lesa pappírsdagblöđ. Hef ábyggilega veriđ áskrifandi ađ Mogganum í fimmtán ár án ţess ađ fá pappírseintak. Les hann á netinu. Hreinlegra og einfaldara.

Í gamla daga bar ég út Vísi. Ţađ var ágćtt en hundleiđinlegt ađ rukka. Ég gekk í Hlíđaskóla eftir ađ hafa útskrifast međ láđi úr Ísaksskóla. Strákarnir í bekknum mínum voru stundum óţekkir. Ekki ég. Var gćđablóđ, hlýđinn og kurteis. Minnir mig. Einu sinni voru hinir strákarnir óţekkir í smíđatíma hjá honum Birni, ekki ég. Í refsingarskyni vorum viđ allir látnir sitja eftir, í marga klukkutíma. Minnir mig. Ţá komst ég ekki í ađ bera út Vísi á réttum tíma. Ţađ var í eina skiptiđ sem ég fékk kvartanir frá blađinu. Lesendur vildu fá blađiđ strax eftir hádegi. Eftir ţetta var ég alltaf fúll út í Björn smíđakennara, er ţađ jafnvel enn ţann dag í dag, og er hann samt löngu hćttur kennslu og farinn yfir móđuna miklu.

Óboj, sögđum viđ í gamla daga og var tónninn mćđulegur. Ţetta varđ mér ósjálfrátt ađ orđi er ég sá ađ ađalviđtal sunnudagsblađs Moggans var viđ Björgvin ţarna hvađ hann nú heitir Halldórsson, söngvara. Ţetta fjölmiđlaliđ er alltaf samt viđ sig. Ţúsund sinnum hafa veriđ tekin viđtöl viđ Bjögga og viđ lesendur vitum eiginlega allt um manninn. Miklu meira en hollt er. Hvađ er eiginlega ósagt um hann? Ekkert. Ég lét augun hvarfla yfir viđtaliđ. Ţau stađnćmdumst viđ ţetta og athyglin vaknađi:

Annars átti ţađ nám vel viđ mig; ég hef alltaf veriđ mikill grćju- og tölvukarl. Macintosh-mađur frá upphafi. Svo ţví sé til haga haldiđ. Ég hef alltaf fylgst vel međ í tćkninni og mönnum á borđ viđ Steve Jobs og Elon Musk sem gert hafa mikiđ fyrir okkur međ ţekkingu sinni, dirfsku og framsýni.

Sko, hann Bjöggi er bara helv... góđur söngvari. Ég er líka forfallinn Makka-kall, frá upphafi. Og núna gaf ég mér tíma til ađ lesa allt viđtaliđ viđ Bo. Sá ţá ađ einn ritfćrasti blađamađur landsins hafđi tekiđ ţađ. Man aldrei hvađ hann heitir, ţarf ekki ađ vita ţađ, ég ţekki stílinn. Nöfn skipta litlu en hann heitir Orri eitthvađ. Minnir mig (sérstaklega ţetta „eitthvađ“). Mađurinn skrifar nćstum ţví hálft sunnudagsblađiđ og heldur ţví eiginlega á floti ţó ýmislegur hégómi eins og stjörnuspár og grein um föt dragi ţađ niđur.

Sá ágćti blađamađur Andrés Magnússon heldur sínum vana og skrifar algjörlega óţarfan pistil um atburđi vikunnar. Skil ekki ţörfina á svona upprifjun, ekki frekar en „fréttaannál ársins“ og álíka. Ţó ég muni aldrei neitt finnst mér dálkurinn skrýtinn. Hér eru dćmi:

  • Mikill fjöldi afbókađi dvöl í orlofshúsum um páskana, án vafa vegna hertra sóttvarna. 
  • Fjórir hafa gefiđ kost á sér til ţess ađ gegna embćtti umbođsmanns Alţingis ...
  • Ţriđja ţyrla Landhelgisgćslunnar er nú á leiđ til landsins ...
  • Risastór landfylling er fyrirhuguđ í Elliđaárvogi undir stćkkun Bryggjuhverfis.

Ţetta er svo hrikalega óskemmtilegt ađ ţađ truflar mig. Er ţađ virkilega svo ađ ekki vćri hćgt ađ nota plássiđ til ađ tala viđ enn einn heimsfrćgan Íslendinginn, Ladda, Kristján stórsöngvara, landsliđsmann í fótbolta, snoppufrítt andlit úr sjónvarpi, álitsgjafa međ ofurţykkar bótox-varir og barm í stíl, og önnur undur í ţjóđfélaginu?

En ţetta er nú allt aukaatriđi. Sem áskrifandi spyr ég einfaldrar spurningar og vil frá svar: Hvar er Reykjavíkurbréfiđ? Mér finnst ég svikinn og krefst endurgreiđslu.


Hvađ er list og lćrdómsţvađur ef lćrirđu ekki ađ vera mađur.

Morgunblađiđ er góđur fjölmiđill og ég hef mikla ánćgju af honum. Les međ áhuga marga fasta pistla eins og Tungutak sem fjallar um um íslenskt mál sem margir íslenskufrćđingar skiptast á skrifa, Umrćđan sem Björn Bjarnason, fyrrum ráđherra og alţingismađur skrifar og Fróđleiksmola eftir Hannes H. Gissurarson. Allir ţessir pistlar birtast í laugardagsblađinu og eru á sömu blađsíđunni og ţar dvelst manni drjúga stund. 

Í sunnudagsblađinu birtist Reykjavíkurbréf og ţađ hefur veriđ fastur dálkur allt frá ţví ađ Bjarni Benediktsson var ritstjóri frá 1956 til 1959. Ekki hafđi ég aldur til ađ njóta skrifa hans en löngu síđar las ég bréfin frá ritstjórunum  Matthíasi Johannessen og Styrmi Gunnarssyni. Og nú skrifar Davíđ Oddsson, ritstjóri, Reykjavíkurbréf. Hann hefur leikandi léttan stíl, prýđilegt skopskyn og segir frá reynslu sinni og skýrir stjórnmálaviđhorfiđ. Oftast er ég sammála Davíđ, ţó ekki alltaf.

Einn er sá dálkur sem ég hef mikla ánćgju af og ţađ er Vísnahorniđ sem birtist daglega og er í umsjón Halldórs Blöndal, fyrrum ráđherra og alţingismanns. Ekki ţekki ég Halldór persónulega en hann hefur einstakan skilning á vísum og kann urmul af ţeim. Áhugaverđast er ţó ađ hann birtir vísur eftir marga og fer ekki í manngreinarálit.

Stundum skrifa ég hjá mér skemmtilegar og fróđlegar vísur sem ég les í Vísnahorninu. Hér eru nokkrar skondnar.

Ingveldur Einarsdóttir orti ţetta ţegar Kvćđakver Halldórs Laxness kom út og hrifningin leynir sér:

Ţitt hef ég lesiđ, Kiljan, kver; 
um kvćđin lítt ég hirđi,
en eyđurnar ég ţakka ţér; 
ţćr eru nokkurs virđi.

Hjálmar Jónsson sendi Halldóri Blöndal póst og segir:

Ţađ var á lokadögum ţingsins eitt voriđ ađ viđ sátum saman nokkrir ţingmenn í hádegismat. Svínakjöt var í matinn, en ţađ var ólseigt og óspennandi. Hafandi tuggiđ um hríđ ýtti Páll Pétursson frá sér diskinum og kvađst sjaldan hafa lagt sér til munns lakari málsverđ. Ţá varđ til vísa:

Međan lifa málin brýn
mćti ég ţingraun hverri.
Ég hef borđađ betra svín
og borđađ međ ţeim verri.

Í Vísnahorninu birtist ţessi vísa eftir Örn Arnarson og er úr bókinni Illgresi:

Dýrt er landiđ, drottinn minn,
dugi ekki minna
en vera allan aldur sinn
fyrir einni gröf ađ vinna.

Arnór Árnason frá Garđi orti:

Lítiđ mína léttúđ grćt,
lífinu er ţannig variđ.
Ennţá finnst mér syndin sćt,
sćkir í gamla fariđ.

Og núna í dag, skírdag 1. apríl 2021, birti Halldór ţetta eftir Matthías Jochumsson:

Hér verđa kaflaskil í kvćđinu og heldur áfram međ grískri tilvitnun sem útleggst „ţekktu sjálfan ţig“:

„Gnóţi sauton“ Grikkinn kvađ;
gott er ađ lćra og meira en ţađ;
en hvađ er list og lćrdómsţvađur
ef lćrirđu ekki ađ vera mađur.

Ţessi síđasta vísa er gull, sérstaklega síđustu tvö vísuorđin. Ćtla ađ reyna ađ muna ţau ţegar ég verđ stór.

Oft hef ég óskađ ţess ađ vera ljóđskáld. Í stađinn er ég frábćrt leirskáld. Og illa gengur mér ađ muna vísur en ţađ er list.

Móđir mín kunni ótal ljóđ og vísur, og ţurfti ađeins ađ heyra einu sinni til ađ muna. Hún var alin upp á ljóđelsku heimili ţar sem bókmenntir skiptu nćrri ţví meira máli en bústörfin. Ţví miđur lćrđi ég lítiđ í ljóđagerđ af henni eđa hún gleymdi ađ kenna mér. Hún gleymdi líka ađ kenna mér ađ drekka kaffi. Ţetta tvennt, kunnáttuleysi í ljóđum og getuleysi í kaffidrykkju, hefur háđ mér einna mest í lífinu. Og stendur ekki til bóta.

Annan hćfileikamann í ljóđum og vísum ţekki ég dálítiđ og ţađ er Ómar Ragnarsson. Hann man vísur og ljóđ í tonnatali ef svo má segja. Einu sinni fékk ég hann til ađ vera á vísnakvöldi í bćjarfélagi úti á landi. Mesta skemmtunin var áđur en dagskráin byrjađi er Ómar ţuldi upp vísur sem hann hafđi lćrt á langri ćfi. Ein vísa leiddi til annarrar og eiginlega máttum viđ varla vera ađ ţví ađ fara á vísnakvöldiđ.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband