Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Komum hringlendingunum út af þingi

Lélegustu stjórnmálamennirnir eru þeir sem byggja á hentistefnu en ekki stefnu sem byggð er fyrirfram á markmiði og rökum. Þetta er liðið sem snýst eins og vindhanar ofan á kirkjuturni, sækist eftir athyglinni, skiptir engu hvers vegna sú athygli fæst.

Loddari er ekki áhugaverður karakter og hann er einn af þeim sem nær árangri í eitt sinn en aldrei aftur. Ástæðan er fyrst og fremst sú að almenningur getur fyrirgefið allt annað en hringlandahátt.

Ýmsir hafa sagt að það eigi að vera markmiðið að koma því liði út af þingi sem sátu þar þegar hrunið varð. Auðvitað er þetta vitleysa. Miklu skynsamlegra er að koma hinglendingunum út. Við þurfum þingmenn sem standa við sannfæringu sína, leita ef því er að skipta á móti straumnum, snúa móti vindi, berjast af alefli. Við þurfum ekki liðleskjur.

Nokkrir þingmenn sýndu það í atkvæðagreiðslunum um ákærur til landsdóms að þeir fara eftir pólitískum merkimiðum frekar en rökum. Losum þingið svona lið. 


mbl.is Greiddi atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn geisar galdrafár á Íslandi

Nú var það haustið 1652 að mikill og óhugnalegur faraldur kom upp í Trékyllisvík. Segir Pétur á Ballará svo frá því: „Það haust kom ókyrrleiki og plága af vondum öndum og draugi í Trékyllisvík, með því móti að oft á einum degi og einkum í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur en að hann hlypi ofan í kverkar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en það létti af, fann það á sér ekkert mein. Fengu það þær kvenpersónur, sem óspilltar píkur voru.“

Þetta varð ekki neitt stundarfyrirbrigði, því að allan þann vetur og næsta sumar geisaði þessi undarlegi faraldur þar. Er svo sagt, að þessi ósköp sækti helst á kvenfólk í kirkjunni, meðan á messu stóð. Féllu þær þar niður hver af annarri „með hljóðum, mási, froðufalli og ofboði, svo oft voru úr kirkjunni út bornar 4, 5, 10, 12 og fleiri á einum helgum degi, hvað skelfilegt var, en miklu skelfilegra á slíkt að horfa og nálægur vera,“ segir í Fitjaannál. Kvað svo rammt að þessu, að Þorvaldur prestur þóttist eigi geta sungið messu fyrir hljóðum þeirra og illum látum. Þótti þetta að vonum ekki einleikið, og gerðust menn sannfærðir um, að hér væri göldrum um að kenna.“

Þegar á þessu hafði gengið í hálft annað ár, þóttist Þorleifur sýslumaður ekki geta hjá setið. Lét hann þá grípa þann mann, er Þórður hét Guðbrandsson og talinn var „mestur galdramaður í Strandasýslu“. Var honum stefnt að Árnesi, og þar skipaði sýslumaður tólf menn í dóm til þess að fjalla um mál hans. ... Vildi Þórður þá ekkert meðganga, og sáu dómendur sér ekki annað fært en að dæma hann til að hreinsa sig með tylftareiði af grun um fordæðu og galdur.

Þessi texti er í Frásögnum eftir Árna Óla um Undrin í Trékyllisvík þar sem fjallað er um galdrafár sem Þorleifur Kortsson taldi ljóst að ákveðnir menn væru ábyrgir fyrir.

Enn geisar galdrafár á Íslandi. Vondir andar og draugar hlaupa ofan í fólk. Þess vegna þarf að finna blóraböggla, ljúga upp á þá sekt og brenna opinberlega á Austurvelli.


mbl.is Þungbær og erfið niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangir ríkisstjórnarflokkar, röng ríkisstjórn, rangur borgarstjóri ...

Þúsundir Íslendinga kusu rangan flokk í síðustu alþingiskosningum. Þeir sjá nú eftir því að hafa veitt þeim flokkum brautargengi sem þrátt fyrir ríkisstjórnarsetu hafa ekki tekið á avinnumálum landsmanna, hækkað skatta upp fyrir sársaukamörk, þröngvað Icesave samningi upp á þjóðina, troða henni inn í ESB án vilja hennar, komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og látið gríðarlegt atvinnuleysi viðgangast.

Getum við fengið endurtalningu? Nei, við því er ekki að búast. Hitt ætti þó að vera ljóst að breytingar verða áreiðanlega við næstu kosningar sem vonandi verða fyrr en síðar.

Svo eru það þeir sem kusu Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. Brandarinn er orðinn dálítið þreyttur og það viðurkenna fjölmargir kjósendur.

Bara ef hægt væri að endurtaka kosningarnar ... 


mbl.is Segjast hafa kosið rangan flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf fyrrum utanríkisráðherra til forsætisráðherra?

Hvað gerðist sunnudaginn 19. september? Skrifaði fyrrum utanríkisráðherra bréf sem breytti skoðun forsætisráðherra og setti málið á allt annan farveg? Lýsti hún málavöxtum, dró fram verkefni og gjörðir fyrri ríkisstjórnar, tengdi hún tilfinningarnar við þessi mál, höfðaði hún til drengskaps forsætisráðherra? 

Ljóst má vera að enginn vill fá á sig kæru, síst af öllu vera stefnt fyrir landsdóm. Þar með er næstum lífinu lokið og viðkomandi er nærri því stimplaður kvistlingur, svikari, gegn þjóð sinni.

Fyrrum utanríkisráðherra hefur væntanlega lagt allt sitt í þetta bréf sitt og líklegast haldið því fram að hún og aðrir ráðherrar séu saklausir af ákæruatriðum. Málsvörn, rökfærsla og tilfinningaleg skírskotun hennar í hugsanlegu bréfi breytti skoðun núverandi forsætisráðherra og er án efa stór viðburður enda segja kunnugir að forsætisráðherra hafi áður verið búinn að gera upp hug sinn.

Með ræðu sinni í dag er landsdómur úr sögunni og þar með kæran gegn hinum þremur fyrrum ráðherrum.

Má þá búast við sannleiksnefndinni í stað aftöku á Austurvelli? Fyrir mitt leyti trúi ég því að þjóðin hafi mun meira gagn af sannleika en boðaðir pólitískri hefnd og ég er viss um að þessi skoðun á fylgi meirihlutans.


mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er mikilvægara blóðug aftaka eða sannleiksleit?

Ekkert að pólitísku ákæruvaldi fyrst ætlunin er að draga samfélagið aftur um tvo, þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar bankarnir voru ríkisreknir og bankaráðin voru skipuð alþingismönnum. Það rímar allt saman. Maður býst við að á morgun verði Alþýðubandalagið endurreist og kvennaframboðið sömuleiðis.

Brynjar Nielsson er einn skarpasti lögmaður landsins en sem slíkur er hann ekki á neinn hátt frábrugðinn venjulegu fólki. Hann talar mannamál, afar auðvelt er að skilja það sem hann er að segja og sem betur fer er hann óhræddur að viðra skoðanir sínar þó svo að þær gangi í berhögg við yfirlýsta stefnu skoðanamyndandi minnihlutahópa í samfélaginu.

Flestir hljóta að sjá að málsóknin á hendur ráðherrunum fjórum byggist á pólitík. Þeir sem ekki sjá það skilja ekki eðli máls og festa sig um of í bankahruninu sem slíku. Hvað hefði þáverandi ríkisstjórn átt að gera? Sá einhver bankahrunið fyrir? 

Í ákæruatriðum þingmannanefndarinnar er hvergi getið um refsiverð abrot en einblínt bankahrunið sem slíkt eins og það hafi verið sem yfirvofandi og fyrirsjánlegar náttúruhamfarir. Það var ekki svo. Hafi hrunið verið sjáanlegt þögðu þeir sem áttu frá að segja. Og þingið þagði. Ekki einn einasti þingmaður hélt því fram að bankahrun væri yfirvofandi og ekki nokkur kelling eða kall sagði frá vondum draumförum. Engum var þetta nefnilega ljóst.

Hvernig getur þá sama stofnun, Alþingi, staðið að ákæru gegn sumum þingimönnum og ráðherrum en ekki öðrum? Hvers vegna er ekki Alþingi vanhæft í þessum máli? Skiptir þá engu þótt endurnýjun hafi orðið meðal þingmanna við síðustu þingkosningar.

Þjóðin tapaði mikilvægu tækifæri eftir útkomu rannsóknarskýrslunnar en þá hefði átt að setja á stofn „sannleiksnefnd“ af Suður-Afrískri fyrirmynd. Um leið hefði verið hægt að fara af gagnrýni í gegnum vandamál ríkisstjórnar, stjórnsýslunnar, þingsins fyrir og eftir hrun og safnað saman mikilvægum lærdómi sem þjóðin hefði hagnast af.

Þess í stað eru blórabögglar valdir og efnt til aftöku á Austurvelli.

Hvor leiðin skyldi nú vera skynsamlegri fyrir þjóðina, hin blóðuga aftaka eða sannleiksleitin.

Persónulega er mér ekkert kappsmál að refsa einhverjum. Blórabögglar eru ekki það vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Hún verður hins vegar að finna sannleikann og hann finnst ekki með ruddalegum aðförum þingmannanefndarinnar. Ekki síst þess vegna eru orð Brynjars Nielssonar skynsamleg.


mbl.is „Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ríkisstjórnin ekki gert neitt rétt?

Þetta hljóta að vera einhver mistök.  Það gengur alls ekki að mismuna aðilum eftir því hvort þeir eru einstaklingar eða fyrirtæki. . Hver gætu verið eðlileg rök fyrir slíku. Hvað með gráu svæðin? Fjöldinn allur af fólki er t.d. með bíl sem skráður er á fyrirtæki og stendur í skilum með hann. Ástæðan getur verið margvísleg, t.d. skattaleg, viðkomandi er á vanskilaskrá og notar því hlutafélagaformið og svo má lengi telja.

Aðalatriðið er að norræna velferðarstjórnin bjóði upp á eina lausn fyrir alla en ekkimismunandi eftir því hvort um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga, konur eða karla, hávaxna eða lágvaxna, stóra bíla eða litla, jeppa eða smábíla. Er það til of mikils mælst eða er útilokað að þessi ríkisstjórn fari rétt að hlutunum?


mbl.is Mannamunur gerður með löggjöf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig standa fjármálin, Jón borgarstjóri?

Þetta er flott hjá Jóni borgarstjóra. Hann gerir vel í því að styðja við homma og lesbíur, byggja upp grænar götur, vera á móti ofbeldi og rasisma, misnotkun á tölvum og allt annað sem heilbrigt er og skemmtilegt.

En ... hvernig standa fjármál borgarinnar, Jón? Hvernig er tekjuinnstreymið og hvernig er gjaldahliðin? Er sjóðstreymið í lagi, þarf að taka lán, ætlarðu að hækka skatta, verður fólki sagt upp hjá borginni?

Fylgistu með og skilurðu það sem fram fer, Jón borgarstjóri? Þú hefur ekki tjáð þig um þessi mál hingað til og fengið að komast upp með það. En nú er kominn tím til að þú tjáir þig um annað en léttu málin. 


mbl.is Vill ofbeldi burt úr borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... út yfir allan þjófabálk

Mér sýnist að ríkisstjórnin sé komin í sjálfheldu vegna rannsóknarskýrslu þingmannanefndarinnar og málsóknar gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum. 

Hver höndin virðist vera upp á móti annarri í Samfylkingunni. Skiptir þá litlu máli hvort fyrrverandi utanríkisráðherra verði sleppt við málshöfðun eða fyrrverandi viskiptaráðherra. Væntanlega byggist skoðun þingflokks samfylkingarinnar á því að henni þykir vænt um þessa fyrrverandi ráðherra sína og vilja ekki sjá þá í þessum vanda. Svo eru það hinir sem ekki sjá neina ástæðu til málshöfðunar vegna fyrirliggjandi gagna. Þá eru hinir eftir sem vilja höfða mál.

Líklega er álit þingmanna annarra flokka svipað nema ef til vill þeirra sem þegar eru komnir með blóðbragð í munninn og vilja sjá einhvern í snörunni óháð því hvernig málavextir eru.

Þá er komið að þeirri „þungbæru skyldu“ þingmanna, sem Atli Gíslason, nefnir svo að taka afstöðu til þess hvort fjórir fyrrverandi ráðherrar verði kærðir. Líklega verður hin „þungbæra skylda“ þingmannana sú að falla frá málshöfðun vegna þess að þeir telja ekki nokkrar líkur á því að hægt sé að búa svo um hnútana að málareksturinn standist fyrir dómi.

Þetta er líklega ekki það sem þingmáðurinn Atli Gíslason ætlaði enda er hin „þungbæra skylda“ líklega aðeins fólgin í ákærunni og skiptir þá engu hvort sú kæra standist lög, mannréttindi eða reglur um ákærur.

Verði þetta endir málsins má búast við því að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. Það mun þó lafa vegna þess að enginn mun vilja vinna með VG og flokkurinn veit það. Hann er því enn og aftur gerður afturreka, nú með stefnurnar, áður með Icesave og enn fyrr með ESB aðildina.

Þannig heldur áfram langavitleysa langt út yfir alla skynsemi og ... þjófabálk. Kaldhæðnislegt. 


mbl.is Umræðu frestað til mánudags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknir á pólitískum andstæðingum

Nornaveiðar Vinstri grænna eru nú að koma í bakið á þeim. Flokkurinn sem vildi allt upp á borðið stendur nú í því að fela gögn fyrir Alþingi og almenningi. Af hverju má ekki leggja öll gögn þingmannanefndarinnar á borðið.

Icesve málið er mikil ávirðing á ríkisstjórnina. Hún hefur falið gögn, stundað fundarhöld við Breta og Hollendinga á bak við tjöldin. Þetta er sama ríkisstjórnin og ætlar að berja á fyrrverandi ráðherrum.

Og nú stendur hún í sömu sporum, uppvís að því sama sem hún ber upp á aðra.

Við þurfum ótal rannsóknarnefndir til að greina stöðuna. Eða hætta þessum leik og reka þjóðfélagið á pólitískra krossferða gegn andstæðingum sínum í þeim eina tilgangi að sverta þá.


mbl.is Vilja sérstaka Icesave-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll skjöl upp á borðið, Atli

Áður en hægt er að taka afstsöðu þurfa öll skjöl þingmannanefndarinnar að liggja fram, ekki aðeins fyrir alþingismenn heldur einnig fyrir almenning. Ekki fyrr er kominn grundvöllur til að taka afstöðu í málinu.

Þeir sem telja sig geta tekið afstöðu til þessa máls á örfáum dögum eru einfaldlega í pólitískri krossferð. Þeir eiga ekkert erindi í þennan málarekstur.

Síðst en ekki síst þarf allur málatilbúnaður að vera þannig að án vafa verði ljóst hvort hann standist til sakfellingar fyrir dómi. Annað er tilgangslaus pólítiskur leikur. 


mbl.is Þungbær skylda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband