Skrýtin fréttamennska

Er ég einn um að finnast þetta dálítið undarleg fréttamennska? Fréttamaður BBC í London hringir í fréttamann Ríkisútvarpsins í Reykjavík og býr til frétt á þeim grundvelli. „Ólygin sagði mér ...“ Með fullri virðingu fyrir íslenska fréttamanninum finnst mér þetta eins og svona „second hand news“.

Ekki hef ég grænan grun hvernig fréttamaður Ríkisútvarpsins blandast inn í þetta mál eða hvers vegna í ósköpunum hún á að tjá sig um það. Gerir hún það sem fréttamaður eða almennur borgari.

Þetta segir mér eitt að jafnvel fréttamenn BBC geta verið hroðvirknislegir og reyni að klára frétt á sem ódýrastan og fljótlegastan hátt.


mbl.is „Ekki á mína ábyrgð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Enginn er fullkominn, ekki einusinni BBC. En það er varla við stúlkukindina að sakast. Þetta mál er algjörlega á ábyrgð Ölgerðarinnar og sé hún óhress með fréttina, getur hún haft samband við BBC eða hvað þetta var og skýrt sitt mál.

Villi Asgeirsson, 19.1.2012 kl. 14:47

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt, Villi. Var bara að velta því fyrir mér hvers vegna ekki var haft samband við þig sem almennan borgara, Neytendasamtökin, Ölgerðina, stjórnvöld, borgarstjóra eða einhvern annan en fréttamann.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.1.2012 kl. 14:50

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góð spurning sem ég hef ekki svör við. Ætli þú hafir bara ekki hitt naglann á höfuðið með að fréttamenn BBC hafi bara ekki meiri metnað þegar kemur að fréttum sem þeim finnast ekkert allt of spennandi? Þeir hafa sennilega haft símanúmer RÚV á skrá og kannski ákveðið að afgreiða þetta með fimm mínútna símtali.

Villi Asgeirsson, 19.1.2012 kl. 14:58

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Allt salt jarðar er hollara en eiturlyfin sem lyfjamafían framleiðir og treður í fólk, með dyggri aðstoð mafíunnar sem öllu stjórnar á Íslandi. Ætli almenningur viti hvernig venjulegt matarsalt sem selt er í búðum, er hreinsað? Eru ekki notuð óholl efni til þess?

Það er ekkert leyndarmál, að íslenskir RÚV fréttamenn eru í vinnu hjá þeim sem hertekið hafa þann fjölmiðil. Það gerðist ekki árið 2012, heldur hefur sá fjölmiðill aldrei verið hlutlaus frá fyrsta degi "sjálfstæðis" Íslands.

Spillingin kom til Íslands, fyrst með gervi-kristninni pólitísku, og síðan bandarísku hersetunni, og hefur komið okkur á þann þræla-stað sem planað var af heims-stjórninni pólitísku og valdagráðugu. Þeir þurftu bara að nota íslenska þræla til að byggja landið upp, og svo fara þeir bakdyramegin, í gegnum AGS og ESB til að hirða afrakstur þrælanna á Íslandi. Þetta vita bankamennirnir ekkert um, því þeir myndu varla taka þátt í svona hryllingi, ef þeir vissu hvað þeir eru að gera. Ég ætla fólki almennt ekki svo illan hugsunarhátt.

Vestræna heimsstjórnin hefur sínar höfuðstöðvar í hringborðsklúbbum spilltra auðjöfra, sem draga saklausa pólitíska leiðtoga, frá ríkjum í Vestræna heiminum inn í þessi snobb-partý sín. Svo eru þessir þjóðar-utanríkisráðherrar og forsætisráðherra-gestir klúppfélaganna notaðir með svívirðilegum mútum og líflátshótunum, til að fremja svikin og níðingsverkin á sínum þjóðfélagsþegnum. Um þetta eru til ótal margar sannanir, sem engum herteknum fjölmiðli er leyft að fjalla um.

Lyfjamafían er grunnurinn að þessum spilltu öflum, og lyfjamafían á Íslandi stjórnar fjölmiðlaumræðunni, og hvaða læknar eru gerðir tortryggilegir. Þeir læknar sem eru heiðarlegastir, fá aldrei að tjá sig í ríkisfjölmiðlunum, heldur eru þeir rakkaðir niður af þeim læknum sem eru í lyfjamafíu-klíkunni. Þetta verður hreinlega að leiðrétta, allra vegna.

Actavis er gott dæmi um hversu vel lyfjamafían fær að blómstra á Íslandi. Þetta eru eiturlyfjaframleiðendur og mafíur, sem hugsa einungis um hvernig þeir geti haldið fólki sjúku, svo hægt sé að dæla í það stórhættulegum lyfjum og græða peninga á öllu saman. Svo eru lyf sem raunverulega hjálpa fólki, og draga úr lyfjanotkun, töluð niður í fjölmiðlum og fréttablöðum með reglulegu millibili. Allt í boði mafíu-RÚV, sem almenningur er neyddur til að borga fyrir.

Svona er nútímastríðið í praxís (verki), því auðjöfraklúbbfélagarnir komast ekki lengur upp með að skjóta fólk á færi og ræna það, án umfjöllunar, eins og gert var í Villta Vestrinu fyrir tæpum 100 árum síðan. Þeir telja almenningi trú um að Vestræni heimurinn sé orðinn "siðaður" og "kristinn". Það er bara lygi og fals. Raunverulegt siðferði, og raunveruleg óflokkspólitísk kristni, er í raun ekki til hjá stjórnsýslu Vestræna heimsins.

Þóra Arnórsdóttir er ein af okkar allra bestu fjölmiðlamönnum, og ég ásaka hana ekki fyrir það hvernig öfgakennd og spillt fjölmiðla-stjórnsýslan á Íslandi er í raun. Það þarf meira en eina Þóru Arnórsdóttur til að leiðrétta fjölmiðlastjórnsýsluna. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá stjórnmálaflokka-keyptum almenningi, til að breyta spilltri fjölmiðlaumræðu pólitískra afla.

Ég myndi miklu fyrr gagnrýna Pál Magnússon útvarpsstjóra, og tengsl hans við ríkisstjórnina fyrr og nú, heldur en Þóru Arnórsdóttur, fyrir brenglunina á RÚV.

Það er bara eitthvað við þessa konu, sem samræmist réttlætiskennd minni, og fyrir það fær hún mitt traust. Það er samt ekki þar með sagt að ég treysti fyrirtækinu sem hún vinnur hjá, og þeim sem því stjórna (lyfjamafíunni).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.1.2012 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband