Ótrúleg heift vegna skoðanamunar

Þetta hefur þá allt verið tómur misskilningur að eftir hrun ættu menn að taka afstöðu samkvæmt eigin sannfæringu. Hið meinta foringja- og flokksræði ætti að heyra liðinni tíð til, stjórnmálin þyrftu að taka breytingum, „orðræðan“ að breytast.

Þeir sem hæst göptu um þessi mál rísa nú nær ósjálfrátt upp á afturfæturna, láta skína í tennugur og ráðast með offorsi á þá sem hafa aðra sannfæringu, skiptir engu þó um samherja sé að ræða, allir eru kolómögulegir og nær réttdræpir.

Heiftin er alveg ótrúleg, svo hrikaleg, að manni dettur í hug að næst verði barefli dregin upp rétt eins og sumum þótti viðeigandi í byltingu sem þó var einungis kennd við búsáhöld. 

Sú spurning vaknar hvort þeir sem kenna sig við alþýðu, jöfnuð og launþega þurfi nú að líta í eign barm og spyrja hvort aðferðafræðin samrýmist markmiðinum - ekki síst svona siðferðilega. 


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Sigurður, það er ekkert eðlilegt við þetta og alveg ljóst að titringur er farinn af stað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.1.2012 kl. 09:16

2 Smámynd: Sólbjörg

Þetta er sama miskunarleysið, svikin og heiftin sem okkur þjóðinni er sýnd. Tímabært að fólk kyngi þeirri staðreynd að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki það markmið að vinna að jöfnuði. Þeim gæti ekki verið meira sama um fólkið í landinu - eins og gildir um alla einræðissjúklinga, geta ekki unnið með neinum og virða hvorki sannleika eða lög.

Sólbjörg, 23.1.2012 kl. 09:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Allir þingmenn sverja eið, að kjósa samkvæmt sinni samvisku. Þess er nú krafist að fólk svíki þennan eið.

Það hefur ekki verið borin virðing fyrir þessu í stjórnarskránni, frekar en flestu öðru. En það virðist ekki koma við samvisku þeirra sem stjórna. Þeir hafa líklega verið af-samviskaðir og heilaþvegnir á fyrsta starfsdegi.

Vélmenni á alþingi og í ráðherrastólana, er líklega framtíðin. Þá er hægt að forrit þau, og allt gengur eins og vel smurð tannhjól í ræningja og aftökuvélinni, sem væri til þess eins gerð, að aðstoða við að brjóta stjórnarskrá, lög og mannréttindi fyrir samviskulausa banka og lífeyrissjóði. Lausnin er fundin að NÝJA ÍSLANDI!!!!!!!! VÉLMENNI MEÐ FORRITAÐAN HEILA!!!!!!!!!!

þETTA ERU KRÖFURNAR!

Hvað er að þessu fólki öllu saman???????

Þarf að senda helminginn af alþingismönnum á heilsugæslustöðina, til að fá að vita það?????

Það ríghalda flestir í gamla sorann á öllum sviðum. Þeir sem vinna samkvæmt sinni samvisku, fá á sig endalausar árásir af mafíustýrðu heilaþvegnu, samviskulausu fólki, sem þegið hefur mútur fyrir að svíkja almenning í þessu landi!!!!!!

VAKNIÐ!!!!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2012 kl. 09:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek heils hugar undir hér bæði pistil og svör.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband