Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2022

Elías Snćland Jónsson

Hann er dáinn, fréttastjórinn sem stjórnađi á Vísi ţann stutta tíma sem ég var ţar í blađamennsku. Ţetta var bara eitt ár en Elías Snćland Jónsson hafđi meiri áhrif á mig en margur annar. Hann var snjall blađamađur, góđur íslenskumađur og hafđi skýra hugmynd um hvernig ćtti ađ skrifa frétt.

Ég var ekki eftirlćti hans á Vísi. Ábyggilega hyskinn og illa skrifandi. Á fyrsta starfsdegi mínum var ég sendur niđur í miđbć til ađ taka viđtal. Ég fór út og tók auđvitađ strćtó fram og til baka. Elías hló ađ mér og nćst fékk ég svokallađa „beiđni“, ávísun til ađ afhenda leigubílstjóra sem greiđslu fyrir ferđina. 

Ţannig var háttađ störfum á Vísi ađ blađamenn skiluđu fréttum sínum inn til Elíasar. Veit ekki um ađra en í minningunni lét hann mig stundum setjast međan hann las fréttina yfir og strikađi oftar en ekki í hana međ rauđu penna. Ţá ţurfti ég ađ fara til baka inn á básinn minn, setja nýtt blađ í snjáđa ritvél og skrifa fréttina upp aftur, laga villurnar og umorđa. Skelfing var ţetta nú leiđinlegt. En ég lćrđi og hafđi vit á ađ tileinka mér ţađ sem mér var kennt. Smám saman fćkkađi fundum okkar Elíasar, oftast nćgđi ađ ég setti fréttina í bakkann hjá honum. Hann leiđrétti örugglega einhver smáatriđi en var frekar sáttur međ strákbjánann.

Reglur Elíasar voru međal annars ţessar, minnir mig:

  1. Skrifa á góđu máli.
  2. Skipuleggja fréttina.
  3. Byrja fréttina á ađalatriđunum, koma síđar međ smáatriđin.
  4. Nota millifyrirsagnir ţegar fréttin er í lengra lagi
  5. Vanda ađalfyrirsögnina.

Uppeldiđ var gott en ţegar ég fluttist yfir á annađ útgáfufyrirtćki var enginn Elías ţar. Ţví miđur og útgáfan bar ţess glögg merki.

Ekki eru margir blađamenn góđir skrifarar. Svo ótalmargir byrja frétt á aukaatriđum og loks í lokin koma ađalatriđin. Enginn leiđbeinir ţeim, enginn Elías krotar í próförkina og sendir hana til baka.

Í dag virđast íslenskir fjölmiđlar sárlega „elíasarlausir“. Svo virđist sem enginn gćti ađ málfari, enginn sem leiđbeinir nýliđum. Fjölmargir blađamenn, fréttastjórar og jafnvel ritstjórar eru hörmulega lélegir sögumenn, bera ekkert skynbragđ á eđli sögu, frásagnar, fréttar.

Óskaplega margar fréttir eru skrifađar í belg og biđu. Verst er ţó ađ oft er lesandinn engu nćr um efni fréttarinnar, ţađ týnist í blađrinu. Mismćli, tafs og hikorđ viđmćlenda rata í fréttaskrifin. Engu líkar er en ađ margir blađamenn vilji niđurlćgja viđmćlendur sína međ ţví ađ skrifa orđrétt upp eftir ţeim. Elías Snćland hefđi ábyggilega tekiđ getađ leiđbeint liđinu.

Eftir ađ ég hćtti á Vísi hitti ég Elías afar sjaldan. Kom einu sinni til hans á Vísi ţegar fyrsta tölublađ tímaritsins Áfanga kom út og afhenti honum. Hann hrósađi mér hćfilega, brosti, og síđan hef ég ekki séđ hann.

Ég hef notiđ ţeirra gćfu ađ hafa haft nokkra eftirminnilega og góđa kennara í skóla og eftir ađ honum lauk - og lćrt af ţeim. Elías Snćland er einn ţeirra.  Ţekkti manninn sama og ekkert en minnist hans engu ađ síđur međ hlýju vegna ţess sem honum tókst ađ kenna mér. Fyrir ţađ ber mér ađ ţakka ţó of seint sé. 

Jarđarförin var 29. apríl 2022.

 


Björn Leví ţingmađur pírata og hálfsannleikurinn

Ţegar fjármálaráđherra seldi pabba sínum banka á afslćtti á dögunum ţá var ţađ spilling - sama hvađ fjármálaráđherra dettur í hug ađ segja til ađ afsaka ţann gjörning. Ţegar fađir fjármálaráđherra kaupir eitthvađ í lokuđu útbođi sem sonur hans ber ábyrgđ á kallast ţađ spilling.

Ţetta segir ţingmađur hálfsannleikans Björn Leví Gunnarsson í grein í Morgunblađinu 9.2.22. Eins og alltaf endurspeglar hálfsannleikur aldrei stađreyndir.

Ţegar Björn segir frá gerđum annarra tapast yfirleitt mikilvćgar stađreyndir og lesandinn les ađeins lygi. Ţingmađurinn notar öll ráđ til ađ koma höggi á pólitískan andstćđing. Ţađ er háttur pópúlista.

- Keypti fađir fjármálaráđherrans Íslandsbanka? 

Nei, hann keypti hlut í banka. Fyrirtćkiđ hans, Hafsilfur ehf. keypti 0,1042% hlut í bankanum. Til ţess ađ kaup bankann vantar hann til viđbótar 99,9% hlutabréfa.

- Af hverju segir ţá Björn ţingmađur pírata ađ pabbinn hafi keypt bankann?

Vegna ţess ađ ţađ hljómar betur. Birni er sama ţótt hann ljúgi, lygin er sennilegri en raunveruleikinn.

- Er ţađ spilling ađ fađir fjármálaráđherra keypti 0,1% hlut í bankanum?

Nei. Mađurinn er fjárfestir og hafđi fullt leyfi til ađ kaupa hlutabréf Íslandsbanka.

- Á mađur ađ gjalda ţess ađ vera fađir sonar síns?

Já, auđvitađ, sé sögumađurinn pópúlisti og pólitískur andstćđingur. 

Fyrir nokkrum árum var mikiđ rćtt um ađ Tryggingastofnun ríkisins hefđi ekki leyfi til ađ skerđa bótarétt ţess sem átti maka er var međ tekjur sem voru yfir viđmiđunarmörkum, vćru tekjur beggja lagađar saman. Rökstuđningurinn gegn ţessu var einfaldur; hver mađur er sjálfstćđur og ţađ er ósanngjarnt ađ ríkisstofnun spari á ţví ađ gera annan makann réttindalausan vegna tekna hins. Rökin eru bara ansi góđ. 

Ţađ hlýtur ađ vera frétt ađ Björn Leví Gunnarsson, ţingmađur Pírata, vilji gera föđur fjármálaráđherra réttindalausan međ lögum.

- Til hvers er Bankasýslan?

Hún fer međ eignir ríkisins í fjármálafyrirtćkjum ekki fjármálaráđherra. Honum er óleyfilegt samkvćmt lögum ađ skipta sér af störfum hennar. Til ţess er leikurinn gerđur.

- Björn segir í greininni ađ ţegar tilbođ í eignarhlutinn í Íslandsbanka liggi fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráđherra rökstuddu mati á ţeim. Ber fjármálaráđherra ţá ekki ábyrgđina?

Hvađ átti ráđherrann ađ gera? Hefđi hann hafnađ mati Bankasýslunnar hefđi hann veriđ sakađur um spillingu. Ţegar hann samţykkir álitiđ er hann sakađur um spillingu.

Hefđi ráđherrann hafnađ áliti Bankasýslunnar vćri komiđ fordćmi. Nćsti ráđherra gćti á grundvelli ţess samţykkt eđa hafnađ mati Bankasýslunnar og ţá vćru hún búin ađ vera. Međ synjun á mati Bankasýslunnar vćri gengiđ gegn anda laganna sem segir ađ ráđuneytiđ skuli vera armslengd frá stofnuninni og sama stađa vćri komin upp og fyrir hrun. Vill fólk slíka afturför?

- Ber ráđherra ábyrgđ á mistökum undirstofnunar?

Faglega séđ, ekki pólitískt. Enginn gerir til dćmis kröfu til ađ samgönguráđherra segi af sér vegna mistaka Vegagerđarinnar í lagningu malbiks.

Ekki er hćgt ađ kenna borgarstjóranum í Reykjavík um ađ hafa ekki fyllt upp í holur í götum borgarinnar. Jú, annars ţađ er líklega hćgt.

Eđa ađ píratar í borgarstjórn beri ábyrgđ ađ óhóflegri skuldasöfnun Reykjavíkurborgar. Úbbbs. Ţarna var ég aftur óheppinn međ dćmi. Auđvitađ bera ţeir ábyrgđ á henni rétt eins og braggamálinu í Nauthólsvík.

- Er braggamáliđ spilling?

Nei, nei, bara heiđarleg tilraun til ađ gera eitthvađ fallegt fyrir borgina. Komst kaldhćđnin til skila?

Björn ţingmađur pírata hefur aldrei nefnt braggamáliđ. Hvers vegna? Jú, píratar í borginni bera ábyrgđ á ţví og ţađ ţjónar ekki pólitískum hagsmunum ţingmannsins ađ berjast gegn annarri en ţeirri sem hann ímyndar sér ađ finna megi hjá pólitískum andstćđingum.

- Niđurstađan er ţessi.

Spilling er vissulega slćm en falsfréttir og lygi eru jafnvel enn verri. Ţó kann ađ vera ađ upphaf falsfrétta sé ásetningum um ađ ljúga. Afleiđing lyga er oftast spilling.

Óheiđarlegur stjórnmálamađur er yfirleitt sá sem níđir andstćđinga sína, sleppir rökum og grípur til hálfsannleika, lyga.

Pópúlisminn grasserar á Alţingi ekki síst hjá góđa fólkinu, ţeim háheilögu sem hafa jafnan hćst. Rök skipta engu máli.

Sagt er ađ raunveruleikinn sé oft ćđi ósennilegur, góđ saga ţarf ađeins ađ vera sennileg. Sama er međ hálfsannleikann.

Ef viđ leyfum Birni Leví Gunnarssyni ađ slá ryki í augu ţjóđar og komast upp međ enn ein ósannindin sem ţingmađur á Alţingi Íslands er ég ansi hrćddur um ađ hvorki Geir né guđ dugi til ađ blessa Ísland.


Ţingmađur Samfylkingarinnar ásakar ađra en er sjálfur engu skárri

Viđ hér inni hljótum ađ gera skýlausa kröfu um ađ hann svari fyrir framgöngu sína en sýni ekki fjölmiđlum bara afturendann á sér.

Ţetta sagđi Jóhann Páll Jóhannsson ţingmađur Samfylkingarinnar í umrćđum á Alţingi samkvćmt frétt í Stundinni. Hann ćsti sig heil ósköp vegna ummćla formanns Framsóknarflokksins um framkvćmdastjóra Bćndasamtakanna. Formađurinn bađst afsökunar enda hafđi honum orđiđ mikiđ á.

Nokkrum dögum síđar tređur Jóhann Páll Jóhannsson, ţingmađur Samfylkingarinnar í rćđustól Alţingis og segir samkvćmt mbl.is:

En hingađ kem­ur hćst­virt­ur fjár­málaráđherra, ný­bú­inn ađ selja pabba sín­um rík­is­eign, ný­bú­inn ađ selja viđskipta­fé­lög­um sín­um frá út­rás­ar­ár­un­um eign­ir al­menn­ings, ný­bú­inn ađ selja fólki međ dóma fyr­ir efna­hags­brot á bak­inu, ný­bú­inn ađ selja sak­born­ingi í um­fangs­mikl­um mútu­brota­máli eign­ir al­menn­ings, og seg­ir okk­ur ađ svart sé hvítt og hvítt sé svart og ţess­um ţvćtt­ingi eig­um viđ bara ađ sitja und­ir.

Hvađ kallast svona tvítal? Ţingmađurinn ţykist gegnheilagur ţegar hann talar um formann Framsóknarflokksins en leyfir sér síđar ađ snúa viđ blađinu og tala til annarra eins og sá sem hann gagnrýndi. Hann beinlínis lýgur eins og hann er langur til. 

Ljóst er ađ ţingmađurinn er engu skárri en formađur Framsóknarflokksins og jafnvel verri. Úthúđar framsóknarmanninum fyrir orđ hans en hrakyrđir formann Sjálfstćđisflokksins.

Gćttu orđa ţinna mađur svo ţú verđir ekki dćmdur fyrir sömu sakir og ţú ásakar ađra um.

Jóhann Páll Jóhannsson ţingmađur Samfylkingarinnar á greinilega afar örđugt međ ađ rökrćđa. Honum lćtur betur ađ hrópa og ćpa svívirđingar. Jóhann Páll kann ekki ađ skammast sín og svona götustráka ţarf Samfylkingin til ađ komast í fréttirnar, vekja athygli á ömurlegum málstađ sínum.

Og undir svona bulli Samfylkingarinnar eigum viđ almenningur bara ađ sitja undir.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband