Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Leiðangur sem endar með stórslysi
29.2.2012 | 22:42
Dálítið broslegt er hvernig málin hafa snúist í höndum stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Í síðustu viku setti hún forstjóra FME afar naumar tímaskorður til að svara yfirvofandi uppsögn, ekki áminningu eða tilmælum. Núna fær stjórnin eiginlega sama knappa tímann til að hætta við uppsögnina.
Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í svona ping-pong leik. Hvort sem stjórn FME hefur haft einhver rök fyrir ásökunum sínum eða ályktunum vegna meintra misgjörða forstjórans verður að segjast eins og er að hugsanleg vopn hafa gjörsamlega snúist í höndum hennar.
Fyrir það fyrsta er gjörsamlega óviðeigandi að reka svona mál á opinberum vettvangi, hvað þá í fjölmiðlum. Í annan stað gengur það ekki hjá stjórninni að vera svo óviðbúin að hún telji forstjórann slíka gungu að hann grípi ekki til mótaðgerða. Og þá fyrir það þriðja að stjórnin telji að orðstí stofnunarinnar eftir hrun sé orðinn svo traustur að hún geti farið í svona æfingar án nokkurn skaða.
Óháð stöðu forstjórans og réttmæti ásakana á hendur honum er stjórnin búin að vera. Óróinn í FME er henni að kenna. Hún hefur reynst vera með öllu óviðbúin og stendur nú uppi með þá sök að hafa valdið alvarlegum skemmdum á orðstí stofnunarinnar. Við það er ekki hægt að una og hún verður einfaldlega að segja af sér.
Þetta mál allt er lýsandi fyrir smá leiðangur sem efnt er til vegna minniháttar máls en niðurstaðan verður stórslys fyrir alla aðila. Sannast þá það sem forðum var sagt að oft er betur heima setið ...
Mun kalla menn til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórn FME á nú aðeins einn kost
29.2.2012 | 17:55
Úrskurður fjármálaráðherra gjörbreytir stöðu stjórnar Fjármálaeftirlitsins gagnvart framkvæmdastjóra. Þar með getur hún ekki rekið hann heldur verður að fara að lögum um opinbera starfsmenn. Sú leið er löng og strembin og ólíklegt að hægt FME geti losnað við manninn bótalaust. Þar með á stjórnin aðeins einn kost í stöðunni. Hún getur ekki bakkað og verður líklega að segja af sér.
Svona gerist þegar farið er með offorsi í málin í stað þess að vinna að yfirvegun og þekkingu. Betra er að fara varlega, taka ekki of mikið upp í sig, skella ekki hurðum. Hér er átt við að vinna málin annars staðar en í fjölmiðlum.
Tjáir sig ekki um ráðherraúrskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingi að úthýsa sjálfu sér
29.2.2012 | 11:18
Bréf stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er forvitnilegur lestur. Þó ekki endilega vegna efnis þess meira vegna þess sem Það er í fyrsta lagi stílað á nefnd sem þingið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum. Í öðru lagi er um að ræða álitaefni sem sjálft Alþingi veigrar sér við að taka afstöðu til.
Já, góðan daginn. Alþingi er ekki að sinna stjórnarskrárskipuðum störfum sínum heldur hefur úthýst þeim til annarra rétt eins og einkafyrirtæki ræður annað fyrirtæki til að sinna þrifum eða færslu bókhalds.
Næst má líklega búast við því að Alþingi setji á stofn nefnd sem annist endurskoðun á refsilöggjöfinni, aðra sem sjái um að búa til lög um skattheimtu ríkisins.
Bjútíið í þessu öllu er að Alþingi þarf ekki einu sinni að ræða þessi mál. Setur í mesta lagi undir einhvers kona take it or leave it-þjóðaratkvæði og samykkir þau á Skype.
Er Alþingi á leiðinni með að úthýsa sjálfu sér?
Sendu stjórnlagaráði bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þarf til að Steingrímur samþykki aðild?
27.2.2012 | 16:01
Ein mikilvægasta spurningin sem leggja þarf fyrir ráðherra og þingmenn Vinstri grænna er þessi: Ertu tilbúinn til þess að greiða atkvæði með aðild Íslands að ESB að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um undanþágur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum? Þetta eru mikilavægustu máli og varla hægt að hugsa sér önnur sem steita mun á nema þetta smáræði með fullveldi landsins ...
Steingrímur J. Sigfússon hefur margsinnis lýst yfir andstöðu gegn inngöngunni en nú er hann í ríkisstjórn og samþykkt aðlögunarviðræðurnar. Því er nauðsynlegt að vita hvort hann og meðreiðarfólk hans sé tilbúið til inngöngu þegar til kastanna kemur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á landsfundum sínum lýst yfir andstöðu við inngönguna. Í sjálfu sér skiptir engu máli til hvers aðlögunarviðræðurnar leiða. Þetta er prinsippmál vegna þess að niðurstaðan getur aldrei orðin annað en til bráðabirgða. Hagsmunir annarra og stærri ríkja munu í þessu bandalagi vega þyngra en Íslands.
Mikilvægt að fá niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölfræðileg lullubía forsætisráðherrans
27.2.2012 | 10:54
En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun. Hún huggar þar landsmenn með tölfræði.
Þórdís Bachman, sem titlar sig alþýðustúlku af Óðinsgötunni, ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Hún segir sögu sína sem er um svo ótalmargt lík reynslusögu fjölda fólks frá árunum eftir hrunið.
Nú á ég að selja íbúðina mína, sem ég hef borgað fyrir 12 milljónir á fimm árum, þar af sex milljónir í útborgun. Þetta á ég að gera og greiða upp lánið við Landsbankann; fá eina milljón upp úr krafsinu, en án þess að mega setja inn klásúlu um bættan hag lántaka við endurútreikning - þegar og ef af honum verður.
Já, blessunin hún Þórdís hlýtur að hressast að mun við huggunarríka tölfræði forsætisráðherrans. Margt veki nú vonir um betri tíð og dregið hafi úr vanskilum. Þórdís hlýtur að geta notað þessi orð sem greiðslu hjá Landsbankanum.
En forsætisráðherra er ekki af baki dottinn og segir:
Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða.
Hvað er eftir þegar íbúðir Þórdísar og annarra hafa verið boðnar upp? Ætlar forsætisráðherra að senda fólki súlurit úr Excel-skjali Gylfa Magnússonar sem var svo glöggskyggn í grein í laugardagsblaði Fréttablaðsins að halda þessu fram:
Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði.
Er ekki kominn tími til að fólk láti raunverulega í sér heyra? Er ekki kominn tími á að fara niður á Austurvöll og láta þingið vita að ríkisstjórnin er VOND. Hún vinnur gegn hagsmunum almennings og hvað er eftir þegar þeim hefur verið kastað á glæ?
Presónulega held ég að þjóðin þurfi að velja á milli tveggja kosta: töfralausna eða nýrrar búsáhaldabyltingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Telur Áflheiður sig vera grunaða?
27.2.2012 | 10:13
Eitthvað er nú samviskan að angra Álfheiði Ingadóttur. Geir Jón Þórisson hefur ekki nefnt eitt einasta nafn í viðtölum sínum við fjölmiðla en engu að síður hefur Álfheiður látið lögmanninn sinn semja hneykslisþrungið bréf til lögreglustjóra. Hún telur sig semsagt vera einn af grunuðum og gagnárás sé því besta vörnin.
Ekki var ég nú meðal þeirra sem mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið, hafði þó samúð með málstaðnum. Hins vegar vakti það athygli margra sem fylgdut með mótmælunum, m.a. blaðamanna að mótmælendur virtust vita þegar bílar fóru upp úr bílageymslu Alþingis.
Óskar eftir gögnum frá lögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúir einhver þessum Gylfa fyrrverandi ráðherra?
26.2.2012 | 12:35
Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði.
Það, sem hins vegar er gerlegt, er að færa byrðar á milli þjóðfélagsþegna í gegnum skatta- og bótakerfið. Til þess þarf ekkert nema pólitískan vilja. Það hefur að nokkru marki þegar verið gert, með mikilli hækkun vaxtabóta, en, sem fyrr segir, má færa sterk sanngirnisrök fyrir því að ganga lengra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tapar ríkissjóður á lækkun heimsmarkaðsverðs
26.2.2012 | 11:51
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um tímabundna niðurfellingu á álögur ríkisins á eldsneyti. Mörður Árnarson, alþingismaður, telur ríkissjóð ekki hafa efni á að verða við þessu. Hann telur sem sagt að hér sé um að ræða tillögu um fjárútlát úr ríkissjóði ... Gott og vel, Mörður má misskilja eins mikið og hann vill, bæði óviljandi og viljandi.
Hitt veldur flestum undrun í málflutningi mannsins, og þurfa menn ekki að vita neitt um ríkisfjármál, hvort ríkissjóður hafi yfirleitt efni á því að heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækki.
Í því framhaldi má velta fyrir sér hvort stefna vinstri manna í ríkissjórn á Íslandi geti aldrei byggst á innlendum orkugjöfum? Væri ekki skynsamlegra fyrir fjárhag ríkisins að leggja niður virkjanir og jarðvarmaveitur og taka upp brennslu á innfluttu eldsneyti til að lýsa og hita hús landsmanna?
Auðvitað er þetta bara útúrsnúningur og til þess er leikurinn gerður að beina sjónum lesenda á hrútshorn Marðar sem sér aldrei neitt utan við eigin flokk, hann finnur öllu til foráttu sem aðrir leggja til.
Frumvarpið kostar 13 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björn Valur veit ekki hvað niðurgreiðsla er
25.2.2012 | 18:24
Skynsamasti og greindasti þingmaður Vinstri grænna er Björn Valur Gíslason. Hann hefur góða yfirsýn og þekkingu á öllum málum og svo er hann skemmtilegur með afbrigðum. Í pistli á bloggi sínun í gær segir hann:
Bensínverð er hátt og verður hátt til framtíðar. Þetta vita allir eða hér um bil allir. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að ríkið greiði niður verð á bensíni og olíu þannig að það verði aldrei hærra 200 krónur. Breytir þar engu um hvort heimsmarkaðsverð hækkar (sem það mun gera) eða hvort íslensku söluaðilarnir hækki sitt framlag af seldum lítra (sem þeir munu gera.) 200 kall og ekki krónu hærra segja íslenskir sjálfstæðismenn. Þó varla nema fram yfir næstu kosningar eða svo.
Með þessu ætla snillingarnir að hækka ráðstöfunartekjur heimila, auka einkaneyslu, lækka vöruverð, styrkja landsbyggðina, lækka flutningskostnað, efla ferðamannaiðnaðinn, lækka skuldir heimila og fyrirtækja og auka hagvöxt.
Um þetta er aðeins þrennt að segja:
Lýðskrum.
Lýðskrum.
Lýðskrum.
Við þessum fullyrðingum Björns Vals eigum við Sjálfstæðismenn engin svör. Hann hefur flett ofan af okkur svo eftir er tekið. Þó ber að gera eftirfarandi athugasemdir við málflutning Björns:
- Ekki er samkvæmt þingsályktunartillögunni gert ráð fyrir því að ríkið greiði niður verð á bensíni og olíu þannig að það verði aldrei hærra 200 krónur.. Nauðsynlegt er þó talið að þingmenn skilji hugtök sem þeir nota; niðurgreiðslur eru allt annars eðlis en lækkun á sköttum á bensíni og dísel.
- Ekki er rétt hjá Birni að um sé að ræða lækkun niður í 200 krónu pr lítra heldur er ætlað að skattarnir lækki um 31,87 kr. á lítra af bensíni og 35,06 kr. á lítra af dísilolíu.
- Rétt er hjá Birni að ráðstöfunartekjur þeirra sem kaupa bensín og dísel aukast og því skyldi það ekki verða til þess að t.d. landsbyggðarfólk geti frekar nýtt sér lægra verðið sem og ferðaþjónustuaðilar.
- Lækkun á eldsneyti gæti auðveldlega aukið tekjur ríkisins en það skilja ekki allir þó greindir séu.
Ég hef frétt að skynsemi og greind séu þarfir eiginleikar séu þeir yfirleitt nýttir. Að öðrum kosti hinir greindustu og skynsömustu bara eins og við hin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2012 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þrátt fyrir kjöraðstöðu gerir VG ekkert, ALLS EKKERT ...
25.2.2012 | 17:49
Sálfstæðisflokkurinn ályktaði síðasta haust um afnám verðtryggingar á landsfundi sínum. Fjölmargir þingmenn flokksins hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að draga þurfi úr skuldavanda heimilanna. Framsóknarflokkurinn hefur gert hið sama og svipaðar hugmyndir hafa verið hjá þingmönnum Hreyfingarinnar og Lilju Mósefsdóttur.
Ekkert, ALLS EKKERT, hafa Vinstri grænir ályktað um þessi má né heldur Samfylkingin. Þessir flokkar eru þó í kjörastöðu til að leiðrétta gríðarlegt tap heimilanna vegna verðtrygginar síðan fyrir hrun. Væru aðrir flokkar í stjórn en þessir tveir, myndu þeir án efa vera ákærðir fyrir þjónkun við fjármagnseigendur. Fáir hafa það á orði en þögnin er ærandi.
Flokksráð VG ætti að feta í fótspor annarra flokka og krefjast þess af þeim sem þar ráða för að hagsmunir almennings verði látnir í forgang.
Flokksráðið ætti þó að muna að flokksforystan gerir það sem henni sýnist þrátt fyrir ályktanir. Þó ekki væri annað er hollt að muna eftir umsókn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu. Spor VG hræða ...
VG vill afnema verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |