Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

12 daga kosningabarátta er ólýđrćđisleg

Verđur kosiđ 25. apríl eđa ekki? Svo virđist sem einhvers konar handvöm sé í forsćtisráđuneytinu. Enda ekki furđa. Forsćtisráđherrann er óvanur og getur ekki haft forystu um ţessi mál. Verra er ađ ráđuneytisstjórinn er líka óvanur enda „ađeins“ vanur félagsmálaráđuneytinu.

Heyrst hefur ađ minnihlutaríkisstjórnin telji ađ tíminn til 25. apríl sé of skammur miđađ viđ ţađ sem hún vill gera. Í undirbúningi er fjöldi lagafrumvarpa og ćtlunin er ađ ţingiđ starfi til 4. apríl. Taka ţarf af skariđ hvort kosiđ verđi á ţessu degi eđa ekki.

Ţegar nánar er skođađ eru vandamálin nokkur. Sé ćtlunin ađ kjósa áđurnefnum degi fást ađeins 12 daga, tćpur hálfur mánuđur fyrir lýđrćđislega ćfingar, ţađ er kynningu á frambođum, frá ţví ađ ţingi lykur. Sá tími er alltof skammur.

Hvers vegna er tíminn alltof skammur.

Minnihlutastjórnin styđst viđ minna en helming ţingmanna. Henni til stuđnings eru ţingmenn Framsóknarflokksins. Ţeir munu verja hana falli standi hún viđ gerđa samninga.

Miđađ viđ stöđu mála er ţessi ríkisstjórn ađeins starfsstjórn. Hún hefur ekki leyfi til ađ breyta heiminum jafnvel ţótt hún vilji. Og hvers vegna ćtti slík minnihlutastjórn ađ haga sér eins og hún sé meirihlutastjórn? Einhvers konar „wannabe stjórn“.

Stađreyndin er sú ađ ríkisstjórn verđur ađ haga sér miđađ viđ ađstćđur. Eina verkefni núverandi minnihlutaríkisstjórnar er ađ sinna efnahagsmálum, gćta ađ atvinnumálum og verđbólgu. Allt annađ er aukaatriđi, innantómt pjatt ađ mínu mati.

Átta vikur til kosninga mínus páskar. Ţingi á ađ ljúka um miđjan mars í síđasta lagi. Nauđsynlegt er ađ frambođin hafi tćkifćri til ađ kynna stefnu sína. Slíkt er lýđrćđislegt og afsláttur af lýđrćđinu er ekki í bođi, hvort heldur um er ađ rćđa minnihluta eđa meirihluta ţings.

Hvar er svo forseti Íslands ţegar ćtlunin er ađ gefa afslátt af lýđrćđislegri starfsemi fyrir ţingkosningar? Ég óska eftir ţví ađ hann taki fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni í ţessu máli. Hann hefur gert ţađ áđur af ómerkilegra tilefni.


mbl.is Ekki hćgt ađ hefja utankjörstađaatkvćđagreiđslu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Taktu hann hálstaki, Nonni

Dettur mönnum í hug ađ ţađ sé hćgt ađ gefa öđrum ţjóđum fingurinn, veiđa hvali af ţví ađ stađan hér heima sé svo slćm? Flögrar ţađ ađ einhverjum ađ önnur ríki láti nćgja ađ mótmćla hvalveiđum Íslendinga? Heldur einhver ađ refsiađgerđir fylgi ekki ítrekuđum mótmćlum? Hefur einhverjum dottiđ í hug ađ viđskiptavinir Íslendinga í Evrópu og Ameríku muni láta eins og ekkert sé?

Fólki er árans sama ţótt hér sé atvinnuleysi.

Nákvćmlega á sama hátt og Bretar töldu sig ţess geta beitt hryđjuverkalögum á Ísland og komast upp međ ţađ munu ć fleiri ríki gera ţađ sama eđa beita okkur einhvers konar refsiađgerđum. Ţetta er ekki stađreynd heldur loforđ.

Hundruđum milljónum manna er nákvćmlega sama hvađ Íslendingar segja, skiptir engu máli ţó allt sé heilagur sannleikur, runninn upp úr heilagri Jóhönnu, Maríu mey, páfanum eđa spámanninum eina og sanna. Hvalir eru í útrýmingarhćttu. Milljónirnar trúa ţessu.

Svo ţykjumst viđ geta ráđist gegn almenningsálitinum í heiminum. Ţvílíkir hrokagikkir sem viđ erum.

Viđ erum engu betri en maurarnir í brandaranum sem fylgdust međ félaga sínum sem klifrađi upp eftir fílnum; „Taktu helvítiđ hálstaki, Nonni, taktu hann hálstaki,“ hrópuđu ţeir.

Enginn skyldi ekki vanmeta skođanir milljónanna, sérstaklega ţegar ţađ beinist gegn agnarsmárri ţjóđ sem er ţegar međ allt niđrum sig í augum annarra.


mbl.is Bandaríkin fordćma hvalveiđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ sem helst hann varast vann ...

Ţađ er einkar athyglisvert ađ nýi Seđlabankastjórinn hafi, eins og forveri hans, veriđ stjórnmálamađur. Á vef forsćtisráđuneytisins segir eftirfarandi:

Svein Harald var ađstođarfjármálaráđherra Noregs á árunum frá 1990 -1994. ... Hann sat í efnahagsráđi norska Verkamannaflokksins til ársins 2000

Ţórólfur Matthíasson prófessor viđ Háskóla Íslands fer ţannig međ rangt mál haldi hann ţví fram ađ Svein Harald Öygard hafi ekki veriđ stjórnmálamađur. Bankastjórinn er krati og hefur varla kastađ trúnni. Ef til vill er ţađ ástćđan fyrir ţví ađ hann var valinn.

Heilög Jóhanna hefur ţar af leiđandi rekiđ fyrrverandi stjórnmálamann úr starfi Seđlabankastjóra til ţess eins ađ setja fyrrverandi stjórnmálamann í djobbiđ. Annars stađar stendur og fer vel á ţví á föstunni: Ţađ sem helst hann varast vann, varđ ţó ađ koma yfir hann. ...

Fyndiđ.


mbl.is Nýr seđlabankastjóri
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver er munurinn á „settum“ Norđmanni og „skipuđum“?

20. gr. Forseti lýđveldisins veitir ţau embćtti, er lög mćla.
Engan má skipa embćttismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embćttismađur hver skal vinna eiđ eđa drengskaparheit ađ stjórnarskránni.

Er ţađ stjórnarskrárbrot ef útlendur ríkisborgari gegnir íslensku embćtti? Vafinn leikur á ţví ađ í tilvitnađri grein stjórnarskráinnar er notađ sögnin „ađ skipa“. Norđmađurinn er hins vegar „settur“ Seđlabankastjóri, ţ.e. gegnir stöđunni ađeins um stundarsakir.

Ţó svo ađ minnihlutaríkisstjórnin hafi gerst sek um afglöp varđandi hin nýju Seđlabankalög hlýtur hún ađ hafa látiđ kanna ţetta til hlítar hvort lög heimili ađ mađur sem ekki er íslenskur ríkisborgari gegni embćtti hér á landi til skamms tíma. En ţađ er nú samt aldrei ađ vita, slíkur er flautaţyrilshátturinn og lćtin viđ ađ bola Davíđ Oddsyni úr embćtti.

Annars er ástćđa til ađ óska minnihlutaríkisstjórninni til hamingju međ Seđlabankalögin.

Eftir mánuđ í embćtti eru ţađ einu lögin sem henni hefur tekist ađ koma í gegnum ţingiđ.

Svo eru menn ađ tala um nýtt afl í stjórnun landsins. Í bođi stendur jafnvel meirihluti á ţingi fyrir ţessi óhemju afköst, dugnađ og atorku viđ efnahagsstjórnin, ađ minnsta kosti sé miđađ viđ síđustu skođanakönnun.

Já, Davíđ var rekinn og nú hlýtur allt ađ ganga okkur í haginn. eđa hvađ? 


mbl.is Nýr seđlabankastjóri settur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ segir svo Ögmundur um ţessar greiđslur?

Er ekki von á ţví ađ heilbrigđisráđherra hafi eitthvađ um ţetta ađ segja? Ţessi reiđinnar býsn sem hann fetti sig og gretti vegna greiđslna forvera sín til verktaka af ýmsu tagi. Auđvitađ hljóta sömu forsendur ađ gilda međ utanríkisráđuneytiđ.

Í Mogganum var ţetta um verktakakaupin í ráđuneytinu:

„Ögmundur segir ađ ţađ hafi strax vakiđ athygli sína hvađ upphćđirnar vćru háar. „Ég velti ţví fyrir mér hvort ekki sé nćr ađ ráđa fólk til ţessara starfa, ef ţađ er mat stjórnenda ađ ráđuneytiđ sé undirmannađ,“ segir Ögmundur ...“

Nú rekur Ögmundur án efa upp stór augu og fer ađ „velta fyrir sér“ verktakagreiđslunum í Utanríkisráđuneytinu. Ţó kann ađ vera ađ ţađ ţjóni sama tilgangi ađ pota í Samfylkingarliđiđ Össur/Ingibjörgu eins og í Sjálfstćđismanninn Guđlaug Ţórđarson.

Ţađ setur áhuga Ögmundar á verktakagreiđslum í allt annađ ljós - og skýrara.

 


mbl.is Utanríkisráđuneytiđ greiddi 29 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Ţakkarvert“ ađ bćtt skuli úr vanköntum

Ekki gátu fulltrúar minnihlutastjórarinnar í viđskiptanefnd Alţingis boriđ til ţess gćfu ađ fara eftir reyndra manna ráđum. Ljóst er ađ frumvarpiđ um seđlabankann var einungis til ţess ađ koma í pólitískum andstćđingi í burtu.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seđlabankastjóri segir samkvćmt endursögn mbl.is ađ frumvarpiđ hafi í upphafi veriđ mjög af vanefnum gert. „Segir Jóhannes ţakkarvert ađ meirihluti nefndarinnar hafi ţegar lagt fram breytingartillögur sem bćti nokkuđ úr alvarlegustu vanköntum ţess.“ Nóg er líklega eftir samt.

Minnihlutaríkisstjórnin vildi ekki fá álit Alţjóđa gjaldeyrissjóđsins á frumvarpinu og ekki heldur ađstođ frá Evrópu. Svo mikiđ liggur á ađ losna viđ Davíđ Oddsson ađ betra er lélegt frumvarp en ekkert. augsjáanlega er betra ađ veifa röngu tré en öngu.

Mađur gengur undir manns hönd til ađ leiđbeina ţessari ógćfusamlegu minnihlutastjórn frá villum síns vegar, en ţađ tekst illa. Verđi ţá ţađ sem verđa vill og spyrjum ađ leikslokum. Mín spá er sú ađ laga ţurfi frumvarpiđ lengi og mun arla áriđ eđa nćsta duga.


mbl.is Af vanefnum gert í upphafi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er Karl súr fyrir hönd andstćđinga kvótans?

Hefđi Karl V. Matthíasson sagt eitthvađ ef Morgunblađiđ hefđi fariđ alfariđ í hendur „lítils hóps talsmanna“ ESB ađilar.
Er ekki allt of snemmt ađ fara ađ spá í skođanir kaupenda Moggans.

Hvađa tilgangi ţjóna ţessar vangaveltur mannsins? Er hann súr vegna ţess ađ hann er hluti af litlum hópi andstćđinga kvótakerfis í sjávarútvegi?

Ađstćđur hefđu örugglega veriđ ađrar hefđi hann safnađ liđi og peningum og keypt Moggann. Eflaust hefđi ţá einhver annar ţingmađur stađiđ upp og kvartađ yfir ESB skođun Karls og félaga hans.

Ađ minnsta kosti er allt of snemmt ađ tjá sig um skođnir ţessa fólk sem nú hefur keypt Moggann. Hver í ósköpunum segir ađ Mogginn eigi ađ verđa einhver brjóstvörn fyrir kvótakerfiđ?

Fyrir mitt leyti fagna ég ţví bara ađ blađiđ var ekki sett á hausinn. Til ţess er ţađ alltof mikilvćgt fyrir ţjóđmálaumrćđuna hér á landi.


mbl.is Gagnrýnir kaup sjávarútvegsmanna á Morgunblađinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hafi einhver veriđ í vafa ţá er kreppan alţjóđleg

Dćmiđ um Royal Bank of Scotland, RBS, sýnir og sannar ađ alţjóđlega bankahruniđ kom flestum í opna skjöldi. Eflaust hafa einhverjir veriđ svo naskir ađ sjá vandamál framundan en ljóst er ađ fćstum grunađi ađ umbreytingin yrđi svona skörp.

Í júní 2008 var RBS talinn flottasti bankinn. Ađeins nokkrum mánuđum síđar hafđi hann tapađ nćrri fjórum ţúsund milljörđum íslenkra króna.

Allir hljóta ađ sjá ađ hrun bankanna hér á Íslandi var ekki nein tilviljun. Út um allan heim hrundum bankar og ađrir lentu í gríđarlegum vanda.

Munurinn var hins vegar sá ađ einhver mađkur virđist hafa veriđ í rekstri íslensku bankanna, útlán hafi veriđ ógćtileg og fjármagnsţörfin gríđarleg. Ţegar kreppan skall svo á lćkkađi markađsvirđi eigna en skuldirnar stóđu óbreyttar eftir.

Ţađ varđ sína ţjóđinni ađ fótakefli ađ bankarnir voru orđnir allt of stórir til ađ ríkissjóđur gćti ábyrgst innlánin. Og ţví fór sem fór.

Ljóst er hins vegar ađ útilokađ er ađ einfalda málin ţannig ađ bankahruniđ eđa ţau vandamál sem fylgdu sé hćgt ađ kenna einum hérlendum manni um. Ţađ er ber einfaldlega vott um dómgreindarskort.


mbl.is Mesta tap bresks fyrirtćkis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framundan er stjórnleysi minnhlutaríkisstjórnar

Ţegar ţetta frumvarp er frá og orđiđ ađ lögum hefur minnihlutaríkisstjórnin ekki nokkurn einasta blóraböggul. Kannski hún fari nú ađ bretta upp ermarnar og láta verkin tala.

Hingađ til hefur fátt eitt gerst sem ekki var verkefni fyrri ríkisstjórnar. Á nćstu dögum má búast viđ ţví ađ stýrivextir Seđlabankans verđi lćkkađir niđur í 8%. Ađ sjálfsögđu mun minnihlutaríkisstjórnin hreykja sér af ţví og telja ţađ afleiđing af eigin stjórnarstefnu. Ţađ er ţó aldeilis ekki svo ţví hún er ekki til. Og ekki heldur mun hćgt ađ halda ţví fram ađ brotthvarf Davíđs Oddssonar úr stóli seđlabankastjóra eigi ţarna nokkurn hlut ađ máli.

Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn mun ekki taka undir međ minnihlutaríkisstjórninni heldur einungis halda ţví fram ađ sú stefna sem haldiđ hefur veriđ fram undanfarinna mánađa hafi gert ţessa stýrivaxtalćkkun mögulega.

Seđlabankinn er stjórnlaus. Einhver verđur samt settur til bráđabirgđa. Líklegast er ađ ţađ verđi Jón Sigurđsson, fyrrverandi ráđherra, og fyrrverandi formađur stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Ágćtur mađur en hefur rétt eins og svo margir ađrir komiđ ađ málum fyrir og eftir hrun. Ef hann er hćfur ţá eru margir ađrir hćfir, ţar á međal Davíđ Oddsson.

Minnihlutaríkisstjórnin mun einnig ráđa nýjan Seđlabankastjóra. Hann á ađ heita pólitískt hlutlaus en hann hefur aldrei veriđ ţađ ţví nafn hans er Már Guđmundsson, gamall allaballi, en út af fyrir sig ágćtur mađur. Hins vegar er frekar ólíklegt ađ ráđning hans nái fram ađ ganga fyrir 25. apríl, nema minnihlutaríkisstjórnin ćtli ađ trođa honum í stólinn hvađ sem hver segir og án tillits til ţess hverjir ađrir sćki um.

Svona er veriđ ađ leika sér međ Seđlabankann, eina mikilvćgustu stofnun ţjóđarinnar, rétt eins og hann sé einhver sjoppa sem ţurfi skemmtilegri leikfélaga í lúguna.

Svo má búast viđ ţví ađ ríkisstjórnin verđi á kafi í alls kyns pjattmálum, t.d. stjórnarskrárbreytingum, breytingum á kosningalögunum, ESB umrćđustjórnmálum, hvalveiđimálum og álíka en gleyma efnahagsmálunum, atvinnuleysinu, rekstrargrundvelli fyrirtćkjanna og öllu ţessu sem skiptir máli fyrir tilvist sjálfstćđrar ţjóđar.

Svo má búast viđ ţví ađ vandrćđi fari ađ segja til sín ţegar yfirforsćtisráđherrann kemur til starfa og „wannabe“ forsćtisráđherrann kemst í prófkjörsham.

Já, framtíđin er björt, ekki satt.


mbl.is Seđlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Léttir ađ Óskar og félagar kaupi Moggann

Ekki er laust viđ ađ nokkur léttir fylgi ţví ađ hafa lesiđ ţessa frétt. Morgunblađiđ er ţjóđareign og stór hluti af tilverunni fyrir flesta. úr ţví sem komiđ var held ég ađ betri eigendur hafi ekki veriđ fáanlegir en Óskar Magnússon og félagar.

Óskar Magnússon er reyndur mađur í viđskiptalífinu. Hann hefur stjórnađ stórum fyrirtćkjum, er sjálfstćđur og frumlegur, hefur aldrei veriđ taglhnýtingur eins eđa neins. Ekki nema gott eitt má segja um ţá sem eru međ honum, Gísla Baldur Garđarsson, sem er afar fćr lögmađur, Gunnar B. Dungal, sem átti og rak Pennan ţar til fyrir nokkrum árum, Guđbjörg, Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum, Pétur H. Pálsson í Vísi í Grindavík, Ţorstein Má Baldvinsson margreyndan útgerđarmann og Ţorgeir Baldursson í Odda.

Reina má međ ţví ađ fleiri komi inn í ţennan hóp ţegar frá líđur og Árvakur og Morgunblađiđ nái aftur fjárhagslegum styrk.


mbl.is Ţórsmörk kaupir Árvakur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband