Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2023

Ritstjóraraus Sigmundar E. Rúnarssonar

Vissir ţú lesandi góđur ađ Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablađsins er á sama máli og helstu fjöldamorđingjar sögunnar, Stalín, Maó og Hitler?

Hvernig veit ég ţađ?

Jú, ţeir sögđu af fullvissu sinni ađ einn plús einn vćri sama sem tveir. Sigmundur lćrđi sömu stćrđfrćđi.

Auđvitađ er ţetta tóm della en ég get ekki stillt mig um ađ nota sömu heimskulegu röksemdafćrsluna og Sigmundur gerir í leiđara dagsins í Fréttablađinu. Honum finnst alveg ómögulegt ađ rússneski sendiherrann skuli hafa fengiđ grein birta í Morgunblađinu. Sigmundur segir ţetta:

Ţađ er beinlínis sorglegt ađ sjá útgerđarvaldiđ á Íslandi eyđa prentsvertu í öfgafullan áróđur af ţessu tagi gagnvart saklausri ţjóđ sem horfir nú upp á alţýđu manna vera stráfellda í gegndarlausum loftárásum af hálfu Rússa sem einbeita sér ađ ţví ađ rústa heimilum fólks og öllum viđkvćmustu innviđum landsins.

En ţá liggur ţađ líka fyrir ađ hverju ađdáun blađsins beinist.

Ţetta segir mađurinn sem er sammála helstu fjöldamorđingjum sögunnar. Afsakiđ, ţetta segir blađafulltrúi „góđa fólksins“ í Samfylkingunni.

Enskumćlandi tala um „guilt by association“ sem útleggja má sök vegna tengsla eđa samskipta, og ţykir ekki merkileg röksemdafćrsla um sekt. Sigmundur ritstjóri fćrir sektardóminn niđur á enn lćgra plan. Segir í hálfkveđinni vísu ađ ritstjórar Morgunblađsins dáist ađ Pútín fyrir ţá sök eina ađ birta grein eftir rússneska sendiherrann.

Páll Árdal varađi viđ svona: 

Ef ćtlarđu ađ svívirđa saklausan mann,
ţá segđu aldrei ákveđnar skammir um hann,
en láttu ţađ svona í veđrinu vaka,
ţú vitir, ađ hann hafi unniđ til saka.

Orđalag ritstjórans á Fréttablađinu er svo ómerkileg ađ hann getur ekki stillt sig um ađ tala um „útgerđarauđvaldiđ“ sem leyfir sér ađ prenta áróđur sendiherrans. Hvernig á ađ skilja ţetta? Líklega felst í ţví ađ ritstjóri Fréttablađsins myndi aldrei birta grein sem hann er efnislega ósammála. En ţá liggur ţađ líka fyrir hvert viđhorf mannsins til lýđrćđisins beinist.

Ágćti lesandi er ekki nokkuđ langt til seilst ađ reyna ađ koma höggi á keppinautinn međ ţví ađ vćna hann um „Rússadekur“ eđa álíka? Síst hafa ritstjórar Morgunblađsins veriđ sekir um slíkt, frekar ađ vinstri menn hafi fordćmt ţá fyrir stuđning sinn viđ Nató og vestrćnt lýđrćđi. Eđa bendir eitthvađ til ţess ađ núverandi ritstjóri hafi breytt um skođun í ţessu efnum?

Svona skrifar engin ekki nema sá sem er ölvađur og stendur í rćđustól á Alţingi.

Hva?

Má ekki nefna fulla kallinn sem núna er ritstjóri?

Högg fyrir neđan beltisstađ?

Ć, ć.

 

 


Skođanakönnun hjálpar svaranda ađ mislíka mjög - eđa hata

Hćgt er ađ klúđra heilli skođanakönnun međ ţví ađ leggja svarendum orđ í munn. Auđvita á ađ varast ţađ. Fjölmiđlanefnd lét fyrir stuttu gera könnun sem um margt er vafasöm. Niđurstöđur hennar er auđveldlega hćgt ađ draga í efa.

Hér er ein spurningin:

Er einhver hópur sem ţér mislíkar mjög?

Sárasaklaus. Ćtti ég ađ svara henni hefđi ég einfaldlega sagt nei, mér mislíkar ekki mikiđ viđ neina hópa. Auđvitađ kann ađ vera ađ manni sé í nöp viđ ţađ sem einstaka hópar eđa fólk sem tengt er hópum lćtur frá sér fara. Ţannig held ég ađ flestum sé fariđ. 

Hins vegar er afar líklegt ađ svar margra myndi breytast ef spurt vćri á ţennan hátt:

Hér fylgir listi međ ólíkum hópum í samfélaginu sem fólk getur haft mismunandi skođanir á. Er einhver hópur sem ţér mislíkar mjög?

HóparŢetta er ţađ sem boriđ var fram fyrir svarendur. Listinn sem fylgir breytir öllu, gefur hverjum manni byr í seglin. Bođiđ er upp á hlađborđ af hópum sem mađur getur látiđ sér líka illa viđ og ţađ á stundinni, nćr umhugsunarlaust. Sjá međfylgjandi töflu.

Hvers vegna? Einfaldlega vegna skyldurćkni. Ég er spurđur og sjálfsagt er ađ svara. Í fermingarveislunni er ţađ sjálfsögđ kurteisi ađ bragđa á öllum sortum, jafnvel ţeim sem manni líst ekkert á.

Skyndilega er sá sem ekki mislíkađi viđ nokkurn mann orđinn fúll út í allt og alla. Hann rámar í fjölmiđlafréttir, „vonda fólkiđ“. Ţegar hann sér alla listann yfir hópanna, hlađborđiđ sjálft, man hann hver skylda hans er; ađ svara ítarlega, samkvćmt fréttum fjölmiđla. „Hakađu viđ alla sem ţú vilt“, og svarandinn gerir ţađ svikalaust.

Hvađ merkir sögnin ađ mislíka? Í almennu máli getur ţađ merkt ađ gremjast vegna einhvers eđa falla eitthvađ illa svo vitnađ sé í orđabókina. En, svo bćtist hitt viđ; áhersluorđiđ mjög og „mislíkunin“ fer ađ nálgast gildishlađna orđiđ ađ hata. Svarandinn gerir ef til vill ekki greinarmun á ađ mislíka og hata ţví hlađborđiđ breytir öllu.

Gjörbreyting verđur á merkingu orđalagsins „mislíka mjög“ ţegar á eftir fara nöfn hópa sem nefndir eru í könnuninni.

Hversu skammt er í ađ sá sem „mislíkar mjög“ viđ Gyđinga, Pólverja, múslima hati ţá. Merkir viđ til ađ segja eitthvađ: „Jú, ég hata Ísraela sem fara illa međ Palestínumenn.“ Ekki eru allir Gyđingar Ísraelar, skiptir ţađ engu máli?

Jú, ég hata femínista, ég hata múslima, íhaldsmenn, kapítalista. vopnasafnara, loftlagsafneitara, transfólk, lögguna, alţingismenn ...

Svona könnun er furđuleg. Líkist ansi mikiđ svokölluđum „smellufréttum“ veffjölmiđla sem búa til vafasamar fyrirsagnir til ţess eins ađ plata fólk til ađ opna fréttina.

Skođanakönnunin býđur upp á ótal viđtöl viđ fulltrúa ţess sem framkvćmdi hana. Ţá myndast vandlćtingin: Guđ minn góđur! Hvađ er ađ gerast? Ţvílíkar öfgar. Erum viđ svona miklu verri en Svíar sem er samanburđarţjóđ í könnuninni. Könnunin er fullkomin rétt eins og smellufrétt.

„Hvers vegna er ţér illa viđ veganista, geturđu rökstutt svariđ?“ „Ha, hvađ? Nei, sko, mér finnst bara asnalegt ađ fólk borđi ekki kjöt.“

„Af hverju mislíkar ţér mjög viđ rómafólk, geturđu rökstutt svariđ?“

„Hvers vegna er ţér svona uppsigađ viđ marga hópa?“

Eflaust verđur fátt um svör ţegar gengiđ er á fólkiđ sem svarađi ţessari spurningu. 

Ađalatriđiđ er ţađ sem nefnt var i upphafi. Mislíki ţér mjög viđ einhverja hóp nefndu ţá. Ég skora á ţig.

Sá sem býr til skođanakönnun á ekki ađ hjálpa svarandanum og mynda sér skođun.

Hefđi enginn listi fylgt spurningunni segir mér svo hugur um ađ niđurstađan hefđi ekki orđiđ fréttnćm. En ţađ var ekki tilgangurinn.

Smellufréttin er ađalatriđiđ. Og blađamannastéttin gleypti viđ ţessu, gagnrýnislaust.

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband