Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

Samfylkingin fer í felur

Hik Samfylkingarinnar í málefnum álversins í Straumsvík er furđuleg. Formađur flokksins tekur ekki afstöđu, bćjarfulltrúum er bannađ ađ taka afstöđu, bćjarstjórinn í Hafnarfirđi, Samfylkingarmađurinn, fer undan í flćmingi og ţingflokkurinn er virđist klofinn í málinu.

Furđulegast af öllu eru ţó fjölmiđlar. Í grćnni gúrkutíđ reyna ţeir ekki ekki ađ ganga ađ flokknum og krefja hann svara.

Hvernig má ţađ vera ađ stjórnmálaflokkur taki ekki aftstöđu? Er Samfylkingin enn sami vindbelgurinn sem snýst eftir ţví hvernig almenningsálitiđ blćs á hverjum tíma? Eđa er skammtímaminniđ svo lélegt ađ fólk muni ekki eftir afstöđu flokksins til Kárhnúkavirkjunar og álversins fyrir austan. Fyrst var flokkurinn á móti, svo var hann međ, nú er hann á móti.

Í einfeldni minni hélt ég ađ stjórnmálaflokkar tćku afstöđu samkvćmt stefnu sinni og málefnum og ţeir vildu standa viđ skođanir sínar, berjast fyrir ţeim og afla ţeim brautargengis međal kjósenda.

Hvers vegna fara stjórnmálamenn í felur međ skođanir sínar á stćkkun álversins í Straumsvík? Svo kemur fram fyrrverandi bćjarfulltrúi Samfylkingarinnar og slćr úr og í, segist vera međ breytingum á deiliskipulaginu vegna stćkkurnar álversins en hann er samt á móti stćkkuninni!

Hver skilur svona málflutning. Deiliskipulagiđ var gert vegna stćkkunarinnar, ekki vegna ţess ađ álveriđ ţurfti stćrri matjurtargarđa.


Landskemmdir vegna umferđar

ÓnýttŢađ eyđist sem af er tekiđ, um ţađ verđur varla deilt. Vegir á hálendi landsins munu halda áfram ađ slitna og til ađ koma í veg fyrir ađ ţeir verđi óökufćrir verđur ađ gera viđ ţá. Hver er ţá munurinn á ţví ađ halda úti umsvifamiklum viđgerđum á t.d. Kjalvegi og Sprengisandi eđa ađ gera slitlagiđ varanlegt?

Í sannleika sagt veit ég ţađ ekki. Hitt veit ég ađ malbikađir vegir á hálendi landisins munu draga verulega úr upplifum ţeirra sem ţangađ leggja leiđ sína. Á móti ber ţess ađ geta ađ ţađ er ekki merkilegur ferđamáti ađ aka í striklotu yfir Kjöl eđa Sprengisand, innilokađur í járnbúri og ćtlast til ţess ađ fá yfir sig anda frelsis og óbyggđa. Ţannig gerast ćvintýrin ekki.

Fćstir ţekkja gönguferđir á hálendi Íslands af eigin raun og ef til vill er ţađ bara allt í lagi. Ástćđa er bara til ađ gleđjast ţegar fólk vill ferđast um landiđ. Viđ ţurfum ţó ađ taka ţađ međ í reikninginn ađ  bćđi akandi og gangandi umferđ slítur. Víđa eru hálendisvegir landsins í mjög slćmu ástandi. Nefna má veginn upp á Fimmvörđuháls sem telja má ónýtan.

Víđa eru gríđaleg sár á landi vegna umferđar gangandi fólks. Stórkostlegar skemmdir hafa orđiđ fyrir neđan hamrana í Ţverfellshorni á Esju. Sama má segja međ gönguleiđir á Fimmvörđuhálsi, á Gođalandi, í Hengli, Vífilsfelli og ekki síst „Laugaveginn“ svokallađa sem liggur milli Landmannalauga og Ţórsmerkur. 

Ljóst er ađ umferđ mun aukast á nćstu árum. Hvađ er til ráđa ţegar landskemmdir verđa vegna umferđar?

 


Fagurgali stjórnmálamanns

Ef til vill er ekki nauđsynlegt ađ hafa neina hugsjón í stjórnmálum, bara nóg ađ tala almennt og fallega um allt og alla. Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi óháđra í Reykjavík skrifar svoleiđis í grein í Morgunblađinu um daginn og flest af ţví sem hún segir ćttu flestir landsmenn ađ geta skrifađ. Hún vex ekkert af ţessari grein ţví viđ vitum ekki ađ hvađa leiti hún sker sig frá öđrum, hver eru stefnumál hennar, hvar er eldmóđurinn? Í stuttu máli: Hvers vegna í ósköpunum ćtlar hún sér ađ vera atvinnustjórnmálamađur?

  • „Viđ eigum ađ meta og virđa íslenska náttúru ...“
  • „Viđ skulum tryggja jafnan rétt kynjanna.“
  • „Á Íslandi skulu allir eiga jafna möguleika til náms.“
  • „Viđ skulum tryggja jafnan ađgang allra ađ heimbrigđiskerfi, óháđ efnahag.“
  • „Á Íslandi skulu allir ţegna landsins njóta fullra mannréttinda ...“

Allir íslenskir stjórnmálaflokkar og öruggleg flestir landsmenn eru ţessu sammála, en málin eru miklu flóknari en ţar sem ţau snerta svokölluđ „grunngildi“ Margrétar í pólitík.

Hvađ ţýđir ţetta eiginlega orđalag „... ađ meta og virđa íslenska náttúru“? Sá sem er hlyntur Kárahnúkavirkjun ţarf getur áreiđanlega skrifađ undir ţetta rétt eins og sá sem er á móti byggingu hennar. Er Margrét hlynt einkareknum skólum, heilsugćslustöđvum eđa sjúkrahúsum? Margir telja ađ einkaframtak í menntamálum og heilbrigđismálum stuđli ađ ójöfnum möguleikum til náms.

Stjórnmálamađur getur ekki leyft sér ađ vera međ eintóma fagurgala. Hann verđur ađ taka afstöđu til málefna, ekki ađeins grunngilda en hlaupa ekki eftir niđurstöđum skođanakannana?

Satt ađ segja hef ég ekki hugmynd um hvort Margréti sé yfirleitt treystandi ţó svo ađ hún segist hafa veriđ í stjórnmálum í tíu ár. Svo er ţađ annađ mál en tengt. Getum viđ treyst ţeim sem skipta sífellt um stjórnmálaflokka. Ţeir eru orđnir ţrír hjá Margréti, Sjálfstćđisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og nú ţessi Óháđir.

 


Frjálslyndir til vinstri eđa Kristinn til hćgri

Vegferđ Kristins H. Gunnarssonar í stjórnmálaflokkum getur bent til ţess ađ hugsjón hans sé mikiđ til á reiki, hafi hann ţá nokkra. Einu sinni var hann í Alţýđubandalaginu, svo gekk hann í Framsóknarflokkinn og nú í Frjálslynda flokkinn. Talsverđur munur er á pólitík ţessara flokka og ţess vegna óhćtt ađ fullyrđa ađ hafi Kristinn einhverja pólitík ţá sé hún ađ ţroskast til hćgri.

Viđ kjósendur virđum einna helst ţá stjórnmálamenn sem búa yfir eldmóđi og eru stađfastir í skođunum sínum. Mér hefur virst Kristinn vera vinstri mađur og hafi aldrei hafi átt heima í Framsókn. Ţađ eru ţá tíđindi ađ vinstri mađur telji sig eiga erindi í hćgri flokk og líklega enn meiri tíđindi ađ hćgri flokkur taki fagnandi á móti vinstri manni.

Kristinn fékk ekki brautargengi í prófkjöri innan Framsóknarflokksins og ekki var árangur  Samfylkingarmannsins Valdimars Leós Friđrikssonar meiri. Báđir yfirgáfu flokka sína og Frjálslyndi flokkurinn tók viđ ţeim. Gćti ţađ bent til ţess ađ hćgri mennskan hafi bara veriđ yfirvarp í Frjálslynda flokknum og hann sé hreinlega uppsóp, tilviljunarkennt samansafn manna sem aldrei ćtluđu sér á ţing en hrukku ţangađ inn fyrir einskćra heppni? 

Annađ hvort eru Kristinn og Valdimar orđnir hćgri menn eđa ađ Frjálslyndi flokkurinn er orđinn vinstri flokkur. 

Svo er ţađ svo annađ mál hvort ţessar pćlingar skipti nokkru máli, Frjálslyndi flokkurinn virđist vera ađ deyja drottni sínum samkvćmt skođanakönnunum. 


191 milljóna fjárfesting fyrir hverja mínútu

Ţeir vilja eignast Kjöl og byggja ţar upp hálendisveg til ađ stytta leiđina til Akureyrar um tuttugu og tvćr mínútur. Er eitthvađ ađ ţeim sem standa ađ Norđurvegi?

Svo virđist sem sumir ţeirra telji sér heimilt ađ leggja hreinlega undir sig stóra hluta af landinu fyrir tćpan hálftíma. Gangi allt eftir tekur ţađ fjóra tíma og  ţrjátíu og átta mínútur ađ aka milli Akureyrar og Reykjavíkur, ekki fimm tíma. Kostnađurinn er áćtlađur 4,2 milljađrar króna sem ţýđir ađ hver mínúta í ţessari stórkostlegu framkvćmd kostar 191 milljón króna. Höfum viđ ekkert betra viđ peningana ađ gera?

Sé ţađ ákafur vilji ađ stytta ökutímann milli Akureyrar og Reykjavíkur er einfaldast og ódýrast ađ međalhrađinn verđi einfaldlega hćkkađur úr 90 km á klukkustund í 100 km á klukkustund.

Ţá hagnast menn um ţrjátíu mínútur sem er ađ öllu öđru slepptu ódýrara en ađ leggja í gríđarlegt rask á hálendinu, spjöll á dýrmćtum náttúruperlum landsins svo ekki sé talađ um allan ţann kostnađ sem ţessu er samfara.

Sćmast vćri ţeim sem ađ Norđurvegi standa ađ leggja krafta sína og fjármagn í ađ endurbćta vegakerfiđ, til dćmis milli Reykjavíkur og Akureyrar.


Eiga dómarar ađ taka miđ af almenningsáliti?

Vissulega var forsíđan á Mogganum í dag sláandi og líklegast hneykslast flestir á ţví hversu vćgan dóm kynferđisafbrotamađur fćr fyrir svo alvarlega glćpi.

Víkjum frá ţessum umrćddum dómi, hann vekur viđkvćmar tilfinningar í hjörtum okkar og tökum dćmi um önnur lögbrot sem eru líka alvarleg. Hugsanlega verđur allur almenningur reiđur yfir vćgum dómi fjársvikamanna, svo reiđur ađ hvatt er til mótmćla viđ húsnćđi dómstólsins, undirskriftasöfnun er hafin ţar sem hvatt er til ţess ađ dómararnir verđi reknir og reiđir borgarar senda tölvupósta ţar sem dómnum er mótmćlt.

Ađ sjálfsögđu hlýtur ţađ ađ vera umhugsunarvert ef almenningi blöskrar dómar sem upp eru kveđnir. Ţá er ástćđa til ţess ađ dómsvaldiđ fari í einfalda nafnaskođun ef svo má ađ orđi komast. Ástćđa er líka til ađ velta vöngum yfir ađgerđum almennings. Til hvers eru ţćr?

Er ţađ réttlćtanlegt ađ efna til opinbers ágreinings viđ dómara á ţann hátt ađ birta myndir af ţeim eins og ţeir vćru sakamenn bara af ţví ađ tiltekinn hópur ţjóđfélagsţegna er á móti ákveđnum dómi? 

Sé svariđ jákvćtt vaknar önnur spurning. Hverjar verđa afleiđingarnar ef dómarar freistast til ađ taka miđ af almenningsáliti frekar en lagabókstaf? „Almenningsálit“ er mjög vafasamur mćlikvarđi hvar sem bori er niđur, einnig viđ lagasetningu sem og dómstörf. Meirihlutinn ţarf ekki endilega ađ hafa rétt fyrir sér. Hann getur einfaldlega haft ákveđna skođun í dag og ađra á morgun. Fćstir taka djúphugsađa afstöđu til mála, flestum er sama, eiga nóg međ stritiđ frá degi til dag.

Almenningur er bara fjöldi einstaklinga, stundum hópar sem allir skarast ađ einu eđa öđru leyti, en almenningur er aldrei ein heild né heldur er hávćrasti hópurinn stćrstur og hann er afar sjaldan meirihlutinn.

Ég vil frekar ađ dómar séu kveđnir upp samkvćmt skráđum lögum heldur en einhverju „almenningsáliti“. Ţađ kann ađ vera dómarar kveđiđ eintaka sinnum upp of milda eđa of stranga dóma. Ţađ er ásćttanleg áhćtta á móti aftökum almenningsálitsins.

Best er ađ skynsamir karlar og konur sinni löggjafastörfum á Alţingi, hafi samráđ viđ ţá sem best til ţekkja áđur en lög eru sett. Á sama hátt er farsćlast ađ fólk sem hefur sérţekkingu á lögum annist dómstörf og kveđi upp vel ígrundađa dóma. Dómarar eiga ađ vera hlutlausir, ţeir eiga ekki ađ hafa nokkurra hagsmuna ađ gćta, hvorki fjárhagslega né ađ öđru leyti. Ţetta ćtti ađ vera nokkuđ tryggt eins og stađan er í dag og ţađ er gott.

Dómstóll götunnar er beinlínis hćttulegur vegna ţess ađ hann er ekki rökréttur. 

Svo er ţađ allt annađ mál hvort Hćstiréttur hafi kveđiđ upp vel ígrundađan dóm í máli kynferđisafbrotamannsins. 


Furđuleg umferđarmenning

Umferđin á höfuđborgarsvćđinu er furđuleg. Tökum nokkur dćmi.

Hver er munurinn á ökumönnum og fótgangandi fólki? Jú, ţeir sem eru fótgangandi fara margir hverjir ekki eftir umferđarreglum. Ţeir ana margir hverjir út í umferđina á móti rauđu ljósi á gangbraut ţegar ţeir greina ţokkalegt bil á milli ökutćkja. Gangandi fólk nennir sjaldnast ađ bíđa eftir grćnu ljósi nema umferđin sé ţeim mun ţyngri. Ţetta veldur oft miklu vanda sérstaklega í skammdeginu ţegar dökkklćddar verur líđa út á götuna og mađur má hafa sig allan viđ til ađ koma í veg fyrir stórslys.

Tvöfaldar akreinar eru algengar hér á höfuđborgarsvćđinu en ţeir eru svo óskaplega margir sem kunna ekki ađ nota ţćr. Í gamla daga var mér kennt ađ mađur ćtti ađ öllu jöfnu ađ halda sig á hćgri akrein, en sú vinstri var yfirleitt fyrir framúrakstur. Ţannig er nú ekki raunin. Vinstri akreinin er í dag fyrir ökumenn sem eru ađ tala í símann, skođa útsýniđ, kalla međ hatt, kellingar sem blađra viđ farţegann, sendibíla og tröllabíla međ tengivagna og strćtó. Viđ hinir eigum síđan ađ stunda stórsvig til ađ komast nokkuđ greiđlega um borgina. Ţađ tekst nú sjaldnast.

Umferđarljós eru ansi ţćgileg til ađ miđla umferđ. Mér var kennt ađ fara ekki yfir á rauđu ljósi og helst ekki á gulu. Breytingar á ţessu hafa greinilega fariđ framhjá mér og ég er ekki sáttur viđ ţćr ţví mér virđist ţeir sem aka yfir á grćnu ljósi vera í stórkostlegri hćttu.

Bílum hefur fjölgađ gríđarlega á höfuđborgarsvćđinu á síđustu tíu árum. Líklegast er best ađ fara leiđar sinnar á hjóli eđa gangandi. Í Reykjavík eru víđa göngu- og hjólastígar. Ţeim er skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir gangandi og hins vegar fyrir ţá sem eru á hjóli. Ţetta er ekki góđ skipting. Betra er ađ nota almennar umferđarreglur, menn eiga ađ fara framúr vinstra megin, hvort sem fólk er gangandi, hlaupandi eđa hjólandi. Núverandi skipting er hreinlega óţćgileg auk ţess sem hún veldur oft misskilningi sérstaklega fyrir hjólandi fólk.


"Wannabe" flokkur í andarslitrunum

Sagt er ađ ţau berjist fyrir pólitísku lífi sínu, Frjálslyndir og framkvćmdastjórinn fyrrverandi og stuđningsmenn hennar. Ţađ er rangt. Pólitík skiptir hér engu máli.

Í fyrsta lagi var Frjálslyndi flokkurinn stofnađur vegna kvótamálsins (látum persónulega óvild stofnandans gagnvart Sjálfstćđisflokknum liggja á milli hluti). Kvótamáliđ er löngu liđiđ deilumál ef frá eru taldir örfáir spekingar sem kjósa ađ klifa á ţví eins og Cató gamli um Karţagó. Almenningur hefur lítinn áhuga á ţví og ólíklegt ađ ţađ verđu nokkurn tímann ađ kosningamál.

Stjórnmálaflokkar verđa ađ láta fleiri en eitt mál til sín taka, ađ öđrum kosti verđa ţeir vart lífvćnlegir. Frjálslyndir skildu ţetta um síđir og fylltu upp í tómarúmiđ međ margvíslegum fallegum stefnumálum, en alltaf tuđuđu ţingmennirnir ţrír reglulega um kvótamáliđ en án nokkurrar athygli almennings. Ađ öđru leyti líktist stefnuskráin stefnu Sjálfstćđisflokksins.

Víkjum ađ hinum stjórnmálaflokknum. Ţeir kölluđu sig Nýtt afl strákarnir sem yfirgáfu Sjálfstćđisflokkinn vegna ţess ađ ţeir voru svo mikiđ á móti sjávarútvegsstefnu flokksins, kvótamálinu. Ţeir reyndu líka ađ fylla upp í tómarúmiđ međ fallegum stefnumálum en stefnuskráin varđ ótrúlega lík stefnu Sjálfstćđisflokksins.

Nýtt afl fékk engan hljómgrunn í alţingiskosningunum 2003, fékk raunar mjög háđuglega útreiđ, ađeins 1.791 atkvćđi á öllu landinu, 0,98%. Til samanburđar voru auđir seđlar og ógildir 1.873, 1,01%, aumara gat ţađ nú ekki orđiđ. Meira ađ segja Kristján Pálsson sem klauf sig frá Sjálfstćđisflokknum fékk 844 atkvćđi fyrir T-listann sinn en bauđ ţó ađeins fram í Suđurkjördćmi.

Ţannig liggur nú í málunum ađ strákaklúbburinn sem náđi engri athygli í kosningunum sá sitt óvćnna og gekk í Frjálslynda flokkinn. Nú verđur ađ taka ţađ fram ađ á bak viđ strákanna er ekki 1791 fylgismađur. Miklu frekar eru ţeir svona tíu til tuttugu, en flestir hörkupiltar, vel greindir, fengu sitt pólitíska uppeldi í Sjálfstćđisflokknum, eru af aldri sínum og reynslu sjóađir í stjórnmálum, og afburđa vel ađ sér í pólitískum frćđum.

Nýtt afl gat ekki sameinast formlega Frjálslynda flokknum, ţađ bara var ekki hćgt. Sá síđarnefndi er miklu stćrri, hugsanlega svona sjötíu til eitthundrađ og fimmtíu manns í ţeim kjarna sem öllu máli skiptir. Ţeir litu ţví stórt á sig enda satt sem sagt er, stćrđin skiptir máli ...!

Niđurstađan varđ ţví sú ađ félagarnir í Nýju afli breyttu litla stjórnmálaflokknum sínum í stjórnmálafélag og gengu svo í Frjálslynda flokkinn, hver fyrir sinn hatt.

Ţannig stóđu mál ţangađ til Jón Magnússon asnađist til ađ blađra um innflytjendur sem hann hefđi aldrei átt ađ gera en hann gerđi sér ekki grein fyrir ţví hversu viđkvćmt máliđ er. Svo blađrar ţingmađur Frjálslyndra um hiđ sama. Í gúrkutíđinni eru ţeir fóstbrćđur étnir af fjölmiđlum og skyndilega úthrópađir sem rasistar og líklega eitthvađ enn verra.

Ţar međ urđu fjölmiđlar, álitsgjafar, bloggarar og stjórnmálamenn í öđrum flokkum ein eyru. Margrét Sverrisdóttir má svo eiga ţađ ađ hún brást hart gegn neikvćđri umrćđu flokksfélaga sinna um útlendinga og talađi hressilega yfir hausamótunum á ţeim. Kannski var rćđan eina pólitíkin í öllum farsanum.

Í eftirleiknum mátti einna helst skilja ţađ á máli Margrétar ađ Nýtt afl hefđi ráđist á Frjálslynda flokkinn međ ţúsundum nýrra fylgismanna og hreinlega tekiđ hann yfir. Ţađ var bara ekki svoleiđis hvort sem hún gerđi sér grein fyrir ţví eđa ekki. Jafnvel fjölmiđlarnir föttuđu ekki hvađ var ađ gerast.

Margrét ţurfti ekki ađ óttast tíu eđa tuttugu stráka úr Nýju afli. Ţađ er nú meiri aumingjans flokkurinn sem ţolir ekki hávađasaman minnihlutahóp jafnvel ţó hann sé kjöftugur og ekki alltaf á sama máli og hinir. Annađ eins gerist nú í stjórnmálaflokki.

Vandamáliđ er bara ţađ ađ kallar og kellingar kjöftuđu sig út í sitt hvort horniđ og vígbjuggun sig ţar međ kjarnorkuvopnum, hitasćknum eldflaugum og klasasprengjum. "Then the shit hit the fan."

Ţetta er allt doldiđ fyndiđ en um leiđ pínu sorglegt ţetta međ Frjálslynda flokkinn. Vígaferlin er líklega afstađin og líklega er ţessi "wannabe" flokkur í andarslitrunum. Nú eru ţau öll í sárum og hćgt lćđist ađ ţeim sá ógnvćnlegi grunur ađ ef til vill ţurfi pólitískan eldmóđ og stefnumótun í grunn stjórnmálaflokks.

Hvađa lćrdóm getur ţessi saga svo kennt okkur? Jú, ţađ ţarf ekki fjöldahreyfingu til ađ stofna stjórnmálaflokk. Og ... pólitíkin skiptir engu máli, menn geta bara búiđ hana til síđar meir. Lítiđ bara á Margréti Sverrisdóttur, sem segir ađ ýmsir flokkar hafi bođiđ henni um borđ. Meira ađ segja formađur Samfylkingarinnar lét í ţađ skína ađ hćgt vćri ađ bjóđa Margréti sćti í Reykjavík norđur eđa suđur!

Ţađ sem verra er, Margrét er ađ íhuga bónorđ hinna flokkanna.
Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband