Þolinmæði og umburðarlyndi
10.2.2012 | 14:37
Sú þrönga sýn sem Snorri Óskarsson virðist hafa á samkynhneigð er síður en svo óalgeng. Hún finnst til dæmis víða í Bandaríkjunum og er raunar auðveldast að benda á frambjóðendur í forvali Republikanaflokksins sem margir hverjir hafa nákvæmlega sömu skoðun og Snorri og taka jafnvel enn dýpra í árinni.
Ekki þekki ég Snorra og er ekki sammála honum. En viðtalið leiðir hugann að skoðunum fólks. Þetta er nú bara mín skoðun, segir fólk um ólíklegustu mál og það þykir gott og gilt, allir hvattir til að tjá skoðun sína. En hvað gerist svo þegar einhver virðist ganga gegn meginstraumnum?
Maður sem trúar sinnar vegna getur ekki samþykkt samkynhneygð er úthrópaður. Sá sem er á móti náttúruvernd og fylgjandi óheftri virkjanastefnu verður fyrir aðkasti. Brosað er meðumkunarlega við gamla Stalínistanum en við fyllumst vanþóknun á fasistanum. Og svona má lengi telja.
Mér finnst ósköp eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir en hef jafnframt þá djúpu sannfæringu að skynsamar rökræður séu betri en að vega að persónum, svipta það starfi sínu eða útiloka á einhvern hátt. Svo er það auðvitað líka svo að málefnin eru mismunandi og þolinmæði og umburðarlyndi fólks er mikil takmörk sett. Í mörgum tilvikum er það slæmt.
![]() |
Hvorki fordómar né hatursáróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svik Vinstri grænna í norrænni velferðarstjórn
10.2.2012 | 11:53
Siðferðilegt staða Vinstri grænna á Alþingi felst í því að ganga gegn flokkssamþykktum og niðurlægja samstarfsmenn. Samviska vinstri grænna á Alþingi er hins vegar afskaplega slæm eins og eftirfarandi upptalning leiðir í ljós:
- Flokkurinn styður aðlögunarviðræður við ESB þvert á flokkssamþykktir
- Aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna þvert á flokkssamþykktir
- Tvisvar sinnum hafnaði þjóðin Icesave samingum VG og Samfylkingarinnar.
- Í siðuðum löndum hefðu ríkisstjórnir sagt af sér eftir eitt tap í þjóðaratkvæðagreiðslu
- Þingmenn og ráðherrar flokksins hafa engin ráð gegn atvinnuleysinu
- Þrír þingmenn hafa sagt sig úr þingflokknum vegna vinnubragða forystunnar
- Djúpstæður málefnalegur klofningur er í því sem eftir er af þingflokknum
- Flokkurinn studdi loftárásir á Líbýju þvert á flokkssamþykktir
- Flokkurinn hótaði rannsókn á meintum stuðningi við innrásina í Írak en sveik það
- Flokkurinn hótaði tillögu um úrsögn úr Nató en hefur ekki gert það
- Flokkurinn barðist gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðunum í stjórnarandstöðu en gafst upp í stjórn
- Þarf að rifja upp Magmamálið?
- Flokkurinn stóð að því að milljaðar voru lagðir inn í Sjóvá án nokkurrar heimildar Alþingis
- Fjármálaráðherra leyfði byr og Spkef að starfa án þess að uppfylla lögmbundnar eiginfjárkröfur
- VG stóð að því að selja huldumönnum Íslandsbanka og Arion banka, mesta einkavæðing sögunnar
- Um 350 forystumenn og flokksbundnir hafa sagt sig úr VG síðustu þrjú árin
- Ríkisstjórnin sendi Hæstarétti fingurinn með því að stofna til stjórnlagaráðs eftir ógildingu kosningar um stjórnlagaþing
- VG stóð að því að kenna ríkisstjórnina við norræna velferð. Ekkert hefur reynst fjarri lagi.
- VG hefur lagt þingmenn í einelti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næstbesti kosturinn í meirihlutaviðræðunum
10.2.2012 | 09:40
Margir fullorðnast hratt og læra að verða pólitíkusar á augabragði. Skiptir engu þó hinir sömu hafi talað hæst um nauðsyn siðbótar, spillingu og sitthvað svona um heilagleika annarra en hinna. Einn þessara manna er Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstabesta flokksins í Kópavogi.
Hjálmar skrifar langa grein í Morgunblaðinu í morgun. Langloka er kannski næstbesta nafnið á greininni. Ég ætlaði varla að nenna að lesa hana enda er greinin síst af öllu árennileg: Höfundur nota til dæmis ekki millifyrirsagnir og er ótrúlega spar á greinaskil. Slíkar blokkir fara yfirleitt framhjá lesendum þrátt fyrir að myndin af manninum sé jafn aðlaðandi og af republikana í forsetaframboði í Bandaríkjunum (að lopapeysunni undanskilinni).
Verst er þó að Hjálmar er ekki málefnalegur í greininni sem hann skrifar í krónólógíu stíl, rekur atburði eftir hentugleikum, amast ýmist við uppnefnum eða notar þau sjálfur. Hann telur sig ekki vilja setjast í dómarasæti yfir neinum manni en gerir það þó.
Hjálmar átti líklega mestan þátt í að fyrri meirihluti sprakk, hann gat ekki myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Kópavogslistanum. Hvað getur hann þá eiginlega? Er engin málefnaleg taug í manninum? Er þetta allt saman grín og spé rétt eins og hjá Jóni Kristinssyni í Reykjvík?
Staðreyndin er einfaldlega sú að flokkar í fyrri meirihluta gátu ekki unnið saman. Hjálmar á sína sök á því. Hann gat farið í meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, vissi þó fyrirfram um dómsmálið gegn Gunnari Birgissyni og Ómari Stefánssyni. Eitthvað annað hlýtur þó að hafa fælt manninn frá viðræðunum en þeir Gunnar og Ómar.
Nú er staðan hins vegar sú að Hjálmar var greinilega næstbesti kosturinn í meirihlutviðræðunum. eins og svo oft áður var hægt að mynda meirihluta án hans.
Landbrot verður að Land ...
9.2.2012 | 10:14
Landbrot er sunnan eða suðaustan Kirkjubæjarklausturs. Skaftá rennur norðan og austan við sveitina. Nafnið er fornt, getið er um það í Njálssögu þar sem segir:
Flosi mælti að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi og flytja austur og svo í Landbroti og í Skógahverfi.
Síðan ríða þeir til Skaftártungu og svo fjall og fyrir norðan Eyjafjallajökul og ofan í Goðaland og svo ofan um skóga í Þórsmörk.
Björn úr Mörk gat séð mannareiðina og fór þegar til fundar við þá. Þar kvöddu hvorir aðra vel. Sigfússynir spurðu að Kára Sölmundarsyni.
Þetta bendir til að Akaftá hafi brotið þarna land í árhundruð, jafnvel lengur. Nema því aðeins að nafnið Landbrot eigi við eitthvað annað. Hins vegar hefur Skaftá alla tíð verið mikill örlagavaldur á þessum slóðum. Hætta hefur líka stafað af hraunrennsli eins og þekkt er frá dögum móðuharðindanna í lok 18. aldar og ekki síður öskufalli úr Eyjafjallajökli og Grímsvatnagosi síðustu tvö árin.
Landbrot er tvimælalaust falleg sveit. Þar eru Landbrotshólar, gervigígar sem mynduðustu í Eldgjárgosinu 934. Margir þekkja Grenlæk sem er fræg stangveiðiá og veiðist þar sjóbirtingur, urriði og bleikja. Skammt frá eru Seglbúðir. Þar ólst upp og bjó Jón Helgason, alþingismaður og ráðherra Framsóknarflokksins.
En nú vilja menn koma í veg fyrir ítrekað landbrot Skaftár. Þarf þá ekki að breyta nafni sveitarinnar? Kemur á ugglaust til greina nöfn eins Landbrotsstopp, Ekkilandbrot eða bara að fella niður brotið og skilja eftir Land.
![]() |
Gróður Landbrots í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glamúr og mannréttindabrot
8.2.2012 | 17:34
![]() |
Evróvisjón í skugga kúgunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilningur og skilningsleysi á vanda almennings
8.2.2012 | 10:24
Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins vex nú þeirri skoðun ásmegin að taka þurfi á vanda vegna skuldastöðu íbúðareigenda. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður lagði þetta til í góðri grein í síðustu viku. Vitað er að Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, og fleiri þingmenn eru sama sinnis. Þetta er einnig skoðun þingmanna Hreyfingarinnar, Framsóknarflokksins og stórs hluta Samfylkingar og Vinstri grænna. Eftir hverju er þá beðið? Er ekkert gert út af tillitssemi við formenn stjórnarflokkanna sem ekkert vilja gera?
Guðlaugur ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir réttilega forseta ASÍ fyrir að skilja ekki hversu vandinn er alvarlegur og djúpstæður. Hann segir í niðurlagi greinar sinnar:
Það er algjör samhljómur á milli hans og Samfylkingarinnar þar sem þessi stjórnmálaöfl segja í fullri alvöru að ekkert sé hægt að gera í verðtryggingarmálum þjóðarinnar nema taka upp evru! Þetta er fullkominn fyrirsláttur. Ef formaður ASÍ og forsætisráðherra eru svona mikið á móti verðtryggingunni, af hverju lögðu þessir aðilar ekki til að kippa henni tímabundið úr sambandi á þeim tímapunkti sem það hefði skilað launþegum þessa lands raunverulegum kjarabótum?
Undir þessi orð má taka. Hins vegar er ekki úr vegi að skoða þá sem leggjast gegn aðgerðum til stuðnings heimilunum í landinu. Einn slíkra er Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Samtaka iðnaðarins. Annar er Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur
Báðir rita líka grein í Morgunblaðið í morgun. Þetta eru skynsamir en ættu að reyna að kynna sér stöðu fólks sem á í erfiðleikum vegna húsnæðislána sinna. Ekki væri nú úr vegi að þeir ræddu við þá sem hafa tapað íbúðum sínum í kjölfar hrunsins. Nei, í stað þess grípa þeir til bjúrókratískra málalenginga, ræða um tæknilega útfærslur og skilgreiningar á verðtryggingu sem hvorugt skiptir nokkru máli í þessu samhengi. Helgi Magnússon segir. segir:
Þegar horft er á tilfinnanlegt tjón íslensku lífeyrissjóðanna af hruninu, sem nam rúmum 20% af eignum þeirra, er óhjákvæmilegt að setja þessar tölur í alþjóðlegt samhengi. Við megum ekki láta eins og áföllin hafi einungis orðið á Íslandi alþjóðleg kreppa gekk yfir og afleið- ingar hennar bitnuðu á Íslandi af enn meiri þunga vegna bankahrunsins sem átti sér margháttaðar orsakir, m.a. í kerfi sem hafði vaxið samfélagi okkar yfir höfuð.
Helgi Magnússon og Ragnar Önundarson eiga einbýlishús sín skuldlaust og skilja ekki þann nagandi kvíða og vanda sem heltekið hefur nær helming þeirra sem skráðir eru fyrir eigin íbúð. Raunar hefði ekki verið úr vegi fyrir Helga og Ragnar að bregða sér á fundi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og hlusta á raunarsögur fólks. Þær eru ekkert skemmtiefni en þeir sem taka til máls gegn hagsmunum almennings verða að minnsta kosti að kunna að hlusta. Margir hafa tapað miklu meira en 20% af eigin fé í íbúðum sínum vegna hrunsins. Skyldi Helgi og Ragnar vita það? Er þeim ljóst að sá sem tapar öllu eigin fé í íbúð sinni missir hana væntanlega? Er hægt að jafna sama slíkum skaða við svo og svo mikið tap eins lífeyrissjóðs? Nei ...
Staðreynin er einfaldlega sú að þjóðfélagið hefur ekki efni á að halda fólki í klemmu vegna skulda sinna. Þjóðfélagið hefur ekki efni á því að íbúðir fólks séu annað hvort í stórum stíl fluttar undir eignarhald fjármálastofnanna eða almenningur verði leigutaki þeirra sem tekst að hrifsa þær til sín á nauðungaruppboðum. Það er ekki þannig sem við eigum að reka íslenskt samfélag. Heimilið hvers og eins er grundvöllur þjóðfélagsins.
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn á að gott fólk komi saman, þvert á pólitískar línur, og leysi húsnæðisvanda almennings, leggi slíkar tillögur fyrir Alþingi og þar verði þær samþykktar. Menn eins og Helgi Magnússon og Ragnar Önundarson eru ekki hagsmunaaðilar og eiga því ekki að standa í vegi fyrir þjóðfélagslegum endurbótum. Það er ljós að svona leiðréttingar munu aldrei verða án þess að einhver skaðist. Mestu skiptir að allir fái aftur tækifæri til að leggja sitt til þjóðfélagsins, þá verður endurnýjunin hröð og góð.
![]() |
Guðlaugur Þór: Gylfi og skýrslan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varla þarf að deila um háspennulínur
7.2.2012 | 14:39

Einhvern veginn verður að koma rafmagni til notenda en það er alls ekki sama hvernig það er gert. Háspennulínur eru óumdeilanlega hundleiðinlegar í landslagi sem jafnvel hörðustu virkjunarsinnar geta ekki mótmælt né haldið því fram að þúsundir ferðamanna komi til að dást að þeim. Þetta er nú ein rösksemd margra fyrir virkjunum að þær séu mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna.
Fyrir mörgum árum var deilt um háspennulínu sem lá í gegnum Árbæinn og var íbúum þar mikill þyrnir í augum. Það þurfti kosningaloforð frá Sjálfstæðisflokknum til að koma þessum andskota ofan jörðina og það var auðvitað efnt.
Síðan hefur enginn sífrað um

háspennulínur í Árbæ eða kostnað við að fela þær.

Eitt fegursta útivistarsvæðið á suðvesturlandi var Hellisheiði. Nú er Orkuveita Reykjavíkur búin að eyðileggja hana með hamslausum virkjunarframkvæmdum.


Um heiðina liggja svo ótal háspennulínum sem gera hana lítið spennandi fyrir gönguferðir. Lá þó þar um þjóðbraut frá nánast fyrstu tíð búsetu í landinu. Hundruðir kynslóða mörkuð götu ofan í hart hraunið og má enn sjá glögg merki hans. Gamli hellukofinn var byggður 1830 á grunni krossvörðu sem þarna var fólki og skepnum til skjóls, líklega í hundruðir ára.
Allt þetta er nú orðið eitthvað svo lítilfenglegt þarna við rætur hárra háspennumastra og girðinga sem einhverjir vitleysingar létu reisa þarna fyrir nokkrum árum í óljósum tilgangi. Ætti nú enginn að vera hissa á andstöðu við þessar háspennulínur og kröfur um að setja þær í jörð þar sem það er hægt.
![]() |
Deilt um línur í lofti og á láði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju ekki kort af svæðinu?
6.2.2012 | 13:31

Fyrst ég get gert þetta á nokkrum mínútum getur mbl.is gert hið sama með fyllri upplýsingum og betra korti. Hins vegar er þetta prýðilegt kort sem Samsýn gerir og hægt að nálgast á ja.is.
Fyrir nokkrum árum birtust oft gríðarlega fín kort í Morgunblaðinu, minnir að kortagerðarmaður hafi starfað þar í fullu starfi. Líklega er hann hættur en það væri miður ef í staðinn hafi komið fólk með litla landfræðilega þekkingu hvað þá grænan grun um það sem getur komið lesendum til góða.
![]() |
Þyrlan lögð af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr meirihluti á Alþingi fyrir leiðréttingu skulda?
6.2.2012 | 11:09
Eftir hverju er verið að bíða? Vantar forystu í málið? Með grein Kristjáns Júlíussonar, alþingismanns, í Morgunblaðinu í morgun má gera ráð fyrir því að nýr meirihluti hafi myndast á Alþingi fyrir leiðréttingu á íbúðarlánum heimilanna.
Grein Kristjáns er afar kærkomin og mikill léttir að sjá þingmann sjálfstæðisflokksins taka svo sterkt til orða eins og hann gerir. Hann segir til dæmis:
Það er athyglivert að stjórnvöld virðast oftast einblína á kostnað lánastofnana en minna fer fyrir umræðunni um kostnað lánþega. Því síður virðast stjórnvöld vilja horfast í augu við vaxandi kostnað þjóðarbúsins vegna vaxandi vanskila og versnandi lífsskilyrða þeirra tugþúsunda Íslendinga sem heyja að því er virðist vonlausa baráttu við það að verja stærstu fjárfestingu lífs síns: Þakið yfir höfuðið.
Í þessum orðum felst kjarni málsins. Hvorki þjóðin né þjóðarbúið hefur efni á að láta eins og ekkert hafi í skorist. Jafnvel þó ríkið þurfi að kosta 200 milljarða króna til að leiðrétta stöðuna er þeim fjármunum afskaplega vel varið og gera má ráð fyrir að það fái þessa fjármuni fljótlega til baka þar sem þjóðfélagið hjarnar fljótt við á ný.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í haust var samþykkt ályktun um skuldamál heimilanna. Það var hörð barátta að fá hana samþykkta. Gæslumenn lífeyrissjóða rökræddu gegn ályktuninni og drógu upp ófagra mynd af afleiðingum þess yrði hún samþykkt. Ekkert sögðu þeir þó um þá ófögru stöðu sem nær helmingur allra íbúðaeigenda stendur í vegna hrunsins. Hún fékkst þó samþykkt og má hiklaust telja hana til tímamótaályktunar hjá Sjálfstæðisflokknum.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir leiðréttingu á lánum skuldsettra heimila og staðið sig vel. Fyrir skömmu var haldinn borgarafundur í Háskólabíói um skuldastöðuna. Óhætt er að segja að þar var ekki mjög jákvætt viðhorf gagnvart Sjálfstæðisflokknum og óhætt að segja að fæstir búist við að hjálpin berist úr þeirri átt. Þetta getur þó breyst því eins og áður sagði bendir grein Kristjáns Júlíussonar til þess að nýr meirihluti geti myndast eða hafi myndast á Alþingi fyrir leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna.
Núna vantar bara póitíska forustu á þinginu um máið. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hafnað því að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir íbúðaeigendur og vilja helst að almenningur hangi enn í 110% snörunni og fjármálastofnanir haldi áfram að sanka að sér íbúðum.
Nú er tími til kominn að stjórnmálamenn reki af sér slyðruorðið og taki á honum stóra sínum. Þjóðin hefur ekki efni á því að helmingur hennar sé afskiptur, fjárhagslega útilokaður frá þjóðfélaginu. Þannig er það engu að síður núna. Fólk reynir fyrst og fremst að eiga fyrir nauðþurftum og margir krafsa í bakkann og greiða af íbúðalánum en aðrir geta það ekki. Þetta er ófremdarástand sem má ekki líðast.
... fjallshlíðar Esju!
5.2.2012 | 15:19

Hvort er slysið í fjallshlíðum Esju eða í fjalllendi norðan Móskarðshnúka? Þó ég þekki bæði Esju og Móskarðshnúka ágætlega er ég ekki nær um slysstaðinn þó ólíkum örnefnum sé hent inn í fréttina.
Esjan er fjall. Um það villist enginn. Hlíðar Esju, fjallshlíðar eins og þær eru nefndar svo menn fari nú villist alls ekki á fjallinu og ... kannski hótelinu.
Móskarðshnúkar eru snarbrattir, norðan og sunnan. Þangað á enginn erindi á vélsleðum. Fjallið Trana er þar norðan við og kannski má fara þar upp á sleðum. Eyjadalur held ég að gangi inn að Móskarðshnúkum að norðan. Hann er langur og mjór.

Meðfylgjandi mynd er teknin af Móskarðshnúk, göngufólk á leið upp og í baksýn eru fjallhlíðar Esju. Hátind, 909 m, má greina lengst til vinstri, efst.
Bætti við tveimur myndum. Mynd nr. tvö er tekin að sumarlagi og horft niður Eyjadal.
Þriðja myndin er af sviðuðu sjónarhorni og sú fyrsta. Horft vestur yfir Móskarðshnúka til Esju.
Á þessum myndum má hiklaust draga þá ályktun að á þessum slóðum er lítið færi fyrir vélsleða. Þess vegna held ég að slysið sé annars staðar nema vélsleðamenn hafi verið þarna í tómri vitleysu.

![]() |
Féll af vélsleða í Esjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óheiðarlegur íslenskur stjórnmálamaður
5.2.2012 | 13:04
Óheiðarlegur stjórnmálamaður er eitt hið versta sem þjóð getur eignast. Slíkur getur verið hlaupastrákur sem ræðst með persónulegu níði eða einelti á aðra, er rætinn og leiðinlegur maður. Sá sem missir sjónar af málefnalegri rökræðu er eins og knattspyrnumaðurinn sem nær ekki til boltans en tæklar andstæðinginn í þeirri von að sá skaðist og verði þar af leiðandi ekki lengur í veginum.
Kjósendur eru engin fífl. Óheiðarlegum stjórnmálamönnum er hollt að muna það ella fer illa fyrir þeim.
Margt gott er án efa hægt að segja um þingflokksformann VG. Mér kemur það eiginlega ekkert við þótt einhverjir eigi óuppgerðar sakir við hann. Mig skiptir engu þó hann efni ekki kosningaloforð sín. Hann má mín vegna eyðileggja pólitískan grundvöll VG. Hann má fimbulfamba um aðra stjórnmálamenn eins og hann vill. Hins vegar er mér eins og fleirum annt um sóma Alþingis sem hefur því miður farið hnignandi á undanförnum þremur árum.
Segir eitt í blaðagrein en framkvæmir þveröfugt
4.2.2012 | 14:47
Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem tók ákvörðun um að láta alþjóðlega lánardrottna íslenzku bankanna sitja uppi með tapið af eigin lánveitingum til bankanna hér. Þar með varð Ísland að eins konar fyrirmynd annarra þjóða um það hvernig taka ætti á hruni bankakerfa. Þá voru það ekki ríkjandi viðhorf. Nú eru þau alls staðar ráðandi.
Fjölmargir taka til máls í fjölmiðlum en fáir eru skýrir og skynsamir auk þess að vera svo vel máli farni og ritfærir að eftir er tekið. Einn slíkra er Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri, Morgunblaðsins og dálkahöfundur þar. Tilvitnunin hér fyrir ofan er úr grein hans í blaðinu í morgun sem nefnist Pólitísk samstaða um róttækar breytingar á bankalöggjöf?
Í greininni rekur Styrmir fjölmargt sem leiðtogar sex vinstriflokka á Norðurlöndunum segja í sameiginlegri grein sinni í Fréttablaðinu síðasta fimmtudag. Afar brýnt er að taka fram að einn höfundanna er Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Styrmir er sammála flestu því sem fram kemur í greininni og bætir við:
Allt sem leiðtogar þessara sex vinstriflokka segja í þessari grein, sem gera má ráð fyrir að hafi birtzt í einhverjum blöðum á öllum Norðurlöndum, er rétt og í samræmi við þau sjónarmið sem uppi hafa verið í flestum Evrópuríkjum og að hluta til í Bandaríkjunum hjá flestum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Íhaldsflokknum í Bretlandi að því undanskildu að bæði Bretar og Bandaríkjamenn eru andvígir skatti á fjármagnstilfærslur, sem hins vegar bæði Angela Merkel og Nicholas Sarkozy, leiðtogar tveggja hægriflokka í Evrópu, mæla með.
Grein leiðtoga hinna norrænu vinstriflokka sýnir að það er víðtæk samstaða þvert yfir hið pólitíska svið um þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera til þess að koma böndum á fjármálamarkaðinn á Vesturlöndum og raunar um heim allan.
En svo kemur kjarni málsins og hann vekur einfaldlega undrun lesandans.
Sú ríkisstjórn, sem tók við völdum á Íslandi 1. febrúar 2009, og Steingrímur J. Sigfússon hefur verið mestur valdamaður í, hefur hins vegar ekki litið á það sem forgangsverkefni sitt að setja nýja löggjöf um starfsemi bankanna hér, þótt hrun þeirra hafi verið kjarninn í hruninu mikla haustið 2008. Sú ríkisstjórn hefur hvorki séð ástæðu til að setja löggjöf um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi eins og leiðtogar vinstriflokkanna á Norðurlöndum leggja til, né hefur sú ríkisstjórn gert nokkrar ráðstafanir til að koma böndum á bankakerfið, sem enn er alltof stórt og alltof dýrt fyrir þetta litla samfélag.
Ekki fer þó hjá því að flestir þekki til verka Steingríms og VG. Flokknum hefur tekist að koma sér undan því sjálfsagða verki að efna kosningaloforð sín. Því er ekki nema eðlilegt að Styrmir spyrji:
En þar að auki hefur sú ríkisstjórn, sem Steingrímur J. Sigfússon ræður mestu í, selt tvo íslenzka banka af þremur til þeirra erlendu spákaupmanna, sem réttilega eru gagnrýndir í grein leiðtoganna sex, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni.
Hvernig er hægt að segja eitt á vettvangi flokkasamstarfs á Norðurlöndum en gera það þveröfuga heima fyrir?
Líklega er fátt um svör rétt eins og varðandi aðlögunarviðræðurnar við ESB.
Tekst illa að sinna fréttum og afþreyingu samtímis
3.2.2012 | 21:02
Með fullri virðingu fyrir Ríkisútvarpinu er vefur stofnunarinnar alls ekki góður. Með honum er reynt að að sinna fréttaþörf sem og dagskrárkynningu. Þetta fer einfaldlega ekki saman. Þar af leiðandi leitar maður í aðra miðla í fréttaleit; þeir helstu eru mbl.is, vísir.is, dv.is aðrir eru einfaldlega miklu síðri og þar með talinn ruv.is.
Oftar en ekki er maður að reyna að finna beina útsendingu í útvarpi eða sjónvarpi og alltaf skal maður lenda í tómum vandræðum. Viðurkenni þó að það kann að vera frekar mér að kenna en vefnum. Hins vegar hafa fleiri lent í þessum vanda og kvarta í mín eyru.
Þar af leiðandi held ég að Samtökum vefiðnaðarins hafi orðið á mistök í kvöld og velja ruv.is sem besti afþreyingar- og fréttavefurinn. Þetta tvennt fer ekki saman og síst af öllu er vefurinn vel útfærður og aðgengilegur. Hann er frekar erfiður og honum illa ritstýrt ef þá nokkur ritstýri honum.
![]() |
RÚV vann verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki krónunni að kenna þó gengið breytist
3.2.2012 | 14:00
Stundum hafa félagar, vinir og jafnvel ókunnugt fólk bent mér á að síðan íslenska krónan var tekin upp hafi hún fallið um mörg þúsund prósent miðað við þá dönsku. Þetta séu rök fyrir því að við ættum að taka upp t.d. Evruna.
Ég hef bent á að atvinnulíf þjóðarinnar hafi verið mjög einhæft allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir vikið sveiflaðist gengi krónunnar eftir verðlagi fiskafurða á erlendum mörkuðum. Mörgum finnst þessi skýring léleg. Engu að síður segir hún stóra hluta sögunnar. Staðreyndin er einfaldlega sú að gjaldmiðill endurspeglar þau verðmæti sem hann stendur fyrir. Þeim mun fleiri stoðir sem eru undir útflutningi ríkis þeim mun minni verða áhrif verðsveiflna á einstökum vörutegundum.
Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur, ræddi nokkuð um krónuna okkar á fundi Heimssýnar á Húsavík um miðjan janúar síðast liðinn. Hann sagði meðal annars (hef bætt við feitletrun og greinaskilum):
Förum við hins vegar ekki þessa leið þá held ég að það sé vert fyrir okkur að hafa í huga að þrátt fyrir allt er Ísland með best settu velferðarríkjum í veröldinni. Það er margt sem er betra einhvers staðar annars staðar en í heildina tekið höfum við það hvað best. Þannig hafa tekjur á mann að meðaltali verið lengst af síðustu áratugi með því mesta sem gerist.
Við höfum stundum verið í einu af efstu fimm sætum á tekjulista þjóða heims og það þrátt fyrir þessa blessaða krónu. Það er ekki til marks um galla eða gagnsleysi krónunnar að gengi hennar hafi fallið svo og svo mikið gagnvart dönsku krónunni frá því sjálfstæð myntskráning hófst fyrir um 90 árum. Það er á vissan hátt þvert á móti kostur að gengi gjaldmiðla breytist miðað við aðstæður.
Það er ekki gjaldmiðlunum að kenna að gengi breytist heldur eru það yfirleitt aðrir þættir í efnahagslífinu sem því ráða. Það er eðli gjaldmiðla að gengi þeirra breytist og þeir væru gagnsminni ef svo gerðist ekki. Gengisbreytingar jafna hagsveiflur gengisfall hjálpar ríkjum að komast út úr vandræðum og gengishækkun getur kælt hagkerfið þegar hitinn er orðinn of mikill. Þetta er grunnstefið þótt þessu geti fylgt flöktandi hljóð og einhver óþægindi um stund.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd er betri en þúsund orð
3.2.2012 | 10:34

Eru ekki svona fréttir orðnar frekar ódýrar þegar blaðamaður gerir það eitt að skoða kort Vegagerðarinnar og þylja síðan upp langloku um efni þess? Í raun og veru segir kortið ekki neitt og alls ekki nein ástæða til að fullyrða til dæmis að snjóþekja sé á Holtavörðuheiði.
Hvað er eiginlega snjóþekja? Er átt við að snjór þekji veginn yfir Holtavörðuheiði eða snjór sé utan við hann?
Ég er nýhættur að ferðast svo mikið á milli höfuðborgarsvæðisins og norðurlands sem ég gerði. Aldrei fannst mér nein leiðbeining í svona fréttum mbl.is eða annarra fjölmiðla. Ef á þurfti að halda fór ég miklu frekar inn á vef Vegagerðarinnar og skoðaði myndir af fjallvegum.
Hér er mynd af veginum tekin klukkutíma eftir að frétt mbl.is birtist. Efst á Holtavörðuheiði er engin snjóþekja, miklu frekar lítur út fyrir að hálka sé á veginum. Þetta er einfaldlega ástæðan fyrir því að langloka mbl.is um færð á vegum á ekki við. Mynd er betri, segir meira en þúsund orð. Þulan sú arna getur aldrei verið til neinnar aðstoðar.
![]() |
Snjór á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pennastrik ...
3.2.2012 | 09:47
Hversu mikla skuldsetningu þola íslensk heimili? Þannig vildi Illugi Gunnarsson, alþingismaður, að ríkisstjórnin hefði spurt Hagfræðistofnun HÍ er hún óskaði eftir skýrslu um hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar og leiðréttingar á stökkbreyttum lánum.
Í stað þess að gera eins og Illugi nefnir óskaði ríkisstjórnin eftir svari við þvi hversu miklar afskriftir á skuldum heimilanna bankarnir þyldu ...
Og Illugi segir:
Ef niðurstaðan er sú að íslensk heimili eru skuldsett umfram greiðslugetu, þá þarf að afskrifa meira af lánum heimilanna. Miklu skiptir að niðurstaða þessarar rannsóknar sé eins óumdeild og hægt er, deilur um þetta mál eru mjög erfiðar og til þess fallnar að sundra þjóðinni.
En rannsókn Hagfræðistofnunar er ekki eins óumdeild og talið er. Ástæðan er bankaleyndin. Þetta fullyrðir Marinó G. Njálsson í sláandi pistli á bloggi sínu þann 26. janúar síðast liðinn. Hann segir m.a.:
Sem sagt, vegna "bankaleyndar" gat Hagfræðistofnun ekki sannreynt eitt eða neitt. Tölur í skýrslu Hagfræðistofnunar (og líklegast ályktanir) eru mataðar upplýsingar, þar sem stofnunin fékk ekki færi á að rannsaka hlutina.
Ég sæi nú fyrir mér hvort dómstólar samþykktu sönnunarfærslu sem byggð væri á munnmælasögum. Okkur er aftur ætlað að trúa Hagfræðistofnun sem hafði þó ekkert annað en munnmælasögur.
Það sem verra var, að Hagfræðistofnun lagði ekki einu sinni vinnu í að kanna hvernig munnmælasögurnar féllu að raunveruleikanum. Nei, þeim var bara trúað eins og um heilaga ritningu væri að ræða. Ósk HH um að tölur væru sannreyndar voru því hunsaðar algjörlega. Við hvað eru menn hræddir?
Við þetta reka lesendur áreiðanlega upp stór augu enda hvergi annars staðar komið fram að Hagfræðistofnun hafi ekki getað staðreynt það sem hún fullyrðir í skýrslu sinni. En undrun manna beinist þó frekar að bönkunum eða eins og Illugi segir:
Sú óánægja sem hefur farið vaxandi vegna uppgjörs á skuldum heimilanna grefur undan markaðshagkerfinu og tefur fyrir efnahagsbatanum. Bankarnir sjálfir eiga því allt undir því að sátt náist og skuldastaða íslenskra heimila verði bærileg. Það er miklu mikilvægara verkefni heldur en til dæmis fjárhagsleg endurskipulagning einstakra fyrirtækja.
Þessi orð Illuga eru hárrétt. Við getum ekki rekið þjóðfélaga þar sem helmingur landsmanna á í fjárhagslegum erfiðleikum vegna hamfara sem þeir bera ekki nokkra ábyrgð á.
Hins vegar held ég að það sé borin von að ríkisstjórnin geri nokkurn skapaðan hlut vegna skuldastöðu heimilanna. Í viðtali í RÚV í morgun fullyrti forsætisráðherra að hún hefði samúð með þessu fólki rétt eins og þetta fólk væri í fjarlægum heimshluta og komi henni ekki við en ekki samlandar hennar. Og eina lausnin fyrir almenning er að samþykkja að ganga í ESB ... Heldur einhver að almenningur kokgleypi þessa gulrót?
Ég er hins vegar á þeirri skoðun að Alþingi þurfi að taka af skarið og brúka það pennastrik sem forðum var mikið rætt um. Verði ekki sett lög fyrir vorið þar sem áskipað er að veðskuldir íbúðarhúsnæðis breytist í átt til þess sem þær voru í upphafi árs 2008 má búast við því að enn frekari vandræði steðji að þjóðinni.
Þar er nefnilega rangt hjá forsætisráðherra að allt sé á uppleið og fjölmargt í pípunum. Ekki þarf annað en að benda á viðtal við Ragnar Árnason hagfræðiprófessor í Morgunblaðinu í gær sem greint hefur t.d. hagvöxtinn sem forsætisráðherra gumar af. Hann á ekki rætur sínar að rekja til efnahagsráðstafanna ríkisstjórnarinnar.
Hann er hetja
2.2.2012 | 16:14
Ég hlustaði á viðtalið við Eirík Inga Jóhannsson og gerði mér enga grein fyrir því hversu langt það var fyrr en að því loknu. Áttatíu mínútna, nærri því heil bíómynd, og hann var allan tímann einn í mynd og hélt athygli áhorfenda.
Þetta var einstök og átakanleg frásögn manns sem upplifði hrikalegar hörmungar, sinnti störfum sínum af æðruleysi og dugnaði, tapaði af samstarfsmönnum sínu og vinum í hafið svo að segja fyrir augunum á honum, lenti sjálfur í sjónum en bjargaðist fyrir dugnað og skynsemi.
Ekki eru allir svo opnir sem lent hafa í mannraunum. Fólk er mismunandi.
Eiríkur tekur ósjálfrátt til þess bragðs að tala sig út úr sálrænu áfalli sem hann hefur auðsjáanlega orðið fyrir. Hann mun því komast út úr erfiðleikunum en sorgin vegna fráfalls vina mun alla tíð vera með honum. Þannig er það bara.
Rík ástæða er til að þakka Eiríki fyrir söguna af ótrúlegum aðstæðum og óska honum góðs gengis í allri framtíð. Hann er hetja.
![]() |
Aðdáunarverður lífsvilji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur hlær og skríkir vegna skattahækkunar
2.2.2012 | 14:17
Þegar kemur að svo íþyngjandi ákvörðun fyrir áhugafólk um tiltekna afþreyingu lætur Reykjavíkurborg hana athugasemdalaust ganga í gegn. Ég er ekki hestamaður en mér blöskrar þessi hækkun fasteignaskatts á hesthús. Enn meir finnst mér þessi tilvitnuðu orð Dags B. Eggertssonar vera honum til mikils vansa.
Lögum hefur verið breytt vegna ómerkilegri hluta. Stjórnendur sveitarfélaga sem og ríkis eiga aldrei að sætta sig við sjálfvirka afgreiðslu mála. Hvernig Dagur og Jón Kristinsson komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé við þessu að gera er óskiljanlegt. Og Dagur hlær bara eins og þau fjárhagsvandræði sem blasa við þúsundum manna vegna hækkunarinnar sé bara skemmtiefni. Svona er nú húmorinn hjá þessu samfylkingarliði.
Hestamennska er afþreying og fyrir suma mikil og góð íþrótt. Hvernig sem maður veltir málinu fyrir sér kemst maður seint að þeirri niðurstöðu að hesthús sé iðnaður eins og yfirfasteignamatsnefnd kemst að fyrir hönd þeirra spéfugla Dags og Jóns borgarstjóra. Fyrir aðra er þetta einum of mikið að hesthúsa.
![]() |
Oft dottið á höfuðið en ekki nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úrskurðarvaldið um eignir þúsunda
2.2.2012 | 13:46
Í mínum huga er þetta ekki ólíkt því að þjófagengi hafi brotist inn á heimili landsmanna og stolið þaðan öllu steini léttara. Það sem þau hirtu ekki tóku minni gengi. Nú þegar lögreglan nappaði gengin, stór og smá, þá fá þau að velja hverju er skilað og hverju þau eða þýfiskaupendur þeirra fá að halda eftir. Síðan þurfa heimilin að greiða fyrir allar viðgerðir að auki.
Staðan í skuldamálum heimilanna er hrikalega erfið. Nær helmingur landsmanna á í erfiðleikum eða getur ekki staðið undir húsnæðislánum sínum. Á sama tíma segir forsætisráðherra að fjölmargt hafi verið gert til aðstoðar heimilunum. Þetta er auðvitað rangt hjá forsætisráðherra og er í átt við annað sem hún hefur sagt, til dæmis um atvinnumál og að svo ótalmargt sé í pípunum. Það hefur nú reynst vera ... tja píp, ekkert annað.
Ég tek mikið mark á Marinó Njálssyni, ráðgjafa, þegar kemur að fjármálum heimilanna. Hann hefur ritað marga góða og skynsama pistla um þau mál á bloggið sitt og tekið þátt í stefnumótun fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Ofangreind tilvísun er úr síðasta bloggi Marinós og ég leyfi mér að birta fleira úr sama pistli (hef leyft mér að breyta aðeins uppsetningu tilvitnaðra orða):
Meðan ekki er búið að lagfæra afleiðingarnar á efnahagshruninu, sem átti sér stað frá áramótum 2008 fram að því þegar neyðarlögin voru sett, þá er ekki búið að koma hlutunum í samt lag. Að fjármálafyrirtæki (þó þau séu ný) fái að stinga í vasann bara einhverri af þeirri hækkun skulda sem varð á þessu tímabili er staðfesting á því, að fjármálafyrirtæki eru hafin yfir lög.
- Þau mega setja heilt hagkerfi á hausinn og stinga afrakstrinum í eigin vasa!
- Þau mega stunda vafasöm viðskipti, sem líklegast stangast á við lög, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
- Þau mega fella krónuna og skapa verðbólgu til að hækka kröfur sínar á saklausa lántaka og þannig stefna öllu í voða, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
- Þau mega hunsa alla varúð, sýna gróft vanhæfi, svíkja, svindla, beita blekkingum og bjóða ólöglega þjónustu, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
Meðan stjórnvöld líta svo á, að fjármálafyrirtækin séu löglegir eigendur þess fjár sem haft var af viðskiptavinum með þeim aðferðum sem lýst er að ofan, þá verður ekki friður í þjóðfélaginu. Traustið er farið og það mun taka mörg ár að byggja það upp aftur.
Eitt skref í þá átt, er að unnið verði út frá skuldastöðu í upphafi árs 2008 og fundin út aðferð til að leiðrétta skuldir einstaklinga, heimila og fyrirtækja í samræmi við það. Hvort að lagt er 2,5% eða 4,0% árlega ofan á skuldastöðuna þá eða einhver önnur aðferð notuð, skiptir kannski ekki megin máli. Hins vegar er út í hött að fara í leiðréttingar sem miða við að tjónið frá áramótum fram að hruni verið ekki bætt.
Það er út í hött að fjármálafyrirtæki sem voru þátttakendur í ruglinu (hvort heldur beint eða bara þáðu tekjurnar) eða voru stofnuð á rústum þeirra sem voru stærstu gerendurnir, fái að ráða hvernig leiðréttingin fari fram, hafi úrskurðarvald um líf og dauða fyrirtækja eða hvort fólk tapi eigum sínum, að ég tali nú ekki um, fái að hagnast um geðveikislegar háar upphæðir.
Eftir að hafa lesið þessi harkalegu skoðanir Marinós undrast maður að ekkert skuli vera gert. Hversu illa stendur ekki þjóðfélagið af því að það er búið að hafa af tuguþúsundum manna eignir þeirra. Þetta fólk er margt hvert í þokkabót atvinnulaust. Fyrir vikið erum við að reka ríki þar sem stór hluti borgaranna eru tekjulausir, greiða enga skatta, hafa ekki efni á að taka þátt í innri gerð þjóðfélagsins, fjöldi fyrirtækja eru í eigu fjármálastofnana, önnur hafa fari á hausinn og víxlverkun þessa alls veldur enn frekara atvinnuleysi eða landflótta.
Þetta gengur ekki mikið lengur. Verið er að slátra borgurunum og forsætisráðherra fullyrðir að markmið ríkisstjórnarinnar sé allt annað en að lagfæra skuldastöðu heimilanna, heldur að koma þjóðinni i ESB. Þar sé henni borgið.
Sjálfsagðir hlutir ...
2.2.2012 | 11:04
Alltaf gaman af góðum fyrirsögnum, sérstaklega þeim sem segja sjálfsagða hluti. En þarf að hafa orð á því sem sjálfsagt er? Ekki samkvæmt orðana hljóðan:
- Snjórinn góður fyrir jöklanna
- Regnið gott fyrir stöðuvötnin
- Matur góður fyrir svanga
- Sólin góð fyrir gróðurinn
- Ríkisstjórnin góð fyrir heimilin (... úbs)
![]() |
Snjórinn góður fyrir jöklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)