Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Stjórnarþingmenn neita að ræða stjórnarskrármálið

Tökum eftir því að stjórnarþingmenn hafa ekkert að segja um tillögu um ráðgefandi skoðanakönnun um stjórnarskrármálið. Þeir láta eins og það sé ekki til. Vilja líklega hraða því í gegnum þingið án nokkurrar umræðu eða skoðunar. Þannig er virðingin á þeim bæ fyrir stjórnarskránni.

Ríkisstjórnin hefur bannað stjórnarþingmönnum að ræða málið. Um er að ræða alvarlega tilraun til að þagga það í hel. Aðeins ein skoðun er rétt og það er sú sem kemur fram í áliti stjórnlagaráðs. Fleiri skoðanir eru ekki leyfðar.

Svo á að leita álits þjóðarinnar. Á hverju? Jú, takmörkuðum hluta af því sem stjórnlagaráð hefur lagt fram.

Þetta er ekki rökleysa, bull sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Stenst enga röksemdafærslu. 


mbl.is Talað í rúmar 35 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakönnun um stjórnarskrá er óframkvæmanleg

Hvaða nafn er yfir þá stöðu þegar hluti þingsins ræðir stjórnarskrármálið út í hörgul en hinn situr hjá og leggur ekkert til umræðunnar. Þeir sem til máls taka telja þetta lýðræðislegar umræður. Þeir sem þruma úti í horni kalla umræðuna málþóf. 

Tillaga um ráðagefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrártillögu stjórnlagaráðs er undarleg og stenst ekki neina skoðun. Aftur á móti er ég hissa á því að enginn sérfræðimenntaður í skoðanakönnunum hafi lagt orð í belg og gagnrýnt aðferðafræði skoðanakönnunarinnar.

Lítum hér á tillögu meirihluta stjórnlaga- og eftirlitsnefndar Alþingis, hún er svona: 

1. Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga? 

 

  • , ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga.
  • Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá.
  • Tek ekki afstöðu.

 

2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.

 

  1.  
    1. náttúruauðlindir lýstar þjóðareign ?
    2. ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er ?
    3. persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?
    4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?
    5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 

 

Í heild sinni virðist sem að reynt sé að þvinga fram samþykkt á tillögum stjórnarskrárnefndar. Valdir eru þessi vinsælu orð eins og náttúruauðlindir, þjóðareign, persónukjör, jafnt vægi atkvæða og svo framvegis. 

Maður getur eflaust spurn börn sín eða barnabörn í kringum fimm ára aldur þessara spurninga:

Hvaða litur finnst þér fallegastur? Finnst þér ekki grænn fallegur? Er ekki rauður líka fallegur? 

Og maður fær þá niðurstöðu sem óskað er eftir. Svo getum við ruglað með eftirfarandi fyrir óupplýst fólk:

Ertu ekki sammála því að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir? 

Svaraðu að auki eftirfarandi:

 

  • Er lóan ekki mikilvægasta þjóðartáknið?
  • Er ekki ástæða til að undanskilja refinn, hann er svo ferlega vondur við lömbin?
  • Rjúpan er svo góður jólamatur er þá ekki ástæða til að gefa út veiðileyfi á hana?
  • Finnst þér ekki örninn stórkostlegur? 

 

Af hverju er ég að gagnrýninn og geri í raun lítið úr þessari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ástæðan er einfaldlega sú að tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrár eru langar og ítarlegar og þær verða ekki afgreiddar með einni eða tveimur spurningum. Slíkt er hvort tveggja vanvirðing við það merka plagg sem stjórnarskráin í raun er og móðgun við starf stjórnarskráráðs.

Sjálf er tillaga stjórnarskrárráðs um nýja stjórnarskrá í 113 greinum. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að þvinga fram álit á heildinni.

Þvingunin heitir á enskri tungu „Take it or leave it.“ Slíkt eru óforsvaranleg vinnubrögð og minna helst á mafíutilboð í bíómynd, tilboð sem ekki er hægt að hafna. Þannig á ekki að vinna í lýðræðisþjóðfélagi.

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla í þessu formi er heimskuleg og villandi. Það hljóta allir að sjá sem einhverja skynsemi hafa.

Mér er til efs að nokkur þingmaður vilji afsala sér þeim sjálfsagða rétti að ræða þessar tillögur á nýkjörnu þingi, gera athugasemdir og breytingatillögur - hver svo sem niðurstöður ráðgefandi atkvæðagreiðslu verða.

Ástæðan er einföld. Atkvæðagreiðslan tekur ekki mið af öllum þessum 113 greinum sem stjórnlagaráð hefur lagt fram. Skoðanakönnun meðal þjóðarinnar á tillögum stjórnarskrárnefndar er óframkvæmanleg. Tvö þing eiga að taka afstöðu og kosningar á milli.

 

 


mbl.is Þingfundur um stjórnarskrármál hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur átti frumkvæðið eða eitthvað annað

Frumkvæði kom frá okkur. Það er rétt. Ég veit þó ekki hvort frumkvæðið, með ákveðnum greini, hafi komið frá okkur. Það kom að minnsta kosti frumkvæði frá okkur og því var vel tekið og farið í þessa vinnu. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að aðrir kunni að hafa haft sömu hugmyndir.

Þetta segir Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, í viðtali í Morgunblaðinu í morgun á bls. 4. Óskaplega er þetta nú grátbrosleg en í raun örvætningafull tilraun til að skreyta sig einhverri fjöður. Eða hvað sagði ekki maðurinn: Fyrst enginn hælir mér þá verð ég að gera það sjálfur.

Meira að segja ríkisstjórnin tekur ekkert mark á Guðmundi en misnotar hann eftir þörfum. 


Fagnaður, maður, fagnaðu

Ef óvissa er um fjármögnun loforða ríkisstjórnarinnar er jafnmikil óvissa með framkvæmdina. Greindur maður eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ætti að gera sér grein fyrir þessu. Um leið ætti hann að halda sig við þægilegan forsetastólinn, en ekki stökkva upp úr honum af fögnuði og flokkshollystu vegna þess að blönk ríkisstjórn vill lagfæra almenningsálitið.

Nei, Gylfi sér ekki einu sinni í gengum tillögu ríkisstjórnarinnar. Hún hefur vanrækt atvinnumálin, ráðist með offorsi á fyrirtækin í landinu og leyft atvinnuleysinu að grassera. Og nú, þegar ár er eftir í kosningar, kemur hún með innihaldslaust kosningaloforð. Gylfi ræður sér ekki fyrir kæti enda kemur kallið frá forsætisráðherra; Gylfi, fagnaður maður, fagnaðu.

Nei, ofurskattar á sjávarútveginn verða aldrei samþykktir enda eru slíkir skattar eyðileggjandi og verða aldrei uppbyggjandi. Þú skerð ekki undan einni atvinnugrein og saumar á þá næstu án þess að skaða báðar.


mbl.is ASÍ: Óvissa um fjármögnunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú er gersemi, Steingrímur

Sæll Steingrímur, þetta er Jóhanna.

Varð'a eitthvað sérstakt? Jóhanna mín. 

Þetta er allt komið einhver bölvuð óefni, þetta með fiskveiðifrumvörpin og auðlindagjaldið.

Hvaða, hvaða? Við skulum nú ekki missa trúna á okkur strax. Það er nú ekki svo ýkja langt síða frumvörpin voru lögð fram.

En Steingrímur, við fáum ekki eina einustu jákvæða umsögn um  þau!

Jú, sjávarútvegs- og landsbúnaðaráðuneytið var með eina góða.

Já, en þú samdir hana Steingrímur minn.

Og það er þess vegna sem hún var svo góð.

En við þurfum að gera eitthvað annað. Eitthvað sem dregur athyglina frá auðlindagjaldinu.

Ég veit ekki betur en að þú sért nú með beituna hjá þeir, Jóhanna mín.

Og hver er hún, Steingrímur?

Stefnumótunin sem krakkarnir okkar hafa verið að dunda sér í, hann Dagur og hún Katrín.

En hún er ekkert tilbúin, Steingrímur. Auk þess sem þau hafa ekkert vit á atvinnumálum. Sjáðu bara hvernig hann Dagur minn hefur farið með Reykjavíkurborg.

Jú, jú, þetta er allt fínt hjá þeim. Ég redda því sem upp á vantar eins og skot. Set inn í drögin eitthvað um að aulindagjaldið fari í atvinnuuppbygginu, stórsnjallt, ekki satt?

Sjá ekki allir í gegnum svoleiðis? Steingrímur.

Kannski, kannski ekki. Snilldin er auðvitað í því fólgin að taka frá einni atvinnugrein og setja í aðra og kalla þetta allt saman atvinnuppbyggingu. Svo ruglast allir í umræðunni og gagnrýnin missir marks. 

Þú ert gersemi, elsku Steingrímur. 

 


mbl.is Nýjar áherslur í atvinnumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í Nató herinn kjurt

Þó Svadís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og aðrir þingmenn VG séu á móti inngöngu Íslands í ESB, telst það ekki til stórtíðinda þó flokkurinn vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Svoleiðis tal er bara til „heimabrúks“, skiptir engu máli.

Væri Vinstri grænum einhver alvara með andstöðu sinni myndu þeir láta næga að greiða atkvæði á Alþingi gegn áframhaldandi aðlögunarviðræðum við ESB. Flokkurinn mun aldrei gera það því honum er svo annt um ráðherrastóla sína og að núna afsannist að vinstri flokkar haldi ekki út ríkisstjórnarsamstarf í heilt kjörtímabil.

Vinstri grænir eru síður en svo málefnalaus flokkur. Munurinn á honum og öðrum er að hann leggur enga áherslu á stefnumál sín. Annars væri lögð tillaga um að Ísland færi úr Nató, rannsókn hafin á meintri þátttöku Íslands í innrás Nató í Írak, rannsókn á loftárásum Nató í Líbíu.


mbl.is Vill kjósa um ESB næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjól valda skemmdum undir Vífilsfelli

DSCN0131DSC_0068

Akstur vélknúinna ökutækja utan vega veldur miklum skemmdum, ítrekaður akstur veldur eðlilega enn meiri skemmdum. Þannig hefur það verið vestan undir Vífisfelli. Þar hafa vélhjólamenn leyft sér að leika að búa til slóðir og leika sér í þeim.

Meðfylgjandi myndir voru teknar með sex ára millibili. Sú til vinstri var tekin í norðaustur 1. ágúst 2006 og sú til hægri núna í maí 2012. Báðar eru teknar nokkrun vegin á sama stað, vestan undir Vífilsfelli, til móts við tvö gil sem ganga upp í fjallgarðinn.

Aukin umferð vélhjólafólks hefur greinilega aukið við landskemmdir, breikkað hjólastíginn og er hann víða orðinn tvöfaldur.

DSCN0130DSC_0065

Nokkurn veginn á sama stað tók ég myndir í suðvestur. Sú til hægri er tekin 2006 eins og áður sagði og sú síðari núna í maí.

Á myndinni til hægri er vélhjólaslóðinn orðinn þrefaldur. 

Ég veit ekki til þess að heimilt sé að fara um þetta land á vélhjólum en utan við Jósefsdal er svæðiu þar sem hjólamenn hafa til æfinga. Það er talsvert stór og mikið notað. 

Á skilti þar stendur: „Akið aldrei utan merktra brauta“. Hins vegar segir ekki að akstur utan vega sem bannaður. Ástæðulaust er þó að gera ráð fyrir að vélhjólamenn frá þessum stundi utanvegaakstur.

Loftmynd

Að lokum er hér loftmynd sem tekin er af vef ja.is en þar er Samsýn með mjög góðar myndir og kort af landinu. Loftmyndin er af þessu svæði sem hinar fjórar myndirnar eru teknar og er vélhjólaslóðin mjög greinileg. Samkvæmt umlýsingum frá Samsýn ehf. var loftmyndin tekin 2006.

Ég er með fleiri myndir frá þessu svæði þar en læt þetta duga í bili. Það sem mér gremst er að ekki aðeins vélhjólamenn eru þarna utan vega heldur hafa fjórhjólamenn tekið að aka þarna eftir gömlum og yfirgefnum vegum sem öllu jöfnu ættu að vera lokaðir því hlutverki þeirra er fyrir longu lokið.

Þetta eru slóðir sem liggja að gömlum og aflögðum malarnámum. 

DSC_0047

En menn hafa ekki látið þar við sitja heldur aka milli Rauðhnúka og Bláfjalla og því sem næst inn að skíða svæðum. ekki veit ég hverjir eru á þessum fjórhjólum á myndinni sem tekin er á þessu svæði. Hef þó trú að þeir séu á vegum einhverra fjórhjólafyrirtækja sem gera út á þessar slóðir.

Mikilvægast er þarna að skilgreina hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það þurfi að skilgreina þá vegi sem eru opnir, það sé reglan, ekki að slóð eða gamall vegur veiti ótakmarkaða heimild til akstur án tillits til umhverfisins. 


mbl.is Sífellt bætist í svöðusárin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fín auglýsing, allir austur ...

íshellir

Betri auglýsingu er vart hægt að fá en að lögreglan gefi út fréttatilkynningu um íshelli. Ja, nema að Morgunblaðið birti hana á vefsíðu sinni. Þar með vita allir af íshellinum og fólk streymir austur. Þó ekki til að fara sér að voða. Enginn ætlar að setja sig í neina hættu, það eru alltaf hinir sem gera það.

Ekki getur það talist til neinna tíðinda að íshellir myndist í skriðjökli. Það væri óvenjulegt er slíkt gerðist ekki. Vatnið sér um að móta hellinn og svo breystast vatnsrásir og íslhellirinn stendur eftir vatnslaus, stundum fólki til skemmtunar.

Engin ástæða er þó til annars en að hvetja fólk til að fara austur að Gígjökli í Eyjafjallajökli. Þar er umhverfið allt svo stórkostlegt og skemmtilegt, jafnvel þó ekki sé farið í þennan íshelli.

Takið eftir gula borðanum sem lögreglan hefur sett fyrir framan hellinn, hann sést vel ef myndin er stækkuð. Alveg er það kostulegt tiltæki að setja plastborða út í náttúruna og gera ráð fyrir að hann haldi. Hið sama gerði löggan líka uppi á Fimmvörðuhálsi þegar þar gaus fyrir tveimur árum. Enn rekst maður á þessa borða á víðavangi uppi á Hálsi.

Ef ég myndi nú skreyta landið með plasti kæmi löggan áreiðanlega og áminnti mig eða sektaði. 


mbl.is Íshellir myndast í Gígjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ætlar að taka skipulagsstjórann á beinið?

Svæðið er nú skipulagt sem opið, óbyggt svæði en Ólöf segir að m.a. í ljósi þess að fyrir séu fjarskiptamannvirki á fjallinu, raunar minni en þau sem til stendur að reisa, hafi verið litið svo á að heimildin rúmist innan aðalskipulags.
 
Þetta er haft eftir Ólöfu Örvarsdóttur, skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar í grein í Morgunblaðinu í morgun á bls. 9. Sé þetta rétt má með rökum fullyrða að henni hafi orðið á gríðarleg mistök í Úlfarsfellsmálinu. Samt er ekki nokkra eftirsjá er ekki hægt að greina í viðtalinu. Þvert á móti.
 
Framar öðru ber Reykjavíkurborg að krefjast ásættanlegs verklags umsækjenda og verktaka þeirra, innan borgar sem utan. Borginni ber sérstaklega að gera verktökum ljóst hvernig eigi að standa að framkvæmdunum til þess að sem minnst röskun verði á náttúrulegu umhverfi.
 
Staðreyndin sem Ólöf skipulagsstjóri og aðrir gleyma er að stór hluti óbyggðs lands á höfuðborgarsvæðinu er notað til útivistar. Illa skipulagðar framkvæmdir og enn verri framkvæmd þeirra valda almenningi ástæðulausum leiðindum. Við þurfum að horfa upp á mistökin í langan, langan tíma og raunar getur verið að þau hverfi ekki á mannsaldri. Svona sár í umhverfinu eru ekkert skárri en för eftir bíla eða mótorhjól á veglausu landi.
 
Úlfarsfell er útivistarsvæði, hvort sem einhverjir starfsmenn sveitarfélags samþykkja það eða ekki. Og ekki þarf útivistarsvæði til að krefjast almennilegra vinnubragða af hendi stjórnvalda og verktaka.
 
Hver ætlar að taka Ólöfu Örvarsdóttur og starfsfólk skipulags- og byggingarsviðs, Vodafone og verktakana á beinið og útskýra málið fyrir þeim?
 
Borgarstjórinn eða formaður borgarráðs? Kanntu annan?
 
Fyrir vikið verður Úlfarsfellsmálið aldrei það fordæmi sem það þarf að vera og borgin heldur áfram handabaksvinnubrögðum sínum. Vodafone og verktakarnir hlægja að bara að okkur, þessum kverúlöntum sem leyfa sér að gagnrýna þá.

Atvinnuleysið er miklu meira en 6,5%

Þingmenn ríkisstjórnarinnar og þessir örfáu almennir kjósendur sem enn Styðja Vinstri græna og Samfylkinguna ná ekki andanum af fögnuði vegna þess hversu atvinnuleysið hefur mælst „lágt“. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,5%, 10.837 manns.

Auðvitað er þetta ekkert fagnaðarefni. Þessi tala er tilbúin, hún er skáldskapur vegna þess að atvinnuleysið er miklu meira, það er bara falið. Vinnumálastofnun telur bara þá sem eru á skrá hjá stofnuninni.

  • Eru þeir sem flúið hafa land komnir aftur?
  • Eru þeir sem fóru í skóla komnir aftur út á vinnumarkaðinn og fengið vinnu?
  • Eru þeir sem ekki fá atvinnuleysisbætur komnir með vinnu?
  • Eru smáatvinnurekendurnir í byggingariðnaði komnir með vinnu?

Dæmið hefur ekki verið reiknað til fullnustu eða og því fara þingmenn ríkisstjórnarinnar með ósannindi, hreykja sér af því sem ekkert er.

Svo mætti spyrja þessa sjálfumglöðu þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um samsetningu þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Staðreyndin er sú að frá hruni hefur atvinnuleysi meðal vel menntaðs fólks verið meira en áður þekkist.

Og hvað hefur ríkisstjórnin gert í atvinnumálum?

EKKERT - ALLS EKKERT! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband