Ísland í Nató herinn kjurt

Þó Svadís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og aðrir þingmenn VG séu á móti inngöngu Íslands í ESB, telst það ekki til stórtíðinda þó flokkurinn vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Svoleiðis tal er bara til „heimabrúks“, skiptir engu máli.

Væri Vinstri grænum einhver alvara með andstöðu sinni myndu þeir láta næga að greiða atkvæði á Alþingi gegn áframhaldandi aðlögunarviðræðum við ESB. Flokkurinn mun aldrei gera það því honum er svo annt um ráðherrastóla sína og að núna afsannist að vinstri flokkar haldi ekki út ríkisstjórnarsamstarf í heilt kjörtímabil.

Vinstri grænir eru síður en svo málefnalaus flokkur. Munurinn á honum og öðrum er að hann leggur enga áherslu á stefnumál sín. Annars væri lögð tillaga um að Ísland færi úr Nató, rannsókn hafin á meintri þátttöku Íslands í innrás Nató í Írak, rannsókn á loftárásum Nató í Líbíu.


mbl.is Vill kjósa um ESB næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband