Fín auglýsing, allir austur ...

íshellir

Betri auglýsingu er vart hægt að fá en að lögreglan gefi út fréttatilkynningu um íshelli. Ja, nema að Morgunblaðið birti hana á vefsíðu sinni. Þar með vita allir af íshellinum og fólk streymir austur. Þó ekki til að fara sér að voða. Enginn ætlar að setja sig í neina hættu, það eru alltaf hinir sem gera það.

Ekki getur það talist til neinna tíðinda að íshellir myndist í skriðjökli. Það væri óvenjulegt er slíkt gerðist ekki. Vatnið sér um að móta hellinn og svo breystast vatnsrásir og íslhellirinn stendur eftir vatnslaus, stundum fólki til skemmtunar.

Engin ástæða er þó til annars en að hvetja fólk til að fara austur að Gígjökli í Eyjafjallajökli. Þar er umhverfið allt svo stórkostlegt og skemmtilegt, jafnvel þó ekki sé farið í þennan íshelli.

Takið eftir gula borðanum sem lögreglan hefur sett fyrir framan hellinn, hann sést vel ef myndin er stækkuð. Alveg er það kostulegt tiltæki að setja plastborða út í náttúruna og gera ráð fyrir að hann haldi. Hið sama gerði löggan líka uppi á Fimmvörðuhálsi þegar þar gaus fyrir tveimur árum. Enn rekst maður á þessa borða á víðavangi uppi á Hálsi.

Ef ég myndi nú skreyta landið með plasti kæmi löggan áreiðanlega og áminnti mig eða sektaði. 


mbl.is Íshellir myndast í Gígjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þú ert góður Sigurður og takk fyrir þetta, hitt er annað mál með forvitnina og það hvert hún getur leitt fólk og skeppnur, það sem er bannað er öllu eða flestum forvitnilegt að kanna og vissulega góð auglýsing...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.5.2012 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband