Fagnaður, maður, fagnaðu

Ef óvissa er um fjármögnun loforða ríkisstjórnarinnar er jafnmikil óvissa með framkvæmdina. Greindur maður eins og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ætti að gera sér grein fyrir þessu. Um leið ætti hann að halda sig við þægilegan forsetastólinn, en ekki stökkva upp úr honum af fögnuði og flokkshollystu vegna þess að blönk ríkisstjórn vill lagfæra almenningsálitið.

Nei, Gylfi sér ekki einu sinni í gengum tillögu ríkisstjórnarinnar. Hún hefur vanrækt atvinnumálin, ráðist með offorsi á fyrirtækin í landinu og leyft atvinnuleysinu að grassera. Og nú, þegar ár er eftir í kosningar, kemur hún með innihaldslaust kosningaloforð. Gylfi ræður sér ekki fyrir kæti enda kemur kallið frá forsætisráðherra; Gylfi, fagnaður maður, fagnaðu.

Nei, ofurskattar á sjávarútveginn verða aldrei samþykktir enda eru slíkir skattar eyðileggjandi og verða aldrei uppbyggjandi. Þú skerð ekki undan einni atvinnugrein og saumar á þá næstu án þess að skaða báðar.


mbl.is ASÍ: Óvissa um fjármögnunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar það er orðið svo augljóst að Gylfi Arnbjörnsson er talsmaður ESB en ekki launamanna, þá fær maður óþægilegan vandræðahroll fyrir hans hönd, að telja sig einhvern ASÍ-(eitthvað). Einu sinni átti ASÍ að vera hagsmunagæsla launþega, en það er víst löngu gleymt og grafið, bæði hjá Gylfa og restinni af liðinu.

Í nefndaráliti um aðildarumsókn að Evrópusambandinu sumarið 2009 stendur: Ríka áherslu ber og að leggja á að barist verði gegn félagslegum undirboðum hvers konar á vinnumarkaði, en í því felst rík vernd fyrir launafólk. Í þessu efni telur meiri hlutinn rétt að benda á að verkalýðshreyfingin telur mikið réttaröryggi felast í lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980. Er mikilvægt að tryggja að fyrirmæli þeirra um að ákvæði kjarasamninga um laun og önnur starfskjör verði áfram við lýði.

Svo les maður á vef LO (ASÍ í Noregi): EU-domstolen fastslår at ethvert selskap som jobber på tvers av nasjonale grenser, skal ha lov til og underby de lönns- og arbeidsvilkår som fagbevegelsen gennom faglig og politísk kamp i 3-4 generasjoner har fått etablert for innenlandske selskap. Det betyr frihet til å dumpe lönninger og arbeidsvilkår bare du du har registrert selskapet ditt i et annet land en der jobben skal gjörest.

Gylfi Arnbjörnsson og "velferðarríkisstjórnin" hans hlýtur að hlakka til þegar Ísland verður komið í ESB (EU), og hægt verður að lækka (dumpe) laun og kjör á vinnumarkaði?

Að Gylfi skuli voga sé kenna sig við baráttu fyrir kjörum launþega, þegar hann berst mest fyrir að koma Íslandi í ESB, svo hægt sé að lækka laun og kjör!

Þetta er líklega ljótasta dæmið um hvernig Gylfi ætlar að selja launafólk sem þræla fyrir evrur og einkafríðindi fyrir sig og sína pólitísku klíku hjá ESB-höfuðstjórnendum. 

Ætli hann hafi kannski verið valinn í starfið vegna þess að hann skilur hvorki eitt né neitt um laun og kjör launafólks? Það er líklegra.

Og Hreyfingin mótmælir þrælahaldi í Kína á sama tíma og hún ætlar að innleiða ESB-þrælahald hér á landi, með aðstoð ríkisstjórnarinnar og Gylfa Arnbjörnssonar!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 11:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

að Gylfi skuli voga sér að kenna sig við ...

átti þetta að vera afsakið villuna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 11:39

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gott fólk ekki nefna þetta nafn hér sem Á að vera í forsvari fyrir okkur launþega!!!!!!

Mikið held ég að Jakanum þeim mikla höfðinga líði illa í gröf sinni hvernig ástatt er í Así og hvernig þessi maður _____ "vinnur" EKKI fyrir launþega þessa lands...bara blaður útí gegn,já og amen svo..

Það yrði okkur launþegum mikill happafengur að losna við þennann____...en að sjálfsögðu ekki fyrir ríkisstjórnina..

Jakinn skilur mikið eftir sig og Anna Sigríður þá fór þessi hagsmunagæsla launþega endanlega þegar Jakinn var kallaður á æðri stað,allavega meðan helsti stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og ESB ræður ríkjum...:(

Baráttumál verkalýðsdaginn okkar launþega átti að vera komum forseta Así frá..

Góðar kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 19.5.2012 kl. 13:34

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Já, það væri munur að hafa Gvend Jaka, sem talaði um þvílíkan djöfulsins kjark, þegar átti að hlunnfara launþegana um það sem með réttu var þeirra. Slík níðingsmeðferð kallast þrælahald.

Það er ekki of seint að losa sig við ASÍ-ómagann, og þarf ekki endilega að gera það 1. Maí. Aðrir dagar duga jafn vel til þess þarfa verks. Það er hættulegt að hafa svona ábyrgðarlausa og skilningsvana strengjabrúðu í þessari valdastöðu, bæði fyrir launþega og atvinnulífið.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 18:44

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já satt er það,það eru allir dagar góðir til þess...

Þurfum bara að fara í þau mál..

Kveðjur..

Halldór Jóhannsson, 20.5.2012 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband