Guðmundur átti frumkvæðið eða eitthvað annað

Frumkvæði kom frá okkur. Það er rétt. Ég veit þó ekki hvort frumkvæðið, með ákveðnum greini, hafi komið frá okkur. Það kom að minnsta kosti frumkvæði frá okkur og því var vel tekið og farið í þessa vinnu. Ég ætla ekki að gera lítið úr því að aðrir kunni að hafa haft sömu hugmyndir.

Þetta segir Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður, í viðtali í Morgunblaðinu í morgun á bls. 4. Óskaplega er þetta nú grátbrosleg en í raun örvætningafull tilraun til að skreyta sig einhverri fjöður. Eða hvað sagði ekki maðurinn: Fyrst enginn hælir mér þá verð ég að gera það sjálfur.

Meira að segja ríkisstjórnin tekur ekkert mark á Guðmundi en misnotar hann eftir þörfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband