Atvinnuleysið er miklu meira en 6,5%

Þingmenn ríkisstjórnarinnar og þessir örfáu almennir kjósendur sem enn Styðja Vinstri græna og Samfylkinguna ná ekki andanum af fögnuði vegna þess hversu atvinnuleysið hefur mælst „lágt“. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,5%, 10.837 manns.

Auðvitað er þetta ekkert fagnaðarefni. Þessi tala er tilbúin, hún er skáldskapur vegna þess að atvinnuleysið er miklu meira, það er bara falið. Vinnumálastofnun telur bara þá sem eru á skrá hjá stofnuninni.

  • Eru þeir sem flúið hafa land komnir aftur?
  • Eru þeir sem fóru í skóla komnir aftur út á vinnumarkaðinn og fengið vinnu?
  • Eru þeir sem ekki fá atvinnuleysisbætur komnir með vinnu?
  • Eru smáatvinnurekendurnir í byggingariðnaði komnir með vinnu?

Dæmið hefur ekki verið reiknað til fullnustu eða og því fara þingmenn ríkisstjórnarinnar með ósannindi, hreykja sér af því sem ekkert er.

Svo mætti spyrja þessa sjálfumglöðu þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um samsetningu þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Staðreyndin er sú að frá hruni hefur atvinnuleysi meðal vel menntaðs fólks verið meira en áður þekkist.

Og hvað hefur ríkisstjórnin gert í atvinnumálum?

EKKERT - ALLS EKKERT! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband