Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Ríkisstjórnin gerir ekkert vegna atvinnuleysis
24.5.2012 | 08:29
Mesta mein þjóðfélagsins eftir hrun, og raunar alla tíð, er atvinnuleysi. Vissulega er það dýrt fyrir þjóðfélagið, kostar tugmillljarða króna. Verst er þó hið persónulega áfall sem sá verður fyrir er missir atvinnu sína. í því er fólgin sá mesti kostnaður sem um getur.
Þetta vita allir og ekki síst ríkisstjórn Íslands. Hún og þinghluti hennar hreykir sér af því að atvinnuleysi hafi minnkað hér um einhverja prósentu á milli ára. Um leið er ekki tekið tillit til þeirra sem hafa flutt úr landi og fengið vinnu í útlöndum og þeir gleymast líka smáverktakarnir sem fá ekki einu sinni að skrá sig á atvinnuleysisskrá.
Á sama tíma og atvinnuleysið grasserar í þjóðfélaginu stendur ríkisstjórnin og mundar hnífinn og ætlar að rista upp sjávarútveg landsins, eyðileggja það starf sem þar hefur verið unnið með fljótfærnislegum tillögum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Og svo er milljörðum eytt í ESB umsókn og aðlögun og loks er milljöðrum eytt í uppstokkun á stjórnarráðinu sem engu mun skila nema útgjöldum.
Í þokkabót kemur svo forsætisráðherrann reglulega fram í fjölmiðlum og lofar þúsundum starfa. Engar efndir hafa verið á þeim loforðum. Ástæðan er einföld, getuleysi.
Tapið 2-300 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2012 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðskrípið þjóðareign
23.5.2012 | 09:46
Stjórnmálamenn halda því oft á tíðum fram fullum fetum að auðlindir sjávar séu í eigu þjóðarinnar. Er það svo? Fyrir það fyrsta, hvað er þjóð? Hefur einhver hitt þjóðina? Undirritaður efast stórlega um það. Þjóð er nefnilega ekki persóna að lögum og ber því hvorki skyldur né hefur einhvern rétt til eigna. Þjóð hefur heldur engan vilja. Hins vegar samanstendur hún af fjöldamörgum einstaklingum sem hafa bæði vilja, hugvit og langanir. Orðskrípið »þjóðareign«, sem stjórnmálamenn nota óspart í ræðu og riti, er því ekkert annað en lýðskrum. Það sem verra er, með því að staðhæfa að þjóðin eigi sjávarauðlindirnar gefa stjórnmálamennirnir í skyn að almenningur, bæði undirritaður og fleiri sem hafa aldrei verkað fisk eða unnið á sjó, eigi persónulegt tilkall til hluta af auðlindaarðinum.
Ofangreint er úr grein í Morgunblaðinu í morgun eftir Kristinn Inga Jónsson, menntaskólanema. Greinin er vel samin og tekur á því sem fæstir þora að nefna en það er bullið sem nefnists þjóðareign og liggur að baki ofurskatta ríkisstjórnarinnar á sjávarútveginn. Stundum þarf menntaskólanema til að benda á vitleysuna.
Kristinn segir í grein sinni:
Stjórnmálamenn láta oft í veðri vaka að einungis örfáir »sægreifar« hagnist á núverandi kerfi, að þeir maki krókinn á kostnað almennings. Hins vegar er ekkert sem styður þessa fullyrðingu. Það er rétt að þeir sem hafa fjárfest og byggt upp í greininni hafa grætt fúlgur fjár en ekki á kostnað annarra. Kakan hefur heldur stækkað, það er arðsemin aukist til muna - öllum til hagsbóta. Og hvað er það sem telur? Almenningur nýtur ekki góðs af auknum tekjum til ríkisins í formi skatta og veiðigjalds. Miklu fremur eru það fjárfestingar, atvinnutækifæri og framsókn íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, eins og Marels, á erlendri grund sem sjá til þess að öll þjóðin græðir á arðbærum sjávarútvegi. Þjóðinni vegnar vel ef atvinnulífið blómstrar.
Varla er með nokkru móti hægt að mótmæla þessu. Auðvita verða ofurskattar undir felunöfnunum auðlindagjald eða veiðileyfagjald til þess að skattstofninn hrynur og atvinnuleysi verður til. Þjóðinni vegna bara ekkert vel ef stjórnvöld ráðast á atvinnulífið.
ESB og ASG tekur ekki tillit til afkomu fólks
22.5.2012 | 18:58
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eins og íslensk fjármálastofnun. Hún skilur ekki fólk, aðeins Excelskjöl. Fólk þarf vinnu og vinnan skapar verðmæti. Ekkert þjóðfélag hagnast á því að hafa fólk þúsundum saman í biðröð eftir matarskammti dagsins. Þannig er það í Grikklandi og þannig verður það áfram fái ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að ráða.
Munum ástæðuna fyrir hörku ESB og blindu ASG. Hún er einfaldlega sú að bankar í Þýskalandi, Frakkalandi og víðar eiga svo mikið undir því að gríska ríkið fari ekki á hausinn að þeir reyna allt hvað getur til að halda því að floti. Gríska ríkið á að spar með því að henda fólki út af launaskrá. Engin krafa er gerð til þess að lappað sé upp á skattkerfið og skattlaust fólk og fyrirtæki sem hafa nóg aflögu greiði rétt gjöld til ríkisins.
Engin krafa er að byggja upp fyrirtæki, auka við fjárfestingar, hvetja útlendinga til að sækja Grikkland heim. Nei, aðeins að Grikkir borgi af því litla sem þeir eiga.
Þannig er reksturinn á Íslandi og þannig er hann á Grikkalandi, þökk sé ESB og ASG.
Gríski harmleikurinn heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bifreiðasmiðurinn sem ríkisstjórnin hræðist
22.5.2012 | 09:50
Svar óskast innan 10 daga. Ef mér berst ekki svar lít ég svo á málið að svörin séu öll neikvæð.
Hér eru nokkrar spurningar sem ég óska eftir svari við:
- Vilt þú virða Stjórnarskrá Íslands, Mannréttindasáttmála Evrópu, Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðra alþjóðasamninga um mannréttindi og neytendavernd sem Alþingi hefur samþykkt?
- Vilt þú virða Jónsbók frá 1281, tilskipun um áritun skuldabréfa frá 1798, tilskipun EU 93/13 frá 1. janúar 1994, lög um neytendalán 121 frá 1994 og öll þau lög sem fela í sér neytendavernd sem borgarar landsins eiga skilið samkvæmt lögum?
- Vilt þú lagfæra öll þau lög í landinu sem brjóta á stjórnarskrá Íslands og brjóta mannréttindi á borgurum landsins?
- Vilt þú vegna eftirlitsskyldu þinnar sjá til að framkvæmdavaldið á Íslandi virði lög landsins og hætti ólöglegum aðgerðum gegn íbúum Íslands?
Svar óskast innan 10 daga. Ef mér berst ekki svar lít ég svo á málið að svörin séu öll neikvæð.
Atvinnumál og skuldamál heimila er banabitinn
22.5.2012 | 08:20
Hreyfingin gerði eitt rangt og það var að halda að hægt væri að fá ríkisstjórnina til að taka sönsum í skuldamálum heimilanna.
Ríkisstjórnin á aðeins einn kost og hann er sá að segja af sér. Þó ekki sé hægt að færa nein rök fyrir því að ríkisstjórnin hafi staðið sig vel eru þó tvö mál sem verða banabiti hennar - og hún á það skilið. Annars vegar er það hirðuleysi í atvinnumálum; kæruleysi vegna atvinnulausra og áhugaleysi á uppbyggingu atvinnulífsins. Hins vegar er einbeittur vilji til að líta framhjá skuldamálum heimilanna og þeim forsendubresti sem varð við hrunið.
Ekkert samkomulag um stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri grænir með eldflaugavörnum Nató
21.5.2012 | 16:30
Litlar fréttir berast af leiðtogafundi Nato í Chicago aðrar en þær að forsætisráðherra Breta og kanslari Þjóðverja ásamt fleiri silkihúfum hafi horft á úrslitaleikinn í Meistarakeppninni síðasta laugardagskvöld og forseti Bandaríkjann skildi ekki leikinn.
Að þessu slepptu vekur það athygli að fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar hefur forsætisráðherra og utanríkisráðherra samþykkt að virkja fysta hlutann í sameiginlegu eldflaugavarnarkerfi auk þess að sameina krafta aðildarríkja í vörnunum.
Án þess að hafa fyrir því heimildir geri ég ráð fyrir að á síðasta ríkisstjórnarfundi hafi allir ráðherrar samþykkt að þetta eldflaugakerfi verði sett í gang. Ekki einu sinni Steingrímur J. Sigfússon, allsherjarráðherra, hafðu uppi mótmæli frekar en þegar ákveðið var að Nató gerði loftárásir á Líbýu í fyrra.
Þarf ekki að hefja opinbera rannsókn á þessum málum?
Eða er staðan einfaldlega sú að flokkseigendafélagið í Vinstri grænum syngi einhuga Ísland í Nató, til viðbótar við hina bjargföstu trú að Ísland eigi heima í ESB.
Er vegum almennilega lokað?
21.5.2012 | 10:55
Miðað við fjölda útlendra ferðamanna sem fara inn á lokað hálendisvegi hlýtur að vera eitthvað í ólagi með lokanirnar á sjálfum vegunum. Vegum þarf að loka af festu, sem sýnir að alvara liggi að baki. Ekki er nóg að henda einhverju litlu skilti sem á stendur LOKAÐ.
Vegum þarf að loka með slá og keðju, helst þennig að lokunin nái út fyrir veginn beggja vegna. Að öðrum kosti er einfaldlega verið að segja að vegurinn sé svona frekar lokaður en hitt ...
Lenti í vanda á Lakavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útlendir gantast með jarðfræðinginn
21.5.2012 | 09:49
Hey, you, Sikkfjuson ... You could as well be the finance minister of Greece ... ha, ha, ha ....
Svo er nú allsherjarmálaráðherra Íslands orðinn alræmdur að útlenskir gantast með það að hann gæti allt eins stjórnað efnahagsmálum á Grikklandi eins og hér heima. Og henta gaman af því og gera grín af manninum.
Fyrir nokkrum árum var enn meira grín gert af þáverandi fjármálaráðherra sem var dýrafræðingur að mennt. Þótti mörgum andstæðingum hans alveg ómögulegt að maður með slíka menntun gæti annast þetta mikilvæga embætti. Þegar jarðfræðingur komst í sama starfann gerði enginn að því grín - nema kannski útlenskir. Og þó. Þeir átta sig á að íslenski jarðfræðingurinn hefur farið samviskusamlega eftir kokkabókum Alþjóðagjaldeyrisstofnunarinnar. Hann er aukinheldur stuðningsmaður Evrópusambandsins og í þriðja lagi lætur hann samviskuna aldrei naga sig.
Ef til vill fylgdi því einhver alvara þegar þeir útlensku hlógu til íslenska ráðherrans og göntuðust með að hann gæti efalaust stjórnar efnahagnum á Grikkalandi. Held að meirihluti íslensku þjóðarinnar myndi hvetja manninn til þess að taka boðinu.
Engin rányrkja íslenskra útgerða við Afríku
21.5.2012 | 09:05
Sagt hefur verið og skrifað að skip Íslendinganna séu í samkeppni við smábáta og beitt sé rányrkju og sóðaskap við auðlindina. Því er líka haldið fram að heimamenn hafi engan hag af veiðunum. Stundum er seilst svo langt að bera saman þessar veiðar og landhelgisbaráttu okkar Íslendinga en sá samanburður er út í hött eins og eftirfarandi staðreyndir sýna.
Þessi orð eru úr grein í Morgunblaðinu í dag eftir Hallgrím Hallgrímsson, fyrrverandi skipstjórnarmann, sem hefur mikla þekkingu á veiðum við Afríku. Í greininni hrekur hann fjölmiðlasögur um ofveiði og rányrkju íslenskra skipa við Máritaníu og víðar. Staðreyndin er sú að skáldskapur í fjölmiðlum er orðinn slíkur að lesendur vita minnst um hvar sannleikurinn liggur vegna þess að menn eins og Hallgrímur láta ekki heyra í sér.
Hann segir í Moggagreininni:
Í fyrsta lagi: Allhá veiðigjöld eru greidd heimamönnum og veiðarnar eru í fullri sátt og samvinnu við þarlend stjórnvöld.
Í öðru lagi: 30% áhafna skipanna eru innfæddir sem njóta alla jafna aðbúnaðar og launa sem þeir ættu ekki annars kost á. Eftirlitsmenn frá Máritaníu eru einnig um borð í skipunum á veiðum.
Í þriðja lagi: Íbúar Afríku fá hlutdeild í aflanum, enda er hann seldur til framhaldsvinnslu í þessum löndum og oftast endar hann á borðum Afríkubúa.
Í fjórða lagi: Skip í eigu Íslendinga landa öllum afla í Máritaníu. Í flestum tilfellum skapar það atvinnu fyrir innfædda.
Í fimmta lagi: Við hverja afskipun, er fátækum gefið ákveðið hlutfall af fyrsta flokks fiski. Hvort sú úthlutun skilar sér á rétta staði er háð stjórnvöldum hverju sinni og fyrir utan lögsögu þeirra sem að veiðunum standa og fiskinn gefa. Svona mætti lengi telja.
Sé þetta raunin starfa íslenskar útgerðir á mjög ábyrgan hátt úti fyrir ströndum Afríku og með þessu eru gróusögurnar hraktar, vonandi í eitt skipti fyrir öll. En Hallgrímur bætir um betur er hann segir:
Íslensku skipin eru útbúin svokölluðum Argos- og Ais-staðsetningartækjum sem senda til gervitungla upplýsingar um auðkenni, staðsetningu, stefnu og hraða. Almenningur um heim allan og yfirvöld í viðkomandi landi hafa því fulla yfirsýn yfir aðgerðir og ferðir skipanna.
Fyrir um sex eða sjö árum átti ég þess kost að heimsækja íslenskt útgerðarfyrirtæki á Las Palmas á Kanaríeyju og undir leiðsögn framkvæmdastjórans var farið í afar áhugaverða skoðunarferð um fyrirtækið og sagt frá rekstri þess. Þetta fyrirtæki hefur nú verið sameinað öðru en það sem ég heyrði þar á sér samsvörun við fjölmargt af því sem Hallgrímur getur um í grein sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stapi er í Ritnum við Aðalvík.
21.5.2012 | 08:33
Fæstir koma fyrir sig örnefninu Stapa í Aðalvík enda ekki furða, þar er svo sem ekki alfararleið. Hins vegar gæti verið að miklu fleiri þekki fjallið Rit, en milli þess og Straumnesfjals er Aðalvík.
Á meðfylgjandi mynd, sem svo sem er ekkert neitt sérstaklega góð, hef ég merkt inn þann stað sem ég held að sé Stapi.
Næst fyrir innan hann er Skálavík þar sem var búið til skamms tíma. Þar er ákaflega fallegur dalur og góð gönguleið á Ritinn. Raunar hef ég oftsinnis gengið af Darra sem er fjallið enn innar á myndinni. Á því eru rústir herstöðvar Breta. Þokkaleg gönguleið er þaðan og niður í Skáladal og svo er þaðan auðfarið upp á Ritinn. Í heildina er þetta stórkostleg gönguleið, dálítið brött og erfið en engu að síður eins sú skemmtilegasta á þessum slóðum.
Hvergi í fjölmiðlum í morgun hef ég komið auga á að starfsmenn þeirra hafi nennt að kanna kortið en taka upp athugasemdalaust frá heimamönnum örnefndið Stapi. Til að frétt komi nú að einhverju gagni þarf oft að vinna í henni. Eitt það auðveldasta og raunar einfaldasta í heimi er að kanna landakortið.
---
Fékk meðfylgjandi mynd senda stuttu eftir að ég birti pistilinn. Hana tók G. Sigríður Jósefsdóttir og er af Ritnum, sem er lengst til hægri. Darri heitir fjallið sem ljósið fellur á fyrir miðri mynd og þar uppi er gamla herstöð Breta. Ég dró hring utanum staðinn sem nefndur er Stapinn. Hann er hægra megin við miðja mynd.
Hrapaði þegar bandið slitnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)