Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Hvar er nú búsáhaldabyltingin (allir vita hvar Gylfi er)?
5.7.2010 | 14:10
Hvar eru þeir núna, æskan úr Vinstri grænum, hrópendurnir úr Samfylkingunni og aðrir þeir sem báru hag lýðræðisins sér fyrir brjósti? Við vitum að minnsta kosti hvar Gylfi Magnússon er. Hvar er búsáhaldabyltingin þegar vegið er að almenningi?
Getur verið að það skipti máli hver á heldur? Vilja menn ekki mótmæla norrænu velferðarstjórninni eða er einhver þöggun í gangi?
Hinir mættu alveg draga fram rykfallna potta og pönnur og slást í hóp eirra sem mótmæla tilraunum ríkisvaldsins til að hafa áhrif á dómsvaldið og reyna að breyta þegar uppkveðnum dómum þeim í vil sem brutu af sér.
Því miður er ég fastur úti á landi annars myndi ég slást í þennan ágæta hóp. Málstaðurinn er að minnsta kosti góður.
Lögreglumenn við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Forkastanleg vinnubrögð Landsbjargar
5.7.2010 | 00:17
Fréttin vekur hins vegar þá spurningu hvers vegna Landsbjörg sendir fréttatilkynningu í fjölmiðla þegar svo virðist sem mennirnir séu í engri hættu; þeir eru í símasambandi og í þokkabót eru þetta vanir fjallamenn. Eins og fréttin er skrifuð ættu ættingjar og vinir að þekkja mennina, einn Dana og einn Íslending á ferðalagi saman.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landsbjörg lætur vaða út fréttatilkynningu um útkall rétt í þann mund sem leitarflokkar eru að fara af stað. Svona vinnubrögð eru forkastanleg og ættu ekki að þekkjast. Þau bera vitni um mikla sjálfselsku og eigingirni. Björgunarsveitir eiga alls ekki að segja frá svona ferðum fyrr en þær eru afstaðnar.
Laust fyrir miðnætti bárust björgunarsveitinni þau skilaboð að mennirnir sæju til blárra blikkandi ljósa björgunarsveitarinnar í Þórsmörk.
Sé þetta rétt sem segir í fréttinni þá eru ferðamennirnir annað hvort komnir af Fimmvörðuhálsi eða þá að engin þoka er á Hálsinum. Líklegra þó að hið fyrrnefnda sé réttara.
Segja má að Fimmvörðuháls takmarkist að norðan af Bröttufannarfelli eða hugsanlega Heljarkambi. Ómögulegt er að segja að Hálsinn nái lengra. Í suðri takmarkast hann af Skógaheiði sem að öllum líkindum nær upp á hrygginn þar sem Fúkki stendur.
Tveir týndir á Fimmvörðuhálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Munurinn á þeim íslenska og franska
4.7.2010 | 14:18
Munurinn á íslenska Seðlabankastjóranum og Jean-Claude Trichet er að sá fyrrnefndi sér kreppu í hverri horni en sá síðarnefndi reynir að slá á ótta á nýrri efnahagskreppu.
Hvort skyldi nú vera vænlegra til árangurs? Fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankastjóri halda því fram að bankakerfið kunni að hrynja ef dómur Hæstaréttar um gengistryggingar verði látinn standa óbreyttur.
Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra héldu því fram fyrir ári að ef Icesave samningarnir væru ekki samþykktir af Alþingi myndi allt fara í kaldakol í efnahagsmálum þjóðarinnar. Síðan haf tveir Icesave samningar verið undirritaðir, enginn þó verið samþykktur af þinginu, og ráðherrarnir hreykja sér af góðum árangri í efnhagsmálum og bera fyrir sig að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi blásið kreppuna af hér á landi.
Þessir ráðherrar ásamt forstjórum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins finnt lítið mál þó 16.000 manns séu atvinnulausir á landinu. Þeim fannst ekkert tiltökumál þó almenningur væri látinn bera uppi bankakerfið með ótrúlegum verðtryggingum, gengis- og vísitöluhönnuðum.
Finnsti engum þetta vera undarlegt?
Óttast ekki nýja kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dómsmálaráðherra í slæmum félagsskap
3.7.2010 | 19:28
Hver er skoðun dómsmálaráðherrans á því er Seðlabanki og Fjármálaeftirlit hefur afskipti af dómsorði Hæstaréttar og túlkar það þannig að leiðrétta þurfi niðurstöðuna þeim í hag sem tapaði málinu?
Eflaust hefur lögræðingurinn Ragna Árnadóttir ákveðnar skoðanir á þessu. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að hún sé í slæmum félagsskap og megi ekki tjá sig gegn þessum afskiptum. Með þessu er fullyrði ég að hún sé á móti leiðréttingum á dómi Hæstaréttar.
Staðreyndin er sú að aðgerðir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits verður til þess að fjöldi fólks mun stefna fjármögnunarfyrirtækjum sem og þessum tveimur stofnunum af þeirri einföldu ástæðu að afleiðingin svokallaðra tilmæla þeirra verður lakari fyrir skuldara en hefði dómurinn verið látinn gilda.
Telur flýtimeðferð vel koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drykkjumenn „Shanghæaðir“ um borð
3.7.2010 | 18:48
Sem barn og unglingur átti ég mér nokkra drauma. Held að bræður mínir hafi komið þeim inn hjá mér með lævíslegum hætti. Ég ætlaði að vera í sveit og kynnast almennum sveitastörfum. Það gerði ég er ég var ellefu eða tólf ára. Var þá eitt sumar hjá Júlíus og Guðrúnu á Mosfelli við Svínavatn í Austur-Húnavatnssýslu.
Svo ætlaði ég að fara á sjó. Það var mér sagt að væri líka göfug atvinnugrein. Árið 1972 fékk ég skipsrúm hjá miklum sómamanni, Sverri Erlendssyni, skipstjóra á síðutogaranum Úranusi. Skipið var gert út af því merka útgerðarfyrirtæki Júpíter og Mars hf. Arnljótur Björnsson, mágur minn, lagði inn gott orð fyrir mig hjá fyrirtækinu. Hann var sonur Þórdísar Ófeigsdóttur, sem var systir Tryggva Ófeigssonar, forstjóra fyrirtækisins. Sverrir var að því er mig minnir uppeldissonur þeirra hjóna, Þórdísar og Björns Snæbjörnssonar, heildsala.
Fyrir sextán ára gamlan ungling var aldeilis makalaust að fara á sjó. Úranus hafði ekkert sérstaklega gott orð á sér. Erfitt var að manna hann á þessum árum og var stór hluti áhafnarinnar ákafir drykkjumenn.
Fyrsti túrinn byrjaði seint um kvöld. Við lögðum af stað, sigldum út úr Reykjavíkurhöfn, og svo gerðist hreinlega ekki neitt. Ég og aðrir nýliðar vorum steinhissa þegar seint um nóttina var siglt inn til Keflavíkur. Þar var lögreglubifreið á bryggjunni og í henni biðu nokkrir dauðadrukknir menn sem voru hreinlega Shanghæaðir um borð.
Svo var stímt á miðin, hvar sem þau voru. Þeir sem seinast komu um borð voru það sem flestir myndu hafa kallað róna. Þeir voru til einskis gagns fyrstu tvo til þrjá dagana. Loks tíndust þeir fram, einn af öðrum, og tóku til hendinni, hægt í fyrstu en svo æ öflugar.
Duglegir og ósérhlífnari menn en þessa róna hef ég ekki þekkt. Loks þegar rann almennilega af þeim voru þeir hamhleypur til allra verka og við ungir og frískir strákar áttum ekki roð við þeim.
Hei, hefurðu fengið að ríða, ha? áttu þeir til að segja. Og svo komu mergjaðar kvennafarssögur í bland við brennivín, slagmál og oftast kom löggan eitthvað við sögu.
Einu sinni var ég með tveim sömu helgina, sagði einn, og strauk yfirlætislega yfir hárið. Við unglingarnir sátum grænir við kvöldverðarborðið, hálfsjóveikir og slappir, og vorum ekkert nema augu og eyra. Þetta hföðum við áreiðanlega aldrei heyrt fyrr.
Hafiði aldrei farið í Þórskaffi? En Röðul? Þið eruð nú meiri aumingjarnir, fullyrtu fleiri en sögumaður.
Þetta var stórkostlegur tími. Þarna kynntist maður kjarna sjómannastéttarinnar, dugnaðar mönnum og einnig nokkrum ógæfusömum. Ég var samtímis á vakt með tveimur mönnum sem síðar áttu eftir að verða öðrum að bana. Þeir voru svona frekar aggresívir karekterar, ef svo má að orðið komast.
Nokkrum árum síðar var ég ráðinn í lögreglunna í Reykjavík, sem sumarmaður. Þá endurnýjuðust kynni mín við nokkra af þessum ágætum mönnum.
Heyrðu, sagði einn við mig, þegar ég leiddi hann úr lögreglubíl og inn að lyftunni við fangageymslurnar í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hef ég ekki séð þig einhvern tímann áður, ha?
Ég viðurkenndi það og sagði honum frá því hvernig okkar fundum hefði áður borið að.
Já, ég vissi það, sagði karlinn, og síðan kallaði hann mig alltaf vin sinn.
Björgvin Sigurjónsson heiðraður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kærum frekar lögregluna fyrir sóðaskap
3.7.2010 | 09:27
Engin ástæða er til að rannsaka þá sem stóðu að Top Gear þættinum. Engar skemmdir urðu á landi en við fengum ágæta auglýsingu út á þáttinn jafnvel þó hann væri uppfullur af bölvaðri vitleysu.
Ef eitthvað ætti að rannsaka þá væri það notkun lögreglu á svokölluðum lögregluborðum, þessum gulu borðum sem notaðir eru til að takmarka umferð fólks um vetvang glæpa og gos á Fimmvörðuhálsi. Enn má finna þá Hálsinum.
Löggan var nefnilega ansi hreint dugleg að loka þar svæðum með borðunum en gleymdi að taka þá til baka, rétt eins og unglingarnir sem skilja eftir rusl og plastpoka á útihátíðum.
Meðfylgjandi mynd er af einum rúmlega metrslöngum bút af lögregluborða föstum í hraunjaðri á Fimmvörðuhálsi. Kannski hafði hann fokið þangað.
Gæti verið að lögreglan hafi ætlað að stöðva hraunrennslið með borðanum?
Annar staðar sá ég langar bendur af borðum en nennti ekki að fara þangað til að taka mynd.
Því segi ég, látum rannsaka aðgerðir lögreglunnar á Fimmvörðuhálsi meðan á gosinu þar stóð og gefum í kjölfarið út ákæru á hendur valdstjórninni fyrir ósæmilega notkun á lögregluborðum og sóðaskap.
Svo má fastlega búast við því að að ríkisstjórnin breyti dómnum - hún er vön slíku núorðið.
Aðgerðir lögreglu á Hálsinum höfðu ekkert að segja en Top Gear liðið kemur þó enn að gagni.
Löggan skoðar Top-gear | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fílabeinsturninn er frekar eingangraður vinnustaður
2.7.2010 | 08:16
Hvernig er það með fílabeinsturninn, fylgist enginn þar með fjölmilum, berst ekkert hljóð þangað inn, heyrir enginn í almenningi, er hann gluggalaus, sjá Jóhanna, Steingrímur og Gylfi ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu?
Nýfallinn dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin hefur vakið von í brjóstum fólks. Viðbrögð stjórnvalda eru þannig að fólki blöskrar. Bent er á að væri um annars konar lögbrot að ræða væri dómsmálaráðherra búinn að taka til máls og segði án ef að öll undanbrögð væru ólíðandi.
Og nú heldur vinstri stjórnin því fram að dómurinn sé ekki fullnægjandi. Það vanti í hann réttlæti handa fjármögnunarfyrirtækjunum. Svo megi þau velja til hvaða ráða þau grípi vegna dómsins. Skyldi dæmdum útrásavíkingunum standa til boða sömu kostir?
Allt bendir til þess að fílabeinsturninn sé frekar einangraður vinnustaður. Skyldi vinnueftirlitið vita af þessu eða heilbrigðiseftirlitið. Eða fara þau líka eftir fyrirskipunum Seðlabanka og Fjármálaeftirlitis? Hjálpum fólkinu sem vinnur þar.
Í sjálfsvald sett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Friðrik Sophusson grípur hálmstrá vinstri stjórnarinnar
1.7.2010 | 13:47
Stjórnarformaður Íslandsbanka er gamall samherji minn í Sjálfstæðisflokknum, fyrrum ráðherra og varaformaður flokksins. Þetta er maðurinn sem ég kaus margsinnis, raunar í öllum prófkjörum og landsfundarkosningum.
Nú hefur Friðrik áreiðanlega setið á rökstólum með hinum bankaráðsmönnunum og sjálfsagt verið á fremsta hlunn kominn með að fara að dómi Hæstaréttar.
Eða hvað? Er bankaráði Íslandsbanka einfaldlega að fara að lögum eða grípur Frikki hálmstráið sem vinstri stjórnin í landinu fleygði til þeirra og dregur sig að landi?
Lögfræðingurinn Friðrik Sophusson sem og aðrir bankaráðsmenn vita það mætavel að dómur Hæstaréttar er endanlegur.
Íslandsbanki er nákvæmlega eins og hinir bankarnir, þessir einkaríkisreknu vinstristjórnarbankar. Markmið þeirra er fyrst og fremst að hafa fé af viðskiptavinum sínum og til þess eru öll ráð notuð. Þegar sú staða kemur upp að bankinn hefur brotið lög með gengistryggðum lánum er Hæstaréttardómurinn ekki nógu góður. Hann grípur til þess sama ráðs og ríkisstjórn vinstri manna í landinu, heldur því fram að óréttlætið sé í því fólgið að þeir sem eru með innlenda verðtryggingu njóti ekki þess sama og þeir sem Hæstiréttur dæmdi í hag. Að öðrum kosti hefði bankinn ekki gripið hálmstráið.
Dómur er Hæstaréttar er endanlegur. Eða halda menn að við fáum framhaldsdóm og framhaldsdóm eftir hann ef fjármálafyrirtækjunum líkar ekki niðurstaðan.
Í gamla daga sungu ungir Sjálfstæðismenn; Allir sófar dúa, allir sófar dúa, Frikki Soph dúar ei ...
Óskaplega veldur Friðrik manni miklum vonbrigðum og það því miður ekki í fyrsta sinn.Íslandsbanki fer að tilmælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru tónleikahús og fangelsi miklvægar framkvæmdir?
1.7.2010 | 11:20
Eflaust er nýtt fangelsi mikið þarfaþing nú á tímum þegar stinga þarf inn mörgum hrunhöfundum. Það er þó athyglisvert að ríkisstjórnin leggur áherslu á tvö stórverkefni, tónleikahús við Reykjavíkurhöfn og fangelsi.
Ríkisstjórni pælir ekki í endurbótum á þjóðvegum landsins, tvöföldun hringvegarins, breikkun einbreiðra brúa eða stækkun Hvalfjarðarganga.
Ríkissstjórnin pælir ekki heldur í aukinni verðmætasköpun fyrirtækja eða hvatningu til þeirra til að stækka. Ekki heldur að búa þannig um að fyrirtæki sjái sér hag í að fjölga starfsfólki.
Vonandi eiga kjósendur kost á því bráðlega að hafna þeirri hugmyndafræði sem vinstri stjórnin stendur fyrir, þ.e. að sauðirnir eru flegnir lifandi þegar ætlunin er að rýja þá.
Bygging nýs fangelsis boðin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Náttúruhamfarir ríkisstjórnarinnar eru verstar
1.7.2010 | 10:56
Ekki er að spyrja að máttarvöldunum. Fyrst kvikna eldar á Fimmvörðuhálsi, síðan puðrar Eyjafjallajöklull úr sér ösku allri heimsbyggðinni til óþurftar, þessu næst fýkur askan út um allar koppagrundir, af því að ekkert ringdi frá goslokum, og nú er sumarið að fara í vaskinn.
Maður getur þó látið huggast við þá bjargföstu staðreynd að öllum náttúruhamförum lýkur um síðir. Um það eru jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, stjórnfræðingar og ... ég sammála.
Verri eru náttúruhamfarir sem mennirnir hafa skapað. Bankarnir eru byggðir upp aftur, einstaklingsframtakið blómstrar á ný og almenningur tekur gleði sína.
Verstar eru náttúruhamfarir ríkisstjórnarinnar. Enginn veit hvenær þeim lýkur. Um það deila stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar, heimspekingar, almenningur og ég.
Ekkert er að; Hæstiréttur hefur rangt fyrir sér, skjaldborgin stendur fyrir sínu, atvinnuleysið er sáralítið, verðbólgan er vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, fasteignamarkaðurinn er í lagi, bankarnir eru einkaríkisvæddir, montkassinn við Reykjavíkurhöfn er arðbær, skattar eru lágir ...
Rigning og rok í kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |