Fílabeinsturninn er frekar eingangraður vinnustaður

Hvernig er það með fílabeinsturninn, fylgist enginn þar með fjölmilum, berst ekkert hljóð þangað inn, heyrir enginn í almenningi, er hann gluggalaus, sjá Jóhanna, Steingrímur og Gylfi ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu?

Nýfallinn dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin hefur vakið von í brjóstum fólks. Viðbrögð stjórnvalda eru þannig að fólki blöskrar. Bent er á að væri um annars konar lögbrot að ræða væri dómsmálaráðherra búinn að taka til máls og segði án ef að öll undanbrögð væru ólíðandi.

Og nú heldur vinstri stjórnin því fram að dómurinn sé ekki fullnægjandi. Það vanti í hann réttlæti handa fjármögnunarfyrirtækjunum.  Svo megi þau velja til hvaða ráða þau grípi vegna dómsins. Skyldi dæmdum útrásavíkingunum standa til boða sömu kostir?

Allt bendir til þess að fílabeinsturninn sé frekar einangraður vinnustaður. Skyldi vinnueftirlitið vita af þessu eða heilbrigðiseftirlitið. Eða fara þau líka eftir fyrirskipunum Seðlabanka og Fjármálaeftirlitis? Hjálpum fólkinu sem vinnur þar.

 


mbl.is Í sjálfsvald sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband