Náttúruhamfarir ríkisstjórnarinnar eru verstar

Ekki er að spyrja að máttarvöldunum. Fyrst kvikna eldar á Fimmvörðuhálsi, síðan puðrar Eyjafjallajöklull úr sér ösku allri heimsbyggðinni til óþurftar, þessu næst fýkur askan út um allar koppagrundir, af því að ekkert ringdi frá goslokum, og nú er sumarið að fara í vaskinn.

Maður getur þó látið huggast við þá bjargföstu staðreynd að öllum náttúruhamförum lýkur um síðir. Um það eru jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar, stjórnfræðingar og ... ég sammála.

Verri eru náttúruhamfarir sem mennirnir hafa skapað. Bankarnir eru byggðir upp aftur, einstaklingsframtakið blómstrar á ný og almenningur tekur gleði sína.

Verstar eru náttúruhamfarir ríkisstjórnarinnar. Enginn veit hvenær þeim lýkur. Um það deila stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar, heimspekingar, almenningur og ég.

Ekkert er að; Hæstiréttur hefur rangt fyrir sér, skjaldborgin stendur fyrir sínu, atvinnuleysið er sáralítið, verðbólgan er vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, fasteignamarkaðurinn er í lagi, bankarnir eru einkaríkisvæddir, montkassinn við Reykjavíkurhöfn er arðbær, skattar eru lágir ... 


mbl.is Rigning og rok í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband