Hvar er nú búsáhaldabyltingin (allir vita hvar Gylfi er)?

Hvar eru þeir núna, æskan úr Vinstri grænum, hrópendurnir úr Samfylkingunni og aðrir þeir sem báru hag lýðræðisins sér fyrir brjósti? Við vitum að minnsta kosti hvar Gylfi Magnússon er. Hvar er búsáhaldabyltingin þegar vegið er að almenningi?

Getur verið að það skipti máli hver á heldur? Vilja menn ekki mótmæla „norrænu velferðarstjórninni“ eða er einhver þöggun í gangi?

Hinir mættu alveg draga fram rykfallna potta og pönnur og slást í hóp eirra sem mótmæla tilraunum ríkisvaldsins til að hafa áhrif á dómsvaldið og reyna að breyta þegar uppkveðnum dómum þeim í vil sem brutu af sér.

Því miður er ég fastur úti á landi annars myndi ég slást í þennan ágæta hóp. Málstaðurinn er að minnsta kosti góður. 


mbl.is Lögreglumenn við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki félagsmaður í VG eða Samfó þannig að ég get ekki svarað fyrir þau, hinsvegar mætti ég sjálfur með slagverkið frá því í fyrra. Kom líka við fyrir utan Fjármálaeftirlitið á Suðurlandsbraut og var með hávaða þar í dálitla stund, þar voru engir aðrir mótmælendur, bara öryggisvörður bak við læstar dyr og leigubílstjórar sem voru að koma með skjalasendingar og sækja fólk. Einn þeirra hafði á orði að það þyrftu nú fleiri að mæta og láta í sér heyra.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2010 kl. 14:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Flest erum við á þessari skoðun, Guðmundur. Framtakið er bara meira hjá sumum. Stattu þig ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.7.2010 kl. 14:27

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Hvar er búsáhaldabyltingin þegar vegið er að almenningi?" spyr Sigurður.

Tókst þú þátt í henni og barðir potta á Austurvelli? Af hverju held ég að þú hafir ekki gert það?

Björn Birgisson, 5.7.2010 kl. 14:43

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Af hverju heldur þú það, Bjössi? Veistu kannski hvar ég bý? Lastu kannski bloggin mín frá þessum tíma? Eða ertu bara að giska/fiska?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.7.2010 kl. 15:07

5 Smámynd: Björn Birgisson

Auðvitað er ég að giska/fiska! En viltu svara spurningunni?

Björn Birgisson, 5.7.2010 kl. 15:35

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, alveg sjálfsagt. Bý úti á landi, 250 km til Reykjavíkur. Kom örfáum sinnum við á Austurvelli. Var ekki sammála öllu sem þar var gert. Skrifaði um sumt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.7.2010 kl. 15:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir svarið! Er farinn í golf!

Björn Birgisson, 5.7.2010 kl. 15:44

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gangi þér vel. Fer sjálfur kl. 17.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.7.2010 kl. 15:46

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælt veri fólkið. Mikið er ég ánægður með ykkur og samála við verðum að standa saman ég er einn af ykkur og mótmælin verða að koma ákveðnari inn núna vegna þess að það er verið að brjóta á okkur freklega og með valdi!

Guðmundur ég þekki þessa tilfinningu að mótmæla einn en stattu þig við komum!

Ég tek það fram að ég hef mætt á mótmæli oft en hefði átt að mæta í dag en það er of dýrt fyrir mig vegalengdin sem ég þarf að fara er um 550 km sem hefur ekki staðið fyrir mér nema nú á seinni tíma vegna þess að tekjurnar sem ég hef duga ekki fyrir framfærslu og reksturs á vélum!

Einnig á ég erfitt með að mótmæla fyrir utan seðlabankann vegna þess að þar hef ég unnið sem öryggisvörður og er því á hættusvæði gagnvart minni vinnu! En ég styð ykkur heilshugar.

Sigurður Haraldsson, 5.7.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband