Munurinn á þeim íslenska og franska

Munurinn á íslenska Seðlabankastjóranum og Jean-Claude Trichet er að sá fyrrnefndi sér kreppu í hverri horni en sá síðarnefndi reynir að slá á ótta á nýrri efnahagskreppu.

Hvort skyldi nú vera vænlegra til árangurs? Fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankastjóri halda því fram að bankakerfið kunni að hrynja ef dómur Hæstaréttar um gengistryggingar verði látinn standa óbreyttur.

Fjármálaráðherra, forsætisráðherra og viðskiptaráðherra héldu því fram fyrir ári að ef Icesave samningarnir væru ekki samþykktir af Alþingi myndi allt fara í kaldakol í efnahagsmálum þjóðarinnar. Síðan haf tveir Icesave samningar verið undirritaðir, enginn þó verið samþykktur af þinginu, og ráðherrarnir hreykja sér af góðum árangri í efnhagsmálum og bera fyrir sig að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi blásið kreppuna af hér á landi. 

Þessir ráðherrar ásamt forstjórum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins finnt lítið mál þó 16.000 manns séu atvinnulausir á landinu. Þeim fannst ekkert tiltökumál þó almenningur væri látinn bera uppi bankakerfið með ótrúlegum verðtryggingum, gengis- og vísitöluhönnuðum. 

Finnsti engum þetta vera undarlegt? 

 


mbl.is Óttast ekki nýja kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nafni það finnst mér en það sem meira er að kreppan er ekki skollin á í Evrópu ennþá, það sem er að plaga þjóðir er lausafjárkrísa og mismunun á því hver tekur til sýn peningana það hefur ekki verið lagað og því kemur kreppa á fullum þunga!

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 18:11

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér sýnist að hrifningin hérlendis mest ef dómsdagsspár eru framlagðar. Eitt jákvætt orð um framvindu mála gerir það að verkum að fjölmargir bloggarar ganga bókstaflega af göflunum.

Finnur Bárðarson, 4.7.2010 kl. 20:25

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Finnur jákvætt er gott en það þarf að vera eitthvað á bakvið það!

Sigurður Haraldsson, 4.7.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband