Skrýtinn „markaður“ ef fasteignaverð lækkar ekki
31.10.2008 | 14:02
Svo virðist sem fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytist afar lítið þrátt fyrir fækkun kaupsamninga. Húsnæðisverð lækkar ekki og maður veltir óhjákvæmilega fyrir sér hvort það sé betra að sitja uppi með dýra og óseljanlega húseign frekar en að lækka verðið.
Getur verið að það séu hagsmunasamtök fasteignasala sem kjafta upp verðið enda þeirra hagur að húsnæðisverðið sé sem hæst? Hvar er svo hin skeleggi formaður Félags Fasteignasala sem ætlaði í fyrra að vaða hreinlega í seðlabnakastjóra fyrir að spá 30% lækkun húsnæðisverðs á þremur árum og jafnvel berja hann. Agndofa sagðist hún vera og hún hafði komist að því að hvorki meira né minna en öll þjóðin væri líka agndofa. Og svo ljómaði hún öll af innblásinni reiði og hneykslan í fjölmörgum fréttatímum sjónvarpsins.
Ég hélt að það vissi á gott ef Félag fasteignasala væri orðið svona neytendavænt. Hins vegar heyrðist fátt frá félaginu þegar fasteignaverð hækkaði þremur árum þar á undan um nærri 100%. Og hver var innstæðan fyrir þessari hækkun. Nákvæmlega engin, en bankarnir höfðu á sama tíma uppgötvað að þeir áttu súpu af erlendu lánsfé sem þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við svo þeir ákváðu að endurlána til húsnæðiskaupa innanlands. Vextirnir voru líka svo ansi fínir, aðeins 4,25%. Fyrir vikið greip sturlun fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og allar fasteignir hækkuðu. Auðvitað tóku þeir sem gátu lán, endurfjármagnaði eignir sínar og brúkaði mismuninn í neyslu, keypti bíla og hjólhýsi, fór til útlanda og jafnvel voru sumir svo klárir að fjárfesta enn meir fyrir aurinn í bankahlutabréfum, peningabréfum og öllum fínu sjóðunum.
Ekki varaði Félag fasteignasala við þessari roslegu hækkun á fasteignaverði. Nei, félagið mátti ekki vera að því að hugsa um markaðinn, það var svo mikið að gera, mikið að selja. Svo þegar ró tók að færast yfir var Ingibjörg Þórðardóttir formaður FF spurð hvort að salan væri ekki að minnka. Nei, nei, sagði hún og hélt áfram að kjafta markaðinn upp rétt eins og forverar hennar höfðu iðkað svo áratugum skipti.
Fasteiganverðið mun lækka. Það er engin atlaga að sparifé landsmanna eins og málum er háttað. Auk þess mun lækkunin seint bitna á landsbyggðinni frekar en að hún hafi notið hækkunarinnar fyrir þremur árum. Þar með er tæpur þriðjungur þjóðarinnar ekki agndofa. Unga fólkið og þeir sem ætla að kaupa sér fasteignir í fyrsta sinn munu að minnsta kosti fagna ef fasteignaverðið lækkar. Líklegast er því helmingur þjóðarinnar bara feginn og ástandið verður eðlilegra hvað sem það svo þýðir á þessum síðustu og verstu tímum.
![]() |
Verulegur samdráttur í fasteignasölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara talað í Helsinki - ekkert annað
31.10.2008 | 11:43
Fréttir fjölmiðla hafa verið misvísandi. Fyrir fund Norðurlandaráðs var mikið talað um að forsætisráðherrar Norðurlanda ætluðu að funda um efnahagsástandið á Íslandi og mögulega aðstoð. Síðan leið og beið og þegar fundurinn var afstaðinn gerðist hins vegar ekki neitt.
Munum að engin þjóð vildi rétta Íslandi hjálparhönd fyrr en IMF hefði skoðað ástandið hér og samþykkt lán. Samkvæmt fréttum ætlar IMF að taka lánaumsókn Íslands fyrir á þriðjudaginn. Mér finnst ótrúlegt að verið sé að bíða eftir því. Hitt er miklu líklegra að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta efni í Helsinki og málið reki einfaldlega á reiðanum. Að öðrum kosti hefði utanríkisráðherra Noregs ekki verið að tjá sig um þessi mál.
Svo virðist sem Norðmenn skilji betur vanda Íslands. Sumir segja að það sé vegna þess að þeir eigi svo margt undir því að við göngum ekki inn í Evrópusambandið, það myndi vald meiriháttar pólitískum jarðhræringum í Noregi. Aðrir segja að Norðmenn vilji einfaldlega aðstoða Íslendinga vegna þess hve þjóðirnar tvær eru í raun nánar. Ef til vill er hin rétta ástæða einhvers staðar þar á milli.
Uppúr stendur að það er ekkert að gerast hjá hinum Norðurlöndunum og það er miður.
![]() |
Gagnrýnir hin Norðurlöndin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gamaldags og úrelt stofnun
30.10.2008 | 20:58
Sem betur fer vita fæstir hversu niðurlægjandi það er að vera á atvinnuleysisbótum. Rétt eins það sé ekki nóg að hafa ekki fundið sér vinnu við hæfi heldur þurfa stjórnvöld að snýta atvinnulausum, lítillækka þá og innprenta í þá tilfinningu að þeir séu annars flokks borgarar.
Nú ætlar Vinnumálastofnun að hliðra aðeins til, auðvelda skráningu atvinnulausra. Það gerir stofnuni ekki af tillitssemi við þann atvinnulausa heldur til að auðvelda rekstur stofnunarinnar.
Í áratugi hefurkerfið verið eins, fólk á að þurfa að koma og sækja einhvern stimpil á tilteknum degi, á tilteknum tíma. Bregðist það af einhverjum ástæðum, þá er sá vikuskammtur fyrir bí, nema því aðeins að viðkomandi komi með afsökun sem stofnunin tekur gilda. Fólk þarf svo að bíða í biðröð til að fá þennan algildandi stimpil. Þetta er einfaldlega gamaldags og úrelt stofnun.
Fólk er líka sent á námskeið sem sum hver eru illa skipulögð, gera lítið annað en að nudda þeim atvinnulausa uppúr þessu óþolandi ástandi rétt eins og það hafi ekki þegar áttað sig á því. fæstir þurfa á því að halda að einhverjir messi yfir því hluti sem flestir vita og praktísera.
Auðvitað er viðkvæðið hjá stofnuninni það að fyrirkomulagið sé til að hjálpa fólki, koma í veg fyrir svindl og svo framvegis.
Það hlýtur hins vegar að vera hægt að byggja betra fyrirkomulag sem skilar sé betur til þeirra sem lenda í þessari ógæfu. Langflestir vilja vinna, eiga möguleika á meiri tekjum heldur en þetta smáræði sem dugar ekki ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að atvinnulaus maður á kost á því að svelta ekki, en húsnæðið er farið, lánin komin í gjalddaga og allt í hönk. Hið eina sem Vinnumálstofnun dettur svo í hug er að auðvelda rekstur stofnunarinnar með því að opna fyrir rafræna UMSÓKN. Þvílík della.
![]() |
Rafræn umsókn um atvinnuleysisbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlilega stendur Sjálfstæðisflokkurinn höllum fæti
30.10.2008 | 19:01
Þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagsþrengingar sögunnar. Margir draga einhliða ályktanir af staðreyndum. Nefna m.a. þetta: Sjáflstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðustu sautján árin. Bankakerfið var einkavætt á þessum tíma með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar og Framsóknarflokks. Með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar gerði landið aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjálfstæðislokkurinn hefur verið í forystu þeirra sem vilja efla frjálsræði í atvinnulífinu. Eðlileg vilja menn tenga hrakfarirnar í efnahagslífinu áðurnefndum staðreyndum.
Það þarf þó mikið ímyndunarafl til svo kenna mætti Sjálfstæðisflokknum um hin alþjóðlegu bankakreppu sem skall á þjóðinni og olli þannig þeim hamförum sem hrjá okkur núna.
Vissulega hefði verið hægt að standa betur að málum og þess vegna er fólk óánægt og kallar nú Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar. Flokkurinn er hins vegar nægilega stór til að axla sína ábyrgð. Hún verður hins vegar að vera réttmæt.
Menn eiga þó eftir að sjá að ríkisstjórnin undir forystu Geris H. Haarde hefur tekið rétt á málunum. Það skilst líklegast ekki fyrr en síðar. Þá verður væntanlega komin niðurstaða í málaferlunum við Breta. Þá verður efnahagur landsins búinn að ná sér og þá verður ekki síst ljóst hverjir gerðu mistök og hver þau voru. Þá verður kominn tími á kosningar og þá munu skoðanakannanir eðlilega sýna allt aðra niðurstöðu einfaldlega vegna þess að fólk er ekki fífl, fólk hugsar og tekur afstöðu með rökum.
Þá munu þau 34% sem ekki tóku þátt í könnuninni leggja Sjálfstæðisflokknum lið vegna þess allir munu sjá að Sjáflstæðisflokknum verður ekki ekki kennt um hina alþjóðlegu kreppu né heldur verk þeirra sem áttu og stýrðu íslensku bönkunum.
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Notum sömu skilyrði og um hæfi dómara
30.10.2008 | 13:57
Ætli það sé ekki mikilvægast í þessu máli að farið sé eftir hæfi dómara.Hann er einfaldlega vanhæfur ef hann er skyldur málsaðila eða tengdur honum eða hefur starfað fyrir hann. Almennt geta verið uppi ástæður sem dregið geta í vafa óhlutdrægni þess sem starfar sem dómari.
Bæði Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilsson munu vera hinir mætustu menn og vammlausir. Þar af leiðandi er engin ástæða til að koma þeim í slíka klípu að einhverjir geti dregið hlutdrægni þeirra í ef og þar af leiðandi varpað rýrð á rannsókn þeirra á starfsemi viðskiptabankanna þriggja.
Ljóst er að fjöldi manna getur tekið að sér þetta verkefni aðrir en Valtýr og Bogi.
![]() |
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bull, vitleysa og póitískur hávaði í Skúla
29.10.2008 | 15:28
Þetta er nú meiri vitleysan hjá Skúla Thoroddsen. Eins og svo margir aðrir þá fellur hann í þá gryfju að reyna að persónugera þau áföll sem þjóðin hefur orðið fyrir.
Sú efnahagskreppa sem skekur nú heiminn er einfaldlega ekki íslenskum stjórnmálamönnum að kenna, hvorki stjórn né stjórnarandstöðu og síður en svo eigendum bankanna. Hins vegar má kenna stjórnmálamönnum um margt og enn meiri sök eiga eigendur bankanna. Kjósi Skúli að nefna til Sjálfstæðisflokkin þá er afar auðvelt að sýna sök hjá hinum flokkunum. Þannig verður efnahagsvandinn þó aldrei leystur
Skúli er kannski einn af þessum gamaldags vinstrimönnum sem telur að frelsið sé frekar til óþurftar en hitt. Slíkir hafa alltaf lagst gegn því sem horfir í frelsisátt. Ef þeir hefðu fengið að ráða væri mjólkin enn seld í mjólkurbúðum, stjórnmálamenn úthlutuðu fjármagni eftir eigin geðþótta, almenningur væri bundinn átthagafjötrum, vöruúrval í verslunum væri bundið við innlenda framleiðslu, hömlur væru lagðar á ferðalög til útlanda og svo framvegis. Yfirleitt hafa menn á borð við Skúla lagst gegn því sem til framfara hefur horft hér á landi. Það kemur því ekki á óvart að hann skuli kasta auri í þá sem hann hefur alla tíð talið vera sína pólitíska andstæðinga.
Hins vegar getum við ósköp rólega gert upp málin. Kannað hvort einhver hafi gerst sekur um lögbrot. Það er allt annað mál. Við getum breytt ýmsu í næstu alþingiskosningum og raunar líka í prófkjörum fyrir þær. Það er það besta vopn sem við, almenningur eigum. Þannig vopn mun ég taka mér í hendur þegar sá tími kemur.
Upphlaup og pólitískur hávaði eins og Skúli Thoroddsen gerist nú sekur um mun engu skila. Þjóðin er ekki í gíslingu Sjálfstæðisflokksins. Hann gleymir því að þjóðin kýs og í síðustu kosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega þriðjung atkvæða. Hann ætti þó að hafa umboð hvað svo sem gerist næst þegar kosið er.
![]() |
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einskis verður pópulismi
28.10.2008 | 20:24
Hvað skyldu margir styðja útvarpsstjóra? En veðurstofustjóra, orkumálastjóra, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, forstjóra Byggðastofnunar, bankastjóra Nýja Glitnis, forstjóra Tryggingastofnunar eða fangelsismálastjóra?
Það er auðvitað út í hött að búa til skoðanakannanir um einstaka embættismenn. Það gera varla aðrir fjölmiðlar en þeir sem eiga undir högg að sækja og gera hvað sem er til að fá pínulítið áhorf.
Næst skoðar Stöð 2 hvort ekki sé tímabært að Björgúlfur Thor Björgúlfsson afsali sér íslenskum ríkisborgarrétti. Þá er ekki úr vegi að kanna hvort Jón Ásgeir Jóhannesson eigi ekki að selja allar eignir sínar og afhenda ríkinu.
Nei, svona populismi skilar engu. Væri ekki ráð að fréttastofa Stöðvar 2 legði frekar fé í fleiri Kompásþætti. Þar virðast þeir vera að gera góða hluti.
![]() |
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Við eigum lítið sökótt við Breta
28.10.2008 | 15:06
Við Íslendingar eigum lítið sökótt við Breta en hins vegar eigum við óuppgerðar sakir við bresk stjórnvöld. Á þessu tvennu þurfum við að gera skýran greinamun.
Kapítalisminn er ekki dauðari en það að kröfur neytenda í Bretlandi ná út fyrir hina meintu gröf. Jafnvel bresk stjórnvöld verða að viðurkenna að fyrir fiskinn þarf að borga. Þannig mun leysast úr hluta bankavandans en það mun hugsanlega taka tíma.
Aðalatriðið er að sýna Bretum virðingu, það eiga þeir skilið. Hins vegar skulum við berja á Brown og liði hans eins og við getum mögulega getum.
![]() |
Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hækkun stýrivaxta krafa IMF
28.10.2008 | 10:38
Mikil pressa hefur verið á Seðlabankann að lækka stýrivexti. Fjölmargir málsmetandi menn hafa gagnrýnt Seðlabankann harkalega og fullyrt að of háir stýrivextir væru gangslausir. Bent var á að bankarnir hefðu ekki þurft á innlendu lánsfjármagni að halda heldur átt auðvelt með að fá lán erlendis. Þar af leiðandi dyggðu hinir háu stýrvexti ekki og þar af leiðandi væri neyslan taumlaus.
Eftir að bankarnir féllu urðu menn jafnvel enn háværari og loks lét Seðlabankinn undan. Það sem er nú skýtilegast var að ekki virðst allir hafa verið sammála. aðrir, ekki síður málsmetandi menn, fullyrtu að í þessu kreppuástandi væri mikið óráð að lækka vextina þar sem miklu máli skipti að auka sparnað. Nú væru allir bankarni háðir stýrivöxtunum og lægri vextir myndu einfaldleg stuðla að aukinni verðbólgu. Hugsanlega hefur spádómurinn ræst, nú virðist verðbólgan vera 15,9% miðað við heilt ár.
Síðan heyrist það í fulltrúum IMF um daginn að nauðsynlegt sé að viðhalda háum stýrivöxtum svo verðbólgan færi nú ekki úr böndunum. Þar af leiðandi má leiða líkum að því að hækkun stýrivaxtanna sé eitt af þeim skilyrðum sem IMF hefur sett og Seðlabankinn telji það skynsanlegt að ganga frá þeim strax, þ.e. áður en stjórn IMF tekur ákvörðun um stóra lánið.
![]() |
Harkalega skipt um gír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnuleysi er sóun á verðmætum
24.10.2008 | 16:43
Þetta ætti að slá á allar kjaftasögurnar um óaðgengilegu skilyrði IMF. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra fullyrða að skilyrðin séu aðgengileg, ekkert ósvipuð þeim sem við hefðum sjálf sett okkur hefði ekki notið utanaðkomandi aðstoðar.
Mestu skiptir núna að koma fjármálakerfi þjóðarinnar í samt lag. Um leið þarf að gæta að öðrum málum. Atvinnuleysi er það versta sem fyrir fólk getur komið, það er niðurdrepandi og mannskemmandi auk þess að vera sóun á menntun og þekkingu, þar af leiðandi verðmætum.
Svo þarf líklega að skoða Evruna og inngöngu í Evrópusambandið. Ég hef hingað til verið ákaflega mikið á móti en tek mark á mörgum góðum mönnum sem hafa með rökum haldið því fram að krónan muni ekki gagnast okkur í hörðum heimi. Sem sagt ég er tvístígandi. Held áfram að leita ráða hjá þeim sem gleggst til þekkja.
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þorskar á þurru landi
23.10.2008 | 17:26
Þorskstofninn hefur ekkert aukist enda stendur hann hvorki í beinu né öfugu hlutfalli við efnahagsvanda þjóðarinnar.
Kröfur sem nú eru uppi um aukinn kvóta til þess að þorskinum fjölgi helst á þurru landi.
![]() |
Aukinn þorskkvóti ekki útilokaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gætum að mannréttindum
23.10.2008 | 14:57
Svona vinnur alþingi götunnar. Lýðurinn heimtar blóð. Ótrúlegt að menn gleymi að hver og einn einstaklingur á margvíslegan rétt sem tryggður í lögum. Það er einfaldlega ekki nóg að orga og stappa niður fótunum eins og fjölmargir bloggarar gera í athugasemdum sínum við þessa frétt. Almennum mannréttindum verður ekki breytt vegna þess eins að sumir eigi meiri pening en aðrir eða þeir hafi auðgast í bönkum
Menn þurfa ekki að vera löglærðir til að gera sér grein fyrir því að eignir manna má ekki taka af þeim nema að gengnum dómi, og sá dómur verður eðlilega að eiga sér stoð í lögum.
Hvernig á svo alþingismaður að bregaðst við spurningum fréttamanns um kyrrsetningu á eignum auðmanna. Lýðskrumarinn myndi umsvifalaust heimta neyðarlög um málið og helst að viðkomandi verði hengdur upp í næsta ljósastaur. Birgir gerir rétt í því að taka ekki djúpt í arinni í svari sínu.
Birgir Ármannsson ber eins og aðrir alþingismenn ábyrgð á stöðu mál í íslenskum efnahag, hann á auk þess hlut að ríkisstjórnarsamstarfinu. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er mikil. Það breytir samt á engan máta aðstæðum. Við verðum að fara eftir lögum og lögin verða að vera sanngjörn og þau eiga að taka eins á öllum. Allt annað er óréttlæti.
![]() |
Vill ekki frysta eignir auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pressa líka á Gordon Brown ...
22.10.2008 | 17:11
Um daginn var Steingrímur að kvarta um að hann fengi ekki að vera með í viðreisn stjórnarflokkanna. Auðvitað er það sárt að vera skilinn útundan. Einn og óstuddum tókst honum að snúa Norðmönnum til liðs við okkur:
Hann segir skrif hans í Aftenposten á dögunum hafa sett pressu á að Norðmenn tæki frumkvæði í því að bjóða fram aðstoð sína með þessum hætti.
Gæti hann ekki sett líka sett pressu á fjandvin okkar Gordon Brown, vísað honum veginn eins og Norðmönnum. Skítt að við fengum ekki sætið í Öryggisráðinu. Sigfússon hefði verið tilvalinn í það og þr hefði hann sett pressu á alla vondu kallana í heiminum.
![]() |
Eins mikið samflot með Norðmönnum og hægt er |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Látum ekki stjórnast af reiði og heift
22.10.2008 | 11:42
Ótal dæmi finnast um hreinsanir og sem áttu sér stað í reiði. Slík tiltekt" er síst til eftirbreytni. Hún byggist á því að allir, sem hópnum dettur í hug að saka um misferli og mistök, séu sekir og verði að sanna sakleysi sitt. Þannig virkar dómstóll götunnar.
Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í pistli sínum í Mogganum í morgun. Hún fjallar um æsing fólks út í Davíð Oddsson, þetta fólk sem er sálarlega þjakað af tilvist mannsins og nær ekki svefni vegna hans. Og Kolbrún varar mjög ákveðið við því að menn láti reiðina stjórna umræðunni:
Umræðan um mistök einstakra manna er einmitt á þessum nótum. Það er einfaldlega lítið vit í henni af því að þeir sem standa fyrir henni láta stjórnast af reiði og heift. Þeir byrja bara einhvers staðar og halda svo áfram að draga sökudólga upp á svið og í hamaganginum hafa þeir síst áhyggjur af því þótt einhverjir saklausir verði ranglega dæmdir sekir.
Þetta er skynsamlega skrifað og á auðvitað við í fleiri tilvikum en þessu. Aðalatriðið er að við látum stjórnast af viti en ekki reiði, skiptir engu hvað um er að ræða og hver sem í hlut á. Vissulega má maður vera reiður, bálreiður yfir því hvernig komið er í efnahagsmálum þjóðarinnar en æsingurinn má aldrei bera skynsemina ofurliði. Þá er ansi skammt í aðstæður sem þekktar eru í sögunni; nornaveiðarn, gyðingaofsóknir, rasisma ...
Leitað til fleiri aðila en Seðlabankans?
22.10.2008 | 08:36
Vantar ekki í þessa frétt að ríkisstjórnin hafi leitað álits frá fleirum en Seðlabankanum um lán frá IMF? Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandinu og fleiri hagsmunaaðilum? Er þetta ekki sá breiði grundvöllur sem ríkisstjórnin vinnur á við lausn fjármagnskreppunnar?
Í ríkisstjórninni eiga sæti tveir flokkar. Annar er ekkert sérlega kátur með stjórn Seðlabankans en hefur látið kyrrt liggja, að minnsta kosti opinberlega. Myndu menn ekki telja það undarlegt að sá flokkur myndi sætta sig við að Davíð hefði neitunarvald í þessu máli? Nei, hér er ekki um það að ræða að Seðlabankinn sé neitt annað en umsagnaraðili, hugsanlega ásamt fleirum. Fjölmargir sofa illa vegna Davíðs og nota því hvert tækifæri til að persónugera í honum allt sem viðkemur Seðlabankanum rétt eins og sést á ótal bloggfærslum um þessa frétt.
![]() |
Sátt um IMF-lán í Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Knýjandi þörf á nýju nafni á bankann
22.10.2008 | 00:07
Eitt af þeim fyrstu málum sem nýjir stjórnendur Kaupþings þurfa að huga að er að skipta um nafn á fyrirtækinu. Bankinn er eins og aðrir íslenskir bankar með afar slæmt orðspor. Landsbankinn er á breskum lista yfir hryðjuverkasamtök og ekki þarf mikið hugarflug til að ímynda sér að hið sama gildi um aðra banka.
Eflaust kunna ýmsir að segja að nafnið hljóti að vera gott og vissulega er ýmislegt til í því. Sama má líklega segja um hakakrossinn, hann hefur dugað fyrir Eimskipafélagið en einhvern veginn held ég að hann hafi nú frekar fælt frá þó svo að fyrri stjórnendur félagsins hafi haft hina fornu merkingu Þórshamarsins í huga.
Fleira þurfa hinir hinir stjórnendur hinna nýju banka að hafa í huga en varla er efst í huga þeirra markaðssókn, miklu frekar að halda í horfinu eins ef það er mögulega hægt. Menn mega þó ekki vanrækja að gera skýr og greinagóð skil á milli þess sem var og þess sem er og verður. Þess vegna er knýjandi þörf á nafnbreytingu.
![]() |
Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frelsið og við handhafar þess
19.10.2008 | 23:47
Ég hef vissulega ákveðnar skoðanir í þjóðfélagsmálum. Finnst þær vera frekar hógværar, tel mig geta hlustað á andstæð rök og oftar en ekki verð ég að breyta um skoðun.
Allt orkar tvímælis þá gert er. Tökum dæmi:
- Til að ég geti eldað mat þá þarf ég meðal annars hníf. Hníf er hægt að misnota, notkun hans getur verið banvæn.
- Þegar skyggja fer kveiki ég á kertum. Eldur er hættulegur, hann getur eyðilagt eigur manna og valdið dauða.
- Mér finnst nauðsynlegt að eiga bíl. Bíll er hættulegt tæki eins og dæmin sanna.
Náttúran er undarlega, í henni finnst hvergi hvítur eða svartur litur, ekki heldur bein lína eða spegilsléttur vantsflötur. Sama má segja með okkur mennina, enginn skrifar nafn sitt ávallt eins, gengasamsetning fólks er mismundandi. Þarfir fólks eru ólíkar, þarfir eru sjaldan hinar sömu í dag og þær voru í gær.
Jú allt er breytingum undirorpið. Við lögleiðum frelsi á sem flestum sviðum. Hægt er að misnota frelsið, það sem einum er frelsi er öðrum helsi. Tökum dæmi:
- Aðkoma bankana að íbúðalánum hækkaði fasteignaverð. Þúsundir endurfjármögnuðu íbúðalán sín og notuðu stóran hluta lánanna í einkaneyslu, keypti hlutabréf eða fasteignir.
- Við einkavæddum bankana. Það er ekki ástæðan fyrir því að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er eins og það er.
- Ég get valið. Ég keypti bíl með myntkörfuláni. Sú staðreynd að ég vil eiga bíl er ekki ástæðan fyrir því að lánið hefur hækkað.
- Þúsundir fólks endurfjármögnuðu íbúðarkaup sín, notuðu mismuninn til að koma sér betur fyrir, auka neyslu sína eða eitthvað allt annað.
Við verður að greina á milli orsaka og afleiðinga. Við getum ekki bæðu sleppt og haldið. Hversu langt eigum við að ganga í því að takmarka frelsið. Banna eða leyfa með takmörkunum?
- Bílaumferð?
- Skæri?
- Einkaverslun?
- Innflutning?
- Fólksflutning milli landshluta?
- Ferðalög til útlanda?
Við sem kvörtum nú og kveinum undan ástandinu þurfum að gera okkur grein fyrir því hvort staða mála hafi verið svo vond að við þurfum að afsala okkur því frelsi sem allar vestrænar þjóðir hafa tileinkað sér. Við þurfum að átta okkur á því að þegar upp er staðið þá er hjarðeðlið talsvert ríkjandi þáttur í tilverunni. Jafnframt þurfum við að skilja að ávallt verður einhver hundraðshluti fólks sem fer aðrar leiðir, hlunnfer aðra, stelur og svíkur. Svo gerast óhöppin. Þeir eru nefnilega líka til sem lifa lífi sínu á grandvaran hátt en verða af einhverjum ástæðum til þess að einhver skaðast. Augnabliks óaðgæsla í umferðinni veldur eignatjóni, slysi eða jafnvel dauða. Einbreið brú getur verið stórhættuleg en það er ekki þar með sagt að sá sem hannaði hana hafi haft eitthvað illt í hyggju. Við getum ekki gagnrýnt brúarhönnuðinn fyrir að lifa í vellystingum meðan óheppinn vegfarandi berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu. Sama er með húseigandann sem gætti þess ekki að bera salt á stéttina fyrir framan húsið sitt eða verslunareigandann sem seldi mér kjúklinginn með salmonellunni.
Grundvallarspurningin er þessi: Var vitlaust gefið eða spiluðum við rangt úr því sem við fengum? Með öðrum orðum er FRELSIÐ skaðvaldurinn eða við sem misnotuðum það. Hnífurinn er vissulega morðvopnið, bíllinn olli eignatjóni og svo framvegis. Veldur sá er á heldur.
Gætum að því sem við segjum og gerum. Ég er til dæmis á þeirri skoðun að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi viljað þjóð sinni vel, en það var ekki þeim að kenna að ástand heimsmála er með þeim hætti sem núlifandi kynslóðir þekkja ekki af eigin raun. Kennum þeim ekki alfarið um stöðu mála þó vissulega megi þeir líta í eigin barm eins og við hin.
En fyrir alla muni ekki kenna mér um þó göt séu á röksemdafærslu minni. Lesandinn hlýtur að skilja hvað ég á við. Og honum til upplýsingar þá tapaði ég engu vegna þjóðnýtingar bankanna. Ég er bara ósköp venjulegur meðaljón - með ákveðnar skoðanir í þjóðmálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2008 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á pilsfaldi spákonunnar
19.10.2008 | 01:14
Haustið er komið, því verður víst ekki á móti mælt. Treglega verð ég að viðurkenna það. Jörð var nefnilega grá er ég gekk út í morgun og upp með hlíðum Spákonufells, um pislfald spákonunnar, ef svo má segja. Snjórinn var þó ekki mikill, eiginlega ekkert nema ... grámi. Oft veit snjór á haust, jafnvel veturkomu.
Dagurinn var fallegur. Gola af norðaustan og inn í Húnaflóa sigldu af og til éljaklakkar. Þeir komu fyrir Skaga og liðu yfir miðjan Flóann og kannski inn í Hrútafjörð eða yfir á Strandir. Dularfullir skýjabakkar sem sigldu móti skammdegissól, svo hægt að varla mátti greina. Skagafjöllin voru greinilega fyrirstaða fyrir vindinn og hann þurfti að krækja framhjá þeim. Samt sáldraðist mjöllin stundum niður hlémegin við Spákonufell þar sem ég kjagaði uppávið.
Skýjafarið lék sér með sólargeislanna. Stundum var skjannabjart á efri hluta fjallsins, Spákonufellsborgina, og þess á milli var sem hún nær myrkvaðist.
Ég gekk ekki alla leiðina upp. Nennti því ekki í þetta sinn. Lék mér að því að taka myndir og njóta kuldans. Já, það er stundum alvega einstaklega gott að vera úti í frosti. Engum verður meint af því, aðal atriðið er að klæða sig vel og hreyfa sig. Ég tók myndir, þóttist taka góðar myndir, en þær er ekki eins góðar og ég hélt, bara svona miðlungs.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðinn forstjóri með „rangar“ stjórnmálaskoðanir
17.10.2008 | 11:49
Fólk þarf að hugsa málin áður en það sest niður og skrifar. Annars er hætt við að hlutirnir misskiljist illilega. Einn bloggarinn setur út það á ráðningu forstjóra Sjúkratryggingastofnunar að sá sem ráðinn var sé ekki með rétta pólitíska skoðun.
Hversu stutt er ekki í öfgarnar? Hvernig eigum við aðgeta haldið uppi heilbrigðu þjóðfélagi ef útiloka á menn frá opinberum stöðum hafi þeir óæskilegar skoðanir.
Í nær tíu ár hefur Steingrímur Ari Arason verið framkvæmdastjóri LÍN og staðið sig þar afar vel. Þeir sem til þekkja vita að þar fer vammlaus maður sem tekur starf sitt alvarlega - er um of nákvæmur að margra mati. Steingrímur var vissulega í Vöku í Háskólanum á námsárum sínum, hann hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins en hvort hann sé frjálshyggjumaður veit ég ekki. Skipta þessar staðreyndir einhverju máli við ráðningu hans.
Annar maður er Friðrik Þór Guðmundsson. Hann lætur sér sæma að draga þá ályktun að með ráðningu Steingríms Ara geti ekker annað blasað við en aukin frjálshyggjuvæðing velferðarþjónustunnar. Með öðrum orðum sagt, Steingrímur Ari sé þátttakandi í einhverju samsæri. Friðrik er greinilega fastur í einhverri óskiljanlegri samsæriskenningu.
Út af fyrir sig er í lagi að menn stundi steypuvinnu eins og Friðrik virðist gera. Hins vegar finnst mér það mjög alvarlegt mál ef hann telur að ekki megi ráða mann í starf vegna stjórnmálaskoðana hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tek ofan fyrir forsætisráðherra
15.10.2008 | 20:07
Fengi lýðurinn sínu fram þá yrðu fjöldi manna hengdir í hæsta gálga, kannski ekki bókstaflega heldur er mannorðið rifið af viðkomandi. Sem betur fer ætla stjórnvöld að standa öðru vísi að málum. Af yfirvegun og skynsemi verður farið ofan í málin og niðurstaða fengin.
Já, já, segir lýðurinn, kvartandi yfir því að fá ekki að sjá blóðið renna. Þá verður enginn hengdur. Samtryggingakerfið sér fyrir því.
Gott og blessa,ð segi ég. Það er betra að fara rólega í málin, forðast réttarmorð.
Ríkisstjórnin ætlar að halda rétt á spilunum í þetta sinn og það er óhætt að taka ofan fyrir forsætisráðherra og raunar líka viðskiptaráðherra.
![]() |
Ekki persónugera viðfangsefnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |