Notum sömu skilyrði og um hæfi dómara

Ætli það sé ekki mikilvægast í þessu máli að farið sé eftir hæfi dómara.Hann er einfaldlega vanhæfur ef hann er skyldur málsaðila eða tengdur honum eða hefur starfað fyrir hann. Almennt geta verið uppi ástæður sem dregið geta í vafa óhlutdrægni þess sem starfar sem dómari.

Bæði Valtýr Sigurðsson og Bogi Nilsson munu vera hinir mætustu menn og vammlausir. Þar af leiðandi er engin ástæða til að koma þeim í slíka klípu að einhverjir geti dregið hlutdrægni þeirra í ef og þar af leiðandi varpað rýrð á rannsókn þeirra á starfsemi viðskiptabankanna þriggja.

Ljóst er að fjöldi manna getur tekið að sér þetta verkefni aðrir en Valtýr og Bogi.


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband