Látum ekki stjórnast af reiði og heift

Ótal dæmi finnast um hreinsanir og sem áttu sér stað í reiði. Slík „tiltekt" er síst til eftirbreytni. Hún byggist á því að allir, sem hópnum dettur í hug að saka um misferli og mistök, séu sekir og verði að sanna sakleysi sitt. Þannig virkar dómstóll götunnar. 

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í pistli sínum í Mogganum í morgun. Hún fjallar um æsing fólks út í Davíð Oddsson, þetta fólk sem er sálarlega þjakað af tilvist mannsins og nær ekki svefni vegna hans. Og Kolbrún varar mjög ákveðið við því að menn láti reiðina stjórna umræðunni:

Umræðan um mistök einstakra manna er einmitt á þessum nótum. Það er einfaldlega lítið vit í henni af því að þeir sem standa fyrir henni láta stjórnast af reiði og heift. Þeir byrja bara einhvers staðar og halda svo áfram að draga sökudólga upp á svið og í hamaganginum hafa þeir síst áhyggjur af því þótt einhverjir saklausir verði ranglega dæmdir sekir.

Þetta er skynsamlega skrifað og á auðvitað við í fleiri tilvikum en þessu. Aðalatriðið er að við látum stjórnast af viti en ekki reiði, skiptir engu hvað um er að ræða og hver sem í hlut á. Vissulega má maður vera reiður, bálreiður yfir því hvernig komið er í efnahagsmálum þjóðarinnar en æsingurinn má aldrei bera skynsemina ofurliði. Þá er ansi skammt í aðstæður sem þekktar eru í sögunni; nornaveiðarn, gyðingaofsóknir, rasisma ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband