Atvinnuleysi er sóun á verðmætum

Þetta ætti að slá á allar kjaftasögurnar um óaðgengilegu skilyrði IMF. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra fullyrða að skilyrðin séu aðgengileg, ekkert ósvipuð þeim sem við hefðum sjálf sett okkur hefði ekki notið utanaðkomandi aðstoðar.

Mestu skiptir núna að koma fjármálakerfi þjóðarinnar í samt lag. Um leið þarf að gæta að öðrum málum. Atvinnuleysi er það versta sem fyrir fólk getur komið, það er niðurdrepandi og mannskemmandi auk þess að vera sóun á menntun og þekkingu, þar af leiðandi verðmætum.

Svo þarf líklega að skoða Evruna og inngöngu í Evrópusambandið. Ég hef hingað til verið ákaflega mikið á móti en tek mark á mörgum góðum mönnum sem hafa með rökum haldið því fram að krónan muni ekki gagnast okkur í hörðum heimi. Sem sagt ég er tvístígandi. Held áfram að leita ráða hjá þeim sem gleggst til þekkja.


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband