Bara talað í Helsinki - ekkert annað

Fréttir fjölmiðla hafa verið misvísandi. Fyrir fund Norðurlandaráðs var mikið talað um að forsætisráðherrar Norðurlanda ætluðu að funda um efnahagsástandið á Íslandi og mögulega aðstoð. Síðan leið og beið og þegar fundurinn var afstaðinn gerðist hins vegar ekki neitt.

Munum að engin þjóð vildi rétta Íslandi hjálparhönd fyrr en IMF hefði skoðað ástandið hér og samþykkt lán. Samkvæmt fréttum ætlar IMF að taka lánaumsókn Íslands fyrir á þriðjudaginn. Mér finnst ótrúlegt að verið sé að bíða eftir því. Hitt er miklu líklegra að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta efni í Helsinki og málið reki einfaldlega á reiðanum. Að öðrum kosti hefði utanríkisráðherra Noregs ekki verið að tjá sig um þessi mál.

Svo virðist sem Norðmenn skilji betur vanda Íslands. Sumir segja að það sé vegna þess að þeir eigi svo margt undir því að við göngum ekki inn í Evrópusambandið, það myndi vald meiriháttar pólitískum jarðhræringum í Noregi. Aðrir segja að Norðmenn vilji einfaldlega aðstoða Íslendinga vegna þess hve þjóðirnar tvær eru í raun nánar. Ef til vill er hin rétta ástæða einhvers staðar þar á milli.

Uppúr stendur að það er ekkert að gerast hjá hinum Norðurlöndunum og það er miður.


mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband