Tíglar á Mars og móberg í Vífilsfelli
6.5.2012 | 18:34
Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, birtir á bloggi sínu í dag þessa mynd frá Mars. Þar má sjá hraun eða eitthvað annað alsett tíglum. Hann segir:
En það er fleira merkilegt á myndinni frá Mars. Eitt eru bólur á yfirborði, sem gætu verið gasbólur í hrauni, og hitt atriðið eru tíglarnir, sem einkenna allt yfirborðið. Þeir minna óneitanlega á það mynstur sem verður til á yfirborði vegns stuðlabergsmyndunar í hrauni.
Um leið og ég sá þessa mynd datt mér auðvitað í hug móberg skammt sunnan við tind Vífilsfells. Þar virðist móbergið hafa sprungið í tígla eða ferhyrninga af einhverjum ástæðum.
Engar gasbólur eru eðlilega í því heldur þúsundir skessukatla, líklega frá þeim tíma er jökull lá yfir og vatn rann um og slípaði móbergið til.

Mér fannst sláandi líkindi með þessum marstíglum og Vífilfellstíglunum. Ástæðan er kannski sú að um helgina hef ég dálítið gengið um svæðið mér til heilsubótar og hressingar eins og sagt er.
Takið eftir samræminu milli þessara tígla á efri myndinni og þeirra á neðri, sem þó líkjast meira púðum. Með þokkalegu ímyndunarafli gæti maður haldið að þetta væri af sama fyrirbrigðinu.
Þriða myndin er af skessukötlunum. Þeir myndast þegar straumvatn rennur um klappir og lítill eða stór steinn festist og snýst í holu og stækkar hana smám saman og dýpkar. Svona skessukatlar eru út um allt á þessu svæði, rétt eins og móbergið væri úr tómum osti.

Það merkilegast er að skessukatlar verða yfirleitt til í nokkurn vegin láréttu bergi, ef ekki sést á lögun þeirra hvernig bergið hefur legið.
Hérna eru hins vegar skessukatlarnir beint inn í berg sem getur verið lóðrétt. Kannski bendir það til þess að það hafi hreyfst verulega til síðan þeir mynduðust. Í það minnsta er lítið um rennandi vatn á þessum slóðum og því ekkert sem heldur áfram myndun þeirra.
Svo er ekki úr vegi fyrir lesendur að smella á myndirnar og stækka þær.
Má leigja Kínverjanum kvóta til 90 ára?
6.5.2012 | 10:47
Ríkisstjórn vinstri manna á Íslandi er full þversagna og handarbaksvinnubragaða. Nú ætlar hún að samþykkja leigu útlendings á íslensku á landi til fjörtíu ára. Í þessu sambandi er ekkert talað um auðlindagjald, nóg er þó af slíku tala við leigu á kvóta sem ríkisstjórnin vill leigja til tuttugu ára.
Ísland hefur frá 1949 verið í NATO. Allan þann tíma hafa öfgasinnaðir vinstri menn (dálítið gaman að brúka svona frasa) sungið Ísland úr NATO, herinn burt og um leið haldið litríkar skemmtanir og göngur fyrir málstaðinn. Þá hefur ósjaldan verið vitnað til Einars Þverærings og orða hans þegar Noregskonungur vildi fá hluta af landinu og þá kom mönum í hug að gefa honum Grímsey. Flutti hann ræðu merka og í henni eru þessi orð samkvæmt Heimskringlu:
En um Grimsey er þat at ræða, ef þaðan er engi hlutr flutr, sá er til matfanga er, þá má þar fæða her manns, ok ef þar er útlendr herr, ok fari þeir með langskipum þaðan, þá ætla ek mörgum kotbúöndunum muni þykkja verða þröngt fyrir durum.
Ok þegar er Einar hafði þetta mælt ok innt allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, at þetta skyldi eigi fást. Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál.
Þessu var nú hafnað á sínum tíma rétt eins og herstöðvarandstæðingar vildu hafna aðstöðu NATO hér á landi. En nú eru breyttir tíma. Þeir sem áður vitnuðu til Einars Þverærings hafa nú gleymt honum. Og ljós að auðveldlega má bera fé á landann, framar öllu á vinstri menn, þeir gleypa við öllu. Í engu er spurt til hvers eigi að nota allt þetta landflæmi sem jörðinni tilheyrir.
Sé eitthvert slátur í Grímsstöðum fyrir ferðamenn allan ársins hring á þá ekki hin skelleggi skattamálaráðherra að uphugsa einhvern skatt til að leggja á Kínverjann, sá skattur má til dæmis heita auðlindagjald mín vegna?
Ég þekki nóg til í ferðamálum og veit, rétt eins og margir aðrir, að þarna munu aldrei koma til mikilla uppbygginga. Slíkt væri óráð hið mesta og byði ekki upp á annað en hrakninga og erfiðleika fyrir gesti langmestan hluta ársins. Sé þetta spurning um hótel þá nægja nokkur þúsund fermetrar en ekki hundrað þúsund fermetra land. Golfvöllur sem nýtist verður aldrei byggður á Grímsstöðum.
Eflaust er sveitarsttjórnum á Norðausturlandi mikið niðri fyrir. Ef til vita þær eitthvað sem ekki hefur verið greint frá um uppbygginguna, en meðan svo er held ég að það sé hið mesta óráð og gagnslaust að leiga gríðarlegt landflæmi til 40 eða 90 ára. Myndu menn vera tilbúnir til að leigja Kínverjanum kvóta í fiskimiðunum til jafnlangs tíma?
![]() |
Huang segir samkomulag í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin er skaðlegri en hrunið sjálft
5.5.2012 | 11:27
Ég benti nýverið á að stefna ríkisstjórnarinnar og viðbrögð hennar við falli bankanna hefðu valdið samfélaginu meira tjóni en bankahrunið sjálft. Það varð til þess að blogglúðrasveit og netdólgar ríkisstjórnarflokkanna hrukku af hjörunum. Annar eins fúkyrðaflaumur hefur líklega ekki komið úr þeirri átt frá því að ég tók upp á því að tjá mig um mikilvægi þess að ráðast í almenna skuldaleiðréttingu, snemma árs 2009.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sækir ekki mörg atkvæði til almennings, miklu færri en hann á skilið svo rökfastur og skynsamur sem hann getur oft verið.
Hann skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni Kostnaðurinn af skaðlegri ríkisstjórn. Þetta er frábær grein og ástæða fyrir alla að lesa hana.
Í greinni rökstyður Sigmundur þau orð sem hann lét falla og koma fram í tilvitnuninni hér að ofan. Niðurstaðan er þessi:
Lauslega áætlað og með vísan til þekktra auglýsinga er niðurstaðan um það bil þessi:
Hrun heils fjármálakerfis: 670 milljarðar.
Sósíalistastjórn í 3 ár: 890 milljarðar.
Kosningar og ný ríkisstjórn sem nýtir hin óendanlegu tækifæri Íslands öllum til hagsbóta: Ómetanlegt.
Gjáin milli þings og þjóðar
4.5.2012 | 22:18
Páll Vilhjálmsson er oft glöggur á stjórnmálaástandið. Hann heldur því fram að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar:
Annar ríkisstjórnarflokkurinn, VG, er klofinn þar sem þrír þingmenn yfirgáfu meirihlutann. Margstaðfest er að í stórum málum, t.d. ESB-umsókninni og Icesave, er þjóðarvilji öndverður þingvilja.
Almennar þingkosningar eru til þess fallnar að brúa aðskilnað þjóðar og þings.
Sumarkosningar myndu skila okkur nýjum meirihluta alþingi sem væri takt við þjóðarviljann.
Óhætt er að taka undir með honum en ríkisstjórnin hættir sér ekki út í kosningar. Enn er svo margt ógert og enn á eftir að koma flugumönnum hennar fyrir í stjórnarráðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Offramboð af Bubba
4.5.2012 | 14:26
Bubbi er áreiðanlega hinn besti drengur og afburða tónlistarmaður. Um það verður ekki deilt. En er ekki dálítið offramboð af honum í fjölmiðlum. Hann er alls staðar, vart hægt að opna dagblað, kveikja á sjónvarpi eða útvarpsstöð, alls staðar skal Bubbi vera.
Maður veit orðið alltof mikið um manninn, meira en t.d. mig langar til að vita. Er ekki kominn tími til að hann einbeiti sér að sinni eigin tónlist og láti fjölmiðlana vera að öðru leyti.
![]() |
Keppendurnir ekki smeykir við Bubba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reynsla skiptir máli
4.5.2012 | 11:05
Menn geta aflað sér reynslunnar með störfum þó að þeir séu ekki menntaðir í rekstri og við teljum að hann sem útgáfustjóri og rekstrarstjóri bókaútgáfu hafi mjög góða reynslu, segir Pétur.
Þetta er skynsamlega mælt hjá Pétri. Alltof oft freistast menn til að halda að háskólamenntun skipti sköpum. Vissulega er hún mikilvæg en þekkin og reynsla er tvímælalaust það sem líta á eftir. Hversu góðar bækur kunna að vera um rekstur og lífið tekur ekkert reynslunni fram.
![]() |
Ekki gerð krafa um rekstrarmenntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smávægilegt um emm Moggans ...
4.5.2012 | 09:02
Einkunnagjöf Morgunblaðsins er góðra gjalda verð. Hins vegar virðist hún ekki miðast við sstöður heldur þá sem eru mest áberandi. Markmaðurinn getur staðið sig mjög vel í góðum sigri fær ekkert M en sá sem fær tvö eða jafnvel þrjú M er sóknarmaðurinn sem skoraði þrennuna
Rökstuðningurinn fyrir veitingu M-a er oft frekar lítill og stundum alls enginn. Í sumum tilfellum liggur hann í augum uppi þegar leikmaður stendur sig vel en þá veltir maður því fyrir sér hvernig standi á fátæklegum M-um annarra. Fótboltaleikur er auðvitað ekkert annað en samvinna ellefu eða fleiri einstaklinga. Yfirleitt er það það sem skilar árangri.
Ekki misskilja. Íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins er afskaplega góð og ber eiginlega höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla. Fyrir það ber að þakka.
![]() |
40 síðna fótboltablað Morgunblaðsins í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
RÚV ruglar með niðurstöður skoðanakönnunar
3.5.2012 | 22:49
Sjónvarpið sagði ranglega frá nýju skoðanakönnun Gallups. Það er ámælisvert að segja frá könnuninni á þann hátt að flokkur hafi tapað eða unnið frá síðustu könnun án þess að geta þess hver úrslitin urðu í síðustu kosningum.
Þannig segir Sjónvarpið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað þremur þingmönnum frá síðustu könnun. Það er einfaldlega rangt. Tapið er ekkert, þvert á móti hefur flokkurinn unnið stórkostlega á frá kosningum. Þær er eina viðmiðunin, síst af öllu einhver könnun. Sé aftur á móti ætlunin að greina frá minna fylgi miðað við síðustun könnun verður að nefna tölur frá kosningunum. Að öðrum kosti mætti ætla að Sjónvarpið vilji koma því inn hjá áhorfendum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað fylgi. Hér er ekki verið að gera stofnuninni upp einhverjar meiningar að þessu tagi en framsetningin var heimskuleg og það á við alla flokka.
Sjáum bara hver staða VG er góð ... samkvæmt RÚV eykur flokkurinn við fylgi sitt miðað við síðustu skoðanakönnun.
Hversu ruglandi er ekki svona framsetning? Það er einfaldlega ekki hægt að halda þessu fram. VG hefur tapað gríðarlegu fylgi frá síðustu kosningum. Það er aðalatriðið. Hitt er algjört aukaatriði að fylgi flokksins hafi aukist smávægilega frá síðustu könnun.
RÚV á að viðurkenna að fréttin er í grundvallaratriðum röng.
![]() |
Ný framboð næðu tíu þingmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2012 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vel ritfær maður, hann binLaden
3.5.2012 | 15:12
BinLaden, leiðtogi Al-Qa'ida samtakanna alræmdu var drepinn fyrir ári. Þeir tóku á honum hús, nokkrir kunnáttumenn bandaríska hersins í drápum og skutu hann og nokkra aðra um leið og þeir hirtu skjöl og gagnlega hluti af heimili mannsins.
Nú hafa hefur eitthvað af þessum skjölum verið sett á netið og meira að segja í enskri þýðingu. Þá kemur í ljós að þessi harðsvíraði skipuleggjandi drápa er ágætlega ritfæri, trúaður með afbrigðum, en ritar miklar langlokur. Í einu bréfi binLadens til einhvers félaga hans segir í upphafi:
In the name of God, Most Gracious, Most Merciful Praise God, He who promised and fulfilled, promised and forgave, and peace and prayer be upon the gentleman of the honorable, his perfect honored family and companions......
Honorable brother/ Azmarai, may God preserve you Peace, mercy of God and His blessing be upon you. I hope that you and those with you are in the best of condition. And may God gather us on what is pleasing and satisfying to Him ,from glory of the world and winning of the hereafter... Furthermore, these are some thoughts that I am adding to the letter which I previously had sent to you, last 12 of Dhul Al-Hijja (TN: No year given, most recent would be 19 November 2010):
Concerning our friends letter (NFI) addressed to you; here is what I think. It is that those brothers might have sent the letter out of fear, too concerned about inflating the size and the growth of Al-Qa'ida, with Gods blessing and strength ...
Og svo lýkur binLaden bréfi sínu á sama guðsóttalega háttinn og hann byrjaði það á:
Anyway honorable sir, the intention is that it is predictable, with Gods permission and blessing, achieving victory is near, and it follows the overflow of individuals, groups and their haste to pledge the allegiance. Therefore, starting from now please think about controlling the matter with a system that deals with people, each according to his religion, piety and contribution. And, governing the people with Shari'ah, which brings those who are moral and righteous closer to each other. Those who have groups established, nations, and whom victory descends upon, they fend off people of ambition and prejudice. God help us for all the best.
A final personal request, which is, I am asking you to pray for me, and my family for health in my religion, the world, and good offspring.
In conclusion, I am asking God to assume you in His care, preserve you, us, and all Muslims from all harm...
And I entrust you in God, Whose deposits do not go to waste.
Please destroy the letter after reading it, and may God reward you with the best.
Peace
Your beloved brother
Þetta er hreinlega eins og að lesa bréf eftir vestræna klerka frá 18. öld sem vart mega halda vatni yfir trú sinni og ótta.
Grínlaust, þetta er vel orðað bréf og mættu margir taka þennan mann sér til fyrirmyndar, að vísu aðeins að þessu leyti.
Forgengilegt Staup í Hvannágili og aðrar gersemar
3.5.2012 | 09:49
Í einni af mínum fyrstu ferðum í Hvannárgil í Goðalandi rakst ég á þennan fallega klett sem í raun var ekkert annað en sandsteinn. Líklega hefur hann verið leyfar af einhverjum enn stærri kletti sem þarna stóð forðum daga og veðraðist með tímanum. Ég gæti trúað að hann hafi verið um fimmtán til tuttugu metra hár.
Félagar mínir tóku upp á því að nefna hann Staupið og nafnið festist við hann. Mér fannst Bikarinn vera meira við hæfi en fékk engu um það ráðið.
Fjölmargir lögðun undir sig betri fætinum og gengu í Hvannárgil til þess eins að skoða náttúruundrið.
Svo gerðist það dag einn að vinkona hringdi í mig og tjáði mér þær sorgarfréttir að Staupið væri hrunið.

Þetta fundust mér ótrúlegar fréttir og þrátt fyrir að fleiri og fleiri fréttir bærust af þessu trúði ég þeim ekki fyrr en ég kom á staðinn.
Svona gerast nú ýmislegt í landinu. Þegar betur er að gáð mátti svo sem alveg búast við því að Staupið hryndi. Það var ekki hannað til langs tíma, efniviðurinn var lélegur, engin byggingareglugerð náði yfir það, öngvir eftirlitsmenn höfðu með því auga og því mátti móðir náttúra sæta því að þetta verk hennar eins og mörg önnur eyðilegðist.

Þetta breytir því ekki að Hvannárgil er mikil gersemi. Þriðja myndin er tekin skammt frá þeim stað er Staupið stóð. Vinstra megin liggur Hvannárgil upp á Helgjarkambi sem þó sést ekki á myndinni. Engu að síður varpar sólin geislum á Morinsheiði og gengt henni er Bröttufannarfell á Fimmvörðuhálsi.
Hægra megin er annað stórt gil en nafnlaust. Ég hef leyft mér að kalla það Syðra-Hvannárgil. Það liggur inn að Eyjafjallajökli, skammt vestan við eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Tvisvar hef ég álpast ofan í þetta gil af Hálsinum og í bæði skiptin lent í miklum erfiðleikum með að komast út úr því. Innst er það þröngt og erfitt yfirferðar, áin er vatnsmikil, hún hefur grafið sig svo mikið að oft þarf að vaða hana og hreinlega klifra upp kletta eða brattar sandhlíðar.
Hægra megin á myndinni er Merkurtungnahaus, 868 m hár. Milli ánna heitir Sandhryggur. Þar fyrir ofan er lítil slétta og út á hana rann hraunið úr eldstöðvunum á Hálsinum frá því 2010. Raunar féll lítil spýja ofan í Hvannárgil eins og sjá má á fjórðu og síðustu myndinni.
Sakar því ekki að geta þess að klikka má á myndirnar og stækka þær talvert mikið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún bauð ókunnugum góðan dag ...
2.5.2012 | 08:56
Sá sem kynnist ólíkum menningarheimum kemst auðvitað ekki hjá því að bera saman það sem hann hefur séð og reynt. Ég tók t.d. oft strætó niður í bæ og fyrsta daginn sem ég mætti í strætóskýlið bauð ég öllum góðan dag. Fólk horfði á mig eins og ég væri frá annarri plánetu enda ekki venjan að bjóða góðan dag á þeim tíma.
Þannig ritar Ingrid Kulman í grein í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni Að vinna land. Ingrid er Hollendingur að uppruna en fluttist hingað til lands fyrir 15 árum og settist hér að. Hún sér í gegnum montið okkar Íslendinganna sem fæddir eru í landinu. Við erum sífellt að stæra okkur af hinu og þessu og þykjumst mestir á flestum sviðum, ef ekki beinlínis þá í hlutfalli við fólksfjölda. Hún segir:
Þegar hveitibrauðsdögunum lauk fór að bera meira á pirringi gagnvart hlutum sem voru öðruvísi en ég átti að venjast frá mínu heimalandi. Sérstaklega þjóðarstoltið fór að virka tvírætt. Íslendingum hefur verið innrætt að selja land sitt, og flestir eru með tölulegar upplýsingar á hreinu: besti fiskurinn, hæsti meðalaldurinn, lægsta glæpatíðnin, besta landið til að ala upp börn, hreinasta loftið, besta vatnið, sterkustu mennirnir, mesta hamingjan, fallegustu konurnar og það að trúa á íslenska lagið í Eurovision allt til lokatalningar. Einnig sú staðreynd að Reykjavík býður upp á flest listgallerí og bíó í Evrópu, auðvitað miðað við höfðatölu. Mér fannst þetta merkilegt, að 300 þúsund eyjarskeggjar skyldu stæra sig af því að vera best í heimi á öllum sviðum. Auðvitað þykir flestum sinn fugl fagur, ég hafði bara aldrei kynnst slíku þjóðarstolti.
Ég hef oft velt þessu sem Ingrid segir fyrir mér, hef vissulega fallið í þá gryfju að brúka svona upptalningar í viðræðum við fólk af öðru þjóðerni, bæði hér á landi og erlendis. Yfirleitt hef ég mætt kurteisi en smám saman uppgötvaði ég að enginn tók andköf yfir þessum yfirburðum hins íslenska kynstofns, ekki frekar en einhver hefði reynt að einhver hefði reynt að sannfæra mig um ágæti sitt með því að halda því fram að hann næði tvö hundruðu stöðvum á sjónvarpstækið sitt.
Góður vinur og samstarfsmaður fyrir norðan sagði einu sinni við mig að það besta sem gæti komið fyrir íslenska þjóð væri stóraukinn innflutningur útlendinga og veruleg blóðblöndun við þá. Þar með væri hugsanlegt, en aðeins hugsanlegt, að hægt væri að útrýma þessum séríslenska hroka.
Ég nota ekki stræó en kannast svo sem við að fólk sem býður ókunnugum góðan daginn er litið hornauga. Hér með ætla ég að taka undir þegar einhver býður góðan daginn í heita pottinum í laugunum og það sem meira er, ég ætla að bjóða þessa kveðju að fyrra bragði. Eitt lítið bros og stutt kveðja hlýtur að vera dýrmætt og því ekki að sóa slíku á meðlanda sína.
Grein Ingridar er fallega rituð og boðskapurinn innilegur og afar kurteis. Ástæða er til að þakka fyrir hana.
Plastmál verður platmál
30.4.2012 | 15:09
Sjónlistarmiðstöðin á Akureyri er stórmerkilegt fyrirtæki og á allt gott skilið og þar með plastmálið hennar Jóhönnu forsætisráðherra. Forstöðumaður safnsins hefur hafnað tilboði í málið í tilefni af 1. maí sem sagður er barátturdagur verkafólks. Upphafning Jóhönnu getur ekki verið byggð á rökum.
- Atvinnuleysi er gríðarlegt. Jóhanna segir að atvinnuleysið hafi minnkað en veit að fólk hefur unnvörpum flúið land eða farið í skóla og þar með fækkar á atvinnuleysisskrá.
- Skuldastaða heimilanna er óleyst. Jóhanna ætlar ekkert að gera í því.
- Jóhanna og ríkisstjórn hennar lætur sér sæma að ráðast gegn atvinnulífinu eins og að hrunið hafi ekki verið því nóg.
Jóhanna varð að athlægi með orðum Staksteina Morgunblaðsins um að þetta umrædda mál væri það eina sem hún hafi getað lokið við á þremur árum. Forstöðumaður Sjónminjasafnsins reynir þó að klóra í grafarbakkann fyrir hönd forsætisráðherra en skortir því miður húmorinn.
Plastmálið verður aldrei annað en plat, óekta sem engu skiptir rétt eins og annað sem um varir Jóhönnu hefur farið.
![]() |
Hafnar tilboði SUS í mál Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er mönnum ekki sjálfrátt?
30.4.2012 | 08:49
Brýnasta verkefnið er að bæta tekju- og eignahag allra einstaklinga í landinu, allra.
Stjórnarskráin: Það er of mikið í lagt að kollvarpa núverandi stjórnarskrá og leggja gjörbreyttan grundvöll fyrir stjórnskipan landsins. Þetta er hreinlega of stór skammtur í einu og mun taka þjóðfélagið áratugi að fóta sig á ný. Þessi bylting í stjórnarfari landsins mun kosta miklar deilur og átök án þess að bæta stöðu þjóðfélagsins í samræmi við afleiðingarnar. [...]Nær væri að taka einn kafla stjórnarskrárinnar til endurskoðunar í einu á 10-20 ára fresti.Evrópumálið: Efnahagur okkar er slíkur að við erum alls ekki í stakk búin til að taka svo stórt skref á næstunni, sem innganga í Evrópusambandið er. Málið klýfur þjóðina í andstæðar fylkingar ófriðar og deilna. Í efnahagsþrengingum okkar ætlum við bæði að rústa sjávarútveginn og koma yfirráðum yfir honum undir erlent vald í Brussel. Er mönnum ekki sjálfrátt? Liggur nokkuð á?Fiskveiðistjórnin: Fiskveiðar Íslendinga eru hryggjarstykkið í þeim viðkvæma efnahagsbata, sem þó hefur náðst. Að stofna til happdrættis um þennan atvinnuveg núna er ófyrirgefanlegur glannaskapur og áhættufíkn. Fiskveiðarnar dæla gjaldeyri inn í þjóðfélagið og standa m.a. undir þeim bata sem orðinn er. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum.
Á ríkissjóður að vera milliliður í markaðsmálum?
27.4.2012 | 15:17
Venjan er sú, og fyrir henni er löng og farsæl reynsla, að fólk og fyrirtæki nota sjálfsaflafé sitt í þau verkefni sem það telur réttast. Nú eru uppi önnur viðhorf og enginn mótmælir eða mótmælir þessari skoðun hans Össurar.
Með hvaða rökum er einhver þörf á að gera ríkissjóð að millilið í markaðsmálum umfram það sem nú er. Hagkerfið getur aldrei gegnið á háum sköttum, það getur ekki heldur gengið með skipti ríkiðvaldið sér af öllu, stóru og smáu.
Það sem Össur og félagar hans eru að gera er að leggja fram frumvarp til laga um nýjan skatt sem þeir kalla auðlindagjald og til að afla því fylgis lofa þeir að nota örlítið brot af því til annarrra hluta. Þetta heita mútur..
Össur hefur ekkert vit á markaðsmálum né heldur íslensk stjórnsýsla. Hvorki íslenska ríkið né önnur eiga að sinna þessum verkefnum. Landbúnaðurinn á að selja einn og óstuddur lömb til útlanda, fiskvinnslan selur fisk, álfyrirtækin ál, ferðaþjónustan selur ferðir um Ísland.
Ég þori að fullyrða að markaðssetning á íslenskum fiski erlendis gangi ágætlega og batni ekki mikið jafnvel þó ríkið brúi til þess skattpeninga. Raunar yrði það til þess að þeir sem nú kosta markaðssetninguna geta dregið úr sínum framlögum. Er vilji fyrir því að söluaðilar spari en ríkið greiði brúsann?
![]() |
Hluti gjalds í markaðsstarf? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisdalur í stað krónu
26.4.2012 | 14:28
Með öðru eyranu fylgist ég með umræðunni um gjaldmiðilsmál, þ.e. meintri þörf á að taka upp einhvern annan gjaldmiðil fyrir þjóðina í stað krónu. Sumir vilja taka upp Evru, aðrir norska krónu, enn aðrir kanadadollar og þeir eru líka til sem vilja bandaríkjadollar.
Einn þeirra sem leggur til að tekinn verði upp bandaríkjadollar er Guðmundur Franklín Jónsson, viðskiptafræðingur og með langa reynslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag, nokkuð góða, verð ég að segja, því hingað til hef ég ekki rekist á jafnítarlegan rökstuðning um málið.
Hann segir meðal annars í grein sinni (feitletrun er mín):
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars.
Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum.
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla.
Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali.
Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal.
Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal.
Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu.
Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári.
Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum.
Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni.
Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.
Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum.
Afbrotamenn eru skelfing vitlausir
26.4.2012 | 09:05
Hér áður fyrr velti ég því stundum fyrir mér hvers vegna kostnaðurinn við löggæslu þyrftir að vera svo mikill sem raun bar vitni. Á námsárunum vann ég í tvö sumur sem lögreglumaður og uppgötvaði að svokallaðir glæpamenn væri eiginlega ekkert margir. Síðar fjölgaði þeim og nú tengjast þeir frekar fjármögnun eiturlyfjaneyslu heldur en að í umferð séu harðsvíraðir glæponar sem safni fé til efri áranna.
Ég held að enn séu glæpamenn tiltölulega fáir og raunar margir skelfing vitlausir. Væri þeir skynsamir myndu þeir annað hvort ekki láta ná sér eða hætta þessari iðju og taka sér eitthvað annað fyrir hendur.
Nei, þetta eru rugludallar og margir stórhættulegir vegna fíkniefnaneyslu sinnar og heimsku.
Velvakandi í Morgunblaðinu er oft vel skrifaður enda blaðamenn Morgunblaðsins flestir mjög góðir pennar. Í dag var Velvakandi sérstaklega fyndinn og tek ég mér það Bessaleyfi að birta hann í held sinni.
Snjallir afbrotamenn eru algengir í bíómyndum, en minna fer fyrir þeim í raunveruleikanum. Víkverji rakst á nokkrar frásagnir af misheppnuðum afbrotam...
Snjallir afbrotamenn eru algengir í bíómyndum, en minna fer fyrir þeim í raunveruleikanum. Víkverji rakst á nokkrar frásagnir af misheppnuðum afbrotamönnum á vefsíðu Der Spiegel og gat ekki stillt sig um að láta nokkrar þeirra ganga.
Ungur maður braust inn í hús í bænum Joshua Tree í Kaliforníu. Þegar hann hafði látið greipar sópa ákvað hann að opna kampavínsflösku. Þar sem kampavín bragðast ekki vel á tóman maga afréð hann að fá sér snarl með. Að því loknu kviknaði þörf til að baðast og fór hann í sturtu. Á meðan hann var í sturtunni kom eigandi hússins heim, heyrði vatnsniðinn og hringdi á lögregluna. Maðurinn heyrði ekki í lögreglunni þegar hún kom að handtaka hann.
Við höldum okkur við Bandaríkin. Haustið 2010 faldi innbrotsþjófur í Oak Hill sig á efri hæðinni þegar íbúarnir komu heim. Hann kom hins vegar upp um sig þegar hann sprakk úr hlátri vegna þess að einn húsráðenda sagði brandara.
Bankaræningi í Wuppertal í Þýskalandi vildi koma í veg fyrir að skelfing gripi um sig þegar hann hugðist ræna banka. Í stað þess að hrópa lét hann gjaldkerann hafa miða, sem á stóð »Þetta er bankarán«. Hann komst á braut með ránsfenginn, en náðist brátt vegna þess að hinum megin á umslaginu var heimilisfangið hans.
Í mars braust átján ára unglingur inn í hús í Münster og tók meðal annars með sér aðgangsupplýsingar um heimabanka fórnarlambanna. Því næst tæmdi hann reikninga þeirra, en var ekki séðari en svo að hann millifærði féð á eigin reikning.
Og svo var það innbrotsþjófurinn í Silver Springs í Flórída, sem braust inn og ákvað að hlaða farsímann á meðan hann var að athafna sig. Hann hafði sig síðan á braut, en gleymdi farsímanum.
Hefur flogið 26 sinnum milli Íslands og Skotlands
25.4.2012 | 21:20

Einn af mínum eftirlætisbloggurum er Jón Sigurðsson, ljósmyndari á Blönduósi. Ekki aðeins er hefur hann afskaplega góður myndasmiður heldur skrifar hann ákaflega skemmtilega. Yfirleitt eru pistlar hans á léttum nótum, hann gerir óspart grín að sjálfum sér og svo lítur hann á samfélag sitt í spéspegli.
Mig langar til að vekja athygli á síðasta pistli Jóns en þar fjallar hann um aldraða gæs sem þó hefur náð að fljúga 26 sinnum milli Íslands og Skotlands. Hann segir:
Vorið er komið, það er næsta víst því eftirlætis gæs Blönduósinga SLN er komin heim frá vetradvöl í Skotlandi. Nafni minn Jóhannsson (Jón Beini) kom auga á hana og náði af henni mynd. Ég var satt best að segja farin að verða vonlítill um að hún skilaði sér í vor því töluvert er liðið síðan fyrstu gæsir komu.
Þetta er í það minnsta 13. skiftið sem hún skilar sér heim en hún var merkt í júlí árið 2000 við lögreglustöðina á Blönduósi, þá fullorðinn fugl. Hugsið ykkur gæsin hefur flogið 26 sinnum yfir hafið og heim og mátt sæta skotárásum bæði á Íslands- og Skotlandsstöndum.
Þessi gæs hefur sýnt einstakan hæfileka til að komast af og ef við gerum ráð fyrir því að hún hafi komið upp 5 ungum að meðaltali öll þessi ár þá hafa fylgt henni öll þessi sumur 65 ungar.
Þessi eðalgæs hefur haft það fyrir vana að helga sér svæði í nágrenni Héraðshælisins og hafa því eldri borgarar bæjarins haft að henni þokkalegt aðgengi og ég veit að þeir eru flestir elskir að henni. Mér hefur ekki enn tekist að sjá SLN í ár en ég fékk upphringingu í morgun þar sem sást til hennar á Héraðashælislóðinni beint fyrir neðan skrifstofuna hjá Valbirni forstjóra, en þegar ég kom á staðinn nokkrum mínútum síðar þá var hún horfin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nátturuvernd er ekki einkamál vinstri manna
25.4.2012 | 09:08
Hugmyndir vinstriflokkanna um að fækka stórkostlega virkjanakostum eins og endurspeglast í rammaáætlun og umbreytingin á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem birtist í fiskveiðistjórnunarfrumvörpunum leiða því til meiri ásóknar mannsins í óendurnýjanlegar auðlindir jarðar. Stefna vinstriflokkanna í þessum málum opinberar þá sem auðlindasóða!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin orsakatengsl milli meints brots og hrunsins
24.4.2012 | 09:17
Eftir mikið erfiði var komið að hinu pólitíska uppgjöri í Landsdómi í gær. Uppskeran gegn Geir H. Haarde, fyrrerandi forsætisráðherra, var lítil sem engin. Hann var sýknaður af öllum veigamestu ákvörðunum en dæmdur fyrir verklag sem allar ríkisstjórnir frá upphafi höfðu tileinkað sér.
Samkvæmt landsdómi var Geir ekki sekur um eftirfarandi ákæruatriði en þau eru eins og sjá má mjög alvarleg:
- að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri.
- að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfuríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.
- hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesavereikninga Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins
Ofangreint er auðvitað hin pólitíska ákæra. Á grundvelli fordæmisins er nú vandalítið að kæra Steingrím J. Sigfússon fyrir aðkomu hans að Byr, Spkef og Sjóvá. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í hefndarhug myndi hann eflaust undirbúa slíka málssókn, en hann er það ekki.
Hins vegar var Geir sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni . Allir geta hins vegar séð að þessi formkrafa segir ekkert til um þá fundi sem haldnir voru um efnið utan ríkisstjórnarfundar og þá með ráðherrum. Rétt er að þessir fundir voru ekki formlega skráðir né haldnar fundargerðir. Slíkt hefur aldrei verið gert í gjörvallri sögu stjórnarráðsins og þó svo að það hafi verið gert en Geir vanrækt það er varla hægt að líta að það sem stórfellda sök.
Væri Sjálfstæðisflokkurinn í hefndarhug væri honum í lófa lagið að ákæra Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sama forsmatriði í tengslum við atvinnuleysi, skuldastöðu heimilanna og árásir ríkisstjórnarinnar á atvinnulíf landsmanna. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í hefndarhug þó okkur flokksmönnum sé mikið niðri fyrir út af þessum makalausa Landsdómi og makalausri sakfellingu hans.
Eiginlega hitti Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, naglann á höfuðið þegar hann segir í grein í Morgunblaðinu í morgun:
Engin skynsamleg tilraun hefur verið gerð til að sýna fram á orsakatengsl milli þessa brots og þeirra afleiðinga sem komu fram í hruni íslensku bankanna, enda engin leið að sýna fram á að formleg fyrirtaka þessara mála á ráðherrafundum hefði raunverulega breytt nokkru um rás atburða. Það var líka niðurstaða 6 dómara af 15 að einnig bæri að sýkna fyrir þennan ákærulið. Dreg ég enga dul á að ég tel að sú niðurstaða sé mun rökréttari en niðurstaða meirihlutans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2012 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fjall hverfur fyrir fullt og allt
23.4.2012 | 14:39


