Nátturuvernd er ekki einkamál vinstri manna

Hugmyndir vinstriflokkanna um ađ fćkka stórkostlega virkjanakostum eins og endurspeglast í rammaáćtlun og umbreytingin á fiskveiđistjórnunarkerfinu sem birtist í fiskveiđistjórnunarfrumvörpunum leiđa ţví til meiri ásóknar mannsins í óendurnýjanlegar auđlindir jarđar. Stefna vinstriflokkanna í ţessum málum opinberar ţá sem auđlindasóđa!
 
Ég er ekki alls kostar sammála Tryggva Ţór Herbertssyni, alţingismanni, sem ritar grein í Morgunblađiđ í morgun undir fyrirsögninni „Auđlindasóđar“. Fleirum sjálfstćđismönnum en mér er verulega annt um náttúru landsins og höldum ţví fram ađ ekki séu allar virkjanir af hinu góđa. Vandinn er sá ađ ađ međ vatnsaflsvirkjunum er landi sökkt. Óafturkrćfar breytingar eru gerđa á landi. Og sannast sagna eru ekki allir virkjunarkostir góđir, ţeir geta veriđ rekstarlega óhagkvćmir eđa stađsetningin getur rekist á viđ önnur not eins og landbúnađ eđa ferđaţjónustu og útiveru.
 
Vítin til varnađar eru mörg og liggur beinast viđ ađ líta til svokallađrar Hellisheiđavirkjunar en hún og umhverfi hennar var hannađ á ţann hátt ađ fallegu útivistarsvćđi var gjörbreytt og ţađ raunar eyđilagt. Lítum til Kárahnúkavirkjunar ţar sem landi var sökkt vegna raforkuframleiđslu fyrir álver í Reyđarfirđi. Ţar er nú stađan sú ađ Íslendingum fćkkar međal starfsmanna og útlendingum fjölgar.
 
Ég sé ekki ađ ástćđa sé til ađ virkja jarđhita á Torfajökulssvćđinu og gjörbreyta ţá ţessu stórkostlega svćđi. Sama á viđ Hólmsá og Hólmsárlón, Langasjó og fleiri og fleiri stađi. Eigum viđ virkilega ađ breyta Ţjórsá og virkja hana og vađa síđan í Blöndu í Langadal? Ţarnćst liggur beinlínis fyrir ađ auka viđ raforkuframleiđslu fyrir austan, hćkka yfirborđ Lagarins, skítt međ ţađ ţó Egilsstađir fari hálfir á kaf.
 
Rammááćtlun er nauđsynlegt verkfćri til ađ gera sér grein fyrir virkjunarmöguleikum. Viđ ţurfum ekki ađ teljast til vinstri manna ţó viđ viljum vernda náttúru landsins.
 
Hins vegar skil ég ekki hvers vegna ţingmađurinn ţarf ađ blanda saman rammaáćtlun um virkjunarkosti og alrćmdum breytingum á fiskveiđistjórnunarkerfinu. Nema ţví ađeins ađ ţetta sé pólitískur leikur hjá Tryggva ađ koma ţví inn hjá fólki ađ ţeir sem séu náttúruvernd og auđlindaskattur ríkisstjórnarinnar séu grein af sama meiđi. Ţetta er svona gamalt trix sem kemur áreiđanlega í bakiđ á ţeim sem ţađ nota.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Takk fyrir ţetta innlegg, Sigurđur.  Gott ađ sjá ađ enn skuli vera til menn í mínum gamla flokki, sem geta horft á hlutina af víđsýni eins og gert var í ţeim flokki áđur en Davíđsmenn tóku völdin.

Ţórir Kjartansson, 25.4.2012 kl. 11:41

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir, Ţórir. Hins vegar verđ ég endilega ađ taka ţađ fram ađ ég ber mikla virđingu fyrir Davíđ Oddssyni og verkum hans.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 25.4.2012 kl. 15:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband