Hefur flogið 26 sinnum milli Íslands og Skotlands

jonsig

Einn af mínum eftirlætisbloggurum er Jón Sigurðsson, ljósmyndari á Blönduósi. Ekki aðeins er hefur hann afskaplega góður myndasmiður heldur skrifar hann ákaflega skemmtilega. Yfirleitt eru pistlar hans á léttum nótum, hann gerir óspart grín að sjálfum sér og svo lítur hann á samfélag sitt í spéspegli.

Mig langar til að vekja athygli á síðasta pistli Jóns en þar fjallar hann um aldraða gæs sem þó hefur náð að fljúga 26 sinnum milli Íslands og Skotlands. Hann segir:

Vorið er komið, það er næsta víst því eftirlætis gæs Blönduósinga SLN er komin heim frá vetradvöl í Skotlandi. Nafni minn Jóhannsson (Jón Beini) kom auga á hana og náði af henni mynd. Ég var satt best að segja farin að verða vonlítill um að hún skilaði sér í vor því töluvert er liðið síðan fyrstu gæsir komu.

Þetta er í það minnsta 13. skiftið sem hún skilar sér heim en hún var merkt í júlí árið 2000 við lögreglustöðina á Blönduósi, þá fullorðinn fugl. Hugsið ykkur gæsin hefur flogið 26 sinnum yfir hafið og heim og mátt sæta skotárásum bæði á Íslands- og Skotlandsstöndum.

Þessi gæs hefur sýnt einstakan hæfileka til að komast af og ef við gerum ráð fyrir því að hún hafi komið upp 5 ungum að meðaltali öll þessi ár þá hafa fylgt henni öll þessi sumur 65 ungar.

Þessi eðalgæs hefur haft það fyrir vana að helga sér svæði í nágrenni Héraðshælisins og hafa því eldri borgarar bæjarins haft að henni þokkalegt aðgengi og ég veit að þeir eru flestir elskir að henni. Mér hefur ekki enn tekist að sjá SLN í ár en ég fékk upphringingu í morgun þar sem sást til hennar á Héraðashælislóðinni beint fyrir neðan skrifstofuna hjá Valbirni forstjóra, en þegar ég kom á staðinn nokkrum mínútum síðar þá var hún horfin. 

Jón þessi sem uppnefndur er beini er málari á Blönduósi og með betri golfmönnum á staðnum. Held að hann sé með þrjá eða fjóra í forgjöf. Merkilegt að Blönduósingar eiga marga góða golfara og er Jón Sigurðsson með talinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hann Jón Jóhannsson er frá sveitabæ sem heitir Beinakelda,þessvegna er hann kallaður Jón beini.

Þórarinn Baldursson, 26.4.2012 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband